Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1982, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1982, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ & VISIR. FÖSTUDAGUR18. JUNI1982. Spurningin Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Borðarðu oft á matsölustöðum? Benedikt Sveinsson læknir: Nei, frekar sjaldan. Fer þó stundum Ætli þaö sé ekki svona fimm eöa sex sinnum á ári auk árshátíöa og annarra veizlna. Guömundur Þ.Magnússon sundlaugar- vöröur: Nei, voðalega sjaidan. Fei svona fimm sinnum á ári. Auk þess eru það árshátíöirnar og fleiri skemmtanir. Finnst alls ekki dýrt aö boröa á matsölustöðum. Dadda Árnadóttir, vinnur í Grensás- bakaríi: Nei, mjög sjaldan. Einu sinni á ári í mesta lagi. Þetta er nú meira framkvæmdaleysi en að mér finnist veröið vera hátt. Set þaö alls ekki svo fyrirmig. Hrafnhildur Steingrimsdóttir sjúkra- liði: Nei, afar sjaldan. Fer svona um sex sinnum á ári. Finnst veröiö alls ekki hátt, enda eru margir staðir þar sem hægt er aö! á 'kl '. mmat. Sigurrós Helgadóttir húsmóðir: Nei, þaö gerí ég nú ekki. Reyndar mjög sjaldan. Ástæðan er aöallega fram- kvæmdaieysi. Veit reyndar ekki hvaö maturinn á þessum stööum kostar. Borgar Þorsteinsson, vtnnur i Hraðfrystihúsi Stokkseyrar: Nei, þaö er ekki mikiö um það. Kemur þó fyrir. Ætli þaö sé ekki svona fimm til sex sinnum á ári. Bý á Stokkseyri og þar er ekki matsölustaður. Fer því eingöngu út, þegar ég er í bænum. Set verðið alls ekki svofyrir mig. Unglingar í Breiðholti hnepptir í átthagafjötra? — starf shættir menntamálaráðuney tisins einræðislegir að mati f oreldris 9301—6203skrifar: Unglingar í Breiöholti, sem út- Iskrifuöust úr 9. bekk í vor, eru grátt leiknir. Þeir hafa heldur betur veriö hnepptir í átthagafjötra — og þaö meö misbeitingu valds menntamála- yfirvalda. Samkvæmt venju sóttu þessir unglingar um hina ýmsu framhalds- skóla, en þeir sem sóttu um mennta- skólana uröu fyrir baröinu á vald- níöslu. Umsóknarfrestur fyrir mennta- skólana rann út 2. júní sL Föstudaginn 11. júní bárust svohljóöandi og samhljóöa bréf heim til hinna ýmsu umsækjenda: „Skólanum hefur borist umsókn þín um skólavist veturinn 1982-1983. Því miöur reyndist ekki unnt aö veröa viö umsókninni. Hún hefur veriö send Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og er þér hér meö bent á aö hafa samband viö þann skóla.” Bréf það, er okkur barst, var dagsett 9.6.’82. Eftir því sem við komumst næst mun ástæöa þessara furðulegu ráöstafana vera of mikil aösókn í menntaskólana. Greip þá mennta- málaráðuneytið til þeirra einræðis- legu starfshátta aö ákveöa aö Unglingar í Breiðholti vilja geta stundað nám við hina hefðbundnu menntaskóla, engu síður en aðrir. Þeir vilja ekki láta skikka sig eitt eða neitt, samkvæmt bréfi foreldris. unglingar úr sumum hverfum fengju menntaskólavist en ekki unglingar úr öörum. Þannig komust t.d. krakkamir úrSeljahverfi aö, en ekki þau sem eru búsett í Breiðholti 1, Hóla-ogFellahverfi. Nú vill svo til að þessir unglingar hafa stefnt aö menntaskólanámi og höföu ekki hugmýnd um að furöuleg ráöstöfun sem þessi væri á döfinni. Þegar bréfin bárust kom í ljós aö fokið var í öll önnur skjól. Þá var allt of seint að sækja um t.d. verzlunar- skólann eöa menntaskóla úti á landi. I Fjölbrautaskólanum