Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1982, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1982, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR18. JUNI1982. Vopnafjöröur: SAUMAKONUR EKKI BOD AÐ AR í VERKFALL —envoru svo reknar heim Til nokkurra átaka kom milli full- trúa verkalýösfélagsins á Vopnafirði og starfsmanna á saumastofunni Hrund í verkf allinu í síöustu viku. „Við fengum enga verkfallsboöun inn á þennan vinnustað og töldum okkur í fullum rétti til að vinns " sagði Una Einarsdóttir, verkstjóri á sumastofunnií samtali við DV. „Þar að auki eru allir starfsmennirnir jafnframt hluthafar í fyrirtækinu og telja sig því mega vinna sem eig- endur þegar til verkfalla er boðað. Það kom því nokkuð flatt upp á okkur þegar hingað mættu fílefldir fulltrúar frá verkalýðsfélaginu og með tilheyrandi rosta skipuðu okkur að leggja niöur vinnu hið snarasta. Nú, konurnar völdu þann kostinn aðhætta vinnu á hádegi, frekar en að standa í illindum, nema ég sem vann hérna báða verkfallsdagana fram á kvöld". „Þetta var nú eiginlega smámis- skilningur," sagöi Aðalbjörn Björns- son, starfsmaður verkalýðsfélagsins sem var í fylkingarbrjósti verkfalls- varöanna. „Við vorum ekki alveg vissir um hvort f yrirtækið væri rekið sjálfstætt eða á vegum hreppsins. I seinna tilvikinu hefði verkfallið auð- vitað ekki náð til starfsfólksins. En saumastofan Hrund er rekin sem sjálfstætt hlutafélag og því áttu þess- ar konur að vera í verkfalli rétt eins og aðrir, jafnvel þótt okkur hafi láðst að boða þaö f ormlega. „Eg hef alveg haft það á hreinu hvernig rekstrar fyrirkomulag þessa fyrirtækis er og flokka það því ein- göngu undir mannleg mistök að formleg boðun skyldi ekki ná til saumastofunnar," sagði formaöur verkalýðsfélagsins, Sigurbjörn Björnsson. „Auðvitað er slik boðun æskilegust. En starfsmenn fyrir- tækisins geta ekki fríað sig í verk- fóllum vegna einhverra hlutabréfa- eignar. Það stenzt engan veginn. Annars er þetta mál búið og afgreitt af minni hálfu í fullri sátt og sam- lyndi. Verkalýðsfélagið var í fullum rétti. Það fór ekki framhjá neinum hér i plássinu að verkfall stóð fyrir dyrum, sízt af öllu þessu fyrirtæki sem er hér í sama húsi og verkalýðs- félagið." -JB Sleipnisskjöldurinn sem efsti hestur í A flokki hjá Sleipni hlýtur. Hestaþing Sleipnis og Smára á Murneyri Hestaþing hestamannafélaganna Smára og Sleipnis verður haldið á Murneyri um helgina 26. og 27. júní næstkomandi. Þar veröur gæöinga- keppni félaganna, unglingakeppni og kappreiðar. Sleipnismenn keppa um farandskjöld í A flokki sem keppt hefur verið um frá því árið 1950. Hann vinnst ei til eignar. Smára- menn keppa í A flokki um Hreppa- svipuna sem keppt hefur verið um síðan árið 1944. Hún vinnst ei til ¦ eignar. I unglingaflokki er keppt um tvo bikara hjá hvoru félagi í aldurs- flokkunum 12 ára og yngri og 13—15 ára. Kappreiðar verða með svipuðu sniði og áður en undanfarin ár hafa allir þekktustu hlaupagarpar og vekringar landsins mætt til leiks, enda völlurinngóöur. Árnesdeild hagsmunafélags hrossabænda á Suðurlandi mun efna til hrossauppboðs á iaugardags- kvöldið26. júní. -DS. Verðlækkun á hljóðf ærum Hljóðfæri hafa nú lækkað um 15— 20%. Er þaö vegna þess að tollar af þeim hafa verið afnumdir. Svo dæmi séu tekin