Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1982, Síða 33
DV. MIÐVIKUDAGUR15. SEPTEMBER1982.
33
Sandkorn
Sandkorn
Sandkorn
«#*-»;___
Knstinn
Finnbogason
í gæsarækt
Kristinn Finnbogason fé-
sýslumaöur er fyrir nokkru
fluttur upp á Kjalarnes. Sem
kunnugt er, keypti hanc Fitj-
ar af Hilmari Helgasyni.
Margir hafa sjálfsagt velt
því fyrir sér hvort Kristinn
hyggist ekki nýta sér þá kosti
að búa uppi í sveit. Svarið viö
þeirri spumingu er jákvætt.
Kristinn hefur nú í hyggju að
stofna gæsabú á Kjalamesi
með fimm þúsund gæsum.
Það era því ekki bara flug-
félög sem Kristinn vængstýf-
ir. Nú verða það gæsir.
Konur á frama-
braut í Félag
starfandi kvenna
Flesta rámar sjálfsagt i að
hafa einhvera tima heyrt
minnst á félagsskapinn Kon-
ur á framabraut. Það félag
tilheyrir alþjóðasamtökunum
Bulssness and professional
women.
Þetta eru samtök útivinn-
andi kvenna sem berjast fyr-
ir jafnrétti á vinnumarkaði.
Voru þau stofnuð í Bandarikj-
unum um siðustu aidamót.
Nafni tslandsfélagsins hef-
ur nú verið breytt úr Konur á
framabraut í Félag starfandi
kvenna í Reykjavík. Nafninu
var breytt meðal annars
vegna tilmæla frá alþjóða-
samtökunum sem töldu að
þýðingin væri ekki rétt. Einn-
ig var talið að nafníð „Konur
á framabraut” skapaði for-
dóma.
Öskukallar á
Breiódalsvík
gefa tann-
læknastól
Frá því var skýrt í Sand-
korai i síðustu viku að nýj-
asta fjáröflunarleið áhugafé-
laga væri sorphirðing. Var
sagt frá því að Ungmennafé-
lag Svarfdæla hefði óskað eft-
ir því aö taka að sér sorphirö-
ingu fyrir Dalvíkurbæ.
Ekki er fjáröflunarleið
þessi alveg nýtUkomin. A
Breiðdalsvik era það félagar í
Lionsklúbbnum Svani sem
annast sorphirðingu. Hefur
slikt viðgengist í f jögur ár.
Lionsmenn hreinsa einu
sinni i viku og breyta þannig
sorpinu í f jármuni. Þeir fá að
sjálfsögðu greitt fyrir starfið.
Fjármunina nota þeir tU þjóð-
þrifamála. Meðal annars
hafa þeir keypt tannlækna-
stól og tUheyrandi útbúnað í
byggðarlagið fyrir sorppen-
ingana.
Úþarfi að karlar
fljóti endalaust
ofan á kven-
fólkinu
FuUtrúi Alþýðubandalags-
ins i fræðsluráði, Þorbjöra
Broddason, segir í viðtali við
ÞjóðvUjann að það sé kominn
timi tU þess að æðsti maður
skólamála í Reykjavik verði
kona. A þessum vettvangi
vinni konur að mlklum meiri-
hluta og algjör óþarf i að karl-
ar fljóti endalaust ofan á
kvenfólkinu í skólakerfinu.
Mikið rétt bjá Þorbirai.
Það er algjör óþarfi að bafa
konumar aUtaf undir.
Sönglaga-
keppnin beint til
islands
Mlklar líkur eru á þvi að is-
lendingar fái að sjá næstu
sönglagakeppni sjónvarps-
stöðva Evrópu í beinni út-
sendingu. Keppnin verður
haldin í Vestur-Þýskalandi
eftir áramót. Sem fiestum er
kunnugt, sigraði Nicole í
fyrra með laginu Ein bischcn
Frieden.
Sjónvarpið hefur ákveðið
að auka mjög beinar út-
sendingar, sérstaklega frá
viðburðum sem sýndir eru í
mörgum löndum samtimis.
Er tUtölulega ódýrt fyrir ís-
lenska sjónvarpið að kaupa
slikar sendingar.
Af beinum útsendingum
sem væntanlegar eru má
nefna útsendingu frá dagskrá
i tUefni af degi Sameinuðu
þjóðanna 24. október næst-
komandi.
Umsjón:
Kristján Már Unnarsson.
»Hí*tDnnío
Boaing 737 þota verflur notufl i millilandaflugi Arnarflugs. Þotan hefur verifl i leiguflugi fyrir Britannia og
hafa islenskir flugmenn flogifl henni.
Millilandaf lug Arnarf lugs í vetur:
TVISVAR í VIKU
TIL AMSTERDAM
Vetraráætlun Arnarflugs í mUU-
landaflugi gengur í gildi 24. september
næstkomandi. Talsverðar breytingar
verða á fluginu. Hefur áður verið skýrt
frá því í DV að Boeing 737 þota verður
notuðtilflugsins.
Tímabundið hlé verður gert á beinu
áætlunarflugi til Ziirich í Sviss. I vetur
verður mUlilandaflug Amarflugs því,
eingöngu mUli KeflavUcur og
Amsterdam. Verða tvær ferðir famar í
viku á tímum sem henta vel til tengi-
flugs til og frá Ziirich, Briissel, París,
London og fleiri borga Evrópu. Hefur
‘Arnarflug samið við hollenska flug-
félagið KLM og svissneska flugfélagið
Swissair um tengiflug til og frá
Amsterdam. Flogið verður til Amster-
damá þriðjudögum og föstudögum.
