Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1982, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1982, Side 12
12 DV. ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTOBER1982. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. 'Aðstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍOUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 84411. Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI 19. Áskriftarverð á mánuði 130 kr. Verð í lausasölu 10 kr. Helgarblað 12 kr. Víð tiöfum tromp á hendi Ekki er ástæða til að örvænta, þótt þunglega gangi að venjast stöðnun þjóðartekna. Margt er heilbrigt í þjóðar- hag, svo sem full atvinna. Og ýmis ónotuð tromp geta fært okkur góða slagi í bú, ef við höldum rétt á spilunum. Með hinum sögulegu sáttum á vinnumarkaðinum í sumar hefur þjóöin dregið úr lífskjörum sínum sem svar- ar helmingi af þeirri skuldasöfnun í útlöndum, er annars var yfirvofandi. Þetta er afar mikilvægt upphaf að nýrri sókn þjóðarhags. Ef stjórnvöld draga nú verulega úr þeirri fjárfestingu, sem þau stjórna beint og óbeint, má komast langt í að losna viö hinn helminginn af skuldasöfnuninni, án þess að draga úr arðbærri f járfestingu, sem skilar vöxtum og af- borgunum. Full atvinna er það jákvæðasta í efnahagslífinu. Hún gerir okkur kleift að hugsa um framtíðina á annan hátt en þær nágrannaþjóðir geta, sem búa við mikið og vaxandi atvinnuleysi. Hennar vegna getum við hugsað djarfar en ella. Að vísu er hér dálítið af duldu atvinnuleysi. Annars vegar er hinn hefðbundni landbúnaður mjólkur og kjöts og hins vegar er hinn bólgni opinberi geiri. Hvoru tveggja er haldið uppi með óeðlilegum álögum á skattgreiðendur. Þess sjást merki, að bændur og forustumenn þeirra eru að byrja aö átta sig á sínum hluta vandans. Þeir eru farn- ir að rifa seglin í hefðbundnum landbúnaði og flýta sér í nýjar búgreinar, þar á meðal iðnað á borð við minka- og refarækt. Ráðamenn þjóðarinnar gera sér líka grein fyrir, að þeir hafa ofþanið opinberan rekstur á síðustu árum. Þeir vilja draga af því sama lærdóm og bændur eru farnir að gera. En þeir eiga um leið manna erfiðast með að standast út- gjaldafreistingar. Ekki er nóg aö stöðva fjárfestingu í fiskiskipum og draga saman seglin í hefðbundnum landbúnaði og opin- berum rekstri. Um leiö þarf að hlúa að atvinnutækifær- um, bæði fyrir þá, sem koma úr dulda atvinnuleysinu, og þá sem bætast við vinnumarkaðinn. Ranga leiðin til þess er að nota fjárhagslegt bolmagn ríkisins til að koma á fót iðnaði, sem þegar er of mikið af í heiminum, svo sem vinnslu á salti, sykri, steinull og hugs- anlega stáli. Slíkt er bara ávísun á ríkisstyrk. Rétta leiðin er að búa almennt í haginn fyrir þann iön- að, sem þegar er fyrir, svo að hann geti aukið framleiðsl- una og fært út kvíarnar, til dæmis í nýjar greinar. Þetta er alténd sá iðnaður, sem hingað til hefur lifað af súrt og sætt. Þáttur í þessu er að jafna aðstöðu atvinnuvega í opin- berum álögum og lánakjörum. Eymamerking í fjárfest- ingu ætti raunar að hverfa og vextir aö verða frjálsir, svo að fjármagnið beinist í auknum mæli í aröbærar áttir. Ekki er síður mikilvægt, að gengi krónunnar sé jafnan rétt skráð. Hin hefðbundna tregða á að viðurkenna stað- reyndir og lækka gengið hefur öðru fremur ruglaö þjóð- hagsrímið og valdið hrikalegum skaða. Á þessu sviði er siðbótar þörf. Bezt væri að hætta að skrá gengi krónunnar og láta hana sjálfa um það. Jafnframt væri æskilegt að leyfa notkun annarra gjaldmiðla innanlands til að draga úr möguleikum stjómmálamanna á að búa til séríslenzka verðbólgu með seðlaprentun. Heimsins minnsta verðbólga er í Panama, sem prentar enga seðla, hefur engan gjaldmiðil. Flestum mun finnast slíkt nokkuð gróft. En það er kominn tími til, að við losum okkur við verðbólguna. Og til þess þarf að hugsa djarft. Jónas Kristjánsson. DREIFINGAR- KOSTNAÐUR Lúövík Gizurarson skrifar k jallaragrein í DV 29. september þar sem hann m.a. útskýrir háan olíu- kostnað útgerðar í örfáum orðum og leysir svo vandamáhð til framtíðar í litlu lengra máli. Það er stundum gott að einfalda mál til skýringa en hér þykir mér nú einum of langt gengið í