Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1982, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1982, Page 12
12 DV. LAUGARDAGUR 9. OKTOBER1982. SVONA ERTII -ÁKÍNVERSKU! djúpri hugleiðslu undir fíkjutré á dauða- stund sinni, reyndar því sama fíkjutré og hann eyddi mestum hluta ævi sinnar undir og boðaði kenningar sínar frá. Á dauða- stundinni sendi hann boð eftir öllum þeim dýrum sem höfðu gert honum lífið bæri- legra á þessari jörðu. Tólf dýr svöruðu kalli hans og komu til hans til að votta honum hinstu kveðju sína og virðingu. Sem þakk- iætisvott fyrir að svara kallinu voru dýrin heiðruð með því að nefna eitt ár eftir hverju þeirra. Finndu þitt f æðingarár á teikningunni hér á síðunni og athugaðu hvað þessi forna kín- verska speki segir um þig. -KÞ. Öldum saman hafa Kínverjar haft sín eigin stjörnumerki, harla ólík okkar á Vesturlöndum. Þeir hafa þó eins og við tólf mismunandi merki, en andstætt okkur miða þeir við fæðingarár en ekki fæðingar- dag eins og við. Hvert ár nefna þeir eftir einhverju dýri, til dæmis ár rottunnar, nautsins, drekans eða slöngunnar. Til allrar hamingju þýðir það þó ekki að við- komandi líkist rottu eða slöngu, hvorki í útliti eða í hugsunarhætti. Reyndar er y gömul og falleg kínversk goðsögn forsenda þess að stjömumerkin em einmitt nefnd nöfnum þessara dýra. Sagan segir að hinn mikli spekingur og trúarbragðahöfundur, Búddha, hafi setið í Ár rottunnar HeiUandi geta þeir verið sem fæddir eru á ári rottunnar. Þeir eru fljótir að reiðast en eru þeim eigin- leikum búnir aö geta faiiö það og sýnast yfirvegaðir mjög á yfirborð- inu. Þeir eru réttsýnir og þrautgóðir og gefast ekki upp viö að ná settu marki. Það er þeirra líf og yndi í jgrænum dal að safna peningum — og sumir segja þá níska! En ástúð er þeirra aðalsmerki og þeir eiga það til að gera eitthvað óvænt til að gleðja samferðafólkiö. Þeir setja þaö á odd- inn að búa vel — og það í réttu hverfi. Rottumar eru forvitnar úr hófi fram og ef þær gæta sín ekki getur það á tíðum kostað vinslit. Reyndar eru þær forvitnar um ýmislegt fleira en nágrannann því aö þær eru mjög áhugasamar um stjömuspáfræði og yfirnáttúrlega hluti. !Ár nantsins , Fólk fætt á ári nautsins hefur þolinmæði og mildi til að bera. Nautin eru búin þeim eiginleika að vinna traust annarra mjög auðveld- lega og misnota aldrei þaö traust. Meöfætt sjálfsöryggi er aöalsmerki þeirra og það auðveldar þeim mjög lífið. Naut geta náð langt því aö þau eru mjög iðin og ákveðin að ná settu marki. I ræöustóli þykja þau afbragö. Nautum er ýmislegt til lista lagt og eru yfirleitt mjög handlagin. Einn er þó ljóður á ráði þeirra aö þau geta reiðst mjög heiftariega. Samferðamönnum þeirra ofbýður það sem þau segja og gera á slíkum stundum. Og í raun stríðir þetta gegn meðfæddum eiginleikum þeirra því að innst inni eru nautin samvinnuþýð og sáttfús og vilja umfram allt tala um hlutina og komast að samkomu- lagi. Ár heststns Kátir og vel liðnir eru allir þeir sem eru fæddir á ári hestsins. Þeir eru vinsæiir í vinahópnum því að þeir eru alltaf í góöu skapi og slá hverjum sem er gullhamra! Þeir eru áberandi, hafa áhrif á aðra og vekja traust samferðamannanna. Innst inni eru hestar þó hreint ekki eins sjálfstæðir og þeir iíta út fyrir að vera! Þaö er mjög auðvelt að særa þá. Verði þeir ástfangnir kemst ekkert annaö aö hjá þeim og dag- legar skyldur þeirra gleymast um stund! I slíkum málum búast þeir alltaf við of miklu og þetta verða vonbrigði á vonbrigði ofan hjá þeim! Hestar eru mjög óþolinmóðir að eðlisfari og sárasjaldan þiggja þeir ráðleggingar annarra. En þeirra líf og yndi eru veislur og þaö stórkost- legar veislur! ☆ ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.