Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1982, Page 40
NÝJA
AGFAFILMAN
ÓTRÚLEGA SKÖRP
OG NÆM FYRIR LITUM
ÓDÝRARI FILMA SEM
ALLS STAÐAR
AUGLÝSINGAR
SÍÐUMÚLA 33
SMÁAUGLÝSINGAR
SKRIFSTOFA
ÞVERHOLTI 11
RITSTJÓRN
SIOUMULA 12—14
27022
Frjálst, óháÖ dagblað
MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1982.
Handritasýning
opnuð í minningu
Kristjáns
Forseti Islands, Vigdís Finnboga-
dóttir, mun opna sýningu á íslenskum
handritum í New York í kvöld í minn-
ingu dr. Kristjáns Eldjárns. Aö ööru
leyti er óvíst um framhald Bandarikja-
farar forseta Islands, aö sögn Halldórs
Reynissonar forsetaritara.
Vegna andlátsins var hætt viö
nokkra liði í dagskrá heimsóknar for-
seta Islands í gær. -KMU.
Eitt bflinnbrot
ádagíágúst
Rannsóknarlögreglu ríkisins var til-
kynnt um 32 Lnnbrot í bíla á Stór-
Reykjavíkursvæöinu á tímabilinu frá
1. ágúst til 7. septembér síöastliöinn.
Lætur nærri aö farið hafi verið í einn
bíl á dag aö meðaltali í ágústmánuði.
Aö sögn rannsóknarlögreglunnar
hefur í flestum innbrotunum verið sóst
eftir hljómflutningstækjum og hefur
allmörgum verið stoliö.
Rannsóknarlögreglan sagði enn-
fremur aö innbrot í bíla heföu legiö
niðriundanfamadaga. -JGH.
Viðræðumarströnd
uðuábónusnum
Samningaviðræður deiiuaöila á
Tungnaársvæöinu gengu ekki upp í
gær. Aö sögn Páls Olafssonar, staöar-
verkfræðings á Tungnaársvæðinu
strönduðu viðræöumar aöallega á um-
ræðunum um breytingar á því afkasta-
hvetjandi launakerfi sem við lýði er,
eins kom mönnum ekki saman um
hvaöa ákvæði ættu aö gilda um vinnu
meö þungavinnuvélum.
Annar fundur meö deiluaöilum hef-
ur veriö boðaöur kl. 16 í dag. Ef ekki
næst samkomulag á þeim fundi er allt
útlit fyrir aö verkfall verkamanna,
málmiönaöarmanna og rafvirkja á
Tungnaársvæöinu hefjist á miðnætti í
nótt.
Iðnaöarmannafélag Rangæinga
hefur veriö í verkfalli frá því 7.
septembersíðastliðinn. -EG.
LOKI
Ef marka má síðustu
skýrslur verður marhnútur
uppistaðan í afíanum
næstuárin.
milljarös vanskil
—aukast um nærri tvær milljónir á hverjum degi
Vanskil og lausaskuldir útgerðar-
fyrirtækja í landinu nálgast nú
óðfluga milljarð króna. Vanskil við
fjárfestingarlánasjóði nema nú 450—
500 milljónum og hafa tvöfaldast frá
síðustu áramótum. Gífurleg vanskil
eru einnig við banka, olíufélög, verk-
stæði, veiðarfærageröir, kostsala,
skattheimtu og aðra lánardrottna.
Loks eru ótaldar ófallnar lausa-
skuldir.
Utgerðin hefur veriö rekin með
tapi árum saman en síöustu misseri
og þó sér í lagi á þessu ári hefur
keyrt um þverbak. Lætur nærri aö
tapreksturin nú feli í sér aukningu
vanskila um hátt í tvær milljónir
króna á hverjum degi.
Þannig er ástandiö nú, þótt af og t il
hafi verið reynt aö bæta
rekstrarstöðu útgerðarinnar. Aö
dómi talsmanna útgerðarinnar, sem
DV hefur rætt viö, hafa úrbætur þó
lengi miðast helst við skuldbreyting-
ar og þar með frestun vandans í von
um „bullandi góöæri á næstu
grösum”. Það hefur brugðist og
vandinn vaxiö í stað þess aö minnka.'
Þær 120 milljónir króna sem
fiuttar voru til útgeröarinnar viö
síðustu gengisfellingu krónunnar
hurfu að bróðurpartinum í gengis-
hækkun fjárfestingarlána og þar
með ^anskila að stórum hluta.
Þessi vanskiia- og lausaskuldahali
upp á nærri mUljarð er megin-
ástæðan fyrir stöðvun fiskiflotans,
auk þess aö rekstrargrundvöUurinn
var orðinn mikiu verri en lengi áður.
En Þjóöhagssto&iun reiknar nú
stööuna þannig, að tap verði á bátum
um 11%, minni togurum um 16% og
stærri togurum um 25%.
Þriggja manna óformlega nefnd
embættismanna, Þórðar Friðjóns-
sonar, Þrastar Ölafssonar og Boga
Þórðarsonar, vinnur nú úr
hugmyndum til lausnar vandamálun-
um. Er reynt að ná samstööu miUi
stjómarflokkanna fýrir rikis-
stjómarfundámorgun. HERB
Launamálanefndir lögreglumanna um allt land funduðu í reglumönnum á morgun kl. 16. Afíir lögreglumenn sem tök
gær um kjaradeilu lögreglumanna og dómsmálaráðu- hafa á munu mæta á fund á Hótel Sögu og aðeins brýnustu
neytisins. Ákveðið var að halda almennan fund með lög- verkefnum verður sinntá lögreglustöðvum. -ás/DV-myndS.
Hlöðubruni í
Hrunamaimahreppi
Hlaðan á bænum Hellisholtum í
Hrunamannahreppi brann til kaldra
kola um klukkan sex í gærmorgun.
Verulegt tjón varð í brunanum en
hlaðan var tryggö og fæst því tjón
bóndans bætt.
Það var vöruflutningabílstjóri sem
átti leið fram hjá bænum í gærmorgun
sem varð var við eldinn. Fór hann að,
bænum og gerði heimilisfólkinu við-
vart. Var strax haft samband við
slökkviliöið á Flúðum og kom það fljótt
á vettvang.
Slökkvistarfið gekk ágætlega og
tókst að hindra að eldurinn bærist í f jós
og verkfærageymslu sem eru sam-
byggð hlöðunni. Hlaðan brann hins
vegar til kaldra kola og varð heyið í
henni að miklu leyti ónýtt. Um 750
rúmmetrar af heyi voru í hlöðunni og
var það allt tryg|t.
Þess má geta að bóndinn í Heilisholt-
um heitir Garðar Olgeirsson og var
hann á árum áður kunnur sem
harmóníkuleikari.
-JGH
Vaðandi sfldar-
torfurí Eyjafirði
Vaðandi síldartorfur voru í
utanverðum Eyjafirði í gær, viö
Hrólfssker og Kjálkanes. Einnig
hafa reknetabátar lóðaö á tals-
verða síld í Eyjafiröi og viö Siglu-
fjörð undanfama daga, að sögn
Gunnars Þórs Magnússonar hjá
Stíganda í Olafsfirði, en þar var
tekiö á móti 50 tunnum af síld til
söltunarí gær.
Einnig var söltuð síld á Dalvík og
Húsavík og likur eru til að síldar-
söltun hefjist á Siglufirði í dag,
eftir margra ára hlé. Þaö lítur því
vel út með síldveiðar fyrir Norður-
landi í haust, svo framarlega sem
bátamir stöðvast ekki vegna
aðgerða LIO. GS/Akureyri