Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1982, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1982, Qupperneq 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTOBER1982. 11 ER HITAVEITA AKUR- EYRAR SKAÐABÓTA- SKYLD VEGNA TÆR- INGAR í OFNUM? —Tæringarmáliö, sem upp kom hjá Hitaveitu Akureyrar í sumar og DV sagði þá frá, er enn óútkljáð Ekki hefur enn fengist botn í tæringarmálið sem upp kom hjá Hitaveitu Akureyrar. Eins og greint var frá í DV í sumar þá er talið víst að tæringarvaldurinn hafi verið súr- efni sem komst inn á dreifikerfi veitunnar um miðlunargeyminn ofan Miðhúsaklappa. Sá geymir hefur ekki verið tengdur dreifikerfinu síöan þetta mál kom upp. Þá hefur einnig komið í ljós að súrefni bland- ast vatninu í miðlunargeyminum við Þórunnarstræti og vitað var um lítils háttar súrefni í vatninu upp úr bor- holunum. Fljótlega eftir að tæringin kom i ljós hófst íblöndun natriumsúlfiðs í vatnið en það e&ii eyðir úrþví súrefninu. Hvaða skemmdir urðu? „ Við höf um notað okkur tímann til að glöggva okkur á því hvaða skemmdir hafa orðið í dreifi- kerfinu,” sagöi Wilhelm V. Steindórsson hitaveitustjóri í samtali við DV. „Miðlunar- geymamir, stofnpípumar og dreifikerfið sjálft hafa ekki orðið fyrir tjóni. Hins vegar hafa innanhússkerfin skemmst í af- mörkuðu hverfi, beggja vegna Hlíðar- brautar. Þaöan hafa 30—35 aðilar til- kynnt um leka og göt á ofnum. Við getum ætlað aö meginhluti þess leka stafi af völdum súrefnis sem bland- ast hefur í vatnið í veitukerfinu. Hins vegar hefur það ekki verið sannað og erekki fullljóst.” — Þú talar um að kvartanir hafi borist frá 30—35 húseigendum í hverfinu. Má þá ekki búast við að tæringarskemmdir hafi orðið í öilum húsunum, þannig aö hætt sé viö leka hvenær sem er sem getur valdið ómældu tjóni, til að mynda ef íbúöin er manniaus. Væri því ekki ástæöa til að þrýstiprófa innanhússkerfin í öllu þessuhverfi? „Þaö má náttúrlega búast við því að einhver tæring sé í öðmm ofnum í þeim húsum sem orðið hefur vart við leka,” svaraöi Wilhelm., Jiinsvegar er ekki rétt að álykta að þó það sé komið gat á einn ofn þá sé við þaö að koma gat á annan. Það eru svo margir og ólíkir þættir sem spila inn í dæmiö að það þarf ekkert samband að vera þama á milli. Staðreyndin er sú að eftir að súrnum var náð úr vatninu þá hefur heyrt til undantekninga ef tilkynnt hefur verið um lekan ofn. Tæringin sem slík er því gengin yfir. Og það get ég líka sagt þér aö jafnvel ofn sem er 1.2 mm að þykkt, sem við getum sagt að sé hálftærður, þá skiptir það engu máli ef áframhaldandi tæring Wilhelm V. Steindórsson hitaveitn- stjóri segir að stefnumarkandi ákvörðtm verðl tekln í tæringarmál- inu á mlðvikudaginn. DV-myndir: GS/Akureyri. verður ekki. Hann getur haft sinn líf- tíma upp á einhver ár sem eru frekartugir en einingar.” — En er ekki ljóst að líftími hans hefur styst? „Nei, þaö þarf ekki að vera. Líf- tíminn á að geta verið eðlilegur ef ekki er áframhaldandi súr á kerfinu. Verði hins vegar áfram súr í vatninu og tæringin heldur áfram með þeim hraða sem við teljum ekki eðlilegan, þá er ljóst