Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1982, Side 10
10
DV. MIÐVIKUDAGUR15. SEPTEMBER1982.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Bandaríkjanna spáði nýlega, aö
tekjur bænda mundu lækka þetta
órið, sem er þá þriðja árið í röð, og
fara niður í nítján milljarða dollara,
sem eru minnstu heildartekjur
bænda síðan kreppuáriö mikla 1933.
Á þaö er þó að líta að 1933 voru 6,5
milljónir bænda í Bandaríkjunum,
en þeir eru aðeins 2,4 milljónir í dag,
svo að þessar tekjur dreifast á ólíkt
færri hendur.
Stöku bændur beinlínis hagnast á
þessari veröþróun. Þeir, sem stunda
kvikfjárrækt, þurfa aö kosta minnu
til fóðurbætis fyrir svín sín og holda-
naut en áöur, enda spá landbúnaðar-
ráðunautar fjölgun kvikfjár á þessu
ári um 2%, svo að búfjárstofninn
mun fara upp í 70 milljarða dollara,
sem er met.
Það bætir nokkuð úr fyrir bændum
að ríkissjóður greiðir bændum beint
þetta árið um 4 milljarða dollara í
niðurgreiðslur og afurðalán. En
Américan Farm Bureay Federation,
sem eru stærstu bændasamtök USA,
æskja frekari aðstoöar. Fyrr í
þessum mánuöi krafðist þetta
stéttarsamband þess aö stjórnvöld
gripu til mótleiks gegn niðurgreidd-
um landbúnaðarafurðum frá Efna-
hagsbandalagi Evrópu. Var jafnvel
lagt til að ríkissjóður niðurgreiddi út-
flutningámóti.
Fast var kveðið að orði í ályktun-
um sambandsins og sagt að Efna-
hagsbandalagið hefði stoliö áður
tryggum mörkuðum Bandaríkja-
manna með því að greiða niður land-
búnaðarframleiöslu sína og einnig
með því að niöurgreiða lánavexti á
fjárfestingum í þessari framleiðslu-
grein. Vildi sambandiö kenna
þessari ódrengilegu samkeppni um
þaö að korngeymslur Bandaríkja-
manna stæðu nú troðnar af milljón
smálesta korns, sem safnast hefði
allt frá árinu 1976, en ríkissjóður
styrkir bændur til þess að geyma
kornið til þess að draga úr enn
frekaraverðfalli.
Samtök hveitibænda spáðu því í
júlí í sumar að framleiðsluverð
hveitis hjá bændum yrði þetta árið
um 224 dollarar hver smálest að
jafnaði, en mundi ekki seljast á
nema helming þess verðs.
Er nú svo komið, að hagfræðingar
eru farnir að tala um aö tvær
hallærisuppskerur þyrftu helst aö
koma til þess að koma betra lagi á
markaðinn og tæma birgöa-
geymslur. Hinsvegar horfir til
metuppskeru þetta árið.
Spænskir dómstól
ar starfa með
hraða snigilsins
Meir en helmingur tugthúslima á
Spáni er staddur i fangelsi til þess að
bíða eftir því að réttarhöld fari fram
í málum þeirra. Níu af hverjum tíu
Spánverjum telja dómstóla sína
seinvirka og óréttláta.
Þessar tölur úr skýrslum dóms-
málaráðuneytisins í Madrid gefa
nokkra hugmynd um, hvemig réttar-
farið er á Spáni núna sjö árum eftir
fráfall Francisco Francós einræðis-
herra og endurreisn lýöveldisins.
Embættismtnn segja að réttar-
farið hafi lent langt aftur úr öðrum
lýðræðislegum umbótum. Dóms-
valdiö hefur ekki verið gert óháð
framkvæmdavaldinu eða stjórnvald-
inu. Það er hamið af ólýöræðislegum
lögum og á viö húsnæöisskort, mann-
eklu og tækjaskort aö stríða.
„Okkar lög leggja alltof mikla
áherslu á vemdun eigna. Þaö er
ólýðræðislegur arfur frá því löngu
,fyrir tíma Francós,” sagði Gonzalo
Casado, talsmaður dómgæsluráös-
ins, sem annast rekstur dómstólanna
á Spáni. Hann átti á dögunum viðtal
viðfréttamann Reuters.
