Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1982, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR18. JUNI1982.
11
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Utlönd
Bretar
dekr-
uðuvið
Astiz
Denis Healy, varaformaöur Verka-
mannaflokksins, og fleiri leiðtogar
stjómarandstööunnar hafa gagnrýnt
harðlega þaö sem þeir kalla „lúxus-
fangavist” AlfredoAstiz.
Astiz var, sem kunnugt er, yfirmað-
ur liös Argentínumanna á Suður-
Georgseyjum og liggur undir þungum
ákærum fyrir aö hafa verið ábyrgur
fyrir hvarfi tveggja franskra nunna og
sænskrar stúiku. Fangaklefi Astiz var
búinn sjónvarpstæki, fullkomnu baö-
herbergi svo og sérstöku svefnher-
bergi og setustofu. Healy mótmælti því
aö hann fengi sérstaka meðferð og
kvaðst ekki vita til þess að almennir
argentínskir stríösfangar fengju sjón-
varpstæki til umráða í fangavistinni.
Aöstæður þær sem Astiz býr við eru
langtum betri en Genfar-sáttmálinn
um meðferð stríðsfanga kveður á um.
Líklegt er að brezka stjómin hafi talið
að ef vel væri farið með Astiz kæmi það
brezkum stríðsföngum í Argentínu til
góða. Þess skal þó getiö að 3 brezkir
blaðamenn sem voru í haldi í Argen-
tinu ákæröir fyrir njósnir hiröust í ein-
um litlum fangaklefa.
Ósigurínn tekinn að segja til sín í Argentínu:
GALTIERIHROKKL-
AST FRÁ VÖLDUM
— Bretar vonast eftir „skynsamlegrí afstöðu” nýrra ráðamanna í Buenos Aires
Leopoldo Galtieri, hershöföingi og
forseti Argentínu, skýrði frá því í
nótt að hann léti af störfum sem for-
seti Argentínu og yfirmaður hersins.
Afsögn Galtieris kemur aöeins
þremur dögum eftir uppgjöf Argen-
tinumanna í Falklandseyjastríðinu.
Hann kvaö ástæðuna til afsagnarinn-
ar vera þá að hann nyti ekki lengur
stuðnings hersins.
,,Ég er ekki eins og þeir sem yfir-
gefa skip sitt í stormviðri eða þegar
erfiðleikar steðja að,” sagði Galtieri
við fréttamenn. „Það skal argen-
tínska þjóöin fá aðvita.”
Galtieri hershöfðingi bætti við:
„Eg dreg mig í hlé vegna þess að
herinn veitti mér ekki pólitískan
stuðning til að halda áfram sem yfir-
maður herstjórnarinnar og forseti. ”
Áreiðanlegar heimildir sögöu að
Galtieri segði af sér vegna þess að
herstjórnin kenndi honum um tapið í
Falklandseyjastríðinu.
Cristiano Nicolaides hershöfðingi
tekur við af Galtieri sem yfirmaður
hersins. Honum er lýst sem harðlínu-
manni á hægri væng stjórnmálanna.
Vestrænir stjómarerindrekar
segja að Nicolaides sé liklegur til að
ráða miklu um óvissa framtíð argen-
tínskra stjórnmála. Þeir telja ekki
óhugsandi aö hann kunni að fallast á
einhvers konar stýrt lýðræði þar sem
hægri sinnaðir stjórnmálaflokkar
fengjuaðstarfa.
Nicolaides er sagöur harður and-
stæðingur kommúnista. Hann átti
stóran þátt í að ráða niöurlögum
skæruliða í Argentínu á síöasta ára-
tug.
Galtieri. Ösigurinn í Falklandseyja-
striðinu varð honum að f alli.
Hann hefur ekki gefið neinar opin-
berar yfirlýsingar um Falklands-
eyjastríðið. Ekki er talið víst að hann
muni einnig taka við forsetaembætt-
inu af Galtieri.
Embættismenn brezku stjómar-
innar sögðu eftir að fréttist um af-
sögn Galtieri að þeir vonuðust eftir
að breytingin hefði í för með sér
„skynsamlegri afstöðu” Argentínu-
manna. Bretar vilja fá tryggingu
fyrir því aö Argentínumenn láti nú af
öllum ófriði.
I morgun skýrði einn af meðlimum
argentínsku herstjórnarinnar frá því
að frjáls starfsemi stjórnmálaflokka
verði heimiluð í Argentínu frá og
með næsta mánuði. En starfsemi
stjómmálaflokka hefur verið bönnuð
þar i landi frá því aö herinn tók
völdin af stjóm perónista áriö 1976.
