Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1982, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1982, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ & VISIR. FÖSTUDAGUR18. JUNI1982. TilkYnning til iaunaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiöenda skal vakin á því að gjalddagi launaskatts fyrir mánuöina apríl og maí var 15. júní sl. Eindagi er mánuði síðar. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Reykjavik, 16.júni1982. Fjármálaráðuneytið Ekta kolaofnar Eigum fyrirliggjandi nokkra kolaofna, hentuga í sumarbústaði. Greiðsluskilmálar. HÁRPRÝÐI Háaleitisbraut 58 — 60, sími 32347. Ath. opið laugardag til kl. 5. iSími Listahátíðar 29055 L LISTAHÁTÍÐ í REYKJAVÍK Dagskrá: Laugardagur 19. júní kl. 17.00. KJARVALSSTAÐIR: Hafliði Hallgrímsson: Fimm stykki fyrir píanó (Halldór Haraldsson, píanó) Guðmundur Hafsteinsson: Brunnu beggja kinna björt ljós (Nora Kornblueh, selló Öskar Ingólfsson, klarinett Snorri S. Birgisson, píanó) Sunnudagur 20. júni kl. 14.00 Kjarvalsstaðir Þorkeli Sigurbjörnsson: 1) Níulög viðljóðeftir Jónúr Vör (Olöf K. Haröardóttir, söngur Þorkell Sigurbjörnsson, píanó) 2) Petis Plaisirs (smáglens) (Rut Ingólfsdóttir, fiðla Unnur María Ingólfsdóttir, fiöla Inga Rós Ingólfsdóttir, selló Höröur Áskelsson, sembal). Ath. breyttan tónleikatíma. Laugardagur 19. júní kl. 20.30: kl. 20:30 LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Skilnaður Frumsýning á nýju leikriti eftir Kjartan Ragnarsson, sem einnig er leikstjóri. Laugardagur 19. júni kl. 9:30 NORRÆNA HÚSIÐ NORRÆNA HÚSIÐ Föndurvinnustofan Opin öllum (hámarksfjöldi barna þó 15, aldur 3— 6ára). Sunnudagur 20. júní kl. 17:00 LAUGARDALSHÖLL Tónleikar Sinf óníuhljómsveit íslands Stjórnandi Gilbert Levine Einsöngvari Boris Christoff, bassi kl. 20:30 LEIKFÉLAG REYKJAVIKUR Skilnaður Önnur sýning á nýju leikriti eftir Kjartan Ragnarsson. Klúbbur Listahátióar í Félagsstofnun stúdenta við Hring braut. 18. júní Kvartett Kristjáns Magnússonar 19. júní Karl Sighvatsson og Soyabaunabandið 20. júni Kvartett Kristjáns Magnússonar Maturfrákl. 20:30. Opiö frá kl. 18:00—01:00 alla daga nema laugar- daga og sunnudaga frá kl. 18:00—03:00. Matur framreiddur frá kl. 20:30. Miðasala í Gimli við Lækjargötu Opin alla daga frá kl. 14-19.30 Neytendur Neytendur Neytendur Hvaðan er kryddsfldardósin? ÓMERKT OG ÓLÖGLEG VARA Á NEYTENDAMARKAÐI Þannig lítnr kryddsildardósin út og eins og sjá má er merking á erlendu tungumáli. Á litla miðanum á dósinni er getið um pökkunardag og síðasta söludag. En hver er framleiðandinn? DV-mynd. Einar Ólason Neyzluvörum í luktum umbúðum eða hylkjum (dósum, flöskum, loft- þéttum umbúðum, úr gerviefnum og því um líku) má ekki dreifa til sölu- staða án þess að nafn og heimUisfang framleiðanda eða pökkunarfyrirtækis sé skráð á umbúðirnar. HeUbrigðis- eftirlit ríkisins getur krafizt fyUri merkingar, telji það ástæðu tU. Þannig hljóðar 4. gr. brcytingalaga viö reglugerð nr. 250/1976 um tUbúning og dreifingu matvæla annarra neyzlu- og nauðsynjavara. Reglugerð 250/1976 er hið