að liftíminn er orðinn styttri. Eg hef bara ekki trú á því að það veröi áframhaldandi súr þannig aö þaö veröi áframhaldandi tæring, nema þá í svo litlum mæli að það er ekki um það að tala í þessu sambandi,” svaraðiWilhelm. — Samt hlýtur að vera erfitt að fullyröa nokkuð í þessu sambandi og tjónhættan er mikil ef ofn fer að leka. Er ekki ástæða til að Hitaveitan hafi forgöngu um að þrýstiprófa innanhússkerfin í hverfinu þrátt fyrirallt? „Það væri ekkert óeðlilegt þegar málið er komiö á þaö stig aö einhver slík athugun verði gerð til endanlegs kontróls á þessu. En við skulum hafa í huga að það þarf töluvert mikla tæringu til að þrýstiprófun gefi einhverja mynd,” sagði Wilhelm. — Þrýstiprófun ætti þó að sanna húseigandanum aö hann þurfi ekki að óttast leka á næstunni? „Já, það má kannski segja þaö að slík prófun gæfi mönnum ákveðin svör hvaö það varðar En þó held ég ekki nein tæmandi svör. Eg held að þær mælingar, sem við höfum gert á prufum úr fjölda húsa í hverfinu, segi okkur talsvert meira. En það væri vel hægt að hugsa sér að útfæra slíka þrýstiprófun og ekkert hægt að útiloka það að hún kannski leiði eitt- hvað i ljós. Málið er bara ekki komið á það stig, ” sagði Wilhelm. — Hefur verið tekin afstaða til þess hvort Hitaveitan bætir húseig- endumskaðann? „Nei, það hefur ekki verið gert. Þetta er margþætt mál og flókið, enda hefur það tekið þennan tíma hjá okkur aö komast á það stig aö hægt sé að fara að ræða lagalegu hlið málsins. Hreinn Pálsson bæjarlög- maöur hefur skilaö stjórn Hita- veitunnar greinargerð. Hann var beðinn um viöbótarupplýsingar sem væntanlega liggja fyrir stjómar- fundi á morgun, miðvikudag. A þeim fundi verður væntanlega tekin af- staöa til þessa máls, þar á meöal þess hvort Hitaveitan kemur til með að bæta húseigendum skaðann. Mál dómstólanna — Er Hitaveita Akureyrar skaðabótaskyld í þessu máli? „Því get ég ekki svarað, og ég reikna ekki með að þeirri spurningu verði svarað fyrr en hjá dómstólum,” svaraði Hreinn Pálsson bæjarlögmaður. „Þaö sem hefur verið rætt um er hvort einhvers konar þátttaka Hitaveit- unnar í þessu tjóni kæmi til greina Svona líta þeir ofnar út að innac einn tæringarpollinn. sem tærlng er byrjuð L Pennlnn bendlr á án þess að það væri nokkur viður- kenning á bótaskyldu. Þó er það engan veginn ákveðið enn í stjóm- inni, að þvi er ég veit.” — Það er þá ekki hægt að svara því ákveðið hvort Hitaveitan er skaðabótaskyld? „Nei, í rauninni er það ekki, því að ef í hart færi, sem ég vona nú að verði ekki, þá er það dómstólaniður- staða ein sem gæti skoriö úr um það,” svaraði Hreinn, og hann helduráfram: „Hins vegar er það þannig með veitur, hvort heldur það er hitaveita eða rafveita, að þær eru ansi fríar við allar bótaskyldur Það er beinlínis tekið fram í reglugerðum þeirra, og byggt þá á landslögum skulum við vona, því annars stenst þaö ekki að t.d. rekstrartruflanir og annað sé ekki bótaskylt. T.d. ef við tökum raf- veitumar, þá hafa þær komist undan bótaskyldum þegar rafmagn fer af og svo og svo mikið eyðileggst af mat í frystikistum. Þaö er hins vegar spurning þegar um