Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1982, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1982, Side 30
30 DV. ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTOBER1982. Andlát Sigríður Jónsdóttir lést 29. september. Hún var fædd 8. júní 1906 í Kalastaða- koti á Hvalf jarðarströnd. Sigríður var tvígift. Fyrri maður hennar var Guð- mundur Jóhannesson, en hann lést árið 1931. Þau eignuðust 2 böm. Seinni maður hennar var Felix Ottó Sigur- bjarnason, lést hann árið 1969. Þeim varð tveggja bama auðið. Sigríður verður jarðsungin frá Fossvogskapellu ídagkl. 15. Eirikur Hóvarðsson frá Eskifirði lést 27. sept. Hann var fæddur 14. júní 1916. Otför hans verður gerð frá Hafnar- fjarðarkirkjuídag. Gísll Eiríksson, Laugavegi 4, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þríðju- daginn 5. október kl. 13.30. Þorbjöra Kaprasíusson verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 6. október kl. 13.30. Eiríkur Vaiberg, Kambsvegi 34, sem andaöist 26. sept., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 6. október kl. 13.30. Gisli Frímannsson, Sólvallagötu 54, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkjumiðvikudaginn 6. okt. ki. 15. Guðmundur G. Guðjónsson, Álfhóls- vegi 125 Kópavogi, andaðist 1. október. Hildur Sigrún Hilmarsdóttir lést 3. október. Herdis Ásgeirsdóttir, Hávallagötu 9, lést í Hátúni 10 B aö kvöldi hins 3. október. Sigríður Friðriksdóttir, er andaðist 30. september sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 7. októ- ber kl. 15. Guðríður Sigurbjörasdóttir lést á Elli- heimilinu Grund fimmtudaginn 23. september. Utförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sigurður Guðmundsson, Grandavegi 39 Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni miðvikudaginn 6. október kl. 13.30. Haflín Björasdóttir andaðist 2. október. Steve Fant — stórkostlegur bandarískur dansari Steve Fant er stórkostlegur bandarískur dansari sem hefur dansað í 6 ár hjá Mörthu Graham og Alvin Ailey og starfað hjá American Dance Workshop Company. Hann hefur einnig dansað í sumar í Helsinki, Stokk- hólmi og Kaupmannahöfn. Steve Fant kemur hingað á vegum Sóleyjar Jóhannsdóttur danskennara og skemmti- staðarins Broadway. Hér heldur hann sex vikna námskeiö fyrir byrjendur, lengra komna og vel þjálfaða. Námskeiðin verða haldin í Dansstúdíói Sól- eyjar og hefjast laugardaginn 9/10. Kennt verður tvisvar í viku, laugardaga og sunnu- daga e.h. Fjölþætt tilboð um kristi- legt æskulýðsstarf Um þessar mundir er vetrarstarf KFUM og KFUK að hefjast í Reykjavík og nágrenni en félögin hafa rekið kristilegt æskulýðsstarf í marga áratugi. 1 vetur starfa félögin á 14 stöðum á höfuð- borgarsvæðinu í um fjörtíu deildum sem flestar hafa fundi vikulega alian veturinn. Félagsstarfið er öllum opið og skiptist í deild- ir eftir aldri þátttakenda. 1 bamadeildum skiptast á sögur, leikir, mikill söngur og myndasýningar, svo eitthvaö sé nefnt, og í unglingadeildum er auk vikulegra funda oft boðið upp á ferðalög, mót, leikjakvöld og fleira eftir aðstæðum. Félagsstarf KFUM og KFUK er tilboð til bama og unglinga um fjölþætt kristilegt æskuiýðsstarf þar sem saman fer skemmtun, fræðsla og tækifæri til að kynnast svari krist- innar trúar við mikilvægustu spumingum lífs- ins. Skrifstofa félaganna að Amtmannsstíg 2b veitir allar nánari upplýsingar um fundar- staði og tíma víðsvegar um borgina. Dagskrá rikisfjölmiðlanna í gær- kvöldi var bara með skárra móti enda vetrardagskráin tekin við og boðar hún gott ef við verður staðið sem lofað hefur verið. Það hefur vakið athygli sjónvarpsgiápara að fréttatími sjónvarpsins hefur verið æði misjafn frá því að sjónvarps- menn komu úr sumarfrii, fólk hefur haft það sér til skemmtunar að veðja sín á milli, hvort fréttatíminn gangi fyrir sig á eðlilegan hátt eða með miklum útsendingarmistökum. Þeir sem hafa veöjað á útsendingarmis- tökin hafa yfirleitt unnið og svo var einnig í gær. Ég vona bara aö þessu linni, því þetta er virkilega fariö að fara í taugamar