Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1982, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1982, Page 35
DV. ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTOBER1982. 35 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsliósið Aðalleikararnir iSkiinaöi: Guðrún Ásmundsdóttír og Jón Hjartarsson. Skilnaöur eftír Kiartan Ragnarsson Leikrit Kjartans Ragnarssonar, Skilnaöur, var formlega frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur um helgina, en sem kunnugt er voru forsýningar á leikritinu á Listahátíö. Höfundur verksins leikstýrir því, en aðalhlutverk leika Guörún Ásmunds- dóttir, Jón Hjartarson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Valgeröur Dan, Soffía Jakobsdóttir og Aöalsteinn Bergdal. Leikhljóð eru eftir Áskel Másson, lýs- ingu annaöist Daniel Williamson og leikmynd og búninga gerði Steinþór Sigurðsson. Leikritiö f jallar um fjölskyldu, og þá fyrst og fremst hjónin Kristínu (Guö- rún Ásmundsdóttir) og Áma (Jón Hjartarson). Þau eru vel stæö, hann lögfræðingur en hún nýfarin aö vinna úti. Þau eiga eina dóttur Sif (Sigrún Edda Bjömsdóttir). Ámi finnur aldur- inn færast yfir sig og vill „yngja upp” hjá sér, vill sem sagt skilnað. Hann tekur saman við aöra konu, en athyglin beinist í æ ríkari mæli aö Kristínu. Hún má þola mikiö mótlæti enda þótt hún njóti velgengni í starfi. Dóttirin hverf- ur einnig að heiman og verður vanfær en lætur eyöa fóstrinu. Aö lokum vilja eiginmaöurinn og dóttirin snúa aftur til Kristínar, en hún vill það ekki, hún er orðin sjálfstæö. Silja Aðalsteinsdóttir skrifar grein um Skilnaö í Tímarit Máls og menning- ar 4. hefti 1982. Hún lýkur grein sinni meðþessumoröum: ,,Skilnaöur Kjart- ans Ragnarsson, er svartsýnt verk aö efni, en eins og við er aö búast af þess- um höfundi er textinn markviss og fyndinn og leikrænt er verkið hug- myndarikt og áhrifamikið.” Eitt atriöi í uppsetningu verksins er nýnæmi. I staö þess aö leika á sviðinuí Iönó fer leikurinn fram í miðjum sal og áhorfendur sitja allt í kring. ás. The Ciash: eins og þeir líta út i dag. Um nýju móhikanakllppinguna sína segir Joe Struemmer: „Mór fínnst gaman aö því að vera svoHtíö Ijótur og hallœrislegur." Fré vinstri: Mick Jone, Joe Struemmer, Paul Simonon (sitjandi) og Terry Chimes. röðin komin að mér.” Þrefalda platan Sandinista var mikill baggi á Clash. Vegna póli- tískra skoðana sinna heimtuðu þeir aö platan yröi aðeins dýrari en venjuleg einföíd plata. Því töpuðu þeir nánast á útgáfu hennar. En nýj- asta plata Clash hefur selst betur en nokkur önnur, m.a. komist inn á topp 20 í Bandaríkjunum. Nokkur lög af þeirri nýjustu Combat rock hafa orö- iö vinsæl t.d. Should I stay or should I googRockthe Cashbash. — Þegar Joe Struemmer er spurö- ur að því hvort léttleikinn yfir Com- bat sé kominn frá honum svarar hann því til að þaö skipti engu máli hver sé stjórnandinn í hvert skipti. „Á meðan tónlistin er góð er mér skítsama þó að einhver hundur sé foringinn jafnvel þó aö Kermit frosk- ur stjómaði okkur.” Sem sagt Clash virðist vera á upp- leið eftir erfiðleikana á fyrri hluta ársins. Terry Chimes upphaflegi trommari Clash leysti Topper Headon af hólmi í sumar. En ekki er enn ákveðiö hvort hann verður f astur meðlimur í sveitinni. Ef dæma má af umsögnum um tónleika Clash undanfarið í tónlistar- tímaritum, þá hafa þeir sjaldan eða aldrei verið betri. Q4U troða upp á SA TT tónleikum i Klúbbnum i kvöld. SATTMEÐFJÖL- BREYTT TÓNLEIKA- HALD UM ALLT LAND í VETUR — stefnt að f jórum tónleikum á mánuði í Reykjavík SATT, Samtök alþýðutónlistar- manna og tónskálda eru þessa dag- ana að skipuleggja vetrarstarfiö. Samtökin em að safna fé til að geta komið upp húsnæði fyrir tónlistar- starfsemi og aðra menningarstarf- semi. SATT hyggst í vetur halda geysi- marga tónleika í því skyni að safna fé og auöga menningarlífið jafnt í höfuðborginni og úti á landi. Að sögn Hallvarðs E. Þórssonar, fulltrúa SATT, munu Samtökin gang- ast fyrir femum tónleikum í hverj- um mánuði í vetur, þar af einum í Tónabæ fyrsta fimmtudag hvers mánaðar. Auk rokktónlistar verður boðið upp á ýmislegt annaö en það sem vinsælast er nú, t.d. munu trubadorar (svo sem Bubbi Morthens, Magnús og Jóhann og fleiri) troða upp og jass-hljómlistar- menn. SATT hefur þegar haldiö eina tón- leika í Klúbbnum með Kor, Jonee Jonee og Kvalasveitmni og í kvöld, þriöjudagskvöld, verða tónleikar í Klúbbnum á vegum SATT. Ekki hefur verið að fullu gengið frá því hverjir leika á tónleikunum, en meðal þeirra veröur hljómsveitir Q4U. Sú sveit er sem kunnugt er í ör- um vexti, eftir að hún var endur- skipulögö, og hafa sumir sagt að hún sé nú orðin „fullorðin” og bernsku- brekin aðbaki. En landsbyggðin fær sinn skerf frá SATT því ráðgerðir em tónleikar á vegum samtakanna á Akureyri, Egilsstöðum, Isafirði, Akranesi, Sel- fossiogvíðar. Sem sagt, ekki er annað að sjá en að SATT ætli aö hlúa myndarlega að lifandi tónlist í landinu á vetri kom- anda. ás.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.