Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1982, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1982, Blaðsíða 8
DAGBLADID & VlSIR. FÖSTUDAGUR18. JUNI1982. V «V Forsetí Islands, Vigdis Finnbogadóttir, og dr. Gunnar Thor- oddsen forsætisráðherra við athöfnina á Austurvelli. (D V-mynd Bjarnleifur) & viðgerðaþjónusta Tökum aö okkur allar alhliða húsaviö- geröir, steyþum rennur, sprunguvið- geröir, múrverk, málun, girðum og steypum plön. Starf bæjarstjóra Starf bæjarstjóra á Sauðarkróki er laust til um- sóknar. Upplýsingar um starfiö gefur bæjarstjóri ísíma 95-5133. sóknarfrestur er til 27. júní nk. og skulu um- tiuKnir stílaðar á bæjarstjórann á Sauðarkróki. Sauðarkrókí 16. júní 1982, bæjarstjóri. Frá skólatannlækningum Reykjavíkurborgar Tannlækningastofurnar verða í sumar opnar á eftirtöldum stöðum: Íjúní: Sími Heilsuverndarstöð..................................22417 Laugarnesskóla....................................35545 Fellaskóla.........................................75452 Fossvogsskóla......................................31430 Hlíðaskóla.........................................25266 HólabrekkuskóJa...................................74470 Langholtsskóla....................................33124 Melaskóla.........................................10625 Seljaskóla.........................................77411 Vogaskóla.........................................84171 íjúlí: Heilsuverndarstöö..................................22417 Breiðholtsskóla....................................73003 Fossvogsskóla.....................................31430 Hlíðarskóla........................................25266 Seljaskóla.........................................77411 Melaskóla til 15. júlí................................10625 íágúst: Heilsuverndarstöð..................................22417 Laugarnesskóla....................................35545 Álftamýrarskóla frá 18. ágúst........................86588 Arbæjarskóla frá 20. ágúst...........................86977 Breiðholtsskóla....................................73003 Fellaskóla frá 15. ágúst.............................75452 Hlíðaskóla.............................,...........25266 Hólabrekkuskóla...................................74470 Langholtsskóla frá 15. ágúst.........................33124 Seljaskóla til 15. ágúst..............................77411 Athygli er vakin á því að tannlæknadeild Heilsuverndarstóðv- arinnar er opin alla virka daga f rá kl. 8.30—16 og eru þar gefu- ar upplýsingar í síma 22417. HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR Yfirskólatannlœknir. íþjóðháffiíReykjavíkhefur sjaldan eða aldrei verið meiri: Gíf urlegur mannfjöldi fyllti götur og torg Langt er síðan annar eins mannfjölcli hefur sézt í miðborg Reykjavíkur og var þar í gær- dag. Veðurguðírnir afsönnuðu rækilega þá kenningu að útihá- tíðahöldum fylgdi kuldi og úr- koma. Hátíðahöldin 17. júní tókust með eindæmum vel í glampandi sólskini og hita. Um miðbík dagsins var Arnarhóll, Lækjartorg, Austurstræti, Lækj- argata og Hljórnskálagarðurinn eitt iðandi mannhaf. Albert Guðmundsson, forseti borgarstjórnar, lagði blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar í gamla kirkjugarðinum um morguninn. Síðan var þjóðhá- tíöin sett á A usturvelli af Guðríði Þorsteinsdóttur, formanni þjóð- hátíðarnefndar. Gunnar Thor- oddsen forsætisráðherra flutti ávarp og forseti islands, Vigdís Finnbogadóttir, lagði blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar. Flutt var ávarp Fjallkonunnar. Fóstbræður önnuöust söng og Lúðrasveit verkalýðsins lék. Kynnir var Guðrún Guðlaugs- dóttir. Messa var í Dómkirkj- unni þar sem biskupinn, herra Pétur Sigurgeirsson söng messu. Sólarlítið var fyrir há- degi en veður kyrrt og úrkomu- laust Upp úr hádegi fór f ólk að drífa aö úr öllum áttum í gamla mið- bæinn. Skátar héldu uppi dag- skrá í H lj ómskálagarðinum, tón- leikar voru á Lækjartorgi og fé- lagar úr Fornbílaklúbbnum óku um í drossium sínum. Lúöra- sveitir léku, lyftingamenn sýndu listir sínar og skrúðganga var farin frá Hlemmtorgi á Arnar- hól. Þar fór síðan fram fj'öl- breytt skemmtun. Blöðrur, lúðrar, hattar og fánar, sumarklætt fólk á öllum aldri, rjómaís og sólgleraugu. Þetta var það sem blasti við í miðbæn- um í gærdag. Dagskráin um daginn tókst vel í alla staði. Lög- reglan kvaðst ekki hafa reynt að gizka á hve margir voru á ferli í miðbænum. Fjöldinn hefði verlð svo gíf urlegur. Um kvöldið var dansað á Torginu og í Austur- stræti. Ljósmyndarar DV voru á f erli um bæinn og tóku meðf y lg j- andimyndir. -SG. Blómsveigur lagður að leiði Jáns Sigurðssonar í gamla Fáni, ís og blaðra. Hátíðarstemmning barnanna. kirkjugarðinum. (DV-mynd Þórír). (DV-mynd Bjarnleifur) Hór sóst hluti mannfföldans á Arnarhólimeðan skemmtunin fórþar fram. (D V-mynd mmr).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.