Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1982, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1982, Page 19
DV. ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTOBER1982. 19 Bílar Bílar Bílar Bflar Bílar Til eru bílar meö raunverulegum bensíneyöslumæli, og slikir mælar hafa fengist í flugvélar í marga ára- tugi. Ekki skal þó economy-ljósið í Tercel lastaö. Þaö sýnir mismunandi eyðslu innan hvers gírs, og aki menn á bilinu 2500 til 3500 snúningum, þjónar þaö tilgangi sínum. Stýrissvörun er ágæt, nákvæm og í meðallagi létt, og gírskipting viöunandi. Svolítil hætta er á aö fara i 5. gír í staðinn fyrir 3ja, og einhvem veginn finnst manni, aö skiptingin ætti aö geta veriö enn betri, úr því aö gír- kassinn liggur betur viö en á þversum- vélum. En þaö má skiptingin eiga, aö útilok- aö viröist að fá bílinn til þess aö hrökkva úr gír, þótt spólað sé í holum, en þetta vill henda á bílum meö vélina þvers. Stjórntæki liggja vel viö, og miðstöð er hljóðlát og virkar vel, þótt hún sé ekkert óskaplega kraftmikil. Speglar eru stillanlegir innan frá, og rúöusprautan að aftan er fyrir ofan afturrúöu, svo aö vatniö lekur niöur rúðuna. Mun öruggara en þegar sprautan er undir rúöunni. Rými er gott í aftursæti, og sitji meðalmaður frammi í og renni sæti sínu ekki of langt, er stuðningur undir læri hjá meðalmanni aftur í. Hins veg- ar er aftursætið dálítið stinnt í miöj- unni þannig, aö maöur, sem situr í miðju, þegar þrír eru aftur í, situr á rasstortunni og fær ekki stuöning undir lærin. Þetta þýöir stopp viö hverja sjoppu á langferö fyrirmiöjumanninn! Einnig er ekki örgrannt um, aö sætis- bakið aftur í hallist full mikiö aftur, eöa 27 gráöur. Aö öllu samanlögöu verður Tercel þó aö teljast rúmgóöur og þægilegur bíll í sínum stæröar- og verðflokki, og inn- réttingin er ágætlega heppnuö, til dæmis hvaö snertir pláss fyrir smá- hluti, sem víöa má finna. Þægilegur ferðabíll Þá er þaö hegöunin á vegi. Víst er Tercel þægilegur á langferö. F jöörunin er mýkri og lengri en áöur og betri en á mörgum japönskum bílum, og ekki þreytir lýjandi hávaöi frá mölinni, eins og svo algengt er á litlum bílum. Bíllinn er vanstýrður, nema þegar bensíngjöf er sleppt í of krappri beygju, þá getur hann orðið aöeins of- stýrður, þ.e., afturendinn leitar út. Ef bílnum er ekið mjög hratt í kröppum beygjum, er hann dálítið vakur og erfitt aö átta sig á því, hvort hann ætlar út meö fram- eöa afturendann. Bíllinn, sem ekiö var, var á lágum og breiöum hjólbörðum, 165/70—13. Þessi dekk eru jafnhá og 145—13, og spurning, hvort 155—13 eða jafnvel 165—13 hentar betur á slæmum, íslenskum vegum. (165/70 þýöir, að hæð barðans er 70 prósent af 165 milli- metrum, eða 115,5 millimetrar. Hæö á venjulegum þverbaröa (radial) er 78 eöa 80 prósent af breiddinni: Dekk af stæröinni 165 — er því 129 til 132 milli- metrar á hæö) I þessum stæröarflokki er baröi í 70 prósent hlutfalli allt að Farangursrými i lægra meðallagi, en hægt að fella