Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1982, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1982, Side 17
DV. ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTOBER1982. 17 Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Til íþróttafréttaritara: Gætið hófs í fyrírsögnum —gömlum ullarteppum oftast hent á haugana H.J. skrifar: fegnir því ef DV hætti aö skreyta Frámunalega leiöinlegar feitletraö- ar fyrirsagnir íþróttafréttaritara DV fara í taugarnar á mér, og dæmi hver semvillumþað. Þaö vill svo til aö ég á mitt átrúnaðarlið í handknattleik, eins og svo margir aörir. Mitt lið er Fram, sem er að visu kannski ekki eitt af sterkustu liöunum, en þó lið, sem á góöum degi gæti velgt hvaða liði sem væri undir uggum. Þaö gerðist um daginn að Fram tap- aði fyrir Þrótti með 8 mörkum, og á sama tíma tapaði Víkingur fyrir FH með 10 mörkum og takið eftir þessu, sjálfir Islandsmeistaramir tapa meö 10 marka mun. Hvaða fyrirsagnir fengu svo liöin á leiki sína? Jú, Fram var „rúllað upp eins og gömlu ullar- teppi”, svaka sniðug fyrirsögn á íþróttafrétt. Víkingar fengu fyrirsögn- ina „ Islandsmeistarar skotnir í kaf í Hafnarfirði”. Er nokkur munur á þessum fyrir- sögnum? Jú „gamalt ullarteppi” er nú ekki mikils virði og þeim oftast hent á haugana, en Islandsmeistarar Víkings eru enn þeir sömu, og vel að því komn- ir sem skemmtilegt og gott liö. Svo kom að því að Þróttur tók stöðu ullar- teppisins eða hvað fannst fréttamanni DV? Nei bæöi ég og margir aörir yrðu íþróttasíðuna með teppum hvort sem um ullar eða nælonteppi er að ræða og því fagna ég og virði þá fyrirsögn sem kom eftir leikinn KR — Þróttur. Þar var haft eftir Páli Olafssyni að KR væri gott lið, en ekki 10 mörkum betra. Þetta geta allir vel við unað. Eg er viss um það aö ef KR hefði tætt Þrótt í sundur eins og gamalt virðulegt parketgólf þá hefði einhverjum Þrótt- ara sámað. Eftir leikinn viö Þrótt var rætt við Bent Nygaard þjálfara Fram og voru orð hans í greininni á þá leið að liðið væri ekki tilbúið í Islandsmótið eftir stíft Reykjavíkurmót. Máttu þessi orð ekki standa sem fyrirsögn líkt og orð Páls Olafssonar? Ég legg til að þiö frómu íþrótta- fréttamenn hallið ykkur að íþróttalegri fyrirsögnum, ekki bara okkar Framara vegna heldur hinna liðanna einnig, því enn hefur Fram ekki tapað leik í Islandsmótinu meðtveggja stafa tölu, hvað sem verður. Ég ann hverju liöi sigurs, sem til þess hefur unnið, með baráttu og góðri liðs- heild, þá er drengilega barist og upp- skeran eftir því. Þess vegna bið ég ykkur kæru fréttamenn að ríða ekki á vaöið með svona niörandi ummælum um íþróttakeppni í hvaða mynd sem húner. „Meinárar” valda óhemju tjóni — segirgarðeigandi Hjörtur Eliasson hringdi: Nú undanfarna daga hafa fjáreig- endur Reykjavíkur og nágrennis veriö að smala fé sínu til rétta og virðist mér það vera mikiö safn. Nokkur hluti þessa fjár gengur á sumarbústaðalöndum í nágrenni Reykjavíkur. Eruþettameinárar sem engin girðing heldur og eigendurnir hafa sérstakt dálæti á þar eð ær þess- ar koma með vænstu dilkana. Eigend- urnir hafa því komið sér upp heilli hjörð af meinárum, enda hefur ágangur þessa f jár aldrei verið meiri Kindaskjátur þessar hafa valdið óhemju tjóni á trjágróðri, garðávöxt- um og öðrum gróðri. Eigendur fjárins munu flestir, ef ekki allir, hafa annað aðalstarf og stunda fjárbúskap í hjá- verkum. Á sama tíma ráðgera bændur að fækka sauðfé um 50.000 á þessu ári vegna offramleiðslu á kindakjöti. Ætt- um við ekki að byrja á því að fækka sauðfénu á höfuðborgarsvæðinu? Ég skora á viökomandi aðila og ráöamenn að losa okkur fjölbýlisbúa við þennan ófögnuð. „Em þotta meinárar sem engin giröing heldur" — segir HJörtur Eliasson um sauðfó á höfuöborgarsvæöinu. Sú var tiöin að á íslandi var sjaldan rmtt um búfónað nema sem „blessaðar skepnurnar", enda hungurvofan á næstu grösum efhann fáii. „Þeð villsvo tHaðágá mitt átrúnaöariið ihandkrmttíeik, eins og flestir aðrir. Mitt lið er Fram" — segir H. J. Hór eigast við Fram og Þróttur. * IMú kemur þú í DV bílaleik! Stórg/æsi/egur Ope/ Kadett að verðmætikr. 180.000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.