Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1982, Blaðsíða 8
8
DAGBLAÐIÐ & VISIR. FÖSTUDAGUR18. JUNI1982.
Forsetí Íslands, Vigdís Finnbogadóttír, og dr. Gunnar Thor-
oddsen forsætísráðherra við athöfnina á Austurvelli.
(D V-mynd Bjarnleifur)
V* Húsa-
viðgerðaþjónusta
Tökum að okkur allar alhliða húsavið-
gerðir, steypum rennur, sprunguvið-
geröir, múrverk, málun, girðum og
steypum plön.
Starf bæjarstjóra
Starf bæjarstjóra á Sauðarkróki er laust til um-
sóknar. Upplýsingar um starfið gefur bæjarstjóri
í síma 95-5133.
sóknarfrestur er til 27. júní nk. og skulu um-
suKnir stílaðar á bæjarstjórann á Sauðarkróki.
Sauðarkróki 16. júni 1982,
bæjarstjóri.
VII Frá skólatannlækningum
Reykjavíkurborgar
Tannlækningastofurnar verða í sumar opnar á eftirtöldum
stöðum:
í júní: Sími
Heilsuverndarstöð ..22417
Laugarnesskóla ..35545
Fellaskóla ..75452
Fossvogsskóla ..31430
Hlíöaskóla .. 25266
Hólabrekkuskóia .. 74470
Langholtsskóla .. 33124
Melaskóla .. 10625
Seljaskóla ..77411
Vogaskóla . .84171
íjúlí: Heilsuverndarstöð ..22417
Breiðholtsskóla ..73003
Fossvogsskóla ..31430
Hlíðarskóla .. 25266
Seljaskóla . .77411
Melaskóla til 15. júlí .. 10625
Íágúst: Heilsuverndarstöð . .22417
Laugarnesskóla .. 35545
Álftamýrarskóla frá 18. ágúst .. 86588
Arbæjarskóla frá 20. ágúst .. 86977
Breiöholtsskóla .. 73003
Fellaskóla frá 15. ágúst .. 75452
Hlíðaskóla .. 25266
Hólabrekkuskóla .. 74470
Langholtsskóla frá 15. ágúst .. 33124
Seljaskóla til 15. ágúst .. 77411
Athygli er vakin á því að tannlæknadeild Heilsuverndarstöðv- arinnar er opin alla virka daga frá kl. 8.30—16 og em þar gefu-
ar upplýsingar í síma 22417.
HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR
Yfirskóiatannlæknir.
Þátttaka íþjóðhátíð íReykjavík hefur
sjaldan eða aldrei verið meiri:
Gífurlegur mannfjöldi
fyllti götur og torg
Langt er síðan annar eins
mannfjöldi hefur sézt í miðborg
Reykjavíkur og var þar í gær-
dag. Veðurguðimir afsönnuðu
rækilega þá kenningu að útihá-
tíðahöldum fylgdi kuldi og úr-
koma. Hátíðahöldin 17. júní
tókust með eindæmum vel í
glampandi sólskini og hita. Um
miðbik dagsins var Arnarhóll,
Lækjartorg, Austurstræti, Lækj-
argata og Hljómskálagarðurinn
eitt iðandi mannhaf.
Albert Guðmundsson, forseti
borgarstjórnar, lagði blómsveig
á leiöi Jóns Sigurðssonar i
gamla kirkjugarðinum um
morguninn. Síðan var þjóðhá-
tiðin sett á Austurvelli af Guðríöi
Þorsteinsdóttur, forraanni þjóð-
hátíðamefndar. Gunnar Thor-
oddsen forsætisráðherra flutti
ávarp og forseti Islands, Vigdís
Finnbogadóttir, lagði blómsveig
að styttu Jóns Sigurðssonar.
Flutt var ávarp Fjallkonunnar.
Fóstbræður önnuðust söng og
Lúðrasveit verkalýðsins lék.
Kynnir var Guðrún Guðlaugs-
dóttir. Messa var í Dómkirkj-
unni þar sem biskupinn, herra
Pétur Sigurgeirsson söng
messu. Sólarlítið var fyrir há-
degi en veður kyrrt og úrkomu-
laust.
Upp úr hádegi fór fólk að drifa
að úr öllum áttum í gamla mið-
bæinn. Skátar héldu uppi dag-
skrá í Hljómskálagarðinum, tón-
leikar vom á Lækjartorgi og fé-
lagar úr Fornbílaklúbbnum óku
um í drossíum sínum. Lúðra-
sveitir léku, lyftingamenn sýndu
listir sínar og skrúöganga var
farin frá Hlemmtorgi á Arnar-
hól. Þar fór síðan fram fjöl-
breytt skemmtun.
Blöðrur, lúðrar, hattar og fánar,
sumarklætt fólk á öllum aldri,
rjómaís og sólgleraugu. Þetta
var það sem blasti við í miðbæn-
um í gærdag. Dagskráin um
daginn tókst vel í alla staði. Lög-
reglan kvaðst ekki hafa reynt að
gizka á hve margir voru á ferli í
miðbænum. Fjöldinn hefði veriö
svo gífurlegur. Um kvöldið var
dansað á Torginu og í Austur-
stræti. Ljósmyndarar DV vom á
ferli um bæinn og tóku meðfylgj-
andimyndir.
•SG.
Fáni, ís og blaðra. Hátíðarstemmning barnanna.
(D V-mynd Þórir).
Blómsveigur lagður að leiði
Jóns Sigurðssonar i gamla
kirkjugarðinum.
(D V-mynd Bjarnleifur)
Hór sóst hlutí mannfjöldans ó Arnarhóli meðan skemmtunin fórþar fram. (D V-myno tmrir/.