merki- legasta plagg sem oft er vitnað tU i neytendamálum. Það eru ekki mörg ár síðan neytendur á Íslandi fóru að hyggja að vörumerkingum, innihalds- merkingum og kröfum um pökkun og geymslu matvæla. Reglugerðin sem vitnað er í var þarft spor í rétta átt til að vekja neytendur tU vitundar um þessi mál. Þess má geta, að þó að reglugerðin sé góðra gjalda verð og hafi komið að notum, er stöðugt unnið að endurbótum á henni. Það bendir til að skriður sé á málunum til bóta fyrir neytendur. Illa merkt vara Við rákumst nýlega á kryddsUdar- dós í Vörumarkaðinum í Ármúla, sem vakti athygli okkar, vegna lélegrar merkingar og því ólöglegur varningur sem þarna var tU sölu. Á dósinni er hvergi getið nafns eða heimiiisfangs framleiðanda eða pökkunarfyrirtækis. Einungis er þess getið að varan sé framleidd á Islandi „product of Iceland”. Framleiðendum og innflytjendum niðurlagslagmetis er skylt samkv. áðumefndri reglugerö að geta þess m.a. á umbúöum að um niðurlagt lag- meti sé að ræða. Einnig skal geta nettóþyngdar vörunnar og að auki fisk- þyngdar, þar sem það á við. Innihaldslýsing skal skráð á umbúð- ir og skulu þar koma fram aðalefni hennar svo sem fita, prótein kolvetni, vítamin og steinefni, upp taUn í minnkandi magni. Auk þess skal næringargildi vörunnar gefið upp miðaö við 100 g. Hér er m.a. vitnaö til auglýsingar frá Heilbrigöiseftirliti rikisins sem birzt hefur í blööum og fylgir ljósrit af augl. grein hér á síð- unni. Á kryddsíldardósinni er engin innhaldslýsing og ekki getið um nettó- þyngd. Enn eina merkingu vantar á dósina en sú er varðandi geymslu vörunnar. En á umbúðum niöurlags lagmetis skal standa: „Geymist í kæU (undir 5 g C)”, þar sem Utið er á niðurlagt lagmeti sem viðkvæm mat- væli. En reglum um pökkunardag og síðasta söludag er framfylgt í þessu lu- felU. Á dósarloki er áUmdur lítiU hvítur miði sem segir að vörunni sé pakkaö — 0104.82 og síðasti söludagur sé 0112.82. Fyrir erlendan markað Kryddsíldardósinni okkar hefur greinUega verið ætlað að fara á erlend- an neytendamarkað, því að vöru- merking er eingöngu á erlendu tungu- máU. Islenzkir neytendur veröa því að kunna eitthvert hrafl í viökomandi tungumáli tU að geta sér til um hvað er í dósinni. Hér er í fyrsta lagi um ólög- legan vaming að ræða og fyrst og fremst ersökin framleiðandans. I öðru lagi er ástæða til að benda kaupmanni á, sem selur slíka vöru, aö hann á ekki að bjóöa sínum viðskiptavinum varn- ing af þessu tagi, það er móðgun við neytendur . I þriðja lagi viljum við hvetja neytendur tU að athuga vel merkingar hvers konar matvæla. Reglugeröir um matvæU eru samdar og samþykktar fyrir neytendur og þeirra hagur að reglum sé f ramfylgt. -ÞG Auglýsing frá HeilbrigÓiseftirliti rlkisins til framleiðenda og innflytjenda niðurlagðs lagmetis Af marggefnu tilefni vill Heilbrigðiseftirlit rikisins benda f ramleiðendum og innflytjendum niðurlagðs lagmetis um allt land á/ að þeir gæti þess að gæði. pökkun og merklng umbúða niðurlagðs innlends og innfiutts lagmetis, sem boðið er til sölu, sé I samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 250/1976 um tilbúning og dreif ingu matvæla og annarra neyslu- og nauðsynjavara ásamt áorðrn*' breytingum.