Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1982, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1982, Side 36
NÝJA AGFAFILMAN ÓTRÚLEGA SKÖRP OG NÆM FYRIR LITUM ÓDÝRARI FILMA SEM FÆST ALLS STAÐAR 86611 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA33 SMÁAUGLÝSINGAR SKRIFSTOFA AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11 RITSTJÓRN SlÐUMÚLA 12—14 27022 Frjálst, óháð dagblaö LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1982. Geðsjúklingur á stolnum bíl ókábrú Geösjúklingur af Borgarspítalan- um, á stolnum vörubíl úr Reykjavík, ók á Kláffossbrú við Hvitá í Borgar- firöi rétt eftir hádegiö á miö vikudag. Maðurinn hafði stoliö bQnum i Reykjavík og ók vestur. Viö Kláf- fossbrúna missti hann síöan vald á bQnum með þeim afleiðingum aö bUlinn lenti á brúnni. Maðurinn slapp ómeiddur en vörubíllinn skemmdist töluvert. Maöurinn hafði fariö út af geödeild Borgarspítalans og stolið bílnum. Hann hefur oft áöur komið viö sögu í bUþjófnuðum á undanfömum árum og oftast hafa þær ökuferöir endaö meö árekstrum. Hann er nú i gæslu á Borgarspítalanum. -JGH Morfíni stolið Morfíni var stoliö úr vélbátnum Jóni HaUdórssyni RE 2 aöfaranótt fimmtudags þar sem hann var í Reykjavíkurhöfn. Hurð á stýrishúsinu var brotin upp og þannig var fariö inn í bátina Síðan var fariö inn í klefa skip- stjórans og lyfjaskápur, sem þar er, brotinn upp og tveimur glösum af morfini stolið. Enginn hefur veriö handtekinn vegna þessa en málið er í rannsókn. -JGH. Hesturaf- lífaður eftir árekstur Ekið var á hest á Suöurlandsvegi, rétt austan við bæinn Kjartansstaði í Flóa, um hádegisbUið í gærdag: Hesturinn fótbrotnaði og þurfti aö aflifa hann. Knapinn slapp hins vegarviö meiðsli. BUlinn er ók á hestinn var á austurleið. Þegar hann kom aö hestinum fældist hesturinn og hljóp fyrir bUina Skall hesturinn nokkuö harkalega á bílnum. Meiösli hans voru þaö mikil að aflífa þurfti hann á staönum. Taisvert sá á bUnum. Engin slys urðu á mönnum i þessu óhappi. -JGH Gott veður • Landsmenn munu áfram njóta veðurbliðunnar. Veðurstofan gerir ráð fyrir aö hæg, breytUeg átt verði á öllu landinu yfir helgina. Skýjað veröur meö köflum og úrkomulaust að mesta Hitastig veröur i meðal- lagi. Veðrið ætti því ekki aö hindra útivist. -KMU. LOKI Sviðnar rottur. Tilboðs- verð. SÍS afurðasala. Svíða kindahausa með rottur á hælunum Sóðalegustu aðstæður viö mat- vælaframleiðslu hér á landi eru að líkindum í skúrbyggingu á Kirkju- sandi. I skúmum vinna tveir menn við að sviöa kindahausa fyrir Samband íslenskra samvinnufélaga. Þrátt fýrir ítrekaöar kvartanir starfs- manna yfir vinnuaðstöðunni hefur ekkert veriö gert í málinu í mörg ár, — og heföi að líkindum ekkert gerst ef annaö hefði ekki komið tiL Þegar lögreglumenn voru á staðnum í öörum erindagjöröum í fyrradag hljóp rotta fyrir fætur þeirra. Það var tU þess aö lögreglan kærði málið fyrir heilbrigöis eftirlitinu. Skúrinn er ekki rottuheldur og að því er starfsmenn segja þarf að henda allt að tíu hausum á hverjum morgni sem rottur hafa nagaö yfir nóttina. „Þegar fólk boröar sviö frá Sambandinu veit þaö ekki hvort aðrir hafa staöiö aö þeirri máltíð með því,” sagði annar starfs- maðurinn. „Maður svíður hér hausa meö rottumar á hælunum. ’ ’ Fyrir utan rottuganginn er öU starfsaðstaða á staðnum óforsvaran- leg tU matvælaframleiðslu. Hrein- lætisaöstaöa starfsfólks er einnig tU lítUlar fyrirmyndar. Sögöu starfs- menn aö þaö væri undarlegt að á sama tima og stórfé væri eytt í aö innrétta skrifstofur Sambandsins í húsunum viö hliðina, daufheyröust yfirmenn við öllum kröfum þeirra um úrbætur. Niðurstaöa heUbrigðiseftirlitsins var sú, að starfsemin var leyfö áfram þar til sláturtíð lýkur, gegn því að hausar verði ekki geymdir í skúmum næturlangt. Agnar Tryggvason framkvæmdastjóri bú- vömdeUdar Sambandsins sagöi í samtali viö DV aö síðan yröu geröar gagngerar endurbætur, en nú þegar myndu smiöir taka til viö aö gera skúrinn rottuheldan. Sagðist hann þó ekki geta trúaö því aö óreyndu að þama væri rottugangur. HeUbrigöis- fuUtrúi viröist þó hafa veriö annarrar skoðunar. -ÓEF. DV-myndEÓ. Engin frekari afskipti yfirvalda af Rússanum ,ÍIg býst ekki við að utanríkis- ráöuneytiö eigi frumkvæöi aö einhverjum aðgeröum í málinu,” sagöi Sveinn Bjömsson sendi- ráðunautur, aöspurður um hugs- anleg viöbrögö’ vegna meintrar ölvunar sovésks sendiráðsstarfs- manns undir stýri DV skýrði í gær frá afskiptum lög- reglu og starfsmanna veitinga- hússins „Broadway” af Rússa sem hafði veriö á hljómleikum meö hljómsveit Björgvins HaUdórssonar. Vitni bera aö Rússinn hafi verið ofur- ölvi er hann ók bU, sem hann var á, á annan bU. Vegna diplómataréttinda gat lög- reglan ekki handtekið Rússann. Lög- reglan ók hins vegar bUnum fyrir Rússann að sovéska sendiráðinu. Er málið nú úr höndum lögreglunnar vegna alþjóðasamninga. Sveinn Bjömsson sendi- ráðunautur sagði að vegna Vínar- samningsins mætti ekki lögsækja erienda sendiráösstarfsmenn. Þeir yröu þó aö hlíta landslögum. Ef um mjög alvarlegt brot væri aö ræöa gætu stjórnvöld vísað sendiráðs- mönnum úr landi. Ef um minni brot væri aö ræða mætti búast viö á- minningu. Sveinn treysti sér þó ekki til aö segja um hvort áminning yrði veitt aðþessusinni. Vegna réttinda sendiráös- mannsins var ekki hægt að taka af honum blóðprufu. Mun því Uklega aldrei sannast á hann ölvun. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.