„Lýðræðíslegt réttarfar þjónar
fátækum jafnt sem ríkum og þaö er
einmitt það, sem við leitumst við að
innleiða.”
Samkvæmt ársskýrslu dómgæslu-
ráðsins þyrfti réttarkerfið um 500
milljón dollara fjárveitingu til þess
að fjölga dómurum, réttarsölum og
fangelsum, eöa í þaö minnsta gera
endurbætur á fangelsunum. En
umfram allt þykir þó nauðsynlegt að
aöskilja dómsvaldið og ríkisvaldið.
— „Stefnan í réttargæslumálum
getur ekki haldið áfram að vera
einvörðungu angi af stefnu ríkis-
stjórnarinnar í öryggismálum innan-
lands,” segir í skýrslunni. Þar er
sagt að réttarkerfið sé bæði þungt í
svifum fyrir formfestu og árangurs-
lítið.
Þetta er önnur skýrslan, sem ráðið
sendir frá sér síðan það var stofnaö.
Er stjómin gagnrýnd í skýrslunni
fyrir að láta ekki úrlausn þessara
mála njóta forgangs, en í árskýrsl-
unni í fyrra hafði mjög verið tíunduð
vandkvæðin og brýnni þörf umbóta.
— „Ráðinu er ekki kunnugt um,
hvort ríkisstjórnin svo mikið sem
ræddi skýrsluna og tillögur okkar
1981, þar sem engar yfirlýsingar
hafa komið varöandi þær,” segir í
skýrslunni.
Það sem ráðinu þykir alvarlegast
er að ríkisstjórnin skuli ráða, hve
miklu fé sé veitt til dómsmála, og
segir að réttarkerfi án sjálfstæðs
tekjustofns og sjálfstæörar áætlana-
gerðar sé ekki óháð og hlutlaust.
Casado sagði í fréttaviðtalinu að
höfn að leita til dómstólanna,” segir
Casado.
Málarekstur er tafsamur og getur
liðið hrikalega langur tími frá hand-
töku í sakamáli og þar til réttarhald
fer fram. Sumar þær tafir eru raktar
til fomra og úreltra laga, sem gerðu
ráð fyrir fresti í hlutfalli við vega-
lengdir frá afbrotavettvangi til
dómssalarins (einn dagur fyrir
hverja 30 km umfram eitthvert lág-
mark. Það stafar frá þeim tímum,
þegar vegalengdir voru reiknaðar í
dagleiðum á hestbaki ).
Skortur á dómurum, skortur á
einföldum tækjum eins og skrifstofu-
vélum og fleira þess háttar eykur
ennátafimar.
I fyrra efndi nær þriðjungur tugt-
húslima Spánar (sem eru um 23
þúsund) til hungurverkfalla til þess
að fylgja eftir kröfum um betri
aðbúnað í fangelsum og lipurra
réttarfar. Ríkisstjómin brá við og
lagði fyrir þingiö frumvarp, sem
gerði ráð fyrir 80 milljón dollara
fjárveitingu til úrbóta í fangelsis-
málum. Um leið vom lagðar til
breytingar á refsiviðurlögum. Bæði
þau framvörp dagaöi uppi í málþófi
og náðu ekki fram að ganga, áður en
þingið var rofiö, þegar Leopoldo
Calvo Sotelo forsætisráðherra boðaði
til nýrra kosninga. Ljóst er að fram-
vörpin verða ekki að lögum á þessu
ári.
I skýrslu dómgæsluráðsins er tekið
sem dæmi um seinagang vegna
tækjaskorts og manneklu mál, sem
höföað var gegn nitján mönnum
vegna matarolíueitrunarinnar, sem
kostaöi 331 mann lífið og lagði 20
þúsund manns í rúmið. Spáir ráðið
því að þaö muni líða f jöldi ára, áður
en dómar verði kveðnir upp í því
máii.
Hveiti og kom safnast í vöruskemmum á meðan markaðsverðið liggur niðri.
