Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1982, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1982, Síða 8
8 DV. MIÐVIKUDAGUR15.SEPTEMBER1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Öriagadagur hjá Schmidt kanslara Til mótmælaaögerða kom á götum ýmissa borga í Póllandi í gær og fyrra- dag og kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu sem beitti táragasi og vatnsslöngum. I höfuðborginni sjálfri virðist allt hafa verið með kyrrum kjörum, en frést hefur af uppþotum í fimm borgum, eins og Wroclaw, Kraków, Stettin, Lodz og Nowa Huta. Eru fréttir af atburðum óljósar, en yfirvöld vilja sem minnst úr þeim gera. Svo virðist sem fólk í þessum borg- um hafi þyrpst út á götur til þess að láta í ljós andúð sína á herlögunum í tilefni af því að tíu mánuðir eru liðnir, síðan þau voru leidd í gildi, en það var 13. desember. Rammast hefur kveðið að mótmælunum í Wroclaw og Nowa Huta. PAP-fréttastofa þess opinbera segir að fjórir lögreglumenn hafi meiðst og 74 menn verið handteknir í uppþotum í gamla borgarhluta Wroclaw. Þar munu ungmenni hafa grýtt ökutæki lögreglunnar og gert eitt þeirra óökufært en sært ekilinn. Þegar lögreglan sótti að óeirðarseggjum eftir þröngum strætum var varpað aö henni þungum skeytum úr gluggum húsa semgnæfðuyfir. Þetta eru fyrstu óeirðirnar sem fréttist af síðan í lok ágúst þegar lögreglan baröi niður mótmælaaðgerð- ir í tilefni afmælis hinnar óháöu verkalýðshreyfingar Einingar, sem hefur veriö bönnuð. Þær mótmælaað- gerðir voru hvað harðastar í Wroclaw þar sem einn mótmælendanna var skotinn til bana af lögreglunni. Lögreglan beitti táragasi og vatns- kanónum í Nowa Huta á mánudaginn til þess aö dreifa mannsöfnuði. Oeirðirnar hófust meö því aö milli 200 og 300 manns gengu fylktu liði frá út- jaöri borgarinnar í átt að miðbænum og bættist stöðugt í gönguna á leiðinni. Kom til uppþota sem entust langt fram á kvöld. Frá öörum borgum eru fréttir óljós- ari af mótmælaaögerðunum. Eftir óeirðirnar 31. ágúst fögnuöu neðanjarðarforingjar Einingar mótmælunum sem sigri andófsmanna í mótspyrnunni gegn herlögunum. Til tíöinda kann að draga á fundi Bonnstjórnarinnar í dag vegna ágrein- ings milli st jórnarf lokkanna, sósíaldemókrata og frjálslyndra, eftir að Helmut Schmidt kanslari veittist harkalega í gær að Otto Lambsdorff fjármálaráðherra (frjálslyndra). Á þingflokksfundi sósíaldemókrata í gær hafði Schmidt kanslari sagt, að krafa Lambsdorffs um stórfelldan niðurskurö á fjárveitingum til félags- mála stangaöist algjörlega á við stefnu ríkisstjórnarinnar og sýndi „furðuleg- an dómgreindarskort” ráöherrans. Willy Brandt, formaður sósíaldemó- krata (fyrrum kanslari), sagði að Lambsdorff væri að reyna að spilla stjómarsamstarfinu og ætti að íhuga aðsegjaafsér. Hans-Dietrich Genscher, utanríkis- ráðherra og formaður frjálslyndra. Danmörk og Vestur-Þýskaland hafa á elleftu stundu afstýrt þorskastríði vegna þorskveiði V-Þjóðverja við Grænland. Náðist um það samkomu- lagígær. Bonnstjómin hafði gefiö Dönum frest til 15. september til þess að fella niður veiðibann á þýska togara við Grænland. Ef í hart færi ætlaði Bonn- stjórnin að styrkja útgerðarmenn sem virtu banniö að vettugi. Danir höfðu hótað aö taka landhelgisbrjóta, færa til hafnar og leggja hald á togarana. Seint í gærkvöldi gengu þeir Hans- Dietrich Genscher, utanrikisráðherra sagði í síðustu viku aö sannleikurinn um hvítasykurinn fyrir þessa 13 ára gömlu samsteypustjórn mundi koma í ljós í samningaviðræðum næsta mánaðar vegna fyrirsjáanlegs mikils halla á f járlögunum fyrir árið 1983. En hörkuleg viðbrögð Helmuts Schmidts kanslara vekja gmn um að hann hyggist neyða samstarfsmennina til þess að taka ákvörðunina fyrr um hvort þeir hyggist slíta stjómarsam- starfinu og þá meö því að knýja