Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1982, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1982, Síða 9
DV. LAUGARDAGUR 9. OKTOBER1982. 9 Gróöhm og metmingin Eitthvert dýrölegasta dagskrár- efni sem íslenska sjónvarpið býður upp á eru þættimir um Tomma og Jenna. Þeir eru list í sjálfu sér. Hug- myndaflugið, spaugiö, teikningin, hraðinn, allt er þetta framúrskar- andi vel gert Hér er saklaust grín á ferðinni og verður ekki skilið öðruvísi. Það er eftir öðru að nú hefur einhverjum húmorlausum kattavinum tekist aö finna þaö út aö verið sé að fara illa með ketti í þessum þáttum!! Skyldi ekki næst koma að því að menn vilji banna Chaplinmyndirnar af því að þar er oftast farið illa með fátæklinginn? Allir eru vondir við aumingja Chaplin. Mér þótti hún góð, yfirlýsingin frá músavinafélaginu. Þar er greinilega hinn merkilegasti félagsskapur á ferðinni! Hvenær skyldi næsti aðalfundur verða haldinn? Við þurfum að standa vörð um Jenna. Og Tomma líka. Skemmtilegri ketti hef égekki kynnst. Máia skrattann á vegginn Þá hefur útvarpslaganefnd skilaö áliti og mælt með afnámi einkaréttar ríkisins í útvarpsrekstri. Tvennt er fróðlegt í því sambandi. Annars veg- ar er það sú staðreynd að fulltrúar allra stjómmálaflokka eru meö- mæltir stofnun annarra útvarps- stöðva. Eftir allan gauraganginn og hræðsluáróðurinn gegn frjálsum stöðvum, einkum úr röðum vinstri manna, er það gleðiefni að þeim hefur nú snúist hugur. Það er tímanna tákn að forhertar kenningar um einkarétt og einokun hins opinbera eru á undanhaldi; kenning- ar sem rikishyggjumenn treysta sér ekki lengur til að verja. Hins vegar eru svo viðbrögð út- varpsstjóra og nokkurra annarra einstaklinga sem hjá Ríkisútvarpinu starfa. Þeir mála skrattann á vegginn. Nú ætla ég ekki í neina kappræðu við útvarpsstjóra. Til þess hef ég of miklar mætur á þeim öndvegis- manni. Eg læt einstök mótrök hans liggja milli hluta en leyfi mér að álykta að viðbrögð þeirra sem óttast fleiri útvarpsstöðvar séu sprottin af misskilinni umhyggju fyrir framtíð Ríkisútvarpsins. Okkur þykir öilum vænt um Ríkisútvarpið en það er hins vegar ekkert lögmál sem segir aö sú stofnun skuli njóta einkaréttar um aldur og ævi. Og það er ekkert sem segir að ríkið og ríkisstarfs- menn séu einir færir um að halda úti menningarlegri dagskrá. Til hvers þurfa menn ætíð að setja samasemmerki milli leyfisveitinga til annarra stöðva og meintrar atlögu gegn Ríkisútvarpinu? Ríkis- útvarpið stendur ekki á svo miklum brauðfótum að líf þess sé undir því komið að það njóti einkaréttar. Ef svo er þá er eitthvað meira en lítið að og þá er enn minni ástæða til að halda hlífiskildi yfir stofnuninni. Þá á ekki að viðhalda einkaréttinum, heldur skipta um starfsmenn. Ljótt aðgræða Tvennt er það sem menn fetta einkum fingur út í. I fyrsta lagi er sífellt verið að halda því fram að út- varpsstöðvar, sem settar verða á fót, verði í eigu einstaklinga eða fyrir- tækja, sem hugsi um það eitt aö græða. Nú má auðvitað spyrja hvað sé ljótt við gróðann. Allur rekstur er háður því að hann standi undir sér og satt að segja er löngu tímabært að kveða niður þá hjárænulegu hugsun að gróði sé af hinu illa. Arðurinn í þjóðfélaginu, hagnaður at- vinnurekstrar, er undirstaða velferðarinnar og lífskjaranna, grundvöllur þeirrar þjóðfélags- gerðar sem við höfum valið okkur. Ef menn vilja hagnast á útvarps- rekstri er nauðsynlegt að halda úti þannig dagskrá að á hana sé hlustað. Það verður sem sagt að taka tillit til smekks, þarfa og fróðleiksfýsnar viðskiptavina. Dagskráin þarf að vera vönduð, fjölbreytileg, skemmtileg og menningarleg allt í senn. Löggiltir hæstráðendur Að hinu má svo spyrja hvort það sé reynslan yfirleitt af framtaki einstaklinga á sviði fjölmiðlunar, menningar eða á öðrum vettvangi að beir láti stjómast af gróðafíkn og lágkúrulegum hvötum, eins og sífellt er verið að gefa í skyn. Á Islandi eru gefin út blöð og tímarit sem þola hvaða samanburð sem er að því er varðar gæði, velsæmi og menning- arlegar kröfur. Islensk sinfóníu- hljómsveit hefur verið stofnuö og ekki ber vetrardagskrá hennar með sér að hagnaðarvonin reki hljóm- sveitina til flutnings á ómerkilegri tónlist. Þó þarf hljómsveitin vita- skuld að standa undir sér fjárhags- lega. Laugardags- pistill Ellert B. Schram ritstjóri