Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1982, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1982, Blaðsíða 8
8 DV. FIMMTUDAGUR 21. OKTÖBER1982. ALPÝEXJ SKOLHSIM ÍREYKJAVÍK HVERFISGÖTU106 A 3HÆÐ SÍMI29244 Námskeið Alþýðuskólans í Reykjavík veturinn 1982 -1983 Félagsmálanámskeið 1 Almennt námskeiö í félags- og fundastörfum ásamt leiðbeiningum í framsögn dagana 23. og 24. október n.k. Félagsmálanámskeið 11 Almennt námskeiö í félags- og fundastörfum í fram- haldi af félagsmálanámskeiöi 1. Námskeiðið fer fram dagana 20. og 21. nóvember n.k. Leiklistarnámskeið Almennt námskeið þar sem kennd verða grundvallar- atriði leikrænnar tjáningar og stefnt að myndun leikhóps í lok þess, er síðan setji leikrit á laggirnar í samvinnu við leiðbeinanda. Námskeiðið fer fram í janúarmánuði n.k. Tímasetning verður ákveðin í sam- ráði við þátttakendur. Leiðbeinandi verður þjóð- kunnur leikari og leikstjóri. Stjórmálanámskeið 1 Almennt námskeið um Jafnaðarstefnuna, Alþýðu- flokkinn og starf hans fyrr og nú. Þjóðkunnir stjórn- málamenn munu flytja erindi og lögö verður áhersla á að kryfja viðfangsefnin til mergjar. Námskeiðið fer fram 15. og 16. janúar n.k. Stjórnmálanámskeið II Almennt námskeið um Alþýðuflokkinn og verkalýðs- hreyfinguna og tengsl þeirra fyrr og nú. Erindi fjytja m.a. þekktir forystumenn verkalýðssamtakanna og kappkostað verður að skoða málin niður í kjölinn. Námskeiðið fer fram dagana 12. og 13. febrúar n.k. Samtakanámskeið I Almennt námskeið um störf og stefnu launþegasam- takanna, skipulag þeirra og starfsemi. Námskeiðið fer fram 5. og 6. marz n.k. Félagsmálanámskeið I almennt námskeið í félags- og fundastörfum ásamt leiðbeiningum í framsögn dagana 9. og 10. apríl n.k. Félagsmálanámskeið II Félagsmálanámskeið í félags- og fundarstörfum í framhaldi af félagsmálanámskeiði II. Fer fram dagana 7. og 8. maí n.k. Öll þessi námskeið fara fram í Félagsmiðstöð Sam- bands ungra jafnaðarmanna að Hverfisgötu 106 A 3ju hæð Reykjavík. Innritun er hafin í síma 29244 kl. 9.00-5.00 alla virka daga. Þar eru gefnar allar nánari upplýsingar. Vakin skal athygli á því, að vegna takmarkaðs húsrýmis, er þátt- takendafjöldi á hvert námskeið mjög takmarkaður, en það leiðir jafnframt til ítarlegri kennslu. Fólk er því hvatt til að skrá sig strax á ofangreind námskeið. Fræðsluráð Alþýðuflokksins í Reykjavík —i-----------------------—-------------------- Útlönd Útlönd Útlönd „Betra að deyja..." 20þúsund við útför WlosikíKrakowígær „Betra er aö deyja uppréttur en lifa krjúpandi á hnjánum,” var áletrun á kransi er stáliðnaðarmenn í Nowa Huta lögöu við leiöi ungs rafvirkja sem þeir fylgdu til grafar í gær. Um 20 þúsund manns fylgdu Bogdan Wlosik, sem skotinn var til bana af lögreglumanni í mótmælaaðgeröunum i síðustu viku, og notaöi mannsöfnuðurinn tækifærið til þess að láta í ljós stuðning við Einingu. Fyrir líkfylgdinni var borinn heljar- mikill boröi með hinu pólska nafni Einingar, Solidarnosc, skrifaö í svörtu í staðinn fyrir í rauðu venjulega. Lyftu menn höndum í V-merki á leiðinni frá kirkju til legstaðarins. Lögreglan lét jaröarförina afskipta- lausa en hafði mikinn viðbúnað í næriiggjandi götum. Til annarra mótmælaaögerða kom því ekki og fór allt friðsamlega fram. Öll verkföll og mótmæh virðast hafa verið brotin á bakaftur. Þó gafst sjónvarpsáhorfendum óvenjulegt tækifæri til þess að sjá Einingarfélaga láta í ljós hverjum þeir fylgja að málum. Knattspymuleik, raunar landsleik, var sjónvarpað beint í gærkvöldi. Hluti vallargesta tók að söngla ,ySo-li-dar-nosc” og endurtók sönglandann nokkrum sinnum í leiknum. Verkamenn í Gdansk: Frægir fyrir andóf sitt en nú telur stjórnin að úr þeim sé móðurinn. a® Nýttlyfviö krabbameini Vísindamönnum hefur nú tekist að framleiða nýtt afbrigði af afar dýru og eitruðu lyfi sem eyðir illkynja æzlum og telja þeir að nýja lyfiö eigi eftir aö gefa góða raun í baráttunni gegn krabbameini. 