Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1982, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1982, Blaðsíða 6
DAGBLADID & VISIR. FÖSTUDAGUR18. JUNI1982. Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiöenda skal vakin á því aö gjalddagi launaskatts fyrir mánuöina apríl og maí var 15. júní sl. Eindagi er mánuði síðar. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Reykjavik, 16. jtíní 1982. FJármálaráðuneytið Ekta kolaof nar Eigum fyrirliggjandi nokkra kolaofna, hentuga i sumarbústafli. Greiðsluskilmálar. HÁRPRÝÐI Háaleitisbraut 58—60, sími 32347. Ath. opifl laugardag til kl. S. t + i Sími Listahátíðar 29055 LISTAHÁTÍÐ í REYKJAVÍK Dagskrá: Laugardagur 19. júní kl. 17.00. KJARVALSSTAÐIR: Hafliði Hallgrímsson: Fimm stykki fyrir píanó (Halldór Haraldsson, píanó) Guðmundur Haf steinsson: Brunnu beggja kinna björt 1 jós (Nora Kornblueh, selló Óskar Ingólfsson, klarinett Snorri S. Birgisson, píanó) Sunnudagur 20. jiim" kl. 14.00 Kjarvalsstaðir Þorkell Sigurbjörnsson: 1) Níu lög við ljóð eftir Jón úr Vör (Ölöf K. Harðardóttir, söngur Þorkell Sigurbjörnsspn, píanó) 2) Petis Plaisirs (smáglens) (Rut Ingólfsdóttir, fiðla Unnur María Ingólfsdóttir, fiðla Inga Rós Ingólfsdóttir, selló Höröur Áskelsson, sembal). Ath. breyttan lónleikatítna. Laugardagur 19. júní kl. 20.30: kl. 20:30 LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Skilnaður Frumsýning á nýju leikriti eftir Kjartan Ragnarsson, sem einnig er leikstjóri. Laugardagur 19. júní kl. 9:30 NORRÆNAHUSID NORRÆNAHUSIÐ Fönd urvinn ustofan Opin öllum (hámarksfjöldi barna þó 15, aldur 3— 6ára). Sunnudagur 20. júní kl. 17:00 LAUGARDALSHÖLL Tónleikar Sinf ðníuhljómsveit islands St jórnandi Gilbert Levine Einsöngvari Boris Christoff, bassi kl. 20:30 LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Skilnaður Önnur sýning á nýju leikriti eftir Kjartan Ragnarsson. Klúbbur Listahátioar í Félagsstofnun stúdenta við Hring- braut. 18. júní Kvartett Kristjáns Magnússonar 19. júní Karl Sighvatsson og Soyabaunabandiö 20. júní Kvartett Kristjáns Magnússonar Maturfrákl.20:30. Opið frá kl. 18:00—01:00 alla daga nema laugar- daga og sunnudaga frá kl. 18:00—03:00. Matur f ramreiddur frá kl. 20:30. Miðasala íGimli við Lækjargötu Opin alla daga frá kl. 14-19.30 Neytendur Neytendur Neytendur Hvaðan er kryddsíldardósin? ÓMERKT OG ÓLÖGLEG VARA Á NEYTENDAMARKAÐI Þannlg lítnr kryddsfldardósin út og eins og sjá má er merking á erlendu tungumáli. A Utla mioamim á dósinni er getið um pökkunardag og siðasta söludag. En hver er f ramleiðandinn? DV-mynd. Einar Olason Neyziuvörum í iuktum umbúðum eða hylkjum (dósum, flöskum, loft- þéttum umbúðum, úr gerviefnum og því um liku) má ekki dreifa til sölu- staða án þess að nafn og heimilisfang framleiðanda eða pökkunarfyrirtækis sé skráð á umbúðirnar. Heilbrigðis- eftirlit ríkisins getur krafizt íyllri merkingar, telji það ástæðu til. Þannig hljððar 4. gr. breytingalaga við reglugerð nr. 250/1976 um tilbúning og dreifingu matvæla annarra neyzlu- og nauðsynjavara. Reglugerð 250/1976 er hið