Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1982, Blaðsíða 4
4
DV. FOSTUDAGUR 29. OKTOBER1982
Vilji yfirgnæfandi
meirihluta:
Engan flúor
f drykkjar-
vatnið
— samkvæmt skoðanakönnun DV
„Betra aö vera tannlaus um tíma en heilsulaus alla ævi," sagði einn að-
spurðuri flúorkönnuninni.
Yfirgnæfandi meirihluti lands-
manna er því andvígur að flúor verði
settur í drykkjarvatn. Þetta eru
niöurstöður skoðanakönnunar sem
DVhefurgert.
Af heildinni voru 18,8 af hundraði
því fylgjandi, að flúor yrði settur í
vatnið. 53,7 af hundraði voru þvi and-
vígir. 22,8 af hundraði voru óákveðn-
ir og 4,7 vildu ekki svara.
Þetta þýðir að 74% eöa þrír af
hverjum fjórum þeirra, sem tóku af-
stöðu, voru á móti flúor í drykkjar-
vatn.
Andstaðan var langmest á höfuð-
borgarsvæðinu og svipuð meðal
kvenna og karla. Einnig úti á landi
var talsverður meirihluti andvígur
flúornum.
Urtakið í skoöanakönnuninni var
600 manns þar af helmingur af hvoru
kyni. Helmingur hinna spurðu voru á
höfuðborgarsvæðinu.
Spurt var: ,,Ert þú fylgjandi eða
andvígur því að flúor verði settur í
drykkjarvatn?”
Harðar deilur
um flúor
Inntaka flúors fer fram með blönd-
un efnisins í neysluvatn, fæðu eða
meðtöflugjöf.
Tugir millj óna manna um víða ver-
öld neyta nú vatns í fæðu með flúor-
innihaldi. Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunin (WHO) mælir meö flúor-
bætingu neysluvatns. Bandaríkja-
menn hafa um 50 ára reynslu af
flúorblöndun. Á Irlandi var flúorbæt-
ing neysluvatns lögboöin fyrir um
tuttugu árum. Otvortis flúormeðferð
fer fram með flúorburstun, skolun
eöa penslun. Hafa Danir til að
mynda lagt mikla áherslu á slíka
flúormeðferð og sumir segja að þeim
hafi nærri tekist aö útrýma tann-
skemmdum í skólabömum á þann
hátt þar í landi. Þrátt fyrir mikið
fyrirbyggjandi starf tannlækna í
grunnskólum hér á landi og aukna al-
menna fræðslustarfsemi virðist lítið
draga úr tannskemmdum hérlendis.
Drykkjarvatn er hér mjög flúor-
snautt og hefur getum verið aö því
leitt að samband kunni að vera á
milli þess og hinna miklu tann-
skemmda.
Samkvæmt upplýsingum frá
Tryggingastofnun ríkisins er var-
lega áætlaður kostnaður hins opin-
bera við tannviögerðir árið 1982 tal-
inn veröa um 120 milljónir króna.
Fyrir þessa upphæð mætti byggja 20
þriggja deilda barnaheimili eða 4
grunnskóla fyrir 500 nemendur,
hvort tveggja með öllum búnaöi. Eða
þá 4 stór keppnisíþróttahús. Hér er
ekki talinn með kostnaður borgar-
anna og öll þau óþægindi sem af
tannskemmdum stafa.
Flúorþing var haldið hér á landi í
sept. sl. Þátttakendur voru innlendir
og erlendir vísindamenn. Þeir er-
lendu frá Norðurlöndunum, Irlandi
og Bandarikjunum. Allt meömælend-
ur flúors í drykkjarvatn.
Töluvert þekkingarleysi er um
hættur af flúor, hvort heldur er í töfl-
um, tannkremi eða munnskoli og
flúorblöndum drykkjarvatns. En sá
reginmunur er á að drykkjarvatnið
er sameign okkar allra en hver ein-
staklingur ræöur sinni flúor-inntöku
þegar það er í töfluformi, tannkremi
eða munnskol.
Náttúrulegur flúor nefnist
kalsíum-flúor. Hann er úti um allt í
náttúrunni og oftast í eölulegu sam-
ræmi við önnur efni sem halda eitur-
áhrifum hans í skefjum. Þessi efni
eru kalk, fosfór, og magnesíum en öll
eru þau mikilsverð næringarefni.
Tilbúinn flúor nefnist natríum-
flúor. Hann er talinn um 20 sinnum
eitraðri en kalsíumflúor.
I Noregi er kalksnautt bergvatn
eins og hjá okkur og þar er flúorbæt-
ing drykkjarvatns bönnuð.
Andstæðingar þess að flúor verði
settur í drykkjarvatn okkar segja að
fólki eigi að vera þetta í sjálfsvald
sett. Þeir, sem kjósa, geti bætt tann-
heilsu sína. Flúorinn eigi ekki að
vera í vatninu. Margir telja að af því
gæti stafað eitrunarhætta.
Þá telja margir að flúorinngjöf
herði að vísu tennur i bömum og
seinki skemmdum. En þessar tennur
verði veikbyggðari og þurfi meiri
viðgerða við, þegar skemmdimar
byrja. Þetta skýri, hvers vegna
„tannlæknum hafi stórlega fjölgað í
flúorborgum Bandaríkjanna”.
Um þessi mál hafa staðiö talsverð-
ar deilur og verða vafalaust áfram.
Báðir aðilar setja fram margvisleg
rök máli sínu til stuönings.
