Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1982, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1982, Síða 36
36 DV. MIÐVDCUDAGUR15. SEPTEMBER1982. DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL Félagar í JC Reykjavik fara með einkunnarorð hreyfingarinnar á fyrsta fundi starfsársins fyrir skömmu. JC félagar eru eftirsóttir r — rabbað við Arna Þór Arnason landsforseta JC „Það er skoöun vor: aö trú á guö veiti lifinu tilgang og takmark, aö bræöralag manna sé þjóöarstolti æðra, og skipting gæöanna veröi rétt- látust viö einstaklingsfrelsi og frjálst framtak, aö lög skuli ráða fremur en menn, aö manngildið sé mesti fjár- sjóöur jaröar, aö efling mannsand- ans sé æösta athöfn lífsins. ” Þetta eru einkunnarorð JC hreyf- ingarinnar og voru samin árið 1951 af Bandarikjamanni. Hreyfingin starf- ar af miklum þrótti hér á landi og er félagatalan nú um 1500 yfir landiö. Aöildarfélögin eru 35. JC Island er aðili aö alþjóðahreyfingunni JC Intemational sem starfrækt er í fjöl- mörgum löndum. Núverandi landsforseti JC hreyf- ingarinnar á Islandi er Árni Þór Ámason. Við fengum hann til aö ræða viö okkur um JC. Háskóli í mannlegum samskiptum - Hvaðer JC? , ,1 raun er J C háskóli í mannlegum samskiptum. Hreyfingin er fyrir þá sem áhuga hafa á félagsmálum, ræðumennsku og mannlegum sam- skiptum. Viö emm meö ræðunám- skeiö — sennilegu þau allra bestu sem tíðkast hér á landi. Þaö er óhætt aö kalla JC skóla því hreyfingin bætir upp ýmsar gloppur sem eru í menntakerfinu hjá okkur Islendingum.” Hægt er aö taka undir þaö meö Árna aö menntakerfið hafi algjör- lega brugöist hvaö snertir aö kenna mönnum aö tjá sig. Flestum er þetta kunnugt og mikið hefur verið um þetta skrafaö, en lítið sem ekkert hefur orðið úr framkvæmdinni. — Hvers konar fólk sækir í félags- skapinn og af hvaöa ástæöum? Arni Þór Árnason, landsforseti JC, býður fjóra nýja meðlimi velkomna ■ hreyfinguna. „Það er alls konar fólk í JC og úr öllum stéttum. Lengi vel vom þar einungis karlmenn. Fyrsta konan gekk í JC árið 1976 og síöan hefur þeim fariö sífellt fjölgandi. Þær gegna margvíslegum trúnaöarstörf- um innan hreyfingarinnar og eru til dæmis fimm húsmæöur forsetar aöildarfélaga. I upphafi var JC félagsskapur fyr- ir unga bissnesmenn en það er nú gjörbreytt. Hreyfingin opnaöist og félagsskapurinn varö fjölbreyttur. Flestir held ég að gangi í JC vegna þess aö þeir vilja öölast reynslu í ræðumennsku. Einnig koma menn til Sighvati Björgvinssyni var boðið á fyrsta fund JC Reykjavik. Aðrir við borðið eru stjórnarmenn í félaginu. okkar sem vilja kynnast nýju fólki og öðlast nýja félaga. Félagar í JC halda mikið saman og maöur eignast marga góöa og trausta vini í gegnum félagsskapinn. A meöan menn eru í skóla eignast þeir félaga. En aö loknu námi vill oft fara svo aö upp úr vinskapnum slitn- ar — menn fara hver í sína áttina. Þá er gott aö ganga í félagsskap á borö viö JC og afla sér nýrra vina. Menn verða að taka þátt í starfinu — Erhreyfinginpólitísk? , Jíei, það er hún ekki. Innan henn- arstarfamenn úröllumstjómmála- flokkum. Hitt er annaö mál að hreyf- ingin þrífst einungis þar sem mál- frelsi og fundafrelsi ríkir. Hún starf- ar því ekki í neinu austantjaldsríki og er illa séö af ráöamönnum þar. Sömu sögu er að segja af ýmsum löndum í Suður-Ameríku.” — Geta menn sjálfir leitaö eftir inngöngu í JC félag eöa þurfa þeir meömæli? „Oftast er þaö þannig aö mönnum er boðin innganga í hreyfinguna. Einnig tíökast þaö aö menn hafi sam- band viö einhvern félaga og óski eftir inngöngu.” — Hvíla einhverjar skyldur á þeim sem ganga í JC? „Menn verða aö taka þátt í starf- inu. Þó er tekið tillit til sérstakra aö- stæöna eins og þegar menn eru aö byggja og eru af þeim sökum mjög uppteknir. Þaö er reyndar mjög misjafnt hversu mikiö menn starfa í hreyfing- unni. Margir veröa helteknir af þessu og sjá ekkert annaö. Aörir eru svo rólegri ítíöinni.” — Hvaö starfa menn yfirleitt lengi af fullum þrótti? ,,Ég held ég megi segja aö flestir endist í svona fjögur ár. Sumir gefast upp fljótlega og hætta. Þaö er ósköp skiljanlegt enda er félagsstarf ekki f yrir alla. Svo eru enn aörir sem end-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.