á okkur sjónvarps- glápurum. Tommi og Jenni standa alltaf fyrir sínu og mætti eflaust hafa þá oftar i dagskránni. Iþróttaþáttur- inn var mjög góður hjá Bjarna Fel. Það yljaði manni um hjartarætur að sjá stórkostlegan leik á milli Liver- pool og Southampton þar sem „Púllaramir” unnu náttúrlega létt. Og þrátt fyrir lesendabréf á dögun- um í DV um að Bjami sýndi of mikið af leikjum með Liverpool þá hefur það ekkert haft aö segja enda ansi erfitt að úthýsa besta félagsliði í heimi úr sjónvarpinu. Breski gamanmyndaflokkurinn Fjandvinir lofar góðu. Og þaö veröur ekki logið á þá Bretana að þeir hafa „nastí” húmor. Sjónvarpsdagskránni lauk með mjög hugljúfri kanadískri mynd um 12 ára munaöarlausan dreng. Þessi mynd fékk sérstök verðlaun á Prix Jeunesse áriö 1980 í Miinchen. Hún á þessi verðlaun sannarlega skilið og mætti sjónvarpið einmitt „þefa” uppi myndir af þessu tagi sem annars hverfa í skugga stór- mynda sem eru þó oft verri og óraun- verulegri. Tónleikarnir frá júgóslav- neska útvarpinu voru þægilegir svona undir svefninn og það sem ég heyrði í útvarpinu í gær, bæði morgunútvarp og hinn almenni fréttatími, segir manni að útvarpið verði gott í vetur. Magnús Ólafsson Myndln er frá fundi i unglingadeild KFUM og KFUK við Holtaveg. 80 ára afmæli á i dag, 5. október, Þórðnr ólafsson fró Odda i Ogur- hreppi, Njálsgötu 85. Siöastliöin 10 ár hefur hann veriö starfsmaður hjá Slippnum, en hefur lengstum verið sjó- maður. Kona hans er Svanhildur Helgadóttir frá Skarði í ögurhreppi. Þórður er að heiman. Grtartónleikar á Kjarvalsstöðum Símon ívarsson og Siegfried Kobilza halda tónleika á Kjarvalsstöðum í kvöld, þriðjudag 5 okt. og miðvikudaginn 6. okt. kl. 20.30 báða dagana. Forsala aðgöngumiða fyrir þá tón- leika er í Hljófæraversluninni Rin, Frakka- stíg 16, einnig verða miðar seldir við inngang- inn. Föstudaginn 8. okt. leika þeir á Neskaup- stað og verða tónleikamir kl. 20.30. Frá Fríkirkjunni í Reykjavík. Fermingarböm safnaðarins fædd 1969 komi til viðtals í kirkjuna í dag, þriðjudag, kl. 18.00. Athugið að hafa ritföng með. Safnaðarstjómln. Helgarferð í Þórsmörk 9.—10. okt. kl. 08.00. Það er líka ánægjulegt að ferðast í óbyggðum á haustin. 1 Þórsmörk er góö gistiaðstaða í sæiuhúsi F.l. og Utrikt umhverfi. Farmiða- sala og aUar upplýsingar á skrifstofunni öldu- götu 3. Ferðafélag Islands. Útivistarferðir Miðvikud. 6. okt. kl. 20. Tunglskinsganga- Fjörubál. Fyrsta tunglskinsganga vetrarins. Verð 60 kr. Fritt f. böm m. fuUorðnum. Farið frá BSI, bensínsölu (í Hafnarf. v. kirkjug.) Sjáumst. Köttur í óskilum hjá kattavinafélaginu Ungur, svartur og hvítur fressköttur, hvítur á tiýni með svarta höku er í óskUum hjá katta- vinafélaginu. Hann fannst sl. föstudag hjá Skjólakjöri. Upplýsingar í síma 14594. Fréttatilkynning Sínfóníuhljómsveit íslands berst höfðíngleg gjöf. Sinóníuhljómsveit Islands hefur borist höfð- ingleg gjöf úr dánarbúi hjónanna Páls Hall- björnssonar og Sólveigar Jóhannsdóttur, Leifsgötu 32, Reykjavík, I arfleiðsluskrá er þess sérstaklega getið að gjöfin sé þakklætis- vottur fyrir störf hljómsveitarinnar sem þau mátu mikils og virtu. Ennfremur er þess óskað að framangreind gjöf renni til eflingar tónlistarflutnings Sinfóníuhljómsveitar Is- lands út um land. Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Islands þakkar innilega gjöf þessa og þá velvild og þann hlý- hug sem henni fylgir. Sinfóníuhljómsveit Islands. Aldraðir í Bústaðakirkju Þau eru nú orðin mörg árin sem aldraðir hafa fagnað fyrstu merkjum vetrar með því að streyma í SafnaðarheimUi Bústaðakirkju til aUs konar viðfangsefna. Hefur starfið notið mikilla vinsælda enda er það fjölbreytt og leitast við að koma til móts við þarfir sem flestra. A miðvikudaginn kemur, þann 6. október, verður fyrsta samverustundin á þessu starfs- ári. Er byrjað kl. 2 síðdegis og næstu þrjár stundirnar eru margs konar þættir á dag- skránni. Ber þar fyrst að nefna handavinnu og föndur sem bæði karlar og konur hafa ánægju af að sinna og hefur ævinlega verið bætt