-HH
Niðurstöður skoðanakönnunarinnar
urðu þessar:
Fylgjandi 113 eða 18,8
Andvígir 322 eða 53,7
Óákveðnir 137 eða 22,8
Vilja ekki svara 28 eöa 4,7%
Ef aðeins eru teknir þeir, sem tóku af-
stöðu, verða niðurstöðurnar þessar:
Fylgjandi 26%
Andvígir 74%
Vilja ekki svara 137 eða 22,8%
Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði
Leikstýrt af fullkomnu öryggi!
Af fullkomnu öryggi leikstýrir
Hrafn Gunnlaugsson Félagsheimil-
inu — framhaldsleikriti sjónvarpsins
með þeim árangri, að höfimdar
þekkja ekki verk sín, þegar þau birt-
ast á skjánum. Guðný Halldórsdóttir
átti handritið að fyrsta þætti, og
verður Svarthöfði að segja eins og
er, að honum þótti verkið ágætt. Nú
eru líkur á því að það hefði getað
orðið enn betra, ef allur texti Guðnýj-
ar hefði verið notaður en minni af-
káraskap beitt við gerð aðalpersón-
unnar, Sigvalda hins sænskmennt-
aða, sem gaf sig allan upp fyrir hið
meðvitaða innra líf með konu húss-
ins, heilsubótargöngum og fídusi í
Þorláki þreytta.
Af misþyrmingum á verki Jónasar
Guðmundssonar er það að segja, að
svo virðist sem leikstjórinn hafi sam-
ið klósettsenur og fylliríisfyrirbæri í
verkið, sem Jónas var sársasaklaus
af. Síðan er látið bregða fyrir löngum
brauðreður með smjöri og vita þá
bitastaöir í Reykjavík hvernig á að
bera samlokurnar fyrir Hrafn. Eftir-
leikurinn við þéssa þætti hefur að
sínu leyti verið mikið skemmtilegri
en þættimir sjálfir, og byggist það á
stórbrotnum yfirlýsingum í blöðum.
Er það tillaga Svarthöfða að saminn
verði einn þáttur tU viðbótar út af
deUumálum leikstjóra og höfundar,
sem sýndur verði á annan í jólum
með tilheyrandi fögnuði og brauðreð-
ursáti.
Að vísu skal á það bent, að þetta er
ekki í fyrsta sinn sem leiksmiðjur
taka sig tU og þústa höfunda í text-
ntn. Lengi hafa leikarar varla opnað
munninn, að þeir lýsi því ekki fjálg-
um orðum hvemig þeir og leikstjór-
ar hafi bjargað heUum leikverkum
frá glatkistunni með því að bæta inn í
orðum og setningum og feUa annað
burt. Hefur þetta þótt bera vott um
gáfur og leUdistarhæfni, og í raun
færst á stundum svo í aukana, að
leikarar og lelkstjórar hafa átt
meira í verkunum en höfundamir.
Þeir hafa tekið þessu þegjandi, enda
skiptir miklu máU fyrir suma þeirra
að lifa stóm lífi í leikhúsheiminum,
þótt á þeim liggi grunur um að koma
aldrei heUu verki frá sér. Goðsögnin
ntn hina smíðaglöðu leikara hefur nú
sprungið út, svo að segja, í leUrstjóm
Hrafns Gunnlaugssonar. Hann er
talinn leggja lítU handrit fram við
gerð eigin verka, svona þrjár tU f jór-
ar vélritaðar blaðsíður, og má vera
að fullritaður textl verki aðeins á
hann eins og hvert annað buU.
Það er augljóst á svörum Hrafns
við aðfinnslum höfundar á borð við
Jónas Guðmundsson, að upphefð
Jónasar hefur ekki komið frá sjón-
varpinu, eða þeim kennslustundum,
sem uppi voru hafðar og hétu að
kenna ætti fólki að skrifa sjónvarps-
leikrit. Þessar kennslustundir vom
fyndnar í besta lagi og minnir á upp-
skriftir að sögum, sem látnar era í té
handa þvi fólki sem fyUir heimUisrit
með buUi í útlöndum. Þar skiptir
máU upp á afköst, að fólki sé leið-
beint um atferU í texta, svo réttur
herragarðseigandi bami rétta þjón-
ustupíu.
Nú em hér starfandi nokkrir kvik-
myndaleikstjórar og finna þeir sjáU-
sagt töluvert tU sin og sinnar iðju.
Margir þeirra hafa i raun ekki lært
annað i kvikmyndun en fara á nám-
skeið i nokkra mánuði. Síðan koma
þeir hingað heim á Utla ísland og
vita betur en páfinn hveraig á að
gera myndir og sjónvarpsþætti.
ÓhjákvæmUegur trúnaðarbrestur
fylgir í kjöUarið mUU kvikmynda-
gerðarmanna og áhorfenda, sem lýs-
ir sér í siminnkandi aðsókn að kvik-
myndum. „Home movies” em ekki
það sem koma skal. Að auki virðist
svo ekki vera hægt að halda uppi
sæmUega siðuðu sambandi við höf-
unda, og byggir það auðvitað á gáfu-
maunahefðinni úr leikhúsinu, þar
sem höfundurinn er einhvers konar
aðskotadýr, amamba, sem sjáUsagt
er að hræra i með leikhússleUinni.
Þetta bara borgar sig ekki tU Iengd-
ar, og líklega væri Hrafn Gunnlaugs-
son betur kominn, hefði hann látiö
textann eiga sig og lofað okkur að
dæma. Svarthöfði.