Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1982, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1982, Blaðsíða 18
18 DV. ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTOBER1982. Bflar Bflar Bflar Bflar er mjög rúmgóður, miðað viö stærð. Vélin er hin sama og fyrr og fyrstu kynnin af Tercel eru ljúf: vélin í gang á fyrsta snúningi og gengur hnökralaust, og sjálfvirkt innsogið virkar vel. Hún er með yfirliggjandi kambás og af nýj- ustu kynslóð bílvéla. Borvídd er meiri en slaglengd, og seigla því ekki mikil á lágum snúningi, en vinnslan er skemmtileg upp í sex þúsund snúninga. Fremur Irtið, en hagkvæmt farangursrými Einn ókostur gamla Tercels var hve lítið farangursrýmið var og lokið litið. Á nýja bílnum hefur fengist meiri hæð í farangursrýminu en áður, og aftur- huröin opnast alveg niöur aö stuðara, en engu að síður finnst mér að mátt hefði stækka rýmið meira. Það bætir úr skák aö bíllinn er ekta skutbíll, hægt að fella sætisbakiö hálft eða allt OMAR RAGNARSSON SKRIFAR UM BÍLA Nýtt sterkt niður og stækka með því farangurs- rýmið úr 248 litrum upp í 911 en hvorug þessi tala er neitt sérstök. Gormaskálarnar aö aftan stela nokkru úr farangursrýminu, og hefði kannski verið betra að hafa gormana neðra, eins og er á nýja keppinautnum, Mitsubishi Tredia, að ekki sé nú talað um að nota fjaðurstengur, eins og á Renault 9, sem spara enn meira pláss. Ekki þarf lykil til aö opna skuthurö á Tercel, sem er kostur. Nýi Tercelinn finnst mér mun eigu- legri bill en sá gamli. Utlitið er mun nýtískulegra, dálitið í ætt við Mazda 323, sérstaklega á þriggja dyra bíln- um. Persónulega finnst mér hlutföllin á fimm dyra bílnum ekki eins falleg og á Mözdunni, en þetta er náttúrlega smekksatriði og þar að auki algerir smámunir. Gott sætisrými Þegar sest er undir stýri á Tercel, vekja góð sæti strax athygli. Þau eru dálítiö stinn, en mjög vel löguö, og fara mjög vel með mann. Það er algengur misskilningur, aö mjúk sæti séu þægi- legri en stinn, en þaö er lögun sætanna, sem mestu máli skiptir, og það, að þau styðja við líkamann á rétt- um stöðum. Sætin í Tercel minna á sæti í Golf og Kadett og verða að teljast vel heppnuð. Hægt er að færa framsætin heilan 21 sentimetra fram og aftur, og þarf að fara upp í „topp” mennina í körfu- boltanum til þess að finna menn sem ekki f á nægt rými fyrir fætur. Bíllinn sem ekið var var rikulega búinn á japanska vísu. Sérstakt ljós logar í mælaborði meö orðinu economy, og er grænt, þegar lítið álag er á vél, en gult, þegar meira reynir á hana. Ljósið sýnir þó ekki bensíneyðslu, heldur nánast aðeins það, hve langt bensínfetillinn er stiginn niður. Þannig er t.d. hægt að aka á 6000 snúningum á fyrsta gíri, eins og Bjössi á mjólkur- bílnum forðum, án þess að ljósið verði gult! Fyrir fjórum árum kynntu Toyota- verksmiðjumar fyrsta framhjóladrifs- fólksbilinn, sem framleiddur er þar á bæ, og hlaut hann nafnið Tercel. Stærstu bílaverksmiðjur Japans höföu verið tregar til þess að fara yfir í framdrifsflokkinn, og þessi tregða lýsti sér kannski áfram í því, að fleiri urðu framdrifsbílarnir ekki í bili, og Tercel- inn bar með sér nokkuö íhaldssaman blæ. I stað þess að hafa vélina þversum og bjóða upp á fimm dyra útgáfu eins og keppinautarnir, hélt Toyota sig við langsumvél, útlit Tercels var frekar gamaldags, bíllinn langur og mjór, farangursrými lítið og ekki hægt að fá skutbíl, nema með tveimur hliðardyr- um. Tercelinn féll því nokkuð í skugg- ann af Corolla, sem hélt sessi sínum sem mest selda Toyotan. Leið svo fram um hríð. En vitanlega varð að gera eitthvað í málinu og hressa upp á stööuna i keppninni í stærðarflokknum Golf — Escort — Kadett — Colt — Cherry — Ritmo. Nýr og betri Tercel En nú er kominn nýr og betri Tercel. Haldið hefur verið í þaö, sem vel hefur reynst, og í reynsluakstri kom í 1 jós, að þeir kostir, sem bílnum var hælt fyrir, þegar ég tók í hann fyrir tveimur ár- um, eru enn í fullu gildi. Þar má telja, að Tercel er enn svo hljóölátur á möl, að leitun er að smábil svo hljóðum. Á mölinni mældist hávað- inn á 70 kílómetra hraða 80—81 desibel, og 83 desibel á grófri möl. Þetta er 2—3 desibelum hljóöara en gengur og ger- ist, þótt ekki sé Tercelinn jafn hljóðlát- ur og Corolla. I annan stað er vél og drifi enn haldiö í sama horfi: véUn langsum, en gír- kassa skotiö undir aftasta strokkinn tU þess að spara rými, svo að vél og drif taki ekki meira rými en tíðkast í þver- vélar-bUum. Kostir þessa eru þeir, að það Uggur beinna viö að hafa véUna langsum, driföxlar verða jafn langir báöum megin, og kostur er við íslensk- ar aðstæður, hve hátt er undir oUu- Vólin langsum, gott að komast að flestu, og kvaikja og kmrtl llggja hétt. pönnu og kveikja og kerti Uggja hátt. Okosturinn er sá, að þyngdarpunktur- inn er örUtið hærra en eUa. Á gamla Tercelnum var hjólhaf óvenju langt af smábíl aö vera, 2,50 m. Rými var þvi sæmUegt, bæði frammi í ogafturí. Á nýja bílnum er hjólhafiö stytt um sjö sentimetra, en samt hefur tekist að lengja farþegarýmiö, þannig, aö nú er betra rými i bflnum en áður. Meira pláss var fyrir fætur í gamla Tercel en Corolla, og nú hefur nýi Tercelinn fariö enn Iengra fram úr Corolla. Þrátt fyrir styttingu hljólhafsins, koma hjólskálar ekkert inn í aftursæt- ið, eins og á sumum keppinautunum, og þegar við bætist, að nýi TerceUnn er sex sentimetrum breiðari að utanmáU en hinn gamU, og einnig breiöari en fyrr. að innanmáU, er ljóst, að nýi Tercelinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.