um lækkun á veröi má nefna að ódýrasta píanóið sem til var í hljóð- færaversluninni Rín lækkaði úr 27.691 krónu í 21.599. Gítarar lækkuðu úr um 2 þúsund krónum í 1500—1600 krónur. Og hljóðfærið sem margir byrja á, blokk- flautan, lækkaði úr 95 krónum i 73. Við- mælandi okkar í Rín sagði að við tolla- lækkunina hefðu viðskiptin tekið mikinn f jörkipp. DS Þórður Sverrisson til Eimskips Þórður Sverrisson viðskiptafræð- ingur hefur verið ráðinn fulltrúi fram- kvæmdastjóra flutningasviðs Eimskips frá og með 1. júlí 1982. Hér er um nýtt starf að ræða innan fyrirtækis- ins þar sem einkum verður unnið að ýmsum verkefnum á sviði markaðs- og kynningarmála. Þórður Sverrisson lauk viðskipta- fræðipróf frá Háskóla Islands árið 1976 og stundaði síöan f ramhaldsnám í rekstrarhagf ræði um eins árs skeið við Verzlunarháskólann i Gautaborg. Hann hef ur gegnt starf i f ramkvæmda- stjóra Stjórnunarfélags Islands sl. fjögurár. Þórður er kvæntur Lilju Héöinsdótt- ur, B.A., og eiga þau tvö börn. Þórður er sonur hjónanna Málfríðar Jóhanns- dóttur og Sverris Valdimarssonar prentara. Eimskip: Tvö skip á leigu Eimskip hefur tekið á leigu tvö ný gámaskip. Hefur félagið kaupheimild á þeim báðum. Þetta eru systurskip, smiðuð á Spáni. Munu þau bera nöfnin Bakkafoss og Santiago. Á fyrrnefnda skipinu veröur islenzk áhöfn og það skráð i Reykjavfk. Siðarnefnda skipið verður hins vegar skráð í Panama og á því erlend áhöfn. Er það gert vegna reglna sem kveða svo á um að ekki megi skrá skip á Islandi nema þau séu að minnsta kosti að 60% hluta í eigu Is- lendinga. Skipin eru 1951 brúttólest og geta flutt 235 tuttugu feta gáma. Þau brenna svartolíu af ódýrustu gerð. Hringferð þeirra til og frá Amcríku muntakaþrjárvikur. .Dc Þórir ekki ínýju hljómsveitinni I sviðsljósinu okkar á mánudaginn voru meðal annars þeir Björgvin Hall- dórsson og Magnús Kjartansson með stof nun nýrrar hljómsveitar. Eitthvað hafa upplýsingar okkar brenglazt því að Þórir nokkur Baldurs- son er þar bendlaður við hina nýju sveit. Mun engin fótur fyrir slíkum fregnum hvað þá því að hann hyggi á hringferð með þeim um landiö. Þórir mun nefnilega skemmta með hljóm- sveitinni Geimsteini ásamt Jörundi og félögum hans úr Þórskabaretti úti á landsbyggðinni i sumar. Svo að viö biðjumforláts. -JB Þórður- Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöf ði Svo mælir Svarthöf ði Eru kommúnistar að verða normal? Svo undarlega hefur brugðið við siðustu daga, að helstu launamála- kappar landsins hafa séð Ijósið, eins og um niðurdýfingarskírn væri að ræfta. Hver um anuan þveran ræða þeir nú af sanngirni og nokkrum vits- munum um cfnahagsástand og áhrifa kjaramála á það. Forsætis- ráðherra kemur á Aus turvöll og lýsir yfir að bægt hafi verið frá einhverju ódæma slysi með því að fresta aíls- herjarverkfalli, og kveðst jafnframt vona að ekki komi til aðgerða, sem fyrst og fremst snúast gegn þjóðfé- laginu sjálfu. Þessi orð lét hann f alla á þjóðhátíðardegi. Hann hlýtur að tala fyrir munn ríkisstjórnarinnar, en þar eru kommúnistar innanborðs, sem annað tveggja verða nú að lýsa yfir að kjaramál komi efnahag landsins ekkert við, eða þegja um nokkra framtið, jafnvel þegar þeim bráðliggur á að setja svo sem eins og eitt útflutnihgsbann á fiskfram- leiðendur. Það er ekki