Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1982, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1982, Side 15
DV. LAUGARDAGUR 9. OKTOBER1982. 15 fisk? Krydd eða kanínu? Ekki það? Það er þó allténd hægt að skreppa á útimarkaðinn og skoða hið margskrúðuga mannlíf sem þar þrífst. Á útimörkuðunum í Frakklandi viðgangast nefnilega ekki síður samskipti fólks en viðskipti þess. Leitað er fregna og sagðir hreppabrandarar meðan melóna eða annar varningur er verðlagður. Svo er borgað og kvatt með virktum. Utimarkaðir í Suður-Frakklandi er jafnan haldnir þrisvar í viku. Strax við sólarupprás birtast sendibifreiðar og fólk með alls kyns varning. Það tekur að setja upp skýli, borð og bekki og marg- víslegum varningnum er loks raðað misjafnlega snyrtilega þar á. Það er yfirleitt sama fólkið, sömu fjölskyldumar, sem stunda sölu á þessum mörkuðum. I Aix- en-Provence gengur þetta þannig að hver sölumaður á sinn fasta stað í gamla miðbænum um- hverf is dómshöllina og tukthúsið. Og þegar allt er komið á sinn stað, vamingurinn á sinn stað og sölumaðurinn þar fyrir aftan, . geta viðskiptin hafist. Grátbroslegt verð Á þessum útimarkaði er hægt að kaupa flestar tegundir góðgætis, meðal annars heimatilbúið hunang, ferskt krydd af ýmsum gerðum og svo er hægt að verða sér úti um lifandi snigla, sem sönnum Frakka þykir hið mesta lostæti. En á útimarkaðinum er selt fleira en matvara. Þar ægir í rauninni öllu saman. Skammt frá matarmarkaðinum má til dæmis kaupa sér alls konar föt, notuð eða ónotuð. Og iðulega er verð þeirra grátbroslegt, hvað svo sem sagt verður um gæðin. Hvort hægt er að máta flíkina? Jú, jú, mikil ósköp, þú prílar bara upp í næsta sendiferðabíl og lokar helst að þér. Þannig gengur þaðt Annars staðar á sama úti- markaði má skoða það sem kalla má „hina og þessa vöru”. Þar má svo sannarlega finna allt milli himins og jarðar. Og inni á milli leynast oft dýrindis gripir, þó meginhluti þessarar söluvöru verði að teljast heldur úr sér genginn. Þama má til að mynda kaupa allt frá litlu og snjáðu póst- korti til sUfurslegins indversks homs. Og þitt er valið, svo sannar- lega. Þótt sjaldnast sé f járfest... Þannig hafa franskir úti- markaðir gengið frá ómunatíð og virðist engin breyting þar ætla að verða á, þrátt fyrir tilkomu tölvu- væddra stórmarkaða og sértil- boða á kjarapöllum þeirra. Hið mannlega viðmót og persónu- tengslin milli kaupenda og selj- enda virðast ráða mestu um áframhaldandi gengi útimarkað- anna. Ástæða fyrir velgengni úti- markaðanna er einnig sú að þar telur fólk sig geta keypt bestu og ódýrustu ávextina svo og græn- metið. Auk þess er alltaf heilmikið ævintýri að spranga frá einu sölu- borðinu til annars, spyrja um verð og velta vöngum, jafnvel þótt sjaldnast sé fjárfest, enda kann það að vera óþarfi þegar á úti- markaðinn er komið. Hann er eflaust fyrst og fremst samkomu- staðurfólks. Að jafnaði lýkur frönskum úti- mörkuðum um hádegisbil. Þeir sem mæta fyrstir í morgunsárið pakka manna síðastir niður. Smám saman breytist svo markaðssvæðið í ósköp hvers- dagslegt bílastæði og ummerki sölutorgsins mást út. -FR. Frakklandi. NÝLEGIR BÍLAR í ÚRVALI Alfa Romeo Spring Rat 127 Citroen GSA Toyota Hi-Ace Mazda 929 station Fíat 125 P Mazda RX-7 Mazda 626 Honda Civic Honda Accord '82 Peugeot 505 '80 '82 Saab 99 GL '80 '82 Simca Horizon 79 '82 Mazda 929 station '79 '82 Peugeot 540 78 '81 Subaru DL 78 '80-'81 Toyota Cressida 78 '80 VW Derby 78 '80 Mazda 818 78 '80 Simca Rancho 77 Opið laugardaga kl. 10— 16. BÍLASALAN BUK s/f SlÐUMÚLA 3-5-105 REYKJAVlK SlMI: 86477 Vegna hreint ÓTRÚLEGA mik- illar SÖLU undan- farið VANTAR okkur allar gerðir nýlegra BÍLA á staðinn STRAX. KL. 14-18 BÁÐA DAGANA BOSCH „BLÁA LÍNAN" FYRIR IÐNAÐAR- MANNINN. „GRÆNA LÍNAN" FYRIR ÁHUGAMANNINN vyoWcraU Hr. Baumgartner frd Emco og Hr. Genz frd Wolfcraft munu sýna tækin í notkun. Nýtið þetta einstaka tækifœri. Komið í Volvosalinn Suðurlands- braut 16 og kynnist Emco, Wolfcraft og Bosch. Nr. 4000 FYLGIHLUTIR FYRIR FLESTAR BORVÉLAR TRÉSMÍÐAVÉLAR TRÉ- OG JÁRNRENNIBEKKIR emcD Gunnar Ásgeirsson hf. Suóurlandsbraut 16 Sími 9135200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.