einfeldninni. Hár olíukostnaður útgerðar segir Lúðvík að liggi að verulegu leyti í því að við höfum á Islandi þrjú olíufélög og þrefalt dreifingarkerfi. Og lausnin er orðrétt þessi: „Viöskiptaráðherra ætti að beita sér fyrir því án tafar, að olíufélögum sé fækkað í tvö meö sameiningu Skeljungs og Olís. Jafnframt ætti að setja því takmörk með lögum að olíufélögin ráðist í nýjar fjárfest- ingar t.d. næstu tvö ár. Með þessum spamaði mætti lækka kostnað við dreifingu á brennsluolíu til f iskiskipa verulega.” Afhverju Skeljungur og Olís? Þarna er nú ekki verið að mikla fyrir sér smámál. Af hverju er það borðleggjandi að sameina eigi Skelj- ung hf. og Olíuverzlun Islands hf ? Af hverju ekki alveg eins einhver tvö önnur eða jafnvel öll þrjú olíu- félögin? Olíuverzlunin er alislenskt félag og það eina sem selur undir íslensku merki — OLlS — þótt það hafi einkaumboð fyrir BP og MOBIL olíuvörur. Skeljungur er aftur á móti að fjórðungi til eign ,3hell” hringsins hollenska og selur undir þeirra merki. Með hvaða hætti við- skiptaráðherra á að sameina þessi félög, sem ríkið á ekki eitt hlutabréf í, virðist ekki einu sinni vera Lúövik umhugsunarefni. Samvinna um dreifingu Þá er ekki verið að flækja máliö ouu Kjallarinn Þórdur Asgeirsson með því að útskýra það með hvaða hætti dreifingarkostnaöur oliu á að lækka verulega við sameiningu tveggja félaga. Ekki lækkar dreifingarkostnaðurinn þó hjá þriöja félaginu við þetta, og sannleikurinn er sá að dreifingarkostnaðurinn myndi ekki einu sinni lækka svo neinu máli skipti hjá hinu sameinaða félagi. Allri olíu er dreift um landiö frá innflutningshöfnunum sem eru í Reykjavík, Hafnarfirði og á Seyöis- firði. Til þess eru aðallega notuð tvö skip, Stapafell eign Olíufélagsins hf. og Kyndill sameign Skeljungs og Olís, og svo auðvitað tankbílar. Sameining tveggja olíufélaga myndi hvorki leiða til fækkunar skipa né A „Dreífingartæki olíufélaganna þriggja og birgðageymslur má segja að séu og hafi verið fullnýttar og verður ekki séð hvernig spara má dreifingarkostnað umfram það sem þegar á sér stað, en á þessu sviði er mikil sam- vinna milli allra félaganna.” tankbíla. Þrefalt dreifingarkerfi þýðir nefnilega alls ekki í þessu sambandi að eitt jafnstórt sé nóg og hinum tveimur því ofaukið. Þrefalt dreifingarkerfi þýðir hér miklu fremur einungis það að tækin eru merkt þremur mismunandi merkjum. Dreifingartæki olíufélaganna þriggja og birgöageymslur má segja að séu og hafi verið fullnýttar og verður ekki séð hvernig spara má dreifingarkostnað umfram þaö sem þegar á sér stað, en á þessu sviöi er mikil samvinna milli allra félag- anna. Þótt samkeppni um olíuviðskipti sé hörð veit ég ekki um nokkurt dæmi þess að hún hafi leitt af sér hækkun á olíuverði til neytenda. Hins vegar má benda á fjölda dæma um sam- vinnu olíufélaganna sem leitt hefur af sér betri þjónustu og betri verð- lagningu fyrir neytendur. Olíufélögin hafa t.d. öll þrjú afnot af innflutningsbirgðageymslunni á Seyðisfirði þótt hún sé að öllu leyti eign Olís. Þaðan er gasoh'u dr ei ft um alla Austfiröi og víðar og er auðséð að mikið lækkar það dreif ingarkostn- að miðað við að dreifa allri gasohu hinna félaganna tveggja frá Reykja- vík eða Hafnarfirði. Samvinna er milh ohufélaganna um birgða- geymslur t.d. á Homafirði, Eskif irði, Siglufirði og miklu víðar allt um landið þar sem augljóst er að það leiöi til sparnaöar. Sama má segja um flutninga og jafnvel afgreiðslur til neytenda en ég læt hér staöar numiö. Lúövík Gizurarson, sem er lög- maður, leggur til í grein sinni að með lögum verði sett takmörk viö því að olíufélögin ráðist í nýjar fjárfest- ingar t.d. næstu tvö ár. Þessa tillögu er mér alger ofraun aö rökræöa. Eg hreinlega get ekki sett mig inn í svona þankagang og skil ekki málið né heldur hvemig það á að leiða til ódýrari og einfaldari ohudreifingar. Eg vil að lokum geta þess aö í verð- reikningi á gasohu nemur dreifingarkostnaöur um 12% af útsöluverði og hlýtur það að teljast lágt við þær aðstæður sem við búum við í þessu landi. 1. október 1982, Þórður Ásgeirsson, forstjóri Olíuverzlunar Íslands hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.