skrifar Enginn kvartar undan því að kvik- myndahúsin sniðgangi listrænar eða sígildar kvikmyndir þótt þau þurf i að hafa hagnað af rekstrinum. Hvaöa ástæða er til að halda að útvarpsstöðvar verði á lægra plani en gengur og gerist? Og hver er það sem ákveður hvað sé menning og hvað sé ekki menning? Em þeir hjá Ríkisútvarpinu einhverjir löggiltir hæstráðendur í þeim efnum? Kippur tii hins betra I öðm lagi kveinka útvarpsmenn sér undan því að Ríkisútvarpið tapi tekjum vegna auglýsinga sem fluttar verði í öðmm stöðvum. Þeir gefa sér það sem sagt fyrirfram að útvarpið verði undir í samkeppninni um auglýsingarnar! Ekki lýsir þetta mikilli trú á eigin getu. Á sama tíma er sífellt verið að kvarta undan því af sömu mönnum að auglýsingar séu of margar og Ríkisútvarpið of háð auglýsingatekjumlEg hef enga minnstu trú á aö Ríkisútvarpiö tapi auglýsingum svo nokkm nemi, sér- staklega þegar það er haft í huga að sjónvarpi gegnum þráö, kapal- stöðvum, verður óheimilt að birta auglýsingar. Auglýsingamark- aðurinn á eftir að stækka. Stað- bundnar stöðvar ná eflaust til sín auglýsingum sem bundnar em atburðum, þjónustu eða upplýsingum þess svæðis sem stöðin nær til. Rikisútvarpið nær eitt allra stöðva til allra landsmanna og mun áfram fá obbann af auglýsinga- magninu. Þetta á eftir aö sýna sig. Þar að auki gerir útvarps- laganefnd ráð fyrir að Ríkisútvarpið fái í sinn hiut tek jur af tollum á öllum hljóðvarps- og sjónvarpstækjum og útvarpsstjóri ákveði sjálfur upphæð afnotagjaidsins. Hér er því ekki verið að taka neitt frá Rikis- útvarpinu. Hér er verið að tryggja RUV auknar tekjur frá því sem nú er. Góðir og greindir menn eiga að láta af afturhaldi sínu og fordómum gagnvart nýjungum og frjálsræði. Hvort tveggja, nýbreytnin og frelsið, hefur ávalli verið til góðs enda er það trúa mín að dagskrá Ríkisútvarpsins muni taka kipp til hins betra, og til þess er leikurinn gerður. Nektarsenur Tvær frumsýningar fóm fram í leikhúsum borgarinnar í vikunni. Annars vegar fmmsýndi Þjóöleik- húsið Garöveisluna, hins vegar hófust sýningar á Skiinaði hjá Leik- félagi Reykjavíkur. Bæði eru þessi leikrit eftir islenska höfunda og er það vel. Undirtektir em misjafnar, ef dæma má leikdóma biaöanna, og á það einkum við um Garðveisluna. Virðist það vefjast mjög fyrir krítíkerum hvemig skilja beri syndafallið og fyrir vikið beinist athyglin helst að nektarsenum sýningarinnar. Raunar sýnist það „best að vera nakinn í leikhúsinu,” eins og Olafur Jónsson leikhúsgagn- rýnandi orðaöi það, því ekki er nóg að afklæöa Adam og Evu; það verður einnig að striplast með fráskilin hjónin í Iðnó. En því er þetta nefnt að hér erum við stödd í háborg listarinnar, menn- ingarmiðstöð Thalíu, og lúmskan grun hefur maður um að nektar- sýningamar séu hafðar til bragð- bætis vegna þess aö leikhúsin og höfundar hafa annað augað á aðsókninni. Þeir vilja græða á stykkjunum. Það þarf sem sé ekki að forðast einhver illræmd gróðaöfl úti í bæ til að bægja frá þeim voöalega glæp að slægjast eftir hagnaði, nema þaö sé menning að stripiast, og þá er aftur komiö að þeirri spurningu hvar draga eigi mörkin milli siðleysis og kúltúrs. Er það kannski meiri menning að flagga tippum á leiksenum heldur en að spila dægurlög í frjálsum útvarps- stöðvum? Nú er ekki verið aö segja aö leik- verkin séu verri fyrir þá sök að leik- aramir gangi um kviknaktir, enda lítil hneykslunarhella og sárasak- laust. Það sem menn verða hins vegar að skilja, og þá heist menningarvitar og málsvarar ríkis- rekinnar útvarpsstöðvar, er að menning er ekki fólgin í einokun. Og menning er ekki eitthvað sem kemur ofan frá. Hún er fólgin í hugmyndum og athöfnun fólksins sjálfs og það þarf engan lögverndaðan einkarétt til að hafa vit fyrir því. Frjálsar og óháðar útvarpsstöðvar miðla og skapa menningu, hver með sinum hætti, jafnvel þótt það verði gert í krafti gróðavonarinnar, rétt eins og leikhúsin þurfa aðsókn og Ríkisút- varpið auglýsingatekjur. Allir þurfa jú að lifa. Síðast en ekki síst er rétt að benda á að skripamyndin um Tomma og Jenna er snilldarleg list í öllum sínum einfaldleik. Þær myndir eru sko sannarlega menning, og er þó ekki að efa að höfundar og fram- leiðendur græða á tá og f ingri og eiga þaðskilið. Ellert B. Schram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.