Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1982, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1982, Qupperneq 14
14 DV. MIÐVIKUDAGUR 15.SEPTEMBER 1982. Kvenfrelsi og sósíalismi GODSÖGN EÐA FRELSI Þetta er þriöja og síðasta grein mín um kvenfrelsi og sósíalisma og fjallar nánar um lausnir sósíalism- ans og afleiðingar þeirra fyrir konur og kvennabaráttu. Síðar mun ég svo skrifa um aðrar lausnir sem karlar oiog karlveldi hafa boðið konum og um það hvenær og hvers vegna konur urðu vandamál. Vonandi getur sú grein birst í októberbyrjun. Hin nýja kona Þar var komið sögu síðast (DV 31. ágúst) að sósíölsku feðurnir þrír höföu lagt saman og búið til handa konum pottþétta fræðikenningu (að þeirra mati) sem jafnframt skyldi nota í verkalýðsbaráttunni. Kenning- in gekk út á þaö í stórum dráttum að fjölskyldan og heimilið væri konum fjötur um fót, vegna heimilisþræl- dómsins gætu þær ekki komist inn í alvöruheiminn, karlaheiminn, til að vera þar fullgildir þegnar og á fullu við hlið þeirra í framleiðslunni. Nú væri um að gera að ryðja öllum hindrunum úr vegi og hleypa konun- um inn, það væri sjálfsagt mannrétt- indamál. Og leiðin til að ná settu marki var í augum feöranna álíka einföld og að drekka vatn. Að losa konurnar við öll heimilisverk. Það átti ekki að vera neinum vandkvæð- um bundið, þá þegar höfðu verk- smiðjur sannað ágæti sitt og afkasta- getu. Mörg hinna fornu kvennastarfa voru þegar komin þangaö svo sem klæðagerö, matvælaframleiðsla, sápu- og lyfjagerð o.fl. Hvað var sjálfsagðara en að færa út í verk- smiðjur eða stofnanir þau fáu kvennastörf sem eftir voru? En hvað með bömin? Samkvæmt kenning- unni var æskilegt að sem flest böm eldust upp á góöum opinberum stofn- unum þar sem sérmenntaö fólk annaöist þau. Vildu mæður samt sem áður hafa hönd í bagga með uppeld- inu var auövelt aö leysa málið. I fyrsta lagi var Hin nýja kona (en svo nefndu sósíalistar á þessum tíma konuna eftir aö sósialisminn hefði frelsað hana) súperkona. Eða eins og Bebel segir í bókinni Konan og sósial- isminn: „Auk þess að vera í sjálfstæðu starfi er hún einn hluta dagsins uppalandi, kennslukona og fóstra, hluta úr deginum sinnir hún einnig listiðju eða vísindastörfum og drjúg- um hluta dagsins ver hún til tóm- stundastarfa. Hún nemur, vinnur, tekur þátt í skemmtanalifinu með sínum líkum eða með karlmönnum, allt eftir því sem hún vill sjálf og hentar henni hverju sinni.” Og í öðru lagi áttu þúsund hendur að vera á lofti (kvenhendur vel aö merkja) til aö hjálpa þeim mæðrum sem vildu ala sjálfar upp böm sín. Þau áttu ekki að hefta frelsi hennar á nokkum hátt sbr. þetta úr sömu heimild: „Þannig er konan fullkomlega frjáls og bömin sem hún eignast geta ekki rænt hana þessu frelsi, þau munu aðeins auka á lífsgleði hennar. Þurfi hún aðstoð munu hjúkrunar- konur, fóstrur, vinkonur og ungar stúlkur aðstoöa hana.” Mér er til efs að Bebel sjálfur hafi trúað á þessr upphöfnu rómantík, hvað þá heldur konur sjálfar. Flestar játuöu þessari kenningu þó með vörunum en hugsuöu eflaust sitt, sér- staklega að því er varðar sólar- hringsbamaheimilin. Þrátt fyrir fullyrðingar