Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1982, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1982, Síða 13
DV. LAUGARDAGUR 9. OKTOBER1982. Ar hund§in§ Heiöarleiki og skyldurækni ein- kennir þá sem fæddir eru á ári hundsins. I vöggugjöf fá þeir marga af bestu eiginleikum mannskepn- unnar. Þeir gera alltaf sitt besta og þeir eru mjög vinsæiir. Sé þeim trúað fyrir einhverju kemur þeim ekki til hugar aö blaðra um þaö, jafnvel þótt þaö bitni á þeim sjálfum. En samt sem áöur geta þeir tíðum veriö bæði eigingjamir og óráðþægir — og þegar þeir sýna þá hliö á sér er betra aö vera víös fjarri. Hundar kunna ekki viö sig í fjölmenni og þeir hata slúður og innantómt hjal eins og pestina. Sá ljóöur er á ráöi þeirra að þeim þykir ekki verra að vita af göll- um og mistökum annarra! Þrátt fyrir það er réttsýni þeirra aðals- merki og þeir þola ekki að neinum í kringum þá sé misboðið eöa gengið á rétt þeirra. Ar geitarlnnar Listamannahæfileikar búa í þeim sem fæddir eru á ári geitarinnar og aldrei njóta þeir sín betur en þegar þeir búa eitthvað til. Geitur eru bliðar að eðlisfari og mjög hugul- samar, en geta verið huglausar og á stundum svartsýnar. Fólk fætt undir þessu merki hugsar mikið um lífsins gagn og nauðsynjar og ef þetta fólk setur sér ekki eitthvert markmið á unga aldri getur það orðið rótlaust og leitandi fram eftir aldri. Geitum er tamt að gera það sem þeim er sagt að gera því að þær eru oft svo óöruggar og feimnar. En viðhorf þeirra til lífsins og meðfædd blíða þeirra gera þaö að verkum að þær eru vinmargar og mjög vinsælar. Og þeir sem eru svo heppnir að giftast geitum búa við ástúð og umhyggju alla tíð! Geitur eru mjög hjálpsamar og hjálpa gjarnan þeim sem eru i nauðum staddir, en vilja hvorki hrós né umtal fyrir. Arhanans Framtakssemi og djúphyggni ein- kennir fólk sem er fætt á ári hanans. Vinnusemi og aö vera þar sem hlutirnir eru að gerast er þeirra líf og yndi í grænum dal. Það getur komið fyrir hana, að taka að sér verkefni sem þeir alls ekki ráða við og þegar það gerist verða þeir alveg miður sín. Hanar eru gjarna frum- legir og ævintýramennska af öllu tagi einkennir þá mjög. Aðrir eru áhugasamir um þaö sem þeir taka sér fyrir hendur. Hanar taka ógjaman ráðleggingum frá öðrum, miklu frekar fara þeir eigin leiðir og reka sig á! Hanar eru ekki framsýnir að eðlisfari heldur láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Þess vegna geta þeir verið ríkir í dag en fátækir á morgun. Þeir eru heiðarlegir og liggi þeim eitthvað á hjarta tala þeir út um hlutina. Á stundum geta þeir þó verið fulleigingjamir. Arapans Þaö er sama hvað fólk fætt á ári apans tekur sér fyrir hendur, allt heppnast og það með sóma! Apar em fljótir að draga ályktanir og taka ákvarðanir, enda yfirleitt með afbrigðum skynsamir. Fái þeir tæki- færi em allar líkur á því að þeir öðlist frægð og frama! Og þeirra mun verða minnst! Fólk fætt á ári apans er oft á tíðum mjög bókhneigt og man það sem það les. En sá ljóður er þó á ráði þess að það hefur til- hneigingu til aö tala of mikið og sé það spurt ráða kemur það með óhemjumálalengingar og langlokur. Þaö á það til að tala niðurlægjandi um aðra. En lendi það upp á kant við náungann er það fyrst til að biðjast afsökunar og viöurkenna glappaskot sín. Ar villisvinsins Kurteisi og göfuglyndi einkennir þá sem fæddir eru á ári villisvínsins. Þeir búa yfir miklum innri styrk og hafa ótrúlega getu til að ná settu marki. Kínverjar segja gjarnan um þá sem fæddir eru á þessu ári að þeir séu „allir á yfirborðinu”. Þar eiga þeir við að viUisvín geti talað um allt milli himins og jarðar og á yfir- borðinu virðist þeir hafa ótrúlega þekkingu á öllu mögulegu og ómögu- legu en þetta risti mjög grunnt! Villi- svín eru mjög ástúðleg og væntum- þykja þeirra gagnvart þeim nánustu er mikil. Villisvín eru þannig úr garöi gerö að þau eignast fáa en góða vini. Þau eru mjög viljasterk og þann styrk brýtur enginn á bak aftur. Taki þau sér eitthvert verkefni fyrir hendur hætta þau ekki fyrr en það er vel af hendi leyst og vilja hrós fyrir. Villisvín geta þó verið fljótfær og mættu gjarnan reyna að halda aftur af skapofsa sinum. Ar slöngunnar Ráöagóðir, viðkunnanlegir og svo- lítið