niður sætisbakið hálft eða heilt tíi stækkunar. Þægilegt fyrír tvo aftur í, gott rými. tveimur sentimetrum lægri en venju- legur barði, og Tercelinn mætti vel vera einum til tveimur sentimetrum hærri frá vegi. En á malbiki og góöum vegi liggur hann mjög vel á þessum lágu, breiöu böröum. Lágt undir lægsta punkt Lægsti punktur á Tercel eru buröar- bitar fyrir aftan framhjól. Þar er aðeins 16,5 sentimetra veghæð, en þarna getur lítiö skemmst. Aðeins hærra er undir pústkerfi, og litlu hærra en þaö undir drif og bensíngeymi, en oiíupanna er hátt frá vegi. Tercel er þó örlítið hærri frá vegi en Colt og Mazda 323, og þeir staðir á undirvagninum, sem fyrst taka niöri, eru ekki viö- kvæmir nema helst púströriö. Bíllinn veröur full lágur, þegar hann er fullhlaöinn, og í sviptingum á öldótt- um og ósléttum vegi skortir á, aö fjöðrunin sé nógu löng eöa stinn. Aldrei lemur þó í gegn jám í járn einsog t.d. á VolkswagenGolf. Hærri hjólbaröar myndu hér hjálpa uppá. Þegar ekið var í skarpar holur í hliöarskriði, vildi vélin koka, og ekki var frítt við glamur í fjöðrun að framan, sennilega í jafnvægisstöng • Hemlun var góö, en í miklum þollum og vatni vildi hún dofna mikið, þótt diskar séu aö framan. Konunni minni fannst full þröngt aö fara inn í bílinn til þess aö setjast undir stýri, framsætið fuil lokaö og stutt miili stýrishjóls og sætisins. Aö ööru leyti kunni hún vel viö aö aka honum, útsýni gott, ágætur kraftur og stýri létt. Ekki þótti henni gott, hvemig hægt er aö reka sig í flautuna, sem er innan á stýrinu, eins og á mörgum japönskum bílum. Drjúgur bfll og dávelheppnaður I þessum reynsluakstri var leitað lúsa í bílnum, þ.e., reynt á aksturs- eiginleika til hins ýtrasta og margt tínt til. Þegar upp er staöið, veröur niöur- staöan sú, aö þetta sé mjög sam- keppnisfær bíll og betri en fyrirrennar- inn, rúmgóöur, þægilegur, spameytinn og lipur. Nú loksins hef ur hann burði til þess aö velta Corolla úr sessi sem sölu- hæsta japanska bílnum í heiminum, og þaö er hreint ekki svo lítiö. Nokkrar tölur: fjórir strokkar, yfirliggjandi kambás, 1295 cc. 65DIN Hövið6000snún/mín. Tog: 9,9kgmviö3800. Lengd: 3,88 m. Breidd: 1,615. Hæö: 1,385. Hjólhaf: 2,43. Hjólspor: 1,385/1,37. Þyngd: 825 til 860 kiló. Innanbreidd: 1,33—1,36. Veghæð (óhlaðinn) 16,5 sm. Viöbragö: 0—100 km/klst. ca 15 sek. Eyðsla: 5,6 1/100 km á 90 km hraða. 6,8 1/100 á 120 km hraða. Ca 8,31/100 í bæjarakstri. Plús: Gott rými fyrir f jóra. Hljóöláturá möl. Þægileg innrétting. Góður kraftur, miðaö viö eyðslu. Góö framsæti fyrirflesta. Fimmgírar. Kveikja og kerti á góöum staö. Þægileg fjöðmn og aksturseigin- leikar á venjulegum vegum. M'mus: Lágt undir lægsta punkt. Dálitiö óákveönir eiginleikar í kröppumbeygjum. Farangursrými i minna lagi í full- setnumbíl. Fjööruntakmörkuö á hlöönum bíl á slæmumvegi. Aðeins 16,5sentímetrar undir lægsta punkt, á óhlöðnum bíl. Viðkvæmustu hlutar undirvagns liggja þó ofar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.