Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1982, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1982, Page 8
DV. ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTOBER1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Rússneskur kafbátur; tíðir gestir i sænska skerjagarðinum. Enn kafbátur að læðast i skerja- garði Svíanna Sænski flotinn, sem hefur frá því á föstudag fylgst með og elt kafbát.er fannst nærri flotastöðinni í Muskoe, mun hugsanlega neyða hann til þess að koma upp á yfirborðið og gefa sig fram, eftir því sem talsmaður vamarmálaráðuneytisins í Stokk- hólmi sagði í morgun. 1 eltingarleiknum hefur nokkrum sinnum veriö varpað djúpsprengjum að hinum óþekkta kafbáti þegar her- skipin sænsku, sem hafa fylgst með honum, leituðu hans við eyjarnar austur af Stokkhólmi. Til þessa hafa Svíar ekki lagt kapp á að neyða kafbáta, sem þeir hafa elt þannig í landhelgi sinni, til þess aö koma upp á yfirborðiö. Hafa þeir látið nægja að varpa djúpsprengjum nærri þeim, en þó aldrei í þeim til- gangiaöhæfa. I október í fyrra strandaði sovésk- ur kafbátur í innsiglingunni í gegn- um skerjagaröinn fyrir utan flota- stöðina í Karlskróna. Héldu Svíar kafbátnum í sjálfheldunni í tíu daga. Þótti Svíum almennt sem sovéskir kafbátar væru þó orðnir ögrandi um of og hafa stjómvöld verið undir þrýstingi almenningsálitsins síðan um að herða eftirlitið. Kafbáturinn, sem þessa dagana birtist í mæli- og leitartækjum sænsku herskipanna, er sagður staddur í Haarsfirði. Hann er f jarri því sá eini sem Svíar hafa orðið varir við eftir kafbátsstrandið í fyrra, en hinir hafa ekki verið staöfestir jafn nákvæmlega. Talsmenn sænska flotans hafa ekk- ert látið uppi um hvemig þeir hyggj- ast neyða kafbátinn upp á yfirborðiö, ef þeir láta til skarar skríöa. íhaldið þingar í Bríghton Landsþing breska íhaldsflokksins hefst í dag í Brighton að venju og sennilegast þykir að það muni eins og ársþing hinna flokkanna taka mið af því að líklegast verða almennar þing- kosningar hjá Bretum áður en lands- þing kemur aftur saman næst. Þetta er fyrsta meiriháttar flokks- samkoma íhaldsmanna síðan stríöið um Falklandseyjar leið, en sigur Breta í deilunni jók mjög hróður Thatcher- stjórnarinnar, sem síðan hefur ásamt íhaldsflokknum setið í öndvegi í skoðanakönnunum. Er búist viö því að það veröi glatt á þingi íhaldsmanna að þessusinni. thaldsmenn hafa neitað þvi að þeir reyni að nýta sér meðbyrinn í Falk- landseyjadeilunni til þess að breiöa yfir lakari framgöngu stjórnarinnar í öðmm landsmálum og Thatcher hefur lýst því yfir að hún muni ekki nota sér vinsældirnar upp úr málalokum þar til þess að efna til kosninga meðan byr er hagstæöur. Það em enn eftir 18 mánuö- ir af kjörtímabiiinu, en almennt giska menn á aö hún muni efna til kosninga í síðasta lagi í október næsta ár. Danska stjórnin ætlar að skattleggja lífeyrissjóðina Þórir Guðmundsson frá Khöfn: „Efnahagsaögerðirnar, sem Danmerkurstjóm mun opinbera í dag, gera ráð fyrir 20 milljarða d. króna niðurskuröi á f járlögunum, sérstökum skatti á lífeyrissjóöi 4% launaramma og 4% hámark á hækkun hinna ýmsu opinberu f élagsbóta. Skatturinn á lífeyrissjóðina kom fólki algerlega á óvart en hann er til tveggja ára og á að gefa 4 milljarða d.kr. tekjur á árinu 1983 og 6 milljaröa tekjur 1984. Launahækkunum á aö halda í skefj- um með því að bjóða skattaívilnanir, ef hækkanirnar fara ekki yfir 4%, en hótaö er aö bindá laun meö lögum, ef launahækkanir fara yfir þaö. Atvinnuleysisbætur, veikindadag- peningar og fleira þess háttar eiga ekki að hækka meir en 4%, en elli og örorkulífeyri fá þó aö hækka um6%. Beina styrki til sveitarstjóma á að skera niður um þrjá milljarða ’83 og 6 milljarða ’84. - „Frá 1982 til 1983 ná- um viö að stöðva vöxt hins opinbera,” sagði Henning Christophersson