Lambsdorff til að segja af sér. Lambsdorff tók þó allan vafa af um það í gærkvöldi að hann hygðist ekki fara sjálfviljugur. Sagðist hann ekki af því tagi sem gæfist upp þótt á móti blési. — Honum hafði þó ekki tekist að fá fylgi flokks síns með tillögum sínum um niðurskurð. V-Þýskalands, og Uffe EllemannJen- sen, hinn danski starfsbróðir hans, frá samkomulagi eftir fjögurra og hálfrar stundar samningaviðræður. Um er að ræða bráðabirgðasam- komulag þar sem þýskir fá leyfi til þess að veiða allt að 5000 smálestir af þorski undan strönd Vestur-Grænlands til loka októbermánaðar. Þjóðverjar munu í staðinn biðja Evrópuráð EBE að endurskoða veiðikvótann fyrir þorskinn, eins og ráðið hafði ákveðið hann fyrir allt árið 1982. Eins leggja til að ráðið hætti við refsiaðgerðir gegn Dönum vegna óhlýðni við ráðið. Pólska lögreglan beitti táragasi og vatnskanónum til þess að dreifa mótmolahópum i gær og í fyrradag en uppþot urðu i fimm borgum Póllands. Götuóeiröir í borgum Póllands — Mótmæli í tilefni af því að 10 mánuðir eru liðnir frá innleiðingu herlaganna Afstýrðu þorska- stríði á Græn- landsmiðum Grænlensk múmía: Líkunum var komið fyrir í helli á 15. öld. Rannsókn á blýinnihaldinu í hári grænlenskra múmía gefur nákvæma hugmynd um afleiðingarnar af evrópskum lífsháttum í landinu. Múmíumar sýna að blýmengun hefur nífaldast á 500 árum. Múmíumar hafa varöveist mjög vel, en þær fundust í helli við Umanak fýrir nokkmm árum. Likunum hafði verið komið fyrir í hellinum á miðri 15. öld og varðveittust svo vel vegna hins þurra lofts. Fundur þeirra vakti heimsathygli en það er ekki fyrr en nú að árangur liggur fyrir af rannsókn á þeim. Hár þeirra hef ur verið rannsakað við háskólann í Árósum til að rannsaka innihald þess af blýi, kvikasilfri og selen. Siðan var gerður samanburöur á því og hári 118 núlifandi Grænlendinga á aldrinum 15—29 ára. Sýndi hann að blýinnihaldið hefur nífaldast síðan á 15. öld. Vísindamenn rannsaka nú gjaman hlutföll þungra málma í grænlensku umhverfi. Á nokkrum svæðum hefur blýmengun aukist mjög, á sama hátt og víöa í Evrópu. Vísindamennimir telja að ástæöu þessarar mengunar sé m.a. að leita í evrópsku mataræöi, mikilli neyslu á dósamat og mengun frá bílum. EVRÓPSK MENG- UN Á GRÆNLANDI Bashlr Gemayel broshýr eftir að úrslitin voru kunn í forsetakosningunum 23. ágúst, en hnnn lifði það ekki að setjast í embætti. FORSETILÍBANON MYRTUR Bashir Gemayel, hinn nýkjörni forseti Líbanon og leiðtogi falang- ista, var drepinn í heljarsprengingu sem varð í aðalskrifstofum flokks hans í austurhluta Beirút í gær- kvöldi. Enginn fer í grafgötur um að sprengingin hafi verið af mannavöld- um. Sennilega vítisvél sem komið hefur verið fyrir í kjallara byggingarinnar. — I sprengingunni fórust milli 50 og 60 manns. Fréttir em óljósar af frekari meiðslum manna, en fjöl- menni var í byggingunni, því að Gemayel ætlaði að ávarpa fund á vegum falangista. Tilkynnt hefur verið af hálfu þess opinbera að Gemayel verði jarðsett- ur síðdegis í dag í fæðingarbæ sínum, Bikfaya, sem er í fjöllunum norð- austurafBeirút. Bashir Gemayel, sem var aðeins 34 ára að aldri, sonur Pierre Gemayel, sem lengi var leiðtogi falangista og er enn í forystu flokksins, var kjörinn forseti Líbanon í kosningunum 23. ágúst, þrátt fyrir mikla andstöðu múhameðstrúar- og vinstrimanna. Hann átti að taka við embættinu 23. september. Ekkert hefur komiö fram í fréttum um hverjir hafi staðið að sprengjutilræöinu en við hinu þykir hætt að morðið spilli fyrir tilraunum til þess að koma á friði í Líbanon og auki á erfiðleikana í Austuriöndum nær. Reagan Bandaríkjaforseti hefur fordæmt „hina huglausu morðingja Líbanonforseta” og víða sýna við- brögð að morðið þykir hin verstu ótiðindi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.