1 frétt frá félagi bandarískra efna- fræðinga segir að þaö hafi verið vís- indamenn við háskólann í Virginíu sem þróuðu afbrigði þetta úr fúkalyfi sem kallast bleomycín en það er framleitt úr örverum sem finnast í jarðvegi. Umsjón: Jóhanna Þráinsdóttir og Guðmundur Pétursson Bleomycin er ákaflega dýrt í fram- leiðslu og kostar kílógrammiö af því um 10 milljónir dala. Það er einnig mjög eitrað og skemmir einkum lungnavef ef það er notað við meðferö ásjúklingum. Afbrigðið er aftur á mótimun ódýr- ara í framleiðslu og mun það gefa vís- indaihönnum miklu meiri möguleika á að gera tilraunir með lyfið til að draga úr eituráhrifum þess. Bleomycín hefur þegar verið notað gegn húðkrabba og krabbameini i mjúkvefjum. En með tilkomu þessa nýja afbrigöis ætti að reynast unnt aö nota lyfið gegn öðrum tegundum krabbameins. Bleomycín hefur þann eiginleika að það leitar uppi æxli í líkamanum og safnast fyrir á stöðum þar sem krabbameinsfrumur eru. | Bróðir | ! Sadats i ! lögsóttur! Yfirvöld í Egyptalandi hafa lagt I I hald á eignir Ismats Sadats, fjög- * I urra eiginkvenna hans og fimmtán I I barna, á meðan rannsókn fer fram * I á kaupsýsluaðferðum hans. 1 Ismat er bróöir Anwars heitinsl ■ Sadats, fyrrum forseta Egypta-| I lands. Saksóknari þess opinbera segir! I að hinn 57 ára gamli Ismat hafi I * „stuðlað að spillingu í stjórnmála- I lífi landsins, spillt efnahagslífi þess | og sölsað undir sigrikiseignir.” Anwar Sadat, sem myrtiu- var í ■ | október í fyrra, hafði sett ferða-1 I bann á yngri bróður sinn og fjöl-1 | skyldu hans og látið hef ja rannsókn I ■ ámeintumlögbrotumhans. Oskubuskubragur á nýju tískunni Fátækralarfar með tilbúnum götum og krumpum munu setja mikinn svip á næstu vor- og sumartísku, af þeim sýn- ishomum að dæma sem gefið hefur aö líta á tískusýningum í París undan- fama daga. En öskubuskunum mun þó leyfast að klæða sig upp til þess að fara á dans- leik og hafa skipti á lörfunum og dýrindiskjólum, sem veröa þó meira eða minna gegnsæir. Virðast tískufrömuðir, einkanlega hinir japönsku, sem mjög eru farnir að láta að sér kveða í tuskubransanum, ætla að bregöast með þessum hætti viö þeirri efnahagskreppu sem hæst ber í allri pólitiskri umræðu þessi árin. Ekki heyrist aö þeir muni lækka mikiö verö- ið. En kjólaefni úr striga, eins og kartöflusekkir, eða úr gasefni eins og kjötpokar eöa grófri baömull.. ,þaö er það sem koma skal. Allt skal þetta vera'krumpaö og sem tætingslegast og með vandlega ásettum götum og rif- um. Vasar eru utanásaumaöir eins og illa áfestar bætur. Faldar upptrosnað- ir. Saumar hafðir utan á, og helst eins og þeir séu að rakna upp. Þannig hugsar Rei Kawakubo, hinn japanski tískufrömuður hjá eina út- lenska tískufyrirtækinu, sem Frakkar hafa hleypt að tískuvettvangi sínum síðustu fjögur árin. Suzie Wong-rifur upp á mjaðmir og gegnsætt efni eiga að leyfa fótleggjun- um að njóta sín. Sem allra mest skal sjást af baki og því sem neðar er. Það verður því yndisþokki og fegurð konulíkamans, sem fyrst og fremst skal skreyta tískuna 1983. Ætti ekki að verða mikill vandi að breyta eldri fatn- aði til samræmis við þessa tísku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.