Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1982, Page 12
12
DV. MIÐVIKUDAGUR15. SEPTEMBER1982.
DAGBLAÐIÐ-VÍSIR
mm
mmm
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómarformaður og útgófustjórí: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvœmdastjórí og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STgFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSÍSON. ___ j
Ritstjóm: SÍÐUMÚLA 12-14. SÍMI86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33TsÍMI 27022.
Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa. ÞVERHOLT111. SÍMI 27022.
Sími rítstjómar 86611.
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12.Prentun: ÁRVAKUR HF.,
SKEIFUNN119.
Áskriftarverð á mánuði 130 kr. Verð í lausasölu 10 kr. Helgarblað 12 kr.
Krístján Eldjám er látinn
Kristján Eldjárn, fyrrverandi forseti Islands er látinn
aðeins 65 ára að aldri. Þjóðin lútir höfði í sorg og söknuði
og minnist þjóðhöfðingja síns með virðingu og hlýju.
Mikilhæfur maður er horfinn af sjónarsviðinu langt fyrir
aldur fram.
Um það leyti sem núverandi forseti íslands ásamt
fylgdarliöi bjó sig undir Bandaríkjaför til að auka hróður
okkar litlu þjóðar, var Kristján Eldjám fluttur sömu leið
vestur um haf. Margoft áður hafði Kristján lagt land
undir fót, einnig í þeim erindagjörðum að auka á orðstír
Islands, vera fulltrúi lands síns í hópi tiginna gesta. Nú
var förin önnur. Alvarleg veikindi urðu þess valdandi, að
hann skyldi ganga undir aðgerð hjá færustu læknum
vestra. Úr þeirri för átti hann ekki afturkvæmt. Enginn
má sköpum renna.
Kristján Eldjárn var kjörinn forseti Islands árið 1968
með miklum yfirburðum. Vinsældir hans og álit fór ekki á
milh mála. Þó hafði hann aldrei áður verið í fremstu
víglínu í íslensku þjóðlífi. Kristján starfaði lengst af sem
þjóðminjavörður, stundaði vísinda- og fræðistörf og var
maður hógvær og látlaus. Engu að síður sýndi þjóðin
honum traust í forsetakosningunum fyrir fjórtán árum og
æ síðan, meðan hann gaf kost á sér. Þar réð persónuleiki
Kristjáns, yfirburðavitsmunir og þeir eiginleikar í fari
hans, sem íslendingar kunna öðru fremur að meta.
Hann var fullur þekkingar og fróðleiks á sögu lands og
þjóðar. Kímnigáfa hans var annáluð, en sterkust voru
áhrifin af lítillætinu og látleysinu, tengsl hans við alþýðu
manna. Allir dáöu gáfur hans, en litu jafnframt á hann
sem jafningja. Allir virtu hann, án þess að telja hann yfir
sig hafinn. Þannig sló hjarta Kristjáns í takt við hjörtu
þegna sinna, þannig var hann samstíga þjóð sinni, um
leið og hann veitti henni forystu.
Kristján Eldjárn var Svarfdælingur að ætt og uppruna.
Rætur hans voru sprottnar í íslenskri gróðurmold, málfar
hans var norðlenskt og fallegt, starfssvið hans var Island,
náttúran, fornleifamar, sögumar, tungan og menningin.
Hann var Islendingur í húð og hár og hvorki gat né vildi
breyta þeirri mynd, þótt hann hæfist til vegsemda og
virðingar í viðhafnarstól. Kristján varð þjóðhöföingi og
forseti, en hann var alla tíð sannur maður, sjálfum sér
samkvæmur.
Það segir sína sögu, að eftir að hann lét af forseta-
embætti, hóf hann að nýju að rækja þau störf, sem hann
hafði helgað líf sitt. Á þeim vettvangi haföi hann unnið
mörg vísindaafrek og átti enn mörg óunnin.
Ræður Kristjáns Eldjárn verða lengi í minnum hafðar.
Lífsreynsla hans og vitsmunir, yfirsýn og skilningur á
íslenskum lífsháttum og reyndar mannlífinu öllu, gerðu
ræður hans ríkar að innihaldi og boðskap, svo unun var á
að hlýða.
Framkoma hans og framganga í forsetaembætti vakti
sóma og stolt í brjósti íslensku þjóðarinnar.