var þessum unglingum síöan sjálfkrafa skipaö niður á almennt bóknámssviö. I fyrsta lagi hentar þaö alls ekki öllum aö fara í þetta áfangakerfi. I ööru lagi kæra þessir krakkar sig yfirleitt ekki um aö fara í þennan skóla. I fyrra geröi Háskólinn könnun á frammistöðu 1 árs nema sinna og kom þá í ljós aö nemendur úr Fjöl- brautaskólanum stóöu sig áberandi verr enaðrir. Ég óska eindregið skýringa menntamálaráöherra. Menntamálaráðherra mun athuga málið Ingvar Gíslason menntamála- ráðherra brást mjög vel við, þrátt fyrir haröyrt bréf. Hann kvaðst ekki fyrr hafa heyrt um neina óánægju vegna þessara ráðstafana. Mun Ingvar nú kynna sér málavexti og leitast viö að finna viðunandi lausn. -FG. Breiðholt: „Dóttir mín er niöurbrotin vegna þessa. Hún harðneitar að fara i Fjölbrauta- skólann og telur það kennslufyrirkomulag ekki hæfa sér. Takmark hennar var einhver hinna hefðbundnu menntaskóla,” segir reið móðir. 4101—8178 skrifar: Langþráöu og umtöluöu takmarki er náö. Dóttir mín lauk grunnskóla- prófi í vor og sótti því um mennta- skóla, alsæl eftir góöa útkomu í prófunum. Menntaskóli haföi ætíð verið hennar takmark og haföi hún hagað sínu námi samkvæmt því. Fyrir nokkrum dögum fékk hún svarbréf frá einum menntaskólanna. Umsókn hennar var hafnaö, án nokkurra skýringa. Þegar ég fór til þess að afla mér upplýsinga fengust þau svör aö fyrst viö værum svo ólánssöm aö búa í Breiðholti þá ættu börnin okkar aö fara í Fjölbrautaskólann — vegna þrengsla í menntaskólunum í Reykjavík. Eins og gefur aö skilja dundi þetta á okkur eins og reiðarslag. Auk þess finnst okkur þaö nánast vera ósvífni að láta þessa krakka ekki vita fyirrfram að vonlaust væri aö sækja um menntaskóla í Reykja- vík. Á þann hátt áttu þau þess ekki einu sinni kost að sækja um mennta- skólavist úti á landi. Þar er nú alls staöar fullskipað. Forráöamenn skólakerfisins hljóta aö hafa vitaö löngu fyrirfram hvert stefndi og heföu átt að gera aðvart. Umsókn um menntaskóla hafnað skýr- ingalaust — unglingar í hverfinu skikkaðir í Fjölbrautaskólann -segir móðir Dóttir mín er niöurbrotin vegna þessa. Hún haröneitar að fara í Fjöl- brautaskólann og telur þaö kennslufyrirkomulag ekki hæfa sér. Takmark hennar var einhver hinna heföbundnu menntaskóla. Hvaö er til grundvallar þeim viöhorfum sem ríkja gagnvart okkur hér í Breiöholti? Eg er hrædd um aö þetta eigi eftir aö draga úr námsáhuga hjá þeim, sem vilja hafa og getu til þess aö leggja á sig svona nám. Hér situr dóttirmín gráti næst, með A, B, B, B, úr samræmdu prófunum og 9 í aðal- einkunn í vor og hún er „skólalaus” í haust. Því vil ég nú benda þeim for- eldrum í Breiöholti, sem ætla börnum sínum í menntaskólanám, á að flytjast hiö bráöasta í næsta ná- grenni viö einhvern mennta- skólanna. Eg hvet foreldra í Breiöholti, sem hafa sömu sögu aö segja og viö, jafnframt til þess aö skrifa DV um þetta. ÞAKKIR TIL TRAUSTA — létt yf ir honum og f ramburðurinn skýr „Mig langar til þess að þakka Trausta veðurfræðingi hans skemmtilegu fram- komu og vona að við fáum að sjá hann og heyra í honum sem lengst. Sá maður hefur sérstaklega góðan og skýran framburð og síðan er alitaf svo létt yfir honum og öllu sem hann tekur að sér”, sagði Þórunn E. Sveinsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.