við nýjum þáttum á hverju starfsári. Guðni organisti Guðmundsson hefur bæði leitt fjöldasöng og komið með fjölmarga lista- menn með sér til að skemmta gamla fólkinu. Hermann Ragnar Stefánsson hefur liðkað stirðnandi vöðva og liðamót með léttum æf- ingum og hópdönsum. Sóknarpresturinn, eða einhver annar í fjarveru hans, hefur annast helgistund og öllu starfinu stjórnar Áslaug Gísladóttir, vel studd af fjölmennum hópi sjálfboöaliða. Og síðast en ekki síst skal minnt á það að spilin hafá fengið góða hvíld í sumar og eru því til í tuskið á ný en spila- mennska á sér dyggan hóp aödáenda. Og svo er það vitanlega kaffi og með því eins og lengi hefur þótt við hæfi þegar góövinir hittast. En lengri og styttri ferðalög og leikhúsferðir eru lika áformaðar að venju. Það er því ekki að efa að margir leggja af stað í Bústaðakirkju á miðvikudaginn kemur. Fyrirlestur um hafréttarmál og norræna samvinnu Miðvikudaginn 6. okt. kl. 20:30 fiytur Gunn- ar Olesen frá Danmörku fyrirlestur í Norræna húsinu um hafréttarmál. 1 lok fyrirlestrarins ræðir hann nokkuð um nánari samvinnu milli Félaga Sameinuðu þjóðanna á Norðurlönd- um. Hafréttarmál eru nú mjög ofarlega á baugi eins og kunnugt er. Tekst að fá hinn nýja haf- réttarsáttmála samþykktan og með því gera auðlindir hafsbotnsins að sameiginlegum arfi mannkynsins eða verðum við vitni að mesta „nýlendukapphlaupi sögunnar”? Gunnar Olesen ræðir í erindi sínu um hafréttarmál almennt, en mun sérlega ræða þá stöðu sem upp er komin eftir að Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu. Gunnar Olesen lauk prófi í stjórnarfarsfræð- um viö Árósaháskóla 1977 og lagði sérlega stund á alþjóðastjómmálafræði. Hann vann i um- hverfisráöuneytinu danska frá 1977—1979, en frá 1979 hefur hann unnið sem upplýsingar- ráðgjafi við hina samnorrænu sambands- skrifstofu Félags Sameinuðu þjóðanna, sem hefur aðsetur í Kaupmannahöfn. Hann hefur dvalist í Mexikó bæöi við nám og störf og farið margar námsferðir til þróunarlandanna og stjórnstööva Sameinuðu þjóðanna. Gunnar Olesen á sæti i nefndum og stjómum samtaka, sem beita sér fyrir aðstoð við þróunarlöndin og vilja koma á nýrri efnahagsskipan í heim- inum. Hann tekur mjög virkan þátt í þjóðfélags- umræðum í Danmörku; bæði skrifar hann greinar í blöð og tímarit og heldur fyrirlestra og þá fyrst og fremst um Sameinuðu þjóðirn- ar, þróunarlöndin, vígbúnað og hafréttarmál. Fyrirlestur Gunhar Olesen í Norræna húsinu er öllum opinn. Bridgedeild Skagfirðinga Þriðjudaginn 28. sept. hófst vetrarspila- mennska deildarinnar með eins kvölds tvímenningi og þátttöku 40 para. Hæstskorhlutu: 1. Ole Andreason-Guðm. Pálsson 2. Haukur Heigas.-Sigrún Steinsd., 3. Bjarni Péturss.-Sævin Bjamason 4. Hafþór Helgas. Alois Raschhofer stlg 184 178 169 167 Þriðjudaginn 5. október verður aftur spilað- ■ eins kvölds tvímenningur, en 12. október rrjar Barometer og er skráning þegar hafin. Hægt er að skrá sig hjá Kristjáni Blöndal í ma 73291 og Sigmari Jónssyni í símum: 5737 og 12817. Sextugur veröur á morgun, 6. október, Alexander Stefánsson, alþingismaður, Olafsvik. Hann tekur á móti gestum á heimili sínu í Olafsvik laugardaginn 9. oktfrákL 15.00. 60 ára er í dag, 5. október, Ragnar Stefánsson rafvirkjameistari, Marar- grund 11 Garöabæ. Hann er kvæntur Guörúnu Helgadóttur. Þau dveljast um þessar mundir á Hótel Marriott, Stadhoudersgade 21, Amsterdam, HollandL Afmæli Bridge 80 ára er i dag, 5. október, frú Sigriöur Guðmundsdóttir frá Grímsstöðum á Eyrarbakka, Njálsgötu 82. Eiginmaö- ur hennar er Eyjólfur Gíslason. Hún er aöheiman. Fundir Fríkirkjan í Reykjavík heldur fyrsta fund vetrarins að Hallveigar- stöðum fimmtudaginn 7. október kl. 20.30. Sigrún Davíðsdóttir ræðir um nýjungar í sláturgerö. Guðlaug Björasdóttir Olsen andaöist aö Hrafnistu aöfaranótt 3. október. María Bára Frímannsdóttir, til heimilis aö Holtsgötu 19 Njarðvík, lést sunnudaginn 3. október 1982. Tilkynningar í gærkvöldi í gærkvöldi BESTA FELAGSLIÐIHEIMI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.