Islendingar hafa ávallt borið gæfu til að velja
verðuga forseta. Fyrirrennarar Kristjáns Eldjám,
Sveinn Björnsson og Ásgeir Ásgeirsson voru engir
aukvisar, og Kristján sómdi sér vel í þeim hópi.
Núverandi forseti, frú Vigdís Finnbogadóttir, hefur
einnig reynst glæsilegur fulltrúi. I ávarpi, sem hún hefur
sent frá sér vegna fráfalls Kristjáns Eldjám segir m.a.:
„Islensk þjóð sameinast í söknuði og horfist í augu við
örlög, sem kallað hafa „svo vænan vinnumann af velli
heim á bæ um miðjan dag”.
Undir þessi orð tekur íslenska þjóðin.
ebs.
Alþingishúsið við Austurvöll og...
Framtíðarlausn hús-
næðismála Alþingis
Viö erum flest sammála um að í
vissum tilfellum sé full ástæöa til aö
varðveita hús og önnur mannvirki
liöins tíma, en okkur greinir stund-
um á um hvaö beri aö varöveita og
hvaö ekki.
Til dæmis var ég á þeirri skoðun —
og er enn — aö æskilegt heföi veriö aö
varöveita Sivertsenhúsiö viö Lækjar-
torg, einnig Zimsenhúsiö á mótum
Hafnarstrætis, Hverfisgötu og
Kalkofnsvegar, svo og Hádómara-
húsiö viö Austurvöll, sunnan Hótel
Borgar, sem nú nýlega hefur verið
rifiö. öll þessi hús voru falleg, áttu
sögu, voru hluti af bæjarlifinu og
voru bæjarpiýöi.
Arkitektar Reykjavíkur og
vemdunarmenn, Torfusamtökin og
aörir menningarvitar, hafa augsýni-
lega ekki veriö sammála mér um
þetta, enda hvorki hreyft hönd né fót
til þess aö koma í veg fyrir aö þessi
hús yröu rifin. t>aö eru önnur hús
sem þessir aöilar viröast vilja varð-
veita t.d. klósetthúsið viö Grjótagötu
og fleiri kofar á því svæði. Um þessi
hús fóru þeir mörgum og fögrum
orðum og vilja varöveita þau sem
minnisvaröa byggingalistar liöins
tima: Þótt aö mínu áliti og margra
annarra, sé best að sumir þessara
kofahverfisemfyrst. '
Fordyri Alþingishúss
framtíðarinnar
En ég trúi ekki öðru en aö jafnvel
flestir þessara menningarpostula
geti oröiö okkur, óbreyttum borgur-
um, sammála um aö Alþingishúsið
beri aö varöveita og aö þaö eigi
áframhaldandi að vera fordyri og
framhliö Alþingishúss framtíðarinn-
ar.
Á íslandi eru fáar siövenjur, sem
hafa veriö viö lýði um langan tíma.
Þó hefur Menntaskólinn í Reykjavík
veriö til heimilis i Menntaskólahús-
inu viö Lækjargötu síðan þaö var
byggt, Dómkirkjan hefur veriö starf-
rækt í kirkjuhúsinu viö Austurvöll
alla tíö síöan Island fékk sjálf-
stæöi.
'.Það er því eðlilegt að Alþingis-
húsið viö Austurvöll fái að gegna
sínu hlutverki í islensku þjóðfélagi,
enda sómir þaö sér vel og er eitt
glæsilegasta, ef ekki glæsilegasta
hús á öllu landinu. Það hefur oft ver-
ið rætt um aö Alþingi þurfi nauðsyn-
lega á meira húsnæöi aö halda, þess
vegna var rætt um aö byggja nýtt og
veglegt Alþingishús, jafnvel í nýja
miðbænum í Kringlumýrinni. — Það
væri vart samboöið svo viröulegri
stofnun sem Alþingi aö hýrast í
gömlu húsi og þaö i gamla bænum.
Kannski hefur þetta líka veriö hugs-
aö sem atvinnubótavinna fyrir ein-
hverja arkitekta eöa sem minnis-
varöi um þá „þingskörunga”, sem
sátu á þingi þegar þetta var á döf-
inni.