merki- legasta plagg sem oft er vitnað til í neytendamálum. Það eru ekki mörg ár siðan neytendur á íslandi fóru að hyggja að vörumerkingum, innihalds- merkingum og kröfum um pökkun og geymslu matvæla. Reglugerðin sem vitnað er i var þarft spor i rétta átt til að vekja neytendur til vitundar um þessi mál. Þess má geta, að þó að reglugerðin sé góðra gjalda verð og hafi komið að notum, er stöðugt unnið að endurbótum á iienni. Það bendir til að skriður sé á málunum til bóta fyrir neytendur. Illa merkt vara Við rákumst nýlega á kryddsíldar- dós í Vörumarkaðinum í Armúla, sem vakti athygli okkar, vegna lélegrar merkingar og því ólöglegur varningur sem þarna var til sölu. Á dósinni er hvergi getið nafns eða heimilisfangs framleiðanda eða pökkunarfyrirtækis. Einungis er þess getið að varan sé framleidd á Islandi „product of Iceland". Framleiðendum og innflytjendum niðurlagslagmetis er skylt samkv. áðurnefndri reglugerð að geta þess m.a. á umbúðum að um niðurlagt lag- meti sé að ræða. Einnig skal geta nettóþyngdar vörunnar og að auki físk- þyngdar, þar sem það á við. Innihaldslýsing skal skráð á umbúð- ir og skulu þar koma fram aðalefni hennar svo sem fita, prótein kolvetni, vítamín og steinefni, upp talin í minnkandi magni. Auk þess skal næringargildi vörunnar gefið upp miðaö við 100 g. Hér er m.a. vitnað til auglýsingar frá Heilbrigðiseftirliti ríkisins sem birzt hefur í blöðum og fylgir ljósrit af augl. grein hér á sið- unni. A kryddsíldardósinni er engin innhaldslýsing og ekki getið um nettó- þyngd. Enn eina merkingu vantar á dósina en sú er varðandi geymslu vörunnar. En á umbúðum niðurlags lagmetis skal standa: „Geymist í kæli (undir 5 g C)", þar sem litið er á niðurlagt lagmeti sem viðkvæm mat- væli. En reglum um pökkunardag og síðasta söludag er f ramfy Igt í þessu tii- felli. Á dósarloki er álimdur litill hvítur miði sem segir að vörunni sé pakkað — 0104.82 og síöasti söludagur sé 0112.82. Fyrir erlendan markað Kryddsíldardósinni okkar hefur greinilega verið ætlað að fara á erlend- an neytendamarkað, því að vöru- merking er eingöngu á erlendu tungu- máli. Islenzkir neytendur verða því að kunna eitthvert hrafl í viðkomandi tungumáli til að geta sér til um hvað er í dósinni. Hér er í fyrsta lagi um ólög- legan varning að ræða og fyrst og f remst er sökin framleiðandans. I öðru lagi er ástæoa til að benda kaupmanni á, sem selur slika vöru, að hann á ekki að bjóða sínum viðskiptavinum varn- ing af þessu tagi, það er móðgun við neytendur . I þriðja lagi viljum viö hvetja neytendur til að athuga vel merkingar hvers konar matvæla. Reglugerðir um matvæli eru samdar og samþykktar fyrir neytendur og þeirra hagur að reglum sé framfylgt. -ÞG Auglýsing frá Hoilbrigðtsoftirliti rlkisins til framleióenda i£KXÍSö og innflytjenda niðurlagós lagmetis Af marggefnu tilefnl vlll Heilbrlgðiseftirllt rlklslns benda framlelðendum og innflytjendum nlðurlagðs lagmetls um allt land a, að þelr gæti þess að gæðl, pökkun og merklng umbúða niðurlagðs Innlends og innflutts lagmctis, sem boðlð er til sölu, sé i samræmi vlð ákvæði reglugeröar nr. 250/1976 um tilbúning og drelf Ingu matvæla og annarra neyslu- og nauðsynjavara ásamt éorðnu- breytlngum.