Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1982, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1982, Qupperneq 6
6 DV. LAUGARDAGUR 9. OKTOBER1982. Sælkerinn Sælkerinn Sælkerinn Sælkerinn Bandarísk gædavín og gódur matur Reykviskum sælkerum gafst fyrir skömmu tækifæri að kynnast banda- rískri matarmenningu, en í veitinga- húsinu Nausti var bandarísk vika. 23. sept. sl. varsvo kynningá vínumí bandaríska sendiráðinu. Eins og áður hefur komið fram hér á Sæl- kerasíðunni hafa bandarisk vín vak- ið verulega athygli hér í Evrópu. Franska timaritið Gault-Millau heldur nokkurs konar vín-ólympíu- leik árlega — franskir vínbændur urðu felmtri slegnir þegar tilkynnt var á síðum Gault-Millau að sum hinna frönsku gæðavína hefðu verið slegin út af bandarískum vínum. A kynningunni í bandariska sendi- ráðinu voru kynnt mjög athyglisverð vín. Sérstaka athygli vöktu Char- donny vínin. Þau voru öll í mjög há- um gæðaflokki, gott jafnvægi á milli Helsta vínræktarfylki Banda- ríkjanna er Kalifornía og það- an kom mörg ótrúlega góð vín, vín sem gefa evrópsku gæðavínunum ekkert eftir. Á þessari títt nefndu vinkynningu voru könnuð ljómandi vín frá Kaliforníufyrirtækinu Paul Masson. Margir kannast eflaust við hið ágæta hvítvín Emerald Dry frá Paul Masson. Þetta ljúfa þurra vin Kalifomiskir vínbændur. Bandarísku vínin koma á óvart. sem er þó frekar hlutlaust fæst hér í verslunum og er f rekar ódýrt. Chablis frá Paul Masson gefur ekkert eftir því franska sem fæst í A T V R. Frá sama fyrirtæki kemur Ijómandi freyðivín „extra dry” sem passar prýðisvel sem lystauki, en eitt athyglisveröasta vínið og það sem kom mönnum kannski einna mest á óvart var drykkur sem nefndist „Very cold duck”. Við nán- ari eftirgrennslan kom i ljós að hér var um að ræða blöndu af góðu þurru freyðivíni og freyðandi Burgundar- víni. Þessi blanda var býsna athyglisverð. Vín þetta passar ljóm- andi með eftirréttum eða þá sem lystauki. Vinhúsiö „Ernest og Julio Gallo” bauð nokkur ljómandi vín, t.d. Johannisberg Riesling sem var sérlega gott. Einnig buðu þeir frá- bært Chardonny hvítvín og var það eitt af betri Chardonny vínum sem Sælkerasíðan hefur kynnst. Enda hefur Kalifomíuvínið Trefethen Chardonny unnið til verðlauna í sjálfu Frakklandi og vakið þar verð- skuldaða athygli. Einnig var fyrir- taks Chardonny vín frá Taylor vín- húsinu á boðstólum þetta kvöld. Fyrirtækið Almadén kynnti Monterey Sauvignon Blans og var það mjög ljúft. Vissulega voru þama vín sem ekki voru neitt sérstök en staðreyndin er sú að gæði hvítvín- anna var langt fyrir ofan meðallag og eins og áður hefur komið fram vora sum vínanna úrvals vín. Hvítvínin vora mun áhugaverðari en rauðvínin. Þó voru nokkur ljóm- andi rauðvin kynnt, t.d. Petite Sirah frá Almadén og Cobemet Sauvignon frá Paul Masson. Vonandi verða þessi gæðavín til sölu hér i verslun- umÁ T VR í framtíðinni. Sælkera- síðan hefur hlerað að nokkur séu á leiðinni og er það vel, því að senni- lega eiga á næstu áram mörg athyglisverð vín eftir að koma frá Bandarikjunum og er það staðreynd að gæði bandarísku vinanna eru mik- il og því spennandi að kynnast þeim. Nú er hægt að fá ljómandi rauð- sprettu í fiskbúðum borgarinnar. Rauðspretta er Ijómandi matur og má búa til úr henni hreinan veislu- mat. Hér kemur uppskrift að slíkum mat. Að vísu er það smá-möndl að út- búa þennan rétt, en það er alls ekki erfitt. I réttinn þarf: 115 g kræklingur 20—30 stórar rækjur 1 dl niðursneiddir sveppir 2 msk. rifinn laukur 3 msk. hveiti 1/2 dl hvítvín salt, svarturpipar timjan 1 tsk. sitrónusafi leggjarauða 2 rauðsprettur um 400 g hvor 1 msk. ostur Já, þetta er ekki lítið. Þá er það matreiðslan. Brúnið kræklinginn, rækjumar, laukinn og sveppina í smjöri á pönnu. Hellið því næst hvít- víninu á pönnuna og stráið hveitinu yfir. Kryddið með salti, pipar, timj- an og sítrónusafanum. Takið pönn- una af hellunni og hrærið egg jarauö- una saman við það sem á pönnunni er. Þvoið nú rauðsprettuna og klippið uggana af. Skerið svo skurð niður Rauósprattan ar vaislumatur Ranðspretta á veislnbordid Danskt í hádeginn Hiö ljúfenga danska smurbrauð þarf vart að kynna hér á Islandi. Það er einkennilegt aö það skuli ekki vera á boðstólum á íslenskum