Þessi hugmynd viröist, sem betur
fer, hafa veriö lögö á hilluna, en í
staöinn hefur ríkið fest kaup á mörg-
Telur meirihluti kjósenda sér það fyrir bestu, aö Steingrimur Hermannsson verði áfram sjávarútvegsráðherra,
þegar honum hefur tekist að rústa helsta atvinnuveg landsmanna á aðeins þremur árum?
Lýðræði og skynsam-
legt þekkingarieysi
Þaö er ánægjulegt aö vita til þess
að andstæðingar frjálshyggju á
Islandi hafa gert sér grein fyrir því
aö þögnin reynist þeim haldlitill
samherji í baráttunni fyrir ófrjálsu
samfélagi, og geysast þeir því nú
fram á ritvöllinn hver á eftir öðrum í
skipulögöum hrinum.
Þaö er enn ánægjulegra að vita til
þess aö sumir þeirra hafa reynt aö
kynna sér innihald kenninga frjáls-
hyggjumanna og gert tilraunir til að
gagnrýna þær málefnalega, með
misjöfnum árangri aö vísu. Er þetta
kærkomin breyting frá því er ekki
gat annað aö líta frá óvinum frjáls-
hyggjunnar en óvönduö niðskrif um
„samviskulaus illmenni”, sem
brugga almenningi launráö á nætur-
löngum samsærisfundum atvinnu-
rekenda.
Stefán Snævarr sýnir meö grein
sinni „Markaöur og lýöræöi”, sem
birtist í DV þ. 7.9. sl, aö hann hefur
gert tilraun til að kynna sér kenn-
ingar frjálshyggjumanna og í grein
hans felst vissulega viöleitni til að
bera fram málefnalega gagnrýni á
frjálshyggjuna og auðvitað hlýt ég
aö fagna iþví. En ekki er sopið káliö
þótt í ausuna sé komið.
Greinaskrif eru
vandasamt verk
Fáir neita því aö þaö er vandasamt
verk að koma flóknum hugsunum til
skila í svo stuttum og kjarnyrtum
greinum, aö þær rúmist á hálf-
Kjallarinn
Arni Thoroddsen
síðum dagblaðanna, og eflaust er
þessu um að kenna, að ég taldi mig
rekast á ekki færri en tólf fullyrö-
ingar í umræddri grein SS., sem ég
hefði talið fulla ástæðu til aö umorða
eöa endurskrifa, til aö í þeim fælust
ekki villandi upplýsingar eða það
sem einhverjir mundu kalla hreinar
rangfærslur.
Reyndar eru hugsunarvillurnar í
greininni svo margar, að þaö læöist
aö manni sá grunur, að höfundur hafi
haft þær þar af ásettu ráöi, til að
vera öruggur um að lenda í ritdeilu.
Sé þetta rétt hefur S. S. gert
lesendum DV Ijótan grikk, því ekki
er aö efa að margir þeirra hafa
vakaö fram á rauða nótt við þá
fánýtu iöju, að greiða úr hugsana-
flæk junni, sem öll greinin er.
Þaö er ætlun mín í þessari grein
aö gera athugasemdir viö nokkrar af
þessum fullyrðingum og aöstoöa
þannig lesendur DVog Stef án s jálfan
við aö færa það sem í áðumefndri
grein stendur til betri vegar. Það er
bjargföst trú mín, aö takist mér ekki
þetta ætlunarverk mitt, er engu ööru
um aö kenna en því, aö viö Stefán
erum einstakir klaufar í meöferð
ritaðs máls, og hlýtur því aö falla í
hlut annarra aö bæta hér um betur.
En víkjum nú að greininni.
Helsti ógnvaldurinn
Fyrsta fullyröingin sem ég hnaut
um í grein S.S. er reyndar fyrsta
fullyröingin í greininni og hún
hljóðar svo: „Frjálshyggjumenn
segja, aö lýöræöið sé helsti ógn-
valdur markaðar og frelsis á okkar
dögum.”
Eg dreg stórlega í efa að margir
frjálshyggjumenn. séu sammála
þessari fullyrðingu. Eg hygg aö
flestir frjálshyggjumenn telji
alræöisríkiö Sovétríkin, útþenslu-
stefnu þess og herveldi vera helsta
ógnvald markaðar og frelsis á okkar
dögum.
Hitt er rétt aö margir fr jálshyggju-
menn hafa megnustu vantrú á því,
aö hiö nánast ótakmarkaða fulltrúa-