Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1982, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1982, Blaðsíða 10
10 DV. FIMMTUDAGUR 21. OKTOBER1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Bólivía: SILES ZIIAZO TEKUR VIÐ VÖLDUM AF SIÐSPILLTUSTU STJÓRNISÖGU LANDSINS Siles Zuazo: Fagnað sem þjóðhetju, en vandamálin eru yfirþyrmandi. — Hann lafir varla lengur en tvo mánuði, var haft eftir blaöaútgef- anda nokkrum í Bolivíu er Guido Vildoso Calderón tók þar við embætti forseta í júlí. Og þar rataöist honum satt ai' munni. Vildoso, 192. forsetinn í 157 ára sögu Bolivíu sat aö völdum í 58 daga. Bændur komu sér upp götuvígjum, námuverkamenn neituðu aö lar.' niöur í námurnar. Kaupmenn og verslunarfólk í borgunum La Paz, Cochabamba og Sucre fóru í ótíma- bundiö verkfall — og Vildoso hers- höföingi neyddist til aö lofa aö láta borgaralegri stjórn eftir völdin. Þing þaö sem kosiö var fyrir 27 mánuöum fékk nú loks aö koma saman. Hernán Siles Zuazo tók viö forsetaembættinu sem var hrifsaö úr höndum hans eftir blóðuga upp- reisn hersins aö loknum kosningum 1980. Sósíaldemókratinn Zu. zo ei alls ekki ókunnur forsetaemb.'.tluiu. Þrisvar hefur herinn komið í veg fyrir aö hann tæki viö þessu embætti eftir kosningasigiu'. Hann sat þó aö völdum í fjög.ir ár á sjötta áratugn- um og þjóðnytiiþá m.a. tinnámum- ar, kom á umbótum í landbúnaði og gaf öllumfullorðnumkosningarétt. Þjóöin fagnaði honum eins og hetju er hann sneri aftur frá Perú, en þar hefur hann dvaliö í útlegö. Það veröur þó ekkert gamanmál fyrir hann að taka viö stjórn landsins, einræðisstjóm hersins skilur viö það á barmi glötunar. Veröbólgan nálgast 200%, 2/3 vinnufærra manna eru atvinnulausir og skuld landsins viö útlönd nemur 3,6 milljöröum Bandaríkjadala. Blómstrandi kókaínverslun Seinasta herstjórnin, sem komst til valda undir forystu García Meza hershöföingja, er talin siöspilltasta stjóm í sögu Bolivíu. Hún sendi sveitir vopnaöra manna til aö stela öllu steini léttara úr húsum andstæö- inga sinna. García Meza og félagar hans viö Landbúnaðarumbótastofn- Umsjón: Jóhanna Þráinsdóttir unina lögðu þúsundir hektara lands undirsjáifasig. Herstjórnin í Argentínu aöstoöaöi dyggilega viö aö kæfa lýöræöiö í Bolivíu. Hún sendi stjórn Meza einn- ig 250 milljónir dala í aðstoö til aö rétta landið viö, en þeir peningar hurfu sporlaust. Síðast en ekki síst blómstraöi kókaínverslunin. Jafnvel ráöherrar létu sig hafa þaö að taka þátt í þeim arðvænlegu viðskiptum. Fíkniefna- lögregla Bandaríkjanna telur aö á þessum tveimur árum hafi fram- leiöslan á kókablöðum aukist um 32.000 tonn og aö ársveltan í sam- bandi viö eiturlyfjasöluna hafi numið 5—8 mill jörðum dala. Siles Zuazo hefur svariö þess dýr- an eið aö stemma stigu viö verslun- inni meö eiturlyf og er taliö víst aö þaö leiöi til mikilla átaka á milli hans og hersins. Skömmu áöur en hann tók viö völdum í síðustu viku voru 7 fíknefnaeftirlitsmenn myrtir á hinn grimmilegasta hátt í Los Yungas, en í því héraöi er mikil kókaínfram- leiðsla. Mesta vanda- málið: Herinn Nýi forsetinn hefur líka lofaö aö Sovésk yfirvöld hafa þungar áhyggjur af hjónaskilnuðum — í Moskvu endar nær helmingur hjónabanda með skilnaði. Oftar er það konan sem fer f ram á skilnað og kennir um drykkjuskap bónda síns Yfirvöld í Sovétríkjunum hafa nú þungar áhyggjur af mikilli aukningu hjónaskilnaöa. Því nær annað hvert hjónaband í Moskvu er dæmt til aö fara í vaskinn og á höfuöborgin þó ekki metið í skilnaöartíöninni. Þessi óheillavænlega þróun var nú nýlega tekin fyrir í málgagni stjóm- arinnar, Prövdu, og innan Kommún- istaflokksins hafa verið geröar álykt- anir um aö flokkurinn veröi aö gæta betur aö einingu fjölskyldunnar. Einnig hafa félagsfræðingar og sál- fræðingar fengið að hefja umræðu um þessi mál í ýmsum sérritum þar sem þeir benda á hugsanlegar orsak- ir og úrbætur. Meira aö segja hafa verið geröar tilraunir til aö ræða sum þeirra kynferðislegu vanda- mála sem valda oft erfiðleikum í hjónabandinu — en umræöur um kynferöismál hafa hingað tii verið bannvara í Sovétríkjunum. Tímaritiö Literaturnaya Gazeta hefur líka fjallaö um máliö í óvenju opinskárri skýrslu þar sem segir aö tala hjónaskilnaða í Sovétríkjunum hafi rúmlega þrefaldast á síðustu 20 árum. í Moskvu skilja 46 hjón af hverjum 100, í Odessa 52, í Eystrasaltsborg- inniRiga56. Tímaritiö segir aö í 70% allra tilfella sé þaö konan sem fer fram á skilnað. 