veit- ingahúsum eins og tengsl Islands og Danmerkur eru náin. Smurbrauð er hentugur matur í hádeginu — það er fjölbreyttur matur, hollur og frekar ódýr. Islendingar sem heimsækja Kaupmannahöfn láta það yfirleitt vera sitt fyrsta verk að fá sér danskt smurbrauð, bjór og jafnvel snafs. Það var því ánægjuleg frétt að veit- ingahúsið Rán býöur nú gestum sín- um „Danskt smurbrauðsborð”. I boði era nokkrar tegundir af síld, lifrarkæfa og auövitað gróft brauð og frikkadellur. Brauö og heitar kartöflur fylgja eins og vera ber. Þeir sem vilja geta fengiö Álaborg- arsnafs. Því miður er ekki hægt að fá ekta góöan bjór með, það er aðeins takmarkaður hópur fólk sem má drekka bjór hér á landi. En þáð eru farmenn, flugáhafnir og þeir sem eru að koma frá útlöndum. Nei, bjór er ekki fýrir hvem sem er. Já, nema fyrir þá sem brugga. Það hlýtur aö vera einsdæmi í heiminum að hér á landi skuli vera löggjöf sem hvetur menn tii aðbrjóta lög. Það er hægt að kaupa bruggefni í verslunum og það vita allir að úr þessum efnum er bruggaður áfengur bjór. Það sem eðlilegast gæti talist þ.e.a.s. að kaupa áfengan bjór í verslunum Á T V R er bannað. En víkjum nú aftur að danska smur- brauðinu sem veitingastofan Rán býður upp á í hádeginu. Skammtur- inn kostar kr. 90,- og verður það að teljast ódýrt núna á síðustu og verstu tímum. Aldrei eru alveg þeir sömu réttir dag eftir dag, heldur skipt um öðra hverju: Smurbrauðsdaman heitir Silvía Jóhannesdóttir. Það er sem sagt upplagt fyrir þau ykkar sem erað hrifin af dönsku smur- brauði, og erað að flýta ykkur, eruð svöng og að verða búin með mánað- arkaupið, viljið prófa eitthvað nýtt eða hvíla ykkur á mötuneytismatn- um, að heimsækja veitingahúsið Rán við Skólavörðustíg. Nú ar hægt aö fi danskt smurbrauð i Rán. Champagne Þessi göfugi drykkur kemur frá samnefndu héraði í Frakklandi. Freyðivín frá öðrum héraðum eða löndum era því ekki Champagne eða kampavin. Auðvitað var það munkur sem fann upp þennan göfuga drykk og eins og vera ber ávallt. Munkur þessi hét Dom Perignon. Yfirleitt er' kampavín dýrt vín enda í flestum til- vikum flokkað sem lúxusvara. Að Ótrúlegt en satt: Kampavín er ódýrt A Islandi. auki er allvandasamt að framleiöa kampavín, það tekur um 3 ár. Kampavín er gróflega fiokkað í tvo flokka þurrt eða brut og sætt eða sec, demi sec — hálf þurrt. Eftir þrjú ár er kampavín þurrt — brut. Það er misskilningur aö í sæta og hálfsæta kampavínið sec sé settur sykur, heldur er sætum líkjör bætt í það. Kampavínið er dýrt í framleiðslu. Berin eru f jór-pressuð og úr 1,8 kg af berjum fást aðeins 3/41 víns. Eins og við höfum oft séð í kvikmyndum drekkur fína og ríka fólkið kampavín við öll tækifæri. Áfengi er alldýrt hér á landi sem kunnugt er nema kampa- vín þótt ótrúlegt sé. Að öllum líkind- um er kampavín hvergi ódýrara í Vestur-Evrópu en hér á landi. Flestir þekkja kampavín sem hátíðardrykk, en það er einnig ljómandi meö mat og þá bæði kjöti og fiski. Kampavín má bjóða sem lystauka með forrétt- inum, aðalréttinum og eftirréttinum. Þarna hefur kampavinið ótvíræða kosti yfir annað vin. En munið að hér er átt við ekta kampavín frá hérað- inu Champagne í Frakklandi en ekki ódýrt freyðivín eða gervikampavín. Að lokum. Vitið þið hver hraðinn er a tappa sem skýst úr stút kampavíns- flósku? GOkmá klst. með hryggnum að ofanverðu (dökku hliðina). Skerið svo niður með bein- unum og fjarlægið hryggbeinin. Passið að rífa ekki fiskinn og látið höfuðið vera á fisknum. Smyrjið eld- fast fat og leggið rauðsprettumar í það. Fyllið svo rauðsprettiumar með blöndunni af pönnunni. Stráið svo rifnum osti yfir fiskana og setjið smáklipuaf smjöri á hvom. Fatinu er svo stungið inn í 225° heitan ofn og bakað í 15—20 mín. Þá er fiskurinn til- Umsjón: Sigmar B. Hauksson. búinn. Ef þið eigið hvítvín er ljóm- andi að hella nokkrum dropum yfir fiskinn á meðan á steikingunni stend- ur. Með þessum rétti þarf ekkert nema gott brauð. I forrétt er ágætt að bjóða gott hrásalat. Berið svo vökvann úr eldfasta fatinu fram með fiskinum og notið sem sósu. Þetta er ljómandi réttur sem auövelt er aö út- búa. Aðalvandinn er að ná hrygg- beinunum úr fiskinum, en þaö er alls ekki svo erfitt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.