Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1982, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1982, Síða 21
• o.i. itoA.i vn t tvt DV. LAUGARDAGUR 9. OKTOBER1982. Dieter Roth er her kunnur, fædd ist i Hannover 1930, en má sjalf sagt frekar flokka sem alþjóðleg an. Fer þvi vel á að hann sýni nu fyrir Svisslendinga. Í þeirra húsa- kynnum sýnir hann timabil ævi sinnar allt frá þvi er honum var boðiö að sýna á Biennalinum til opnunar sýningarinnar. I öðrum salnum eru Ijósmyndir og dag bókarblöð, í hinum fjölmargar sýningarvélar sem varpa á vegg ina kvikmyndum sama efnis. Alejandro Otero fæddist 1921 og býr i New York og i Caracas i Venezuela. Myndir hans, risa- vaxnar einingamyndir, er að finna viða um heim. Hörð formin, ein faldar einingarnar, bera í sér ákveðinn hreinleika, þótt kaldur Antoni Tapiés fæddist i Barcelona 1923 og byr þar., Hann er vafalaust einn fremsti myndsköpuður aldarinnar, verk hans eru sannfærandi og full af krafti. Túlkun hans á myndlist má skilja gegnum yfirlysingar sem þessa (1961). ,,Hinir akademisku fagurfræðingar eru aðeins eftirhermur sem við loðir liklykt safnanna. Fyrir mig er sérhver ósjálfstæð hreyfing, þótt ekki sé nema krass á vegg, svo fremi hún túlkar eitthvað mann legt, verðmeiri en öll þau safnmálverk sem ekki eru tengd lifi okkar Wolfgang Laib, f. 1950, býr við Biberach/Riss i V-Þýskalandi. Sá ungi maður eyðir miklum tima til söfnunar á blómhnappadufti sem hann á sýningum stráir á gólfflet ina i einföld myndform. Einnig fæst hann við að bóna steinplötur og hella vatni á. List hans felur i ser tilbeiðslu til einfaldleikans. Litirnir, sem hann safnar saman úr blómunum, bera af að fegurð, slikir finnast i engri málningardós eða túpu. Rainer Fetting, 32 ára, býr i Berlin og er einn hinna ungu ,,villtu" listamanna Þjóðverja. Hröð vinna og æpandi litir, áberandi kynfæri og stórir fletir eru meðal einkenna þessarar stefnu. Aðalmiðstöðvar hennar eru i Berlin, Hamborg og Köln og eru hóparnir þegar byrj- aðir að deila um hver sé betri. Fetting hefur unnið i félagsskap með ,,Galerie am Moritzplatz" grúppunni. Unglingar - i baði, fyrir framan spegil, i indiánaleik eru aðalmótif hans, allt unniö með miklum pensilsveiflum og litadýrð. Franco Morresi, f. 1941, byr i Civitanova Marche i Italiu og er dæmi um hina yngri Itali, tilfinningamyndir þrungnar tjáningarþörf, harðir litir, orvæntingarfull sjálfsleitun. Leit einstaklinga Walter Pichler er einn þekktasti lista- maöur Alpasvæðisins. Fyrir um tíu árum byrjaði hann að breyta sveita- býli sínu í einkasafn persónulegrar dulhyggju. Hin einstöku hús býlisins umskapaúi hann í hofum líkar kyrra- lifsmyndir. Hlutir likjast likneskjum eöa fómarhlutum, heilögum minjum eða merkjum. Sýningarhofi Austurrik- is var breytt hið innra til að gefa því mynd upprunalegrar upplifunar á verkinu. Blær heiðinnar tilbeiðslu, há- tignarlegir búkar á mannsmynd á há- sætum, dularfullir fómargripir og fuglslíki á staurum einkenna samsetn- ingarPichlers. Eva Sörensen bar af Skandinövum. Granitblokkir hennar, óunnar utan sérstæðra tilhögginna lína og sléttaðra flata, bera óm af ljóði til náttúrunnar, hqúf formin 'fela í sér ferskleika sem annars var aðeins aö leita í íslenska skálanum. Ef til vill er markmið Evu og Walters hið sama, leitin af hinu upp- runalega, leynda i náttúmnni, fmm- kallinu. Eva finnur leiöina í efnisheim- inum, í blokkum sprengdum úr ölpun- um, Walter aftur á móti í dulhyggju og leitarí andlegri menningarlegri erfð. Samanborið við þessa leit