Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1982, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1982, Blaðsíða 12
12 DV. FIMMTUDAGUR 21. OKTOBER1982. DAGBLAÐIÐ-ViSIR Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnariormaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASOM. - Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍDUMÚLA 12. Préntun: ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI 1». Áskriftarverö á mánuði 130 kr. Verð í lausasölu 10 kr. Helgarblaö 12 kr. Loforðin efnd Sjónvarpsþátturinn í fyrrakvöld, Á hraðbergi, fór vel af stað. Þar var borgarstjórinn í Reykjavík, Davíð Oddsson, tekinn á beinið og spuröur spjörunum úr. Þetta þáttaform er ekki óalgengt í erlendum sjónvarpsstöövum, þar sem harðskeyttir fréttamenn spyrja stjórnmálamenn sem aðra spjörunum úr og umræður fara ekki út í karp milli tveggja eða fleiri viðmælenda, sem enginn botn fæst í. Meö þessu fyrirkomulagi gefst einmitt tækifæri til að fylgja spurningum eftir, þannig að sá sem fyrir svörum situr getur ekki teygt lopann eöa leitt hjá sér aö svara áleitnum spurningum. Ef til vill má segja aö fyrirspyrjendur hafi verið full- kurteisir við borgarstjórann í fyrrakvöld og ekki nýtt sér sem skyldi að fylgja spurningum eöa svörum eftir. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að Davíð Oddsson komst vel frá þættinum. Sú meginályktun verður dregin af svörum hans að gengið hafi verið óvenju rösklega til verks í samræmi við þau kosningaloforð sem gefin voru í kosningabaráttunni. Borgarstjórinn kynnti þá ákvörðun að fasteignaskattar í Reykjavík verða lækkaðir sem svarar 20 milljónum* króna. Þegar hefur verið hrint í framkvæmd ýmsum stjómsýslubreytingum í borgarkerfinu meö því að færa æðstu embættismenn borgarinnar til í störfum. Hætt hef- ur verið við skipulag Rauðavatnssvæðisins og áformað er að úthluta 700 lóðum í Grafarvoginum þegar á næsta ári. Gengið hefur verið af krafti í að skipuleggja það svæöi og ná fram samkomulagi um íbúöabyggð þar. Borgarfulltrúum verður fækkað á næsta kjörtímabili eins og heitið var og áætlanir um byggð í Sogamýrinni við Gnoðarvog hafa verið lagðar til hliöar. I staö íbúðabyggð- ar hefur verið skipulagt útivistarsvæði, sem þegar hefur verið kynnt. Nú má auðvitað alltaf deila um ágæti þessara aðgerða og sjálfsagt er um þær pólitískur ágreiningur. Til þess voru borgarbúar að kjósa yfir sig nýjan meirihluta aö pólitíkin í Reykjavík tæki aðra stefnu en þá sem réði ferð- inni á síðasta kjörtímabili. Sá er og tilgangur kosninga. En það sem skiptir þó meginmáli er hitt að kjörnir full- trúar og þeir sem völdum ná efni þau kosningaloforð sem kjósendum eru gefin. Það er aðalatriðiö, en ekki hvort all- ar ákvarðanir séu blúndum lagöar og öllum að skapi. Það verður hvort eö er aldrei hægt við stjórn heillar borgar. Sú lenska hefur viðgengist alltof lengi hér á landi að stjórnmálamenn segi eitt en framkvæmi annað. Lofi upp í ermina eða svíki fögur fyrirheit. Ef til vill hefur það virðingarleysi stjórnmálamanna gagnvart kjósendum og enn frekar gagnvart eigin loforöum valdið hvað mestum trúnaöarbresti milli kjósanda og frambjóðanda. Fræg eru dæmin um það þegar Sjálfstæðisflokkurinn hamaðist gegn kommisarakerfinu í Framkvæmdastofnuninni fyrir kosningarnar 1974, en lét það verða sitt fyrsta verk eftir kosningarnar aö skipa nýjan kommisar úr sínum eigin röðum að kosningum loknum. Eða þegar Alþýðubanda- lagið krafðist „samninganna í gildi” fyrir kosningar 1978 en hefur allar götur síðan í valdatíð sinni í ríkisstjórn staðið að skerðingum á geröum samningum. Orðheldni stjórnmálamannsins er mikilsverð enda ávinnur hann sér traust, sem er enn mikilvægara en vin- sældirnar