-KMU.
BÍLLVALTÁ MIKLUBRAUT
Bílvelta varð á Miklubrautinni á
móts við Engihlíö um klukkan hálfátta
á sunnudag. Tvennt var í bílnum og
voru bæði flutt á slysadeild, en meiðsli
ekki talin alvarleg.
Aödragandi slyssins var sá að
Volkswagenbíll ók á vinstri akrein
vestur eftir Miklubrautinni. Beygöi
hann síðan til hægri til að fara fram úr
bifreiö sem ók á undan. Er hann
hugðist beygja aftur yfir á vinstri
akrein missti ökumaðurinn stjórn á
bílnum meö þeim afleiðingum að hann
þeyttist upp á eyjuna og valt þar.
Hentist hann 'síöan á ljósastaur og
stöðvaðist loks á hjólunum.
Tvennt var í bílnum og voru bæði
flutt á slysadeild, en þau voru ekki
talin alvarlega slösuö. Talsvert sér
hinsvegarábílnum. -JGH
Frá slysstað á Miklubrautinni. Fólksvagnlnn fór eina veltu uppi á eyjunni og
stöðvaðist síðan á hjólunum. Eins og sjá má er hílllnn talsvert skemmdur. Tvennt
var í bilnum, en meiðsl þeirra voru ekki alvarleg. DV-mynd S
Kvikmyndir Kvikmyndir
ENN EIN MENNTA-
SKÓLAMYNDIN
Bíóhöllin sýnir: „Porky's”.
Leikstjóri og handritshöfundur: Bob Clark.
Kvikmyndataka: Reginald Morris.
Framleiðendur: Bob Clark og Don Carmody.
Aðalhlutverk: Pee Wee — Dan Monahan,
Billy — Mark Herrier, Tommy — Wyatt
Knight, Mickey — Roger Wilson, Tim — Cyril
O'Reilly, Meat — Tony Ganios.
Er skólakrakkar í Bandaríkjunum
fá sumarfrí flykkjast þau gjaman í
kvikmyndahús. Svo rammt kveður
að þessu að í sumarbyrjun er besta
vertíð kvikmynda vestanhafs. Því er
ekki að undra aö kvikmyndafram-
leiðendur sjái sér leik á borði og geri
myndir sem höfða til skólakrakka.
Eins og gefur að skilja vilja krakkar
á menntaskólaaldri gjarnan sjá létt-
ar gamanmyndir sem höfða til
þeirra og því hala „menntaskóla-
myndir” á borð við American Graf-
fiti, Grease, Animal house og nú síð-
ast Porky’s, inn stórfé.
Efni Porky’s er í stuttu máli á
þessa leið: Myndin fjallar um tán-
inga, — stráka, sem virðast heldur
betur vera með brókarsótt. Ekki
gengur sériega vel hjá strákunum að
fá stelpumar í rúmið, allavega grípa
þeir til örþrifaráða. Gengið telur sig
hafa komist yfir vændiskonu nokkra,
en í ljós kemur að tveir óprúttnir fé-
lagar þeirra hafa gabbað þá. Því
næst halda þeir í næturklúbbinn
Porky’s þar sem þeir telja sig geta
keypt blíðu kúbanskra dansmeyja.
En eigandi staðarins tekur af þeim fé
en enga fá þeir meyna, heldur eru
þeir auðmýktir og þeim „hent" út á
nokkuö sérkennilegan hátt.
Þeir drattast aftur í sinn heimabæ,
en einn þeirra ákveður að fara aftur í
Porky’s og hefna sín. Hann er barinn
í klessu þar. Þá ákveður gengiö að
hefna sín. Þeim tekst það á
eftirminnilegan hátt og að sjálfsögðu
verða þeir hetjur í sínum skóla fyrir
bragðiö.
Myndin er ákaflega svipuð öðrum
„menntaskólamyndum”. Það er
strákagengi í menntaskóia sem er í
sviðsljósinu. Auk þeirra koma tölu-
vert við sögu leikfimikennarar, lög-
regluþjónar, barstúlkur, að
ógleymdum næturklúbbseigandan-
umPorky.
Ég held aö þaö sé með öllu ónauð-
synlegt að eyða mörgum orðum á
þessa mynd. Húmor myndarinnar er
aö áliti undirritaðs ákaflega þunnur,
enda þótt ég trúi vel að einhverjir
hafi gaman af honum. Samtöl, sögu-
sviö og flétta myndarinnar eru ákaf-
lega ófrumlegur samsetningur.
Leikurinn er hvorki fugl né fiskur og
sama máli gegnir um kvikmynda-
töku og aðra tæknivinnu. Þetta er
ærslaleikur, eina markmiðiö með
gerð myndarinnar er að skemmta
eða græða peninga, eftir því hvernig
áþaðerlitið.
Fyrir þá sem hafa gaman af uppá-
tækjum kynóðra menntaskóla/gagn-
fræöaskólastráka og tilheyrandi
fimmaurabröndurum, er þessi mynd
eflaust ágæt. En hún er að mínu áliti
hund-ómerkileg.
-ás.
Kvikmyndir