ARGENTINSKU FANG-
ARNIR FLUTTIR HEIM
— Margir illa haldnir af kulda og vosbúð
Brezka utanríkisráðuneytið skýröi
frá því í morgun að í nótt hefði borizt
beiðni frá Buenos Aires þess efnis að
argentínsk skip fengju að flytja stríðs-
fanga frá Falklandseyjum tÚ megin-
landsins. I yfirlýsingu ráöuneytisins
sagði að beiðnin væri nú til athugunar.
Um tíu þúsund argentínskir stríðs-
fangar eru á Falklandseyjum og höfðu
Bretar látið í ljósi áhyggjur af aö
hundruð þeirra kynnu að látast úr vos-
búö og veikindum á næstu dögum ef
þeir y rðu ekki f luttir á brott.
Áður höfðu argentínsk stjórnvöld
neitað aö flytja fangana beint til
Argentínu eins og Bretar kröfðust. Þá
höfðu Bretar einnig óskaö eftir form-
legri yfirlýsingu argentínskra stjórn-
valda um að öllum ófriði væri nú lokið
af þeirra hálfu í Falklandseyjadeil-
unni.
I Buenos Aires var skýrt frá því í
morgun að heimflutningur fanganna
ætti aö hef jast í dag með aðstoð Rauða
krossins.
Tvöargentínsk skip og tvö brezk áttu
aö annast flutning fanganna, að sögn
argentínska utanríkisráðuneytisins.
Brezka stjórnin vill að fangamir
verði fluttir sem allra fyrst heim og
hafa þúsundir þeirra að undanfömu
beðið eftir heimild frá Buenos Aires.
Bretar ætla sér hins vegar aö halda eft-
ir liðsforingjum og úrvaissveitum
Argentínumanna þar til formleg yfir-
lýsing hefur borizt frá Buenos Aires
um aö öllum ófriði sé lokiö.
Bretum er þetta heimilt samkvæmt
Genfarsáttmálanum um meðferð
stríðsfanga og samkvæmt heimildum
innan brezka hersins er ekki óhugsandi
að einhverjir argentínsku fanganna
verði fluttir til Bretlands.
Umsjón:
Gunnlaugur A.
Jónsson
Handtekinn
íbústað
drottningar
Maður er sveiflaði rýtingi var
handtekinn í Buckingham höll í
gærkvöldi að því er lögreglan í
London hefurskýrt frá.
Maðurinn, sem er 25 ára gam-
all, var stöðvaður af einum af líf-
vörðum drottningar sem hélt
honum þar til lögreglan kom á
vettvang.
Enginn úr f jölskyldu drottning-
arinnar var í höllinni þegar
atburðurinn átti sér stað.
Frakkland:
A tvinnuleysingjar
orðnir 2 milljónir
Atvinnuleysingjum fjölgaði það mik-
ið í Frakklandi í maímánuði að þeir
eru orðnir rúmlega 2 milljónir.
Samkvæmt tölum frá atvinnumála-
ráðuneytinu franska eru atvinnu-
leysingjar 2 milljónir og 5 þúsund sem
er 15,4 prósent aukning miðað við maí í
fyrra. Atvinnuleysingjar voru 1
milljón og 795 þúsund er sósíalista-
stjóm Francois Mitterrand tók við í
fyrra. Ríkisstjórnin ákvað fyrir nokkr-
um dögum að fella frankann og setja á
verðstöðvun til októberloka.
Atvinnuleysingjar munu vera um
það bil 8,5 prósent af f jölda vinnufærra
manna. Rikisstjómin hefur þó náð
nokkrum árangri í baráttunni við at-
vinnuleysið með stuöningi við fyrir-
tæki sem bæta við sig starfsmönnum
svo og auknum rikisútgjöldum sem
notuð hafa verið til þess að skapa ný
atvinnutækifæri.
ÞEIR ERU KOMNIR AFTUR
HIIMIR HEIMSFRÆGU
Htll BBims
rStórkostlegar aksturslistir.
Ekið á tveim hjólum: Stokkid á bilum.
Mótorhjólastökk, trúðar ásamt fjölda
annarra cuksturslista og skemmtiatriða
á 90 minútna sýningu.
Heimsins mestu ökugarpar i aksturslistum.
Stórkostleg skemmtun
fyrir alla fjölskylduna.
Selfoss KL. 20:00. 20. júní sunnu.
Borgarnes
Keflavík
Reykjavík
Reykjavík
22. júní þrið.
24. júní fimmt.
26. júní laug.
27. júní sunnu.
Stykkishólmi
ísafjörður
Sauðárkrókur
Akureyri
Húsavík
29. júní þrið.
1. júlí fimmt.
3. júlí laug.
4. júlí sunnu
5. júlí mánu.