Evrópu- mannanna bera verk Oteros merki ögrunar. Strangar stærðfræðilegar lín- ur, hörð form, rísa risavaxin úr jarðar- yfirborðinu, í senn ógnun og boðskap- ur. Risastórar grindumar bera i sér vægðarlausa tæknidýrkun og líkjast helst byggingakrönum eða rakettu- skotpöllum. Bakþankar og óöryggi Biennalinn er haldinn á f jórum stöð- um í borginni. Aðalsvæðið austur af Markúsartorgi, þar sem hver þjóð hefur sinn bás, er í heild heldur lit- laust. Margt gott drukknar í kaosi miður heppnaðra verka og flóði mis- munandi líststíla. Er þar sjálfsagt síð- ur um að kenna listamönnum sjálfum en skipulegg jendum. Yfir þessum hluta sýningarinnar hvíldi bragur bakþanka. Sérsýning á verkum Brancusis, Matisse og Egon Schiele bar vott um það, þótt vissulega sé ætið ánægjulegt aö kynnast þeim meisturum að ný ju. Sami bragur var yfir sýningu USA á Robert Smithson, sem aö visu var með athyglisverðari framlögum á sýning- ,unni. Spuming vaknar samt um hvort ekkert frambærilegt hafi komið þar síðan Robert lést árið 1973.' Sýningar meiriháttar menningar- lands vom litauðugar en án merkjan- legra hápunkta. Ljóspunktum brá oft óvænt fyrir meðal hinna minna þekktu menningarsvæöa og löndum þriöja heims. Hjá hinum síðarnefndu má merkja togstreitu milli vestrænnar myndmenningar og eigin fortiðar. Balan Nambiar frá Indlandi og egyfsku þátttakendumir eru dæmi sliks. 1 öllum glundroðanum var hressandi að lita inn í sal Svisslendinga sem höfðu Dieter Roth að fulltrúa. Full- komlega persónubundin list hans, án væmni eða heilagleika, túlkun með suðandi kvikmyndavélum, . ljós- myndum og skrifuðum lýsingum, var ánægjulega hversdagsleg inrih'n um allanhátíöleikann. Niðursaltaðir unglistamenn I gömlu saltgeymslunum við Zattare (Magazzini del Sale alle Zattere) og i Cantieri Navali alla Giudecca em aðrir hlutar sýningarinnar. Þótt ekki feli Italimir beinlínis þessi salaikynni er aðgangur ekki auðveldaður með merkingum', og til síöari staðarins er nauðsynlegt að sigla með almennings- báti. Á þessum sýningarsvæðum fá yngri listamennirnir aö sýna sig, þó án frekari hápunkta en eldra fólkið laðaði fram. ,,Hlutstæða myndræna list” er þar aö finna, sérstaklega ítalskan nýmanierisma, seilingar aftur til 17. aldar, „villta” þýska og ítalska list, f áeinar höggmyndir og mörg málverk. Gömlu saltgeymslumar, með hráum múrsteinsveggjum, em skemmtilegar og bjóða upp á notkun fyrir hvers kyns list en bera gripi þá sem sýndir eru ofurliði. Sýningarsalimir í Cantieri Navali eru í aflóga verksmiðjubygg- ingu og er á hrollvekjandi hátt skipt i stöðluð hólf fyrir listamennina, líkt og búrídýragarðL Antoni Tápies Innan ramma Biennalins er sér- sýning á verkum Ántoni Tapies í Scuola Grande di San Giovanni Evangelista ai Frari. Ætíð er ónægju- legt að sjá verk Tapies og þama hefur tekist að setja saman athyglisverða og vel upp setta sýningu. Stórir salimir með verkum hans, sjálfum sér samkvæm, eru sannkölluð vin fyrir þá sem vilja njóta listar í stað þess aö ganga gegnum basar. Hér er líka eini sýningartilutinn þar sem maður verður þess var að fólk staldraði við í lengri tíma og ræddi um verkin, settist niður eða gekk fleiri ferðir gegnum sýninguna. Gagnrýni Meðal gagnrýnenda ber lítið á lof- gjörð um Biennal þessa árs. Vali lista- manna er likt við smekk nasista á þægum listamönnum. Meðalmennska og lágt rifuð segl eru talin einkenna sýninguna. Um sliktmá sjálfsagt velta vöngum, víst er aðeins að byltingar áttu sér ekki stað, og hneyksli eigi að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.