forvitnir — þetta eru einkenni þeirra sem fæddir eru á ári slöng- unnar. Þeir eru djúphyggnir og treysta fyrst og fremst á sjálfa sig. Þeir taka ógjaman við ráðlegg- ingum frá öðrum. Þeir eru ákveðnir og mistök eru eitur í þeirra beinum. Fólk sem fætt er á ári slöngunnar á sárasjaldan í peningavandræðum því að það heldur svo fast um sitt. Verst af öllu þykir þeim ef einhver á hönk upp í bakið á þeim. Karlar og konur í þessu merki eru oft á tíöum mjög aðlaðandi en líka svolítið fá- fengileg. Oft getur hlaupið snurða á þráðinn í hjónabandi þeirra því þær hafa gaman af hliðarsporum! Slöngur eru gjamar á að ýkja allt sem þær gera. Ardrekans Drekar eru heilsuhraustir og kappsfullir að eðlisfari. Þeir eru bráðlyndir og stundum þrjóskir. Þrátt fyrir það eiga þeir marga vini og eru fljótir að kynnast fólki, enda eru þeir vinsælir af samferðamönn- unum, ekki síst vegna þess að þeir eru heiðarlegir og koma alltaf til dyranna eins og þeir em klæddir. Kínverjum þykir hver sá heppinn, sem fæðist á ári drekans. Drekar eru sagöir, eins og tígrisdýrin, fæddir leiðtogar. Þeir eiga auðvelt með að fá fólk til að vinna fyrir sig og þetta fólk lítur upp til þeirra. Drekar eru dyggðugir, lifa í sátt og samlyndi við aðra og verða gjarnan langlífir. Sá ljóður er þó á ráði þeirra að þeir eru litlir mannþekkjarar og kemur það þeim oft í koll. Flestir þeirra gera sér þó grein fyrir því og kannski þess vegna er það einkenni á drekum, að þeir giftast seint eða aldrei. Ar hérans Greindir, sómakærir og mælskir eru þeir sem fæddir eru á ári hérans. Fyrir þeim er gjarnan borin virðing og þeir vinna auðveldlega traust annarra, þrátt fyrir að undir niðri hafi þeir gaman af að hlusta á slúöur um náungann. En verði slúðriö ill- skeytt er þeim nóg boðið og þeir taka gjarnan upp hanskann fyrir viðkom- andi, þeir vilja með engu móti særa aðra. Þeir eru þolinmóðir og smá- andstreymi slær þá ekki út af laginu. Þeir lofa aldrei neinu upp í ermina á sér, lofi þeir einhverju stendur það pins og stafur á bók. Þótt hérar séu ýfirleitt ástúðlegir og þægilegir í íramkomu geta þeir átt það til að vera býsna fálátir ef því er að skipta. Ef til vill er ástæða þess sú að á stundum geta þeir verið niðurdregn- ir og skapillir. Hérar eru miklir peningamenn, auðgast auðveldlega 2n velta fyrir sér hverri krónu. Ar tígrisdýrsins Sterkur, hugrakkur og sjálfstæður — þetta eru einkenni þeirra sem eru fæddir á ári tigrisdýrsins. Kínverjar lita þetta tákn sem mikið hamingju- tákn og segja þá sem eru fæddir á ári tígrisdýrsins fædda til að drottna yfir öðrum! Tígrisdýrin sýna þeim sem þeim þykir vænt um mikla tillitssemi og ástúö. Og aðrir elska þau og tilbiðja, þótt tígrisdýrin eigi það ekki alltaf skilið! Þeir sem fæddir eru á þessu ári geta nefnilega verið bæði óráðþægir og þrjóskir og þeir eiga mjög erfitt meö að treysta á aöra en sjálfa sig. Þeir tortryggja alla þá sem vita meira en þeir og gegna betri stööum i þjóðfélaginu. En sjálfir ná þeir oft mjög langt — sérstaklega þar sem samferða- mönnunum finnst ekkert sjálf- sagðara en að taka við skipunum frá |þeim! blumía DÖMUBINDI NORMAL - MIIMI - INNLEGG ÖRUGG—ÞÆGILEG —Hagstœtt verd BMW520 árg. 1980 Renault 14TL \ árg. 1978 BMW 518 árg. 1980 Renault 14TL árg. 1977 BMW 518 árg. 1977 Renault 12TS árg. 1978 I BMW 323i árg. 1981 Renault 12 station árg. 1979 BMW 320 árg. 1980 Renault 12TL árg. 1977 BMW316 árg. 1980 Renault 5TL árg. 1973 BMW 320 árg. 1981 Renault 4 Van árg. 1977 BMW 320 autom. árg. 1980 Renault 4 Van árg. 1978 Renault 20TL árg. 1978 Renault 4TL árg. 1980 Renault 20TL Renault 18TS Renault 18TL árg. 1977 árg. 1980 árg. 1979 Opið: /augardaga kl. 1—6. KRISTINN GUÐNASON HF. 1 SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍM! 86633 Á Laiigaveyi 170 -172 Sími: 11276 MITSUBISHI ___MOTOBS _ Opið í dag frá kl. 10-4 Sýnum og se/jum mikiðoggott úrvai af notuðum bíium í dag m.a.: Golf 79, dökkrauður. Colt 1200, S dyra, '80, rauðsanseraður. Colt 1200, Sdyra, 81, blár. Derby 79, grænn. Audi 100 LSS 79, rauður. Passat 78, rauður. Volkswagen sendibíll 78, hvítur. Volkswagen sendibíll dísil 81, orange. Volkswagen 1200 L 75, rauður. Range Rover 78, drapplitaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.