þegar til lengdar lætur. Nýi meirihlutinn í borgarstjórn hefur farið vel af stað í þessum efnum. Davíð Oddsson hefur látið hendur standa fram úr ermum. Hann verður í það minnsta ekki sakaður um að svíkja gefin kosningaloforð. Svo hratt gerast nú atburðir í ís- lenskum stjórnmálum að kunnugir mega hafa sig alla við til þess. að fylgjast meö, hvað þá að spá í næstu leiki. Baktjaldamakk hvers konar blómstrar nú í þingsölum, svo að helst minnir kunnuga á ástandið 1974, og það liggur í loftinu aö viöræður þær sem fram fara í stjómarráöinu séu aðeins nauösynlegur ytri búnaður til þess að þjóðin sjái að stjómmálamenn sitji ekki aögerðalausir, en hinar raun- verulegu ákvarðanir séu teknar í gluggakistum við Austurvöll eins og svo oft áður. Nauðsynlegar viðræður Enguaðsíðureruviðræðurþær sem fram fara í stjórnarráðinu nauðsynleg- ar, þó ekki væri nema til þess að gefa opinberlega tóninn um aö menn megi tala saman. Það er langt síöan mönn- um mátti vera það ljóst aö málin leyst- ust ekki ööru vísi, því þingstyrkur ríkisstjómarinnar var þrotinn. Klaufa- lega oröaðar og heiftúöugar yfirlýsing- ar forsvarsmanna stjómarandstöö- unnar í garð bráðabirgðalaga ríkis- stjórnarinnar hafa ásamt þráhyggju sumra forystumanna stjómarliðsins gert alla lausn miklu erfiðari, því að það er nú einu sinni svo að allir þurfa aö „halda andlitinu”, þegar svona stjómarkreppur em leystar. Það var að mínu viti klókt og skynsamlegt útspil h já Steingrími Her- mannssyni, þegar hann hjó á hnútinn og kvað upp úr með að leita yrði sam- starfs viö stjómarandstöðuna um efnahagsaögerðir og kosningar. Ljóst er að forsætisráðherra tók þessari lausn með hangandi hendi, því aö hann virðist enn trúa á aö kraftaverk gerist, svo að honum takist aö sigla stjórnar- fleyi sínu í gegnum þingstörfin í vetur. Tilboðiö kom stjórnarandstööunni að sumu leyti í bobba, en þó er enginn vafi á því aö menn tóku því samt fegins hendi í þeim herbúðum. Það er alveg ljóst að í raun eiga bráðabirgöalögin mikið fylgi meðal stjómarandstæð- inga, enda þótt pólitísk illindi og sært stolt komi í veg fyrir að þeir geti fylgt Nýlega var sýnd í íslenska sjónvarp- inu amerísk sápuópera með Milton Friedmaní aðalhlutverki. Þessi J.R. hagfræðinnar flutti langa og leiöinlega harmtölu um óréttlæti lífsins („Life just is not fair”). Sumir væru ríkir og aðrir músíkalskir, „saadan er livet, det er ej annet,” eins og Anita Lindblom söng forðum daga. Spekingurinn (N.B. ekki Anita Lindblom) segir, aö enginn meginmun- ur sé á því að erfa tónlistargáfur eða fjármuni. Því væri jafn sjálfsagt að sumir lifðu í vellystingum pragtug- lega, án þess að lyfta fingri til öflunar eigna sinna, eins og að sumir væru músíkalskir frá náttúrunnar hendi. Friedman gerir sér ekki grein fyrir því að hægt er að gera fólk arflaust með einu pennastriki, það er snöggtum erfiöara aö eyðileggja tónlistargáfur þess. Hann virðist ekki skilja mun náttúru og samfélags, en það er einmitt ein- kenni frumstæöra manna að sjá ekki þann mun. Þess má geta að frelsisunnandinn Friedman er nóbelshafi, aö vísu ekki í hundalógik. Hinn illijöfnuður Hann virðist ekki þekkja staðalrök frjálshyggjunnar gegn jafnaðarstefnu, þau rök, aö jöfnuöur verði ekki fram- kvæmdur nema með stórfelldu ríkis- eftirliti meö einstaklingum. Ennfrem- ur sé ekki til allsherjar jafnaöarstaöall og því sé tómt mál að tala um algjöran jöfnuð. Þessi rök eru allrar athygli verð, en hverjir hafa boðað alg jöran jöfnuð? Breski félagsfræöingurinn Steven Lukes bendir á að sósíalistar hafi ávallt barist gegn þeim ójöfnuði sem fyrir hendi er á hverjum tíma („exis- ting inequalities”), en aldrei minnst á algjöran jöfnuð sem markmið. Hvaðan Milton