er að ræða mis- tök eða eitthvað slíkt, þá náttúriega getur komiö upp önnur staða. Þá er hugsanlega um að ræða bóta- skyldu.” Er tæringin úr sögunni? — En er ljóst að súrefnið er farið úr vatninu og tæringin stöðvuð? Wilhelm Steindórsson svarar: ..Staðreyndin er sú að í vatninu sem kemur upp úr jörðunni hefur alltaf verið súr, örlítill. Það hefur alltaf verið vitað og við höfum fylgst með áhrifum þess. Síðan bættist við meira súrefni í miðlunargeymunum, en þar var ekki um bilun að ræða. Geymarnir em þannig gerðir að yfir- borð vatnsins getur tekið í sig súrefni við snertingu andrúmsloftsins. Þaö er þetta súrefni sem er skaðvald- urinn. Eftir að tæringin kom í ljós var efri geymirinn aftengdur og hafin blöndun natríumsúlfiös í vatn- ið og því er enn blandað í. Efri geymirinn verður ekki tekinn í notkun fyrr en gerðar hafa verið á honum endurbætur, en súrefninu sem kemur i vatninu úr jörðunni og því sem bætist í það í neðri geyminum við Þórunnarstræti því ereytt meö íblönduninni.” — Þannig að vatn sem kemur inn á hitunarkerfi húsanna í dag er súr- efnislaust? „Það er súrefnislaust,” sagði Wilheim. — Er ekki ástæöa til aö auka eftiriit með hugsanlegu súrefni í vatninu miöaö við þessa reynslu? „Þama er komiö upp mál, sem við verðum að sjálfsögðu að taka mið af og læra af,” svaraði Wilhelm. „Þegar miölunargeymnarnir voru settir upp þá kom ekkert það fram sem sýndi að súrefnisblöndun í vatnið væri þar fyrir hendi. Þaö er hins vegar ljóst núna og við verðum að sjálfsögöu að fylgjast með þessu áfram.” — Má skilja það svo að þið séuð búnir að taka upp reglubundið eftirlit? „Þegar þú stillir þessu svona upp þá er svoiítið erfitt að svara. Þetta mál er enn í meðhöndlun og við erum ekki enn komnir til botns í því. I upphafi var vitaö um súrefnið sem er í vatninu upp úr borholunum. Þess vegna voru settar svonefndar súrefnisplötur í kerfið á 4 stöðum. Nú hefur verið rætt um að setja siíkar plötur upp víðar, en þær geta aldrei útilokaö tæringu í kerfinu. Það verður aldrei hægt. En það er full á- stæða til að útvíkka eftirlitið og það verður stefnt aö því. Þar að auki út- fæmm við sérstakar súrefnis- mælingar með jöfnu millibili, en það verður ekki ástæða til að halda þeim áfram eftir aö geymarnir ' verða komnir í lag,” sagði Wilhelm V. Steindórsson. -GS/Akureyri. 5tlYltN 15 VtKI\5IYI MYNDSKREYTT AF I haust hafa nemendur í sjöunda og áttunda bekk grunnskólans á Akranesi unnið að skreytingu á einum vegg Sementsverksmiðjunnar. Undanf ari þess máls er að síðastliöið haust rituðu mynd- og handmennta- kennarar Brekkubæjarskóla stjórn Sementsverksmiðjunnar bréf og fóru þess á leit að fá að skreyta einn vegg verksmiðjunnar. Tók stjómin vel í það og bauöst til að veita viðurkenningu fyrir bestu tillögumar sem kæmu frá nemendum. Efnt var til samkeppni í 7. og 8. bekk skólans í vetur og valdi dóm- nefnd frá Sementsverksmiðjunni bestu myndina, en höfundur hennar er Gísli Eyleifsson. Að auki voru veittar fimm viðurkenningar. Myndina tók Björn Pétursson frétta- ritari DV á Akranesi. ÖEF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.