Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1982, Page 11
DV. MIÐVIKUDAGUR15. SEPTEMBER1982.
11
„Maflur œtti nú að fá sér einu sinni almennilegan bíl," sagfli maflur einn ð uppboðinu vifl félaga sinn
og þeir veitu fyrir sér hœfilegu tilboði. Þessi var einn tuga ef ekki hundruða manna sem spáflu i for-
setabílinn á uppboðinu í gœr. DV-mynd -KÞ
FORSETABÍLL
ÁUPPBOÐI
Það var aldeilis handagangur í
öskjunni í uppboðsporti Innkaupa-
stofnunar ríkisins í gær. Þar voru
boönir upp tugir bíla en það var þó
einn sem athygU manna beindist að.
Það var Mercedes Benz sá sem er í
eigu forsetaembættisins, en eins og
kunnugt er keypti embættið á dögun-
um dýrindis kádilják er koma skyldi
í stað benzins.
„Það hafa tugir ef ekki hundruð
manna spurst fyrir um þennan bíl,”
sagði starfsmaður stofnunarinnar í
samtali við DV. En inni í bílnum sat
starfsmaöurinn ásamt lögreglu-
manni er gæta skyldi bílsins. Þetta
mega heita góðar undirtektir, þar
sem bíUinn haföi ekki verið aug-
lýstur sérstaklega. Það stafar af því
að skyndUega var ákveðið að setja
bUinn á uppboðið í gærmorgun.
BUUnn er sjálfskiptur, árgerð 1975
og ekinn 62 þúsund kUómetra. Hann
er af gerðinni 280 SEL.
Þegar um slík uppboö er að ræða
þarf að greiða bíUnn út í hönd og hef-
ur viðkomandi sólarhringsfrest til að
útvega sér umsamda upphæð.
— En verður bUUnn seldur hæst-
bjóðanda á hvaða verði sem er?
„Ja, ef viðunandi boð fæst fyrir
hann,” svaraöi starfsmaðurinn.
— Og hvað er viðunandi boð?
„Það hefur ekki verið ákveðið
enn,”sagðihann.
Tilboðum í bílanna er skilað í þar
til gerðan kassa sem hangir uppi í
portinu. Þar var maður einn, er
sagðist vera að bjóða í umræddan
bU. Og hversu mikið bauö hann?
„Maður býður þetta nokkur hundr-
uö þúsund,” svaraði hann og var rok-
inn.
-KÞ.
r ■■
SIGURVEGARARIOKULEIKNI
Sigurvegararnir í úrsUtakeppninni í
ökuleikni sem fram fór á laugardaginn
eru talin frá hægri: Systkinin Jón S.
HaUdórsson og Fríöa HaUdórsdóttir,
en þau lentu í fyrsta sæti, Jón í karla-
flokki og Fríða í kvennaflokki. I ööru
sæti urðu Kristín Birna Garðarsdóttir
og Ingvar Ágústsson. Jón, Ingvar og
Fríða fara tU Spánar í nóvember og
taka þar þátt 1 norrænni ökuleikni. En
Islendingar hafa tvívegis orðið
Norðurlandameistarar í þeirri keppni í
fyrraogíhittifyrra.
J -EG.
Smygluðu 1 kílói af hassi og 100
grömmum af marihjúana
TveU- 21 ára gamUr Reykvíkmgar
hafa játað fyrir fUcniefnalögreglunni
að hafa flutt inn 1 kíló af hassi og 100
grömm af marihjúana. Keyptu menn-
imir fíkniefnin í Amsterdam og fluttu
þau inn í hljóöfæri.
MennimU- vom báðir úrskurðaöir í
fUnmtán daga gæsluvarðhald þann 8.
september síöastUöinn. Síðdegis í
fyrradag var þeim hins vegar sleppt
úr haldi. Höfðu þeir þá játað að hafa
farið til Amsterdam og keypt þar 1 kíló
af hassi og 100 grömm af marihjúna.
Settu þeir efnin í rafmagnsgítar og
fluttu þau þannig inn í landið. Ekki
komst þó allt magniö fyrir í gitarnum
og gripu þeU- þá tU þess ráðs að senda
afganginn í pósti tU landsins. Og þaö
var einmitt póstsendUigm sem var
kveikjan að máUnu.
Lögreglunni tókst ekki að ná haldi á
öllu efninu þar sem búið var að selja
hluta af því. Náði lögreglan því á fjór-
um stöðum hér i bæ og nam magnið 900
grömmum af hassi og 68 grömmum af
marihjúana.
-JGH.
Vantar sendil á vélhjóli allan daginn.
Upplýsingar á innheimtudeild DV, Þver-
holti 11.
^ORARIOPERCARj.
-pr
^Rrft
v%MACH/nes
Ti/HKRIT
á ensku
HUSIÐ
BOftA
HUSIÐ
LAUGAVEGI 178 simi 06780
JAZZBALLETTSKÚLI
BARU
JAi
* SUÐURVERI uppi
Jazz — Modern — Classical
^ ^ Technique — Show —
Pas de deux.
Kennsla hefst mánudaginn 20. sept.
Framhaldsflokkar:
Þrisvar í viku, 80 mín. kennslustund.
Framhaldsflokkar:
Tvisvar í viku, 70 mín. kennslustund.
Byrjendaflokkar:
Tvisvar í viku, 70 mín. kennslustund.
Lausir flokkar:
Einu sinni í viku, 70 mín. kennslustund fyrir fólk
með einhverja þjálfun.
(Ballett — Dans — Fimleikar — o.s.frv.
STRÁKAR ATHUGIÐ
Sérstakir tímar í Pas de deux (Paradans með
lyftum), einu sinni í viku.
NÝTT
Við skólann verður amerískur gestakennari í
Modern, Lorry Steim, lærö frá Emerson College
Boston State University of New York.
Skírteinaafhending og flokkaröðun sunnudaginn
19. sept. í Suðurveri NIÐRI, sem hér segir:
Framhaldsflokkar: Kl. 2
Byrjendaflokkar: Kl. 4
Nemendur hafi með sér stundaskrár.
UPPLÝSINGAR OG INNRITUN
Í SÍMA 83730 ALLA DAGA.