Friedman koma þær upplýsing- ar að allt sé fullt af fólki sem vilji gera menn nákvæmlega jafna er mér hulin ráögáta. Að mínu mati er rétt að draga úr ójöfnuði ef aðrir þættir haldast stööug- ir, hins vegar er engin lifandi leiö að Magnús Bjamfreðsson þeim í þingsölum. Þetta staöfesta meðal annars nýlega gerðar skoðana- kannanir, svo að ekki verður um villst, enda þótt þar séu auðvitaö viss skekkjumörk eins og ávallt í slíkum könnunum. Tilboðið um viðræður var Kjallarinn Stefán Snævarr finna mælikvarða á algeran jöfnuö. I auði er fólgið vald og því orkar auðs- jöfnuður valddreifandi ef aðrir þættir haldaststööugir. Af ofansögðu leiðir að auðlaus maöur hlýtur að vera valdlaus. Því hljóta opinberar aðgerðir sem tryggja aö fólk komist ekki á vonarvöl að hafa vald- dreifingu í för með sér. Velferð og auðvald Ef viö kúplum ríkinu algjörlega út úr menningar- og velferöarmálum stór- aukum við vald fjársterkra aöilja. Fulltrúar menningar- og góögerðar- stofnana yrðu aðgangabetlandimilli ríkisbubba. Og það er enginn sem segir að þeir vilji ekki fá nokkuö fyrir sinn snúð. I Bandaríkjunum styðja sumir auðmenn háskóla með því skilyrði aö komiö sé upp prófessorsstööum í því nauðsynleg forsenda þess að menn gætu ræðst við án þess að missa andlit- ið og því hafa menn tekið fegins hendi. Hins vegar verða menn aö gæta ákveð- ins hófs í yfirlýsingum og það hefur þróun mála í sambandi viö bráða- birgðalögin staðfest. Það er óþolandi að menn gangi svo langt í pólitískum yfirlýsingum að þaö sé meiri vandi að hjálpa þeim til við að halda andlitinu en finna ráð til að berjast við verðbólg- una. Gluggakistu- viðræður En sem fyrr segir fara hinar raun- verulegu viðræður ekki fram í stjórnarráöinu. Þær fara fram í bak- herbergjum og gluggakistum þing- hússins. Þær hafa blómstrað mjög upp á síðkastið og munu halda þar áfram. Þær eru nauðsynlegur og óaðskiljan- legur þáttur stjómmála, en þó grunar mig að þingmenn verði að gæta nokk- urs hófs í þeim nú. Menn ætlast til þess að málin séu rædd af hreinskilni og „frjálsu framtaki”. Og þegar Leopold Stokowski stjórnaði sinfóníuhljóm- sveitinni í Pittsburgh heimtuðu eigend- ur hljómsveitarinnar aö hann hætti aö leika Stravinsky og aðra nútíma „vit- leysu”. Stokowski neitaði og var rek- inn að bragði. Að sjálfsögðu eru til mörg dæmi um hið gagnstæða, t.d. rit- aði Herbert Marcuse bók sína um „Einvíddarmanninn” á kostnaö Rockefellers. Ég er hvorki að segja að rikisafskipti af velferðar- og menningarmálum séu góð í sjálfum sér, né aö auömenn séu vondir kallar með hom, hala, og klær. Ég tel hins vegar mikilvægt að vara við þeirri vitleysu að markaðurinn og mannlegt líf utan ríkisins séu endilega svið frelsis og f ramfara. Ofbeldi og markaður Markaðsdýrkun frjálshyggjumanna byggir m.a. á þeirri kenningu Fried- mans að ekkert ofbeldi geti verið fólgið í markaðstengslum sem slíkum. En Friedman gleymir þeirri staðreynd að þrælaflutningarnir frá Afríku til Ameríku, sem kostuðu milljónir manna lífið, vom verk hins „frjálsa” framtaks, ríkisvaldið kom þar hvergi nærri. Var verðlagseftirlit á þræla- mörkuðunum í Charleston? Þaö er meira að segja hægt að smíða sér líkan af hreinræktuöu markaðs- þjóðfélagi, ríkislausu, þar sem menn gætu selt sjálfa sig mansali, t.d. upp í skuldir. I Grikklandi hinu foma var algengt aö menn væru hnepptir timabundið í þrælahald af lánadrottnum sínum uns skuld þeirra var greidd. Þrælahald lagðist af á Vesturlöndum sumpart GLUGGA- KISHJ- STJÓRN? „Friedman gerir sér ekki grein fyrir því, að hægt er að gera fólk arflaust með einu pennastriki, það er snöggtum erfiðara að eyðileggja tónlistargáfur þess.” ebs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.