Bebels, Engels, Zetkin, Kollontay og fleiri forgangsmanna sósíalismans um ágæti sérfræðinga- uppeldis á bamaheimilum voru mæður innst inni vantrúaðar. Það má segja kenningasmiðunum til afsökunar að á þessum tíma var sér- fræðingatrúin á uppleið enda Vísind- in nánast búin að taka við af gamla Guði. Með æði í augum Raunar var þessi sósíalska lausn varöandi ólaunuðu vinnuna (heimilisverkin/reproduktion) h vorki fmmleg né ný af nálinni um 1880. meö því aö benda leiðtoganum á að víst væru kynferðismálin og hjúskaparmálin þau mál sem kúg- uðu konur, allar konur, í kapítalísku samfélagi þar sem einkaeignin væri alls ráöandi og ekki hefði stríðið orð- ið til að létta konum lífiö né minnka kúgun þeirra. Þess vegna, sagði Klara, yrðu konur líka aö ræða þessi mál en vissulega gagnrýnið og út frá sósíalskri kenningu. En þessi ræða Klöru beit ekkert á Lenin og hann hafði svör á reiðum höndum. Jú, Klara mín góö, sagði hann, þú ert góður ræðumaður og dugleg að tala máli þinna kvenna en þetta er samt allt rangt sem þú segir. Vissulega eru hjúskaparmálin erfið, hélt hann áfram, en til að þér og þínum konum leyfist að tala um þau veröiö þið að gera það út frá „hinni lifandi, nútíma efnishyggju” og það getið þið ekki. Til þess skortir ykkur fræðUega þekkingu og lesefni við hæfi. Og al- veg sérstaklega dreg ég í efa að þess- ar konur hafi „nægUega fjölbreyti- lega og djúpa þekkingu og haldgott vald á marxiskum fræðum.” 1 þess- um dúr lét hann dæluna ganga, for- smáöi reynslu kvennanna sjálfra og gerði lítið úr þekkingu þeirra, brýndi þær hins vegar til að þekkja sinn vitjunartíma og umfram aUt að hlýða og trúa á forystumenn (karla) flokksins og forsjá þeirra. Og Klara varð að gjalti og laut foringjanum í lotningu. Þetta samtal fór fram 1920. Eg flokka Lenin hiklaust sem eitt mesta karlrembusvín veraldarsög- unnar. Þann flokk fyUa hins vegar ekki að mínu mati þeir Marx, Engels og Bebel. Þrátt fyrir sínar tak- markanir höföu þeir heitt og lifandi hjarta og fundu tU með hrjáðu mann- kyni. Hið sama er ekki hægt aö segja um forystumenn sósíaUsmans í heiminum síðar. Vissulega má finna Klöru ýmislegt tU málsbóta. T.d. voru ekki Uðin Margar kvenfrelsiskonur höfðu komið fram með svipaðar kenningar löngu áður, m.a. bandariska skáld- og kvenréttindakonan Charlotte Perkins Gilman. Hún bentimeðréttu á hversu einangraðar konur væru á heimilunum og vildi létta þeim lífið m.a. meö því aö koma upp opinber- um veitingastööum, barnaheimUum, þvottahúsum o.s.frv. Hún vildi frelsa konur frá „hinum niðurdrepandi og einhæfu húsverkum” þá yrði fjöl- skyldan heUbrigðari og betri, hún yröi hópur manna sem veldi sér það sjálfur að búa saman en væri ekki neyddur tU þess vegna ytri þvingana eða nauöungar. Þarna fara saman hugmyndir sumra kvenfrelsiskvenna og sósíal- ista fyrir 100 árum og þarf engan að undra. Þessar kenningar voru líka ofur- eölilegar þá en þær voru frumsmið sem fljótlega kom í ljós að gat ekki staðist að öUu leyti. Þær voru ófull- komnar og það skUdu konur fljót- lega. Kenningamar komu ekki heim og saman við menningu og líf kvenna. Hvaö geröu konur þá? Sumar reyndu að þróa kenningamar áfram og varö