Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1982, Side 16
16
DV. MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1982.
Spurningin
Hvað finnst þér um ákvörð-
un LÍÚ um stöðvun fisk-
veiðrflotans?
Spurt ó Eskrfirði.
Jónas Þór Guðmundsson háseti: Ég vil
bara segja þetta: Eg vil veg útgerðar-
innar og fyrirtækja á hennar vegum
semmestan og bestan. Þjóðfélagið lifir
á fiskveiðum.
Anton Bogason netamaður: Eg vil á
þessu stigi ekki tjá mig um þessi mál.
Annars hef ég engar áhyggjur út af
þessu og er reiðubúinn að ráða mig
sem fjósamann uppi í sveit ef lausn
finnst ekki á vanda útgerðarinnar.
Sturlaugnr Stefánsson 1. stýrimaður:
Eg er ekki sáttur við hana. Eg trúi ekki
röksemdafærslu útgerðarmanna.
Þessi eilifi harmagrátur Kristjáns
Ragnarssonar er löngu hættur að
koma viðmenn.
Björn Axelsson matsveinn: Mér finnst
þetta lúaleg ákvörðun. Þótt vandamál
steðji að útgerðinni þá á það ekki aö
bitna á launafólki. Mér finnst útgerðin
ekki sýna það í verki að hugur fylgi
máli varöandi vandamálin, þar sem
útgerðarmenn hafa keppst við að
koma togurunum út fyrir verkfall. Ég
vona að lausn finnist sem fyrst.
Kristján Bjamason 3. vélstjóri: Þetta
er til skammar. Ég tel að það sé búið
að koma útgerðarmönnum upp á alltof
mikið. Þeir eru eins og skrattinn. Ef
honum er réttur litli fingurinn, þá tek-
ur hann alla höndina.
Bjarni Sveinsson bátsmaöur: Mér
finnst erfitt að svara þessu í stuttu
máli. Eg veit að það er- vandi sérh
steðjar að útgerðinni. Það á þó ekki að
leysa hann á kostnað sjómanna.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
hMmé
Óveður fór illa með flatt þak, á smiðjum Kaupfélags Árnesinga, eins og þessi mynd ber með sér. DV-mynd: Kristján Einarsson,
Um flötu þökin:
Er okkur fyrirmunað að
Ef flugstöðin rís, eins og hún er nú
teiknuð, með valmaþaki, þá veröur
hún, hvort sem hún nýtist eða ekki,
sönnun þess að hægt er að byggja stór
hús með hvelfdu þaki.
Viövíkjandi þessari áráttu með flötu
þökin, er okkur kannski fyrirmunaö að
læra af reynslunni?
læra af reynslunni?
Kristján Einarsson, Selfossi skrifar:
Eg skrifa vegna flugstöðvar-
byggingarinnar margumtöluðu, eða
öllu heldur sjónvarpsumræðunnar um
hana, sem fram fór á dögunum.
Vii ég koma á framfæri þakklæti til
Kjartans Jóhannssonar, alþingis-
manns og formanns Alþýðuflokksins,
fyrir mjög gott innskot um flötu
pappaþökin og miður góða reynslu
okkar Islendinga af þeim.
Þaö virðist enn þurfa að minna
byggingahönnuði á lekavandamál
flatra þaka. Þannig er stórundarlegt
að horfa upp á það, að á sama tíma og
einstaklingar eru að byggja ris eða
reist þök yfir hús sín, þá eru opinberir
aðilar að byggja hús með flötum
þökum, sbr. félagsheimili á Selfossi.
Þaö er nú í byggingu og þar eru
pappaþökin aUsráðandi.
TilDV:
Gætum
bridge-
dálk?
við fengið
Ingibjörg Halldórsdóttir saknar
bridge-pisdanna hans Simonar
Simonarsonar (i Dagblaðinu
forðuml. Myndin er af íslandsmóti i
bridge.
Ingib jörg Halldórsdóttir skrifar:
Mig langar til þess að minnast á
bridge-dálk Dagblaðsins. Fyrir sam-
einingu Dagblaösins og Vísis var alltaf
úrvals bridge-þjónusta í Dagblaðinu.
Nú er hins vegar ekki hægt að koma
fréttum af bridge-atburðum nema með
mikilli fyrirhöfn.
Hvernig væri nú að fá Símon
Símonarson til þess að taka að sér
bridge-dálk aftur, t.d. á laugardögum.
Hann var frábær.
Við, sem kaupum DV, og kannske
ekki önnur blöö, viljum helst fá jafn-
góðan bridge-dálk og kaupendur
Morgunblaösins. Og ég tala nú ekki um
Þjóðviljann, þar er bridge-þjónustan
til sóma.
Birtiðþið
hvað sem er?
9612—0672 hringdi:
Ekki get ég orða bundist vegna
skrifa svokallaðrar húsmóður í
Breiðholti um nakinn „öfugugga” sem
hún segir vera á ferli í hverfinu.
Þessi bréfritari viðurkennir
bókstaflega brot á friðhelgi
heimilisins; segist hafa gónt á ná-
granna sinn með kiki. Auðvitað er það
rétt hjá lögreglunni, að hún getur ekki
bannað fólki að ganga klæöalausu
heima h já sér. &
Lögreglan hefði samt mátt áminna kon-
una fyrir all sérstakt áhugamáL
™wrmr*™ —Ifffffr— —
"... HtUtttf Mljill
Ljótt grindverk í miðbænum
Lesandff ér þetta grindverk. við hliðina ó Hótel Borg. mikill þyrnir i augum. Beinir hartn þeirri frómu ósk tíl
„aðstandenda"þess, að gerð verðibragarbótsem allra fyrst.
-FG.