Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1982, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1982, Blaðsíða 6
6 DV. FIMMTUDAGUR 21. OKTOBER1982. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Islenskur Camembert-ostur margfalt dýrari og bragðverri en franskur — segir skattpíndur neytandi Fyrir skömmu fékk ég aö gjöf frá kunningja mínum, sem búsettur er í París, franskan Camembert-ost í hringlaga fallegri tréöskju. Utan á öskjunni stóö að osturinn væri 250 grömm (netto) aö þyngd og aö fitu- innihald hans væri 45%. Þetta reyndist frábær ostur, hreinasta lostæti. Hann var mjúkur og gulleitur aö innan, þegar hann var skorinn. Merkt var líka neöan á botn öskj- unnar verðiö sem kunningi minn greiddi fyrir ostinn í versluninni í París en þaö voru 5,25 frankar og er þaö miöað viö gengi í dag 10,70 íslenskarkrónur. Til fróöleiks brá ég mér í næstu matvöruverslun og keypti íslenskan Camembert-ost. Kostaöi hann 33,00 krónur. Var hann í skældri pappa- öskju og hvergi var getið um þyngd ostsins og aðeins óljósar upplýsingar voru um fituinnihaldið. Ég vigtaöi þennan íslenska ost þegar heim kom og reyndist hann vera 150 grömm nettó. Osturinn var hvítur, haröur og mjölkenndur í miöju. Greinilega var hann ekki enn orðinn nægjanlega „þroskaöur” til neyslu. Ég athugaði hvert verða mundi útsöluverö franska ostsins hér í verslun ef hann væri seldur hér heima, hlutfallslega á sama veröi og sá íslenski. Kom þá í ljós aö sá franski ætti aö kosta 55,00 krónur en þaö er rúmlega fimm sinnum hærra verö en kunningi minn greiddi fyrir ostinn í París, osturinn væri rúmlega 400% dýrari hérlendis. (Miðaö við verö ísl. ostsins, 150 grömm nettó). Getur svona okur þrifist nema í skjóli einokunar? Er ekki augljóst og skynsamlegast aö hætta framleiöslu þessa osts hérlendis en flytja hann inn í staöinn, til dæmis frá Frakk- landi. Væri erlendi osturinn seldur hér, hlutfallslega á sama veröi og sá íslenski er í dag, þá væri unnt aö greiða íslenska framleiöandanum bætur fyrir þaö aö hætta framleiðsl- unni. Eftir aö kaupverð í Frakklandi værigreitt værueftirum2/5afsölu- veröinu, sem nota mætti til þess aö greiöa svolítinn hluta af land- búnaöarstyrkjunum fyrir ríkissjóð og lækka meö því skattaálögumar. I framhaldi af þessari uppástungu mætti athuga hvort ekki væri svípað meö verö annarra landbúnaöar- afuröa hérlendis. Ef svo væri, er þá ekki hag- kvæmast og skynsamlegast að hætta aö mestu innlendri framleiöslu land- búnaöarafuröa og flytja þær inn í staðinn? Myndu þá tollar og skattatekjur af þessum innflutningi nægja til þess aö greiða bændum bætur fyrir þaö aö hætta landbúnaðarframleiðslunni og veita þeim framfærslustyrk um alla framtíö? Þá losnar ríkissjóöur við alla land- búnaðarstyrkina. Skattpíndur neytandi. Skattpindi neytandinn sendi okkur tvœr öskjur, aðra franska og hina isienska. Hann gerir að umtalsefni i greininni mun á öskjum, ostunum og verðinu. DV-mynd E.Ó. Leggst tollur á búslóðina þegar flutt er til íslands? — hvemig ber að flytja stof ublómin? Elín Þorbergsdóttir skrifar frá Senderborg: Hún hefur veriö búsett í Danmörku í 4 ár og hyggst nú flytjast búferlum og koma til íslands. Skrifar Elín aö þau hjónin eigi góöa aö hér á landi, sem senda þeim DV hálfsmánaðarlega. Þess vegna varpar hún fram spumingum á neytendasíðu, sem viö birtum hér ásamt svörum. 1) Má koma meö stofuplöntur heim, þegar heim er haldið, ef svo er, hvemig er best aö flytja þær? Þau svör fengust hjá tollstjóra- embættinu aö varasamt væri að flytja blóm milli landa. „Það er í lagi aö koma meö plöntur til landsins ef haft er meöferðis heilbrigöisvottorö frá opinberum aöila. Vilji menn hins vegar flytja plöntur frá Islandi til Dan- merkur þá ber að hafa samband viö sendiráð Danmerkur og athuga hvaöa reglur gilda þar í landi um innflutning á plöntum.” Jafnframt var bent á, af hálfu tollstarfsmanns, að plöntur hafa verið fluttar inn til landsins í gámum en ekki lifað flutninginn af. Fer þaö aö sjálfsögðu eftir því á hvaða árstíma er flutt. Þaö kemur fyrir að búslóö er í gámi tvær vikur í allt, sem er nokkuð langur tími. „Plöntur sem hingaö eru innfluttar, án afskipta heilbrigöiseftir- lits, geta lagt niður heilu gróöur- húsin,” sagði einn starfsmaöur toll- hússins._______________________ Búslóð og rafmagnstæki 1) Ef búiö er í 4 ár erlendis, þarf maður samt sem áöur aö sýna kvittun á húsgögnumog rafmagnstækjum? „Ekki er þaö nauðsynlegt en mjög til þæginda fyrir okkur hér í tollinum,” svaraði einn starfsmanna þar. Þaö þarf ekki aö greiða toll af heimilismun- um sem eru ársgamlir eöa eldri. Toll ber aö greiða af yngri vörum. Þaö er mjög til bóta að hafa meöferðis kvitt- anir fyrir vörum sem líta út sem nýjar. —RR Ekki þarfað borga toll af búslóð, sem flutt er til iandsins, sé hún orðin ársgömui eða meira. Vottorð frá heiibrigðiseftiriiti þarf að fyigja blómum sem flutteruinn. Ávaxta- terta lkg jarðarber 3/81þurrthvítvín safi úr 1/2 sítrónu 160 g sykur 12 blöð matarlím 1 tertubotn 1/81 rjómi vanillusykur Jarðarberin eru látin í sigti, svo allur safi renni af. Síöan eru þau látin í kringlótt form. Hvítvín, sítrónusafi, 1/8 1 vatn, rauður matarlitur og van- illusykur látinn í pott, hitað upp og hrært í þar til sykurinn er uppleystur. Látiö kólna. Matarlímið er leyst upp og látið saman viö sykurblönduna. öllu er síöan hellt yfir berin og formiö látið í kæli. Síðan er formið látið í heitt vatn aðeins fáeinar sekúndur, svo hlaupiö losni frá börmum þess. Hlaupinu er hvolft yfir tertubotninn. Borið fram með þeyttum r jóma. NEYTANDISPYR: IELDHUSINU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.