býsna mikiö ágengt. Stríðið 1914—1918 setti hins vegar strik í reikninginn og tafði konur verulega í kvenfrelsisbaráttunni. Aðrar konur gáfust upp og reyndu bara aö rækta garöinn sinn, þ.e.a. að bjargast eftir bestu getu í karla- heiminum. (Það eru raunar allar konur alltaf aö gera). En hvað gerðu skoðanabræður kvennanna, sósíalistarnir? Þeir létu sér fátt um finnast og reyndu aldrei að vinna frekar úr eigin hugmyndum. Þeir létu nægja slagorðapólitíkina og gera enn. Þetta var um annan þáttinn í hinni sósíölsku kvennapólitík, þ.e. um ólaunuðu vinnuna. Um hinn þáttinn, tengsl kvennabaráttu og verkalýðs- baráttu, létu sósíalistar sér öllu tíð- ara. Öll heila hersingin, hinir sósí- ölsku feður, eiginmenn, frændur, bræður og synir, hafa ekki sparað það í 100 ár að innprenta „sínum” konum fyrirlitningu á svokölluðum borgaralegum konum. Ég hef þrá- sinnis séð æðið í augum róttækra stráka og heyrt grimmdina í röddum þeirra þegar talið berst að þessum voðalegu manneskjum. Mér hefur ævinlega fundist fátt vitna betur um kvenfyrirlitningu þessara manna sem þó segjast vera að berjast fyrir kvenfrelsi. Hvílík öfugmæli. Þeir vilja fyrst og fremst sundra konum. r Kvenfyrirlitning Lenins Og þeir hafa fyrirmyndina, Lenin gamla, og ekki leiðum að líkjast að margra dómi. Hann var ekkert að skafa utan af hlutunum þegar hann setti ofan í við félaga Klöru Zetkin, þýska sósíalistann sem „leyfði” kon- unum í flokknum aö tala um hjúskaparmál. Þetta má lesa um í Helga Sigurjónsdóttir Æk „Ég tel að hin nýja kyennabarátta á ís- ™ landi sem hófst 1970 sé komin í blindgötu og útúr henni komist hún ekki fyrr en hróflað hefur verið við hinni sósíölsku goðsögn um kvenfrelsi.” hinu fræga viðtali þeirra félaganna Lenins og Zetkins sem flestir róttæk- ir strákar eru mjög hrifnir af og vitna oft til. Viðtaliö mun auk þess vera hið eina sem til er á prenti um kvennapólitík Lenins. Samtalið hefst á því að Lenin hrós- ar konum fyrir dugnaö, ósérplægni án þeirra, segir hann, hefði byltingin aldrei unnist. „Já, verkakonumar OKKAR ero prýðilegir baráttufélag- ar sem verðskulda aðdáun OKKAR og elsku.” En smám saman gerist Lenin þungur á brún, hann biður Klöru aö skýra sér frá hvað sé að gerast í Þýskalandi og bætir við að sér hafi borist til eyma uggvænlegur orðrómur. Hann hafi heyrt aö hún, sjálf Klara Zetkin leiðtogi verka- kvenna, hafi látið konum haldast það uppi aö ræða í leshringjum „ómerki- leg” kvennamál svo sem kynferöis- pólitík og hjúskaparmál í stað þess að einbeita sér aö alvörunni, sjálfri heimsbyltingunni og hlutverki kvenna í framgangi hennar. Klöru vefst tunga um tönn fyrst í stað en nær sér síðan á strik og reynir að verja þessar voðalegu athafnir kvennanna (sem hún lét viögangast) Kjallarinn nema þrjú ár frá rússnesku bylting- unni sem margir trúðu að væri upp- haf sæluríkis á jörðu. Núna, meira en 60 árum síðar er engum slíkum afsökunum fyrir að fara og óverjandi með öllu að halda fram ámóta kven- fyrirlitningu í nafni sósíalisma og verkalýðsbaráttu. Samt er þaö gert enn þann dag í dag. Áðumefnt sam- tal þeirra félaganna er viða kennt ennþá sem góð og gild kvennapólitík. Og sömu