Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1982, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1982, Blaðsíða 40
NYJA AGFAFILMAN ÓTRÚLEGA SKÖRP OG MÆM FYRIR LITUM ÓDYRARI FILMASEM FÆST ALLS STAÐAR PIERPOnT Svissnesk quartz gœða-úr^ Fást hjá flestum úrsmiðum 861611 AUGLYSINGAR SÍÐUMÚLA 33 AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI II FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1982. Líklegt að kosningar dragist fram á vorið — „eintómt rugl að einhver hafi veríð knúinn til einhvers,” segir forsætisráðherra Aðild að kaupfélögunum til sölu? I sameinuöu Alþingi hefur Eyjólfur Konráð Jónsson lagt fram fyrirspurnir til viöskiptaráðherra um hvaö líöi undirbúningi aö nýrri löggjöf um sam- vinnufélög og samvinnusambönd. Alþingi ályktaöi um slíka löggjöf vorið 1980. Þá spyr þingmaöurinn um afstööu forystumanna samvinnufélaganna og SIS og hvort samstaöa sé á milli þess- ara aöila um nýja löggjöf. Einnig er spurt, hvort hugmyndir Erlends Einarssonar, forstjóra SkS, um „aö gera fólki kleift að kaupa hluti í kaup- félögunum og öörum samvinnufélög- um” hafi veriögra';nskoöaöar. Lokser innt eftir því hvoa adiugaöar hafi ver- iö leiöir til þess aö samvinnumenn fái raunveruleg yfirráð í eigin félögum. HERB „Það er eintómt rugl aö einhver hafi veriö knúinn til einhvers,” sagöi dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráö- herra í samtali viö DV í morgun. Gunnar samþykkti í gærmorgun aö tilmælum Alþýðubandalagsins og Framsóknar aö ræöa viö stjórnar- andstööuna um alþingiskosningar á fyrri hluta næsta árs. „Eg hef hafnaö kröfum um aö kosið veröi í ár. Fyrir alþingi liggja mörg stórmál eins og kjördæmamál- iö, endurskoöun stjórnarskrár, bráðabirgöalög og framlenging tekjustofna. Afgreiösla þessara mála tekur langan tíma og í sam- ræmi viö þaö veröur aö meta hvenær rétt þykir aö kjósa á næsta ári,” sagði dr. Gunnar einnig. Aðdragandi samþykktar forsætis- ráöherrans er sá að síðastliðinn þriöjudag komu formenn þingflokka stjórnarliös og stjómarandstöðu saman til fundar. Stjómarandstaöan lýsti því yfir aö ekki kæmi til greina aö semja um afgreiöslu þingmála framtil vors. Aö loknum þessum fundi þinguöu forsvarsmenn Framsóknar og Alþýöubandalags og varö niöurstað- an sú aö Steingrimur Hermannsson og S vavar Gestsson gengu á fund for- sætisráðherra í gær og geröu grein fyrir þeim vilja flokka sinna að kosið yrði á fyrri hluta næsta árs. Gunnar Thoroddsen forsætisráð- herra samþykkti þetta en þaö getur þýtt aö ekki veröi kosið fyrr en í vor. Vitaö er aö Framsóknarmenn hafa ekki áhuga á kosningum fyrstu mán- uöi ársins svo ekki er ólíklegt aö kosningar dragist fram á vor. Forsætisráðherra hefur boðaö for- menn allra þingflokkanna á sinn fund í fyrramáliö til aö ræöa um hugsanlegar kosningar. Önnur mál veröa til umræðu eins og bráöa- birgöalögin og kjördæmamálið. -gb. Kona fyrir bfl á Akureyri Miöaldra kona varð fyrir bíl á Akur- eyri um klukkan sex í gærkvöldi. Slys- iö varö í Skógarlundi en konan var aö ganga yfir götuna í slæmu skyggni er bíllinn skall á henni. Aö sögn lögregl- unnar kvaöst ökumaöur bílsins ekki hafa séö konuna fyrr en hún lenti á bílnum. Konan var flutt á sjúkrahúsiö á Akureyri en meiðsli hennar eru ekki talin mjög alvarleg. -JGH Bflvelta í Eyjafirði Bílvelta varö í Eyjafiröi á Melgeröis- melum í Saurbæjarhreppi um hádegis- biliö í gær. Ökumaður sem var einn í bílnum slapp aö mestu