- Samkvsmt Ikvæðum reglugeroar 250/1*76 gerir Heilbrigoiseftirlit rikisins eftirfarandi krfifur um pfikkun, geymslu og merklngu umbúoa nifiurlagAs lagmetis: 1. Nafn og heimiliifang framleiAanda cAa pokkunarfyrirtækis skal vera skrií i umbúðirnar. 2. A umbúAunum skal koma fram, aö um niAurlagt lagmeti sé að ræða. 1. A pökkunarstað skal skrað á umbúðirnar dagsetningu pðkkunardags og sfðasta sölu- dags. þannig að kaupendur s|ái nefndar dagsetningar greinilega. 4. Umbútirnarskulueingðngu myndskreyttar I samrsmi við innihald. 5. A umbúðunum skal geta nettóþyngdar vfirunnar og að auki fiskþyngdar, þar sem það i við. ó. Nafns og ákveðins eiginleika vðrunnar skal getið með greinilegum bókstfifum svo auðvelt sé fyrir kaupendur að taka eftlr þeim, þegar saia fer fram. 7. A umbúðirnar skal skráð innihald vfirunnar (innihaldslýsing). Þar skulu koma fram aoalefni hennar svo sem fita, prdtein kot- vetni, vitamln og steincfni, upp talin I minnkandi magni. Auk þess skal næringargildi vfirunnar gefiA upp miðaA viA 100 gr. Magns leyfilegra aukcfna skal getið i umbúðum. E. A umbúAum niAurlagAs lagmetis . skal standa: ..Geymist Ikæli (undir 4 gr.O", þar sem llt- iA er a niAurlagt lagmeti sem viðkvæm matvsli. Almennt er tallð að niðurlagt lagmetl haf I um það bll 6 mánaða geymsluþol. sé það geymt I kæll (undir 4 gr.C), þó vlll Hellbrigðlseftlrllt rlkisins vek|a alhygli þeirra sem hlut elga að m*ll a þvi að ákvörðun a tlmalengd mllll pókkunardags og slðasfa söludags verður að byggjast á geymsluþotsrannsðknum framkvæmdum af vlðurkenndum oplnberum rannsóknaaðllum. Hellbrigðlseftlrlit riklslns belnlr þeim tllmæl- um tll allra heilbrlgðlsnefnda að fylg|asf náið með að ofangrelndum kröfum sé framfylgt. Lyf eru ekki bara töf lur Flest lyf sem nútímafólk tekur eru í töfluformi. En fyrir gamalt fólk og börn er stundum erfitt að taka stórar töflur. Þá er hægt að fá lyf í eftir- farandi formi. Stundum er aðeins ein þessara tegunda til af hverju lyfi , stundumfleiri. Uppleysitöflur eru eins og nafnið bendir til upþleysanlegar i'vatni. Við sumar verður tær vökvi, aðrar mynda eins og grugguga uppiausn. Verkja- stillandi lyf f ást oft í þessu formi. Uppleysiduft er líka leyst upp í vatni. Oftast verður upplausnin örlítið gruggug. Gæta skal þess að drekka botnfalliö með. Dropar eiga að takast inn í mjög litl- um mæli. Því eru þeir hentugir handa smábörnum. Nefna má vítamíndropa sem jafnvel er óhætt að gefa nýfædd- um börnum. Saft sem stundum er kölluð mixtúra upp á útlenzku er nær einskorðuð við meðöl við kvefi. En önnur lyf eru stundum til í saftformi. Oft innihalda þessi lyf sykur og jafnvel alkóhól. Stautar eru til þess að stinga í enda- þarm. ( þeir eru stundum nefndir stíl- ar). Þeir eru aðeins notaðir í sérstök- umtilfellum. Sprautur eru aðeins notaðar undir sérstök lyf. Þekktast þeirra sem menn nota í heimahúsum er insúlin. -UrHelse.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.