- Samkvæmt ákvæðum reglugerðar 250/1976 gerir Heilbrigðiseftirlit rikisins eftírfarandi kröfur um pökkun. geymslu og merkingu umbúða niðurlagðs lagmetis: 1. Nafn og heimilisfang framleíðanda eða pökkunarfyrirtækis skal vera skráö á umbúöirnar. 2. A umbúðunum skal koma f ram. að um niðurlagt lagmeti sé að ræða. 3. A pökkunarstaö skal skráð á umbúöirnar dagsetningu pökkunardags og siðasta sölu- dags. þannig að kaupendur s|ái nefndar dagsetningar greinilega. 4. Umbúðirnar skulu eingöngu myndskreyttar I samræmi við Innihald. 5. A umbúðunum skal geta nettóþyngdar vörunnar og að auki fiskþyngdar, þar sem það á við. 6. Nafns og ákveöins eiginleika vörunnar skal getið með greinilegum bókstöfum svo auövelt sé fyrir kaupendur að taka eftir þeim. þegar sala fer fram. 7. A umbúðirnar skal skráð innihald vörunnar (innihaldslýsing). Þar skulu koma fram aðalefni hennar svo sem fita. prótein kol- vetni. vltamín og steinefni. upp talin I minnkandi magni. Auk þess skal næringargildi vörunnar gefið upp miðað viö 100 gr. Magns leyfilegra aukefna skal getið á umbúðum. 8. A umbúðum niðurlagðs lagmetis . skal standa: „Geymist I kæli (undir 4 gr.O", þar sem lit- ið er á niöurlagt lagmeti sem viðkvæm matvæli. Almennt er tallð að niðurlagt lagmeti haf I um það bil 6 mánaða geymsluþol. sé það geymt I kæll (undir 4 gr.C), þó vill Heilbrigðlseftlrllt rlkisins vek|a athygll þelrra sem hlut elga að máll á þvl að ákvörðun á tlmalengd milll pökkunardags og slðasta söludags verður að byggjast á geymsluþolsrannsóknum framkvæmdum af viðurkenndum oplnberum rannsóknaaðilum. HeiIbrigðlsef tirlit rlkislns beinir þeim tllmæl- um til allra hellbrlgðlsnefnda að fylgjast náið með að ofangreindum kröfum só framfylgt. Lyf eru ekki bara töflur Flest lyf sem nútímafólk tekur eru í töfluformi. En fyrir gamalt fólk og böm er stundum erfitt aö taka stórar töflur. Þá er hægt aö fá lyf í eftir- farandi formi. Stundum er aöeins ern þessara tegunda tU af hverju lyfi , stundum fleiri. Uppleysitöflur eru eins og nafniö bendir til upþleysanlegar í vatni. Viö sumar verður tær vökvi, aörar mynda eins og grugguga upplausn. Verkja- stillandi lyf fást oft í þessu formi. Uppleysiduft er líka leyst upp í vatni. Oftast veröur upplausnm örlítiö gruggug. Gæta skal þess aö drekka botnfaUiö meö. Dropar eiga aö takast inn í mjög litl- um mæU. Því eru þeir hentugir handa smábörnum. Nefna má vítamíndropa sem jafnvel er óhætt að gefa nýfædd- um börnum. Saft sem stundum er köUuö mixtúra upp á útlenzku er nær einskoröuð viö meööl við kvefi. En önnur lyf eru stundum til í saftformi. Oft innUialda þessi lyf sykur og jafnvel alkóhól. Stautar eru til þess að stinga í enda- þarm. ( þeir eru stundum nefndir stíl- ar). Þeir eru aðeins notaðir í sérstök- um tilfeUum. Sprautur eru aöeins notaðar undir sérstök lyf. Þekktast þeirra sem menn nota í heimahúsum er insúlín. -Úr Helse.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.