rökunum er enn beitt. Ur því að það er ekki lengur byltingin sem stendur fyrir dyrum og ekki má trufla, þá er þaö bara eitthvað ann- að. Af nógu er að taka, efnahagsmál- in, launabaráttan, hættan á fasisma o.s.frv. endalaust. Alltaf eiga konur að bíða. Stöðnun og kredduf esta Það er vegna þessarar stöðnunar, þessarar kreddufestu og blindu trúar margra sósíalískra kvenna á forræði og forsjá hinna sósíölsku feöra sem ég tók mig til og skrifaði þessar greinar um kvenfrelsi og sósíalisma. Eg veit að margir munu leggja skrif mín út á þann veg að þau séu afurð afturhvarfsstefnu (reaktonær skrif) en það gerir ekkert til. Þó vil ég ítreka það sem ég sagði í síðustu grein (31. ágúst) um ágæti fræöilegr- ar skilgreiningar Marx á lögmálum markaðskerfisins og hins kapítalíska samfélags. Ég gagnrýni hins vegar kvennapólitískar kenningar hans og jafnaldra hans og ekki síður fram- vinduna síðar í höndum nýrra kyn- slóða af sósíölskum feðram, eigin- mönnum, frændum, bræðrum og son- um. Þar hefur vissulega verið mis- jafn sauður í mörgu fé. Ég fullyrði aö sumir hafi beinlinis vitandi vits not- að kvennapólitískan sósíalisma gegn konum, aðrir hafi farið í fótspor þeirra gagnrýnislítið og ekki veriö sér meðvitandi um raunverulegar afleiöingar þeirra stundum fyrir konur. Bæði efnahagslega, kyn- ferðislega og félagslega. Eg tel aö hin nýja kvennabarátta á Islandi sem hófst 1970 sé komin í blindgötu og út úr henni komist hún ekki fyrr en hróflaö hefur verið við hinni sósí- ölsku goðsögn um kvenfrelsi. Eg ætla að lokum aö draga saman nokkar helstu niðurstöður: 1. Kvennapólitík Marx, Engels og Bebels er ófullkomin, það vantar í hana fleiri víddir og skilning á kvennamenningu. 2. Kenningin er röng að því er varðar að spyröa sam- an kyn og stétt. 3. Lenin varð mikið ágengt í því að hræða verkakonur og sósíalskar konur frá sjálfstæðri kvennapólitík. 4. Hin sósíalska flokk- un á konum í borgaralegar konur og verkakonur hefur sundrað konum. Hún er auk þess röng þar sem vafa- samt er að telja konur til borgara (þær eiga ekki atvinnutækin eða f jár- magnið í heiminum). 5. Allar lausnir karla og karlveldis á „kvennavanda- málinu” hafa reynst konum ónýtar enda ekki að undra þar sem sömu aöilar gerðu konur að vandamáli. 6. Sósíalistar á Islandi, hvorki konur né karlar, hafa mér vitanlega tekiö kvennapólitískan sósíalisma til alvarlegrar endurskoðunar. (Slíka endurskoðun og gagnrýni ber hátt víða meðal sósíalista erlendis og hafa veriö skrifaðar margar greinar og heilar bækur um máliö. T.d. The Unhappy Marriage of Marxism and Feminism. A Debate on Class and Patriarchy, London 1981.) Helstu heimildir í öllum greinun- um: Marielouise Jansen-Jureit: Sex- ism, manssamhállets ideologi och historia, 1979 Klara Zetkin: Uddrag af min dagbog, samtale med Lenin, 1920. B. Ehrenreich and D. English: For her own good, 1979. Berit As: Kvinner i alle land, 1981: Birte Siim: Patriarkat og kapitalisme, 1982. Alexandra Kollontay: Familjen i klassamhallet, 1919. Kvinnan och revulotionen, 1972. Hilda Scott: Kan sosialismen befria kvinnan?, 1974. Helga Sigurjónsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.