líklegt að þeir aðilar i þjóðfélaginu, sem undanfarin fjörn- tiu ár haf a beitt launþegum f yrir sig i pólitískum tilgangi, reyni slíkt í þetta sinn. Til þéss er ástandið of al- varlegt, og of nærri liggur að hér fari ailt i stóra strand. Ástæðuniar ern augijðsar, þegar togarar liggja nú bnndnir vegna þess að ekki er grund- völlur fyrir frekari vciðum að óbreyttu. Annað er eftir þvi. Frestun á allsherjarverkfalli kom að vísu samkvæmt fyrirskipun launamála- kappanna í ríkisstjórninni, þvi full- trúi fjármálaráðherra var búinn að boða þessa frestun áður en hún kom til umræðu í karphúsinu. En það breytir engu um þá staðreynd að verkfalli hefur verið f restaft. Þessi frestun á allsherjarverkfalli er meiriháttar pðlitiskur viðburöur i landi, sem á heimsmet í týndnm vinnudögum i verkföllum. Hún boðar skynsemistima, enda er efnahags- ástandið þannig, að ekki verður miklum launaballett viðkomið. t sjóuvarpsþætti kom mjög glögglega fram, að verkalýðsforingi í Hvera- gerði, fonnaður iðnrekenda og Þröstur Ólafsson, kenningasmiður kommúnista, voru sammála um að bægja beri frá þeirri óskundan, sem allsherjarverkfall er á erfiðum tima. Sérstaka athygli vöktu ýms ummæli Þrastar, sem talaði raunar á stund- um eins og Þorsteinn Pálsson. Þröst- ur er aðstoðarmaður Kagnars Arn- alds, fjármálaráðherra, sem er einna virtastur ráðhcrranna fyrir hvað bann heldur skynsamlega á málum. Virðist eins og sósialistar hafi haft gott af þvi að komast i kynni við ríkiskassann. A.m.k. hefur tal þeirra breyst mjög til batnaðar og þá varðar nú orðið um fleira en einbera keyrslu á luunas vifti. Vist er gott að haf a góð laun og ber L-elftin af þjóðf élaginu þess merki að svo sé. Það er ekkert lát á sólar- landaferðum, kaupum á videótækj- um eftir kaupæði á hljómburðar- tækjum í fyrra. Litasjónvörp eni kiimin í svo tii hvert liús, og bíla eiga menn, og eru ekkert feimnir við að endurnýja þá í ár. Hins vegar eru lægstu laun erfið viðfangs, eiukum hjá stéttum, sem geta ekki byggt á bónusum og yfirvinnu. En lauu hér markast að hluta af því, að þeim er ætlað að tryggja að hér sé næg at- vinna. Þau eru því í sjálfu sér eins- konar niðurgreiðsla á atvinnu. Fólk getur svo valift á milli hvort það vill hærri laun og atvinnuleysi, eða ðbreytt eða lítt breytt ástand. Sýni- legt er að verkalýðsforustan kýs heldur næga atvinnu en stóra kjara- baráttusigra. Það er i þessu efni, sem kommún- istar virðast hafa vitkast í bili. Þeir eru reiðubúnir að gefa eftir og búast má við að stærstur hluti launþega sé verkalýðsforustunni þakklátur. En það er búið að ala þá upp við sama talið í fjörutiu ár, og i fyrrnefndum sjónvarpsþætti kom ciiunitt i ljós, aft einn þátttakenda brúkaði sama munn og verkalýðsforingjar gerðu. Hann hefur ekki áttað sig á breyting- uimi, og nýtur ekki lengur stuðnings áróðursvélar, sem barðist um á launamarkaði til að ná pólitískum árangri. Kristján Thorlacius talaði ekki óeðlilega miftaft við fyrri hefðir. En hann var næsta einmana í sjón- varpsþættinum. Vegna þess að menn eru að vitkast erum við samstæftari þjóð en oft áöur. Frestunin á allsherjarverk- fallinu bendir til nýrrar vitundar, sem minnir á gamla daga þegar við fundum til sem cinn maðnr á erfið- leikatímum. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.