ERFWLEIKAR í
BANDARÍSKUM
LANDBÚNAÐI
Bændur í Bandaríkjunum hafa
misst þolinmæðina yfir faUandi
gengi landbúnaöarafuröa sinna, og
t.d. hafa veriö mynduð í Kansas
samtök, sem kaUa sig „frelsisher-
inn” og hóta að beita hörðu, ja&ivel
ofbeldi, ef ekki verður ráðin bót á.
Leiðtogi þessa „frelsishers”, Alan
Shive að nafni, varðist frétta í viðtöl-
um við blaðamenn af f jölda meðUma
þessara samtaka eða fyrri störfum
samtakanna. En hann lýsti því yfir,
að þau væra reiöubúin til ofbeldis-
verka, ef nauðsyn krefði tU þess aö
vekja athygU á bágum kjörum
bænda.
Þessi samtök vilja stööva aUa sölu
á landbúnaöarafurðum er seldar eru
undir framleiðsluverði. Þau vUja
stööva innflutning á landbúnaðar-
afurðum, sem keppa við bandariska
framleiðslu og þau vilja láta draga
úr framleiðslunni, þar til verðiö
hef ur hækkaö aftur á markaðnum.
Aðspurður af fréttamönnum bar
Shive á móti því, að þessi samtök
hefðu brennt hveitiakra annarra
bænda í Whichita á uppskeratíman-
um. En hann sagöi, að félagar
„frelsishersins” væru í verkfaUi og
ræktuöu eins litið og mögulega væri
komist af með. — Þegar hann var
spuröur, hvort þeim félögum væri
fuU alvara með hótunum sinum,
svaraði hann: „Það getið þið bölvað
ykkur upp á. Þegar við sitjum hér
með 200 þúsund doUara f járfestingu,
sem skilar engum arði og getur ekki
skilað neinum arði, þá getið þið
bölvað ykkur upp á, að okkur er fuU
alvara.
Bandariskur landbúnaöur á viö aö
glíma verðfaU á komvörum vegna
offramleiðslu heima fyrir og mikUlar
birgöasöfnunar á erlendum mörk-
uðum, auk þess sem alheimskreppan
hefur dregiö úr kaupgetu eriendra
kaupenda. Margir bændur, einkum'
þeir, sem eru með einhæfa ræktun,
eins og margir hveitibændur, berjast
i bökkum. Landbúnaöaráöuneyti
matarolía gerfl upptœk i Spáni eftir afl hundrufl höfflu diifl af
eitruninni. — Talifl er að milaferlin muni taka fjölda ára.
stjórnarskrá lýðveldisins frá 1978
hefði numiö úr gildi flest lög Franco-
stjórnarinnar, eða einkanlega þau,
sem fjölluöu um stjómmálastarf-
semi og prentfrelsi. Ennþá eru þó í
gildi lög og reglur, sem prófmál þurfi
til þess að nema úr gildi.
Æ ofan í æ er vikið að því í skýrsl-
unni, hversu lítið traust almenningur
beri til réttarkerfisins. Hinn almenni
Spánverji, sem ólst upp undir
einræðisstjórn, sem ekki vakti bein-
línis tiltrú manna til opinberra
stofnana, ber enn litið traust til
dómstólanna. Segir i skýrslunni aö
ein ástæöan fyrir þessari vantrú sé
sú, að einatt þegar dómur loks hefur
verið upp kveðinn, skorti réttarfarið
bolmagn til fullnustu hans. Of miklar
annir há starfi dómstólanna, fjár-
skortur og fangelsisskortur.
I skýrslunni er meðal annars vikið
að því sem dæmi, hve fáir Spán-
verjar hafi leitaö hjónaskilnaðar
fyrir dómstólunum, þótt sett hafi
verið fyrir rúmu ári einhver frjáls-
lyndustu skilnaðarlög, sem nú eru í
gildi í Evrópu. Samt ætla spænskir
félagsfræðingar að um milljón
Spánverja búi í óhamingjusömu
hjónabandi.
„Fólk einfaldlega trúir því ekki að
lögin taki raunveralega til þess og
telur ekki svara kostnaöi eöa fyrir-