40% nefna ofdrykkju bónda síns sem skilnaðarorsök. Ungar stúlkur fáfróðar um kynlíf og getnaðarvarnir — Karlmönnunum hættir til aö varpa af sér allri ábyrgð á fjölskyld- unni og vilja fremur halda sig á bör- um en heima hjá sér, segir Sofiya Kulaeva, hjónabandsráögjafi í Moskvu. Hún segir lika að næst á eftir drykkjuskapnum kæmi grimmd sem skilnaöarorsök — en grimmdin er oft afleiðing af drykk juskapnum. Sérrit nokkurt sem fjallar um félagslegar rannsóknir vill þó halda því fram aö oftar megi rekja rætur hjónaskilnaöa til dýpri vandamála eins og óánægju meðkynlífiö. Þaö gaf í skyn að þaö væru einkum konur sem kvörtuðu undan þessum vandamálum sem mætti svo aftur rekja tii drykkjuskapar manna þeirra. En þaö vildi líka koma sök- inni á þá miklu vanþekkingu, sem ungt fólk í Sovétríkjunum hefur á kynferöismálum. Taldi ritið engan vafa á því aö ástæðan fyrir svo mik- illi vanþekkingu væri mótþrói íhalds- samra skólayfirvaida og Sovét- manna yfirleitt gegn kynfræðslu í skólum. önnur sovésk blöö hafa nýlega tekiö í sama streng og segja að alltof margar ungar stúlkur veröi vanfær- ar af því aö þær vita lítiö sem ekkert um kynlíf og ekkert um getnaðar- vamir. Félagsfræðingur í Moskvu sem ekki vill láta nafn síns getið telur þó að ein meginástæöan sé sú aö hjóna- bandið byggistá röngumgrundvelli. — Ungt fólk hefur fá tækifæri til aö hittast í einrúmi, segir hún. — Svo þaö giftir sig til aö geta notið kynlífs yfirleitt. Einnig gefur giftingarvottorö miklu meiri möguleika á því aö ungt fólk fái eigið húsnæði. Ogift fólk verð- ur oft aö bíöa þess í 10 ár eða meira aö yfirgefa foreldrahúsin vegna hús- næðisskorts. Algengt að grípa til fóstureyðingar En jafnvei þessi sérrit fara var- lega í sakirnar þegar minnst er á kynferðismál. Þau fara ekkert út í smáatriði og veita hvorki fræöslu né huggun. Félagslegar rannsóknir hafa sýnt aö aöeins tæplega 20% sovéskra kvenna er kunnugt um þær getnaöar- vamir sem nú eru fáanlegar í heim- inum. Enda mundi þaö varla hjálpa þeim mikiö aö vita um þær. Getnað- arvarnapillur eru aðaliega innflutt- ar frá Ungverjalandi og A-Þýska- landi. Þær em þó af afar skornum skamti og ein algengasta aöferöin til aö losna viö óæskilegar bameignir er því fóstureyöing. Félagsfræðingurinn ónafngreidi segir aö þaö sé ekki óalgengt að konur gangi í gegnum 6 fóstureyðing- ar eöa fleiri og þaö skildi eftir sig líkamleg og sálarleg áhrif sem kæmu í veg fyrir aö þær nytu kynlífsins í hjónabandi sínu. Hjónabandsráögjafar hafa aftur á móti tekiö þann pól í hæðina aö leysa vandamáliö með því aö koma í veg fyrir hjónavígslu. Eins og t.d. Sofya Kulaeva, sem stjórnar einni af „hjónavígsluhöllunum” í Moskvu. Sagöi hún aö starfsmennirnir reyndu að hafa augun opin fyrir „líklegu vandamálafólki” þegar sótt væri um vígsluleyfi. — Viö reynum aö telja þeim hug- hvarf, sérstaklega ef hjónaefnin eru afar ung og virðast óþroskuö, segir hún. — Ef okkur líst illa á þetta reyn- um viö aun.k. aö fá þau til að bíöa í nokkra mánuði. Sérfræðingar telja aö það verði þó langt aö bíða þess að unnt veröi aö ræða þessi mál opinskátt og hrein- skilnislega í Sovétríkjunum. Einnig álíta þeir aö þaö þurfi aö grípa til ýmissa hagnýtra ráöa tii að draga úr þessari þróun. Eins og t.d. aö minnka húsnæðisekluna sem gerir hjónabandiö svo f reistandi fyrir ungt fólk og hefja markvissa baráttu gegn áfengissýki sem kemur svo mörgum hjónaböndum á kaldan klaka. (Reuter)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.