fjár- málaráðherra. „En á næstu árum er erfitt að sjá hvemig unnt er að komast hjá beinum mínusvexti hjá því opin- ‘befa.” Eyðileggja skot- stöðvar Sýrlend- inga í loftárásum Israelskar herflugvélar réðust í gær á stöðvar Sýrlendinga í fjöllunum austur af Beirút í Líbanon og eyði- lögöu skotstöð fyrir sovéska SAM-9 eldflaugar. — Tæpum sólarhring fyrr höfðu sex ísraelskir hermenn verið drepnir á þessum sömu slóðum. Israelar hafa ekki dregið Sýrlend- inga til ábyrgðar fyrir árásina á lang- ferðabílinn í fyrradag, en saka þá um önnur vopnahlésbrot og eins fyrir að halda hlífiskildi yfir skæmliðum Palestínuaraba, sem haldi uppi árás- um á Israela frá bækistöðvum sinum á sýrlensku yfirráðasvæði. Sýrlenska eldflaugaskotstöðin var sögð í Dahr E1 Baidar, sem er hemaðarlega mikilvægt fjallaskarö, þar sem þjóövegurinn milli Beirút og Damaskus iiggur um. Israelskar flugvélar eyðilögðu átta samskonar skotstöðvar snemma í síðasta mánuði og hafa Israelar marg- lýst yfir að þeir muni ekki líöa Sýrlend- ingum að koma upp slikum vopnum í Líbanon. Það er talið að um 7000 skæruliðar Palestínuaraba hafist við á yfirráða- svæöi Sýrlendinga. Ráðherrar hjá Olof Palme Frá Gunnlaugi A. Jónssyni / Lundi: Olof Palme kynnti á föstudaginn nokkra af þeim sem verða ráðherrar í stjórn hans. Mesta athygli vakti skipan Börje Andersson, Rauði-Börje eins og hann er yfirleitt kallaður, i embætti vamarmálaráöherra. Andersson þessi, sem er 52 ára gamall, játaöi hreinskilnislega á blaöamannafundi nú um helgina að hann heföi afskaplega lítiö vit á vamarmálum. Vakti skipan hans í embættið ekki sist athygli fyrir þá sök aö sósíaldemókratar héldu uppi mikilli gagnrýni á Torsten Gustafson, fráfar- andi varnarmálaráðherra, fyrir fákunnáttu á sviði varnarmála og kröfðust þess ítrekað að hann segði af sér embætti. Þá vakti mikla athygli að Bengt Dennis, einn af ritstjórum Dagens Nyheter, var gerður að seölabanka- stjóra. Aðrir ráðherrar sem Palme hefur þegar kynnt verða Kjell Olaf Feldt f jármálaráðherra, Svante Lund- kvist landbúnaðarráðherra og Anna Greta Lejon vinnumálaráðherra. Palme: Skipar vamarmálaráðherra með litla reynslu af slfkiim málum. Spá annarri valdaránstil- raun eftir kosn- ingar á Eftir uppljóstmnina um valdaráns- samsæri spánska hersins segir Felipe Gonzalez leiðtogi spænskra socialista (líklegast næsti forsætisráðherra landsins) að búast megi við því að fleiri slík byltingarsamsæri séu í deigl- unni.__________________ Dauðarefsing íPakistan Herstjórnin í Pakistan hefur lögleitt dauðarefsingu fyrir þá sem stunda hryðjuverkastarf- semi. „Glæpsamleg samsæri” gegn öryggi landsins flokkast hjá þeim einnig undir hryðjuverk. Ákvörðun um dauöarefsingu var tekin í kjölfar aukinna sprengjutilræða og ofbeldisverka sem beint er gegn stjórninni. A síöustu mánuðum hafa margir stjórnmálamenn, sem fylgja Zia ul-Haq forseta að málum, verið myrtir. Spáni Sagði Gonzalez við fréttamenn í gær að hugsanlega yrði önnur byltingartil- raun gerð eftir kosningarnar í næsta mánuði,en þar spá flestir flokki hans sigri. — Hann taldi þó engar líkur á því aðslíkt valdarán gæti lánast. „Þaö á engan hljómgmnn á Spáni í dag,”sagði hann. Yfirvöld Spánar tilkynntu á sunnu- daginn aö komist heföi upp um valda- ránssamsæri og að þrír ofurstar úr stórskotaliði hersins hefðu verið hand- teknir. Fundust heima hjá þeim leyni- skjöl, sem sýndu áætlanir um byltingartilraun, sem gera átti 27. október. Ekki hefur enn verið rannsak- að til fulls hversu víðtækt þetta sam- særi hefur verið. Þolinmæði stjórn- málamanna og almennings á Spáni með eilífum byltingartilburðum meðal foringja hersins er senn á þrotum og gerast æ háværari þær raddir sem krefjast þess að hreinsað verði ræki- lega til innan hersins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.