ómeiddur. Bíll- inn er af gerðinni Citroen Pallas og er hann nýlegur. Hann skemmdist mikiö í veltunni. —JGH Bakarar kæra innflutning Ríkissaksóknara barst nýlega kæra frá Landssambandi bakarameistara um ólöglegan innflutning á kökum. Var kærunni vísað til Rannsóknarlög- reglunnar, þar sem hún er nú til um- fjöllunar. Bakarar finna bakkelsinu þaö helst til foráttu, að umbúðum sé mjög ábótavant. Kökumar eru oft sagðar nýbakaöar, dagsetningar eða hráefnislýsingar vantar og iöulega er framleiðslulands eöa staöar látiö óget- iö. PÁ LOKI Iðnnemarnir hafa fundið hina endaniegu iausn í póiitíska þrasinu — tvær stjórnir. Komið til veislu Forseetisréðherrahjón Islands, dr. Gunnar Thoroddsen og frú Vala, voru meðal gesta i veislu forseta íslands til heiðurs forseta Finn- lands á Hótel Sögu i gærkvöldi. Myndina tók Gunner V. Andrésson er þau voru að ganga i Súlnasalinn. -HMU. Italskur poppari hljóðritar hér Hér á landi er staddur ítalski dægur- lagasöngvarinn Sorrenti. Söngvari 'þessi varö í ööra sæti Eurovision- keppninnar fyrir u.þ.b. 2 árum. Hérna er Sorrenti staddur til aö hljóðrita 'stóra plötu í hljóöveri Rúnars Júlíus- sonar í Keflavík, en upptökunni stjóm- ar Þórir Baldursson. Áöur haföi hann tekið upp smáskífu á sama staö og er hún nýkomin út á ítalíu. Undirleik á plötunni annast Þórir Baldursson og Jóhann Ásmundsson, bassaleikari Mezzoforte. -PÁ 200 HEYRNARTÆKI HURFU AF LANDI Tvö hundruö heyrnartæki, sem Heyraar- og talmeinastöð íslands haföi pantaö, voru send aftur úr landi til Danmerkur. „Við vitum ekki ástæöuna fyrir því að þau voru send út en þaö er mjög miður aö þetta gerðist,” sagöi Einar Sindrason læknir. „Viö erum búin aö gera ráöstafanir til aö fá tækin aftur með hraöi,” sagöi Einar ennfremur. Heymartækin höfðu legiö á hafnar- bakka. „Viö höfum ekki haft peninga til aö leysa þau út,” upplýsti Einar. „Þetta hefur bara veriö einhver klaufaskapur aö senda þau út,” sagöi hann. Vegna fjármagnsskorts hefur Heymar- og talmeinastöðin ekki átt nein heyrnartæki á lager um nokkurt skeið. Einar Sindrason sagði aö loforö heföi nú fengist f)rir fjárveitingu. Myndi máliö því vonandi leysast á næstunni. —kmu Tvær stjórn- ir í Iðnnema- sambandinu - deilur um skrífstofu sambandsins halda áfram Tvær stjómir berjast um völdin í Iðnnemasambandi íslands. Annars vegar fráfarandi stjórn sem telur sig enn ráöa vegna þess að ný stjórn hafi aldrei tekið formlega viö völdum. Hins vegar stjórnin sem var kjörin á sambandsþinginu. Sú síöar- nefnda hélt í fyrrakvöld fund á Hótel Esju þar sem Haraldur Kristjáns- son, kjörinn formaður, dró afsögn sína frá sambandsþinginu til baka. Telur hann að með því sé stjóm hans orðin fullkomlega lögleg. Ætlun þeirrar stjómar er aö hefja mikið útbreiöslustarf og félagslega eflingu sambandsins, eins og Haraldur orðaöi það í morgun. Á fundinum var einnig skipaö í framkvæmdastjórn. Deilan um hver ráöa skuli lyklin- um að skrifstofu Iðnnemasam- bandsins stendur enn. Fráfarandi stjórn ræöur skrifstofunni nú og segist halda henni þar sem hún ein sé lögleg og starfa áfram eins og ekkert hafi í skorist. Einhverjar hreyfingar milli deilu- aðila hafa veriö til sátta. I gær var haldinn fundur fulltrúa beggja stjórna um aö fá hlutlausan aöila til aö ganga á milli. Samkvæmt heimildum DV var fundurinn vinsamlegur en engar ákvaröanir teknar. Máliö er í athugun hjá lög- fræðingum. -JBH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.