Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1982, Blaðsíða 8
8
DV. FOSTUDAGUR 29. OKTOBER1982
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Herskársér-
trúarflokkur
Deila vegna umferöarlagabrots
endaði í skotbardaga milli lögregl-
unnar í Kraftaverkadal í Arizona
og sértrúarflokks, sem gefur sig aö
trúar- og kraftaverkalækningum
en meðlimir hans eru allir blökku-
menn. Þrír úr söfnuöinum létu lífið
en níu særöust.
Söfnuður þessi býr í eyðimörk-
inni skammt frá landamærum
Mexíkó. Þegar lögreglumaður birt-
ist þar með stefnu á hendur einum
safnaðarmeölimnum var hann
hrakinn burt af safnaðarsystkinun-
um. 300 lögreglumenn voru sendir
á staðinn og umkringdu byggðina
en þá braust út fullkomið stríð, þar
sem báðir aðilar beittu skotvopn-
um. Fimm lögreglumenn hlutu
handleggs- og fótbrot í handalög-
málum sem fylgdu þegar skothríð-
inni linnti.
Herörgegn
glæpalýöíSovét
Formaður kommúnistaflokksins
í Azerbaijan í Sovétríkjunum hefur
boðað hreinsun innan lögregluliðs-
ins og réttarfarsins í sérstakri her-
för sem hafin skuli gegn glæpum og
spillingu i lýðveldinu.
Skýrði formaðurinn frá því að
fjórtán dómurum, saksóknurum og
lögregluforingjum heföi verið vikiö
úr embættum fyrir embættisglöp.
Þeir hefðu með atferli sínu grafið
undan trausti almennings á réttar-
farinu enda sumir þeirra flæktir í
glæpaspillinguna.
Azerbaijan, sem er í Kákasus,
hefur lengi haft orð á sér fýrir tíða
glæpi og í heimsókn til Bakú í síð-
asta mánuöi lét Brezhnev forseti
orð falla í þá átt að eitthvaö þyrfti
að gera í málinu.
Málaferli vegna
herskyldunnar
Verjendur í Los Angeles vilja
grafast fyrir um hvaða hlut Hvíta
húsiö eigi í málshöföunum á hendur
ungum mönnum sem neita að
gegna herkvaöningu. Þeir segja að
þarna geti verið um mismunun og
ofsóknir aö ræða í því hverjir séu
sóttir til saka og hverjir ekki af
þeim sem neita herskyldunni.
Halda lögmennirnir því fram að
skjólstæðingur þeirra, 21 árs
maður að nafni David Wayte, og fá-
mennur hópur ungra manna hafi
verið látnir gjalda fyrir það að þeir
hafi á opinberum vettvangi haft
uppi mótmæli gegn herskyldu og
herkvaðningu. En margir aðrir
hafi verið látnir óáreittir.
Vilja þeir kalla Edwin Meese,
ráðgjafa Reagans forseta, í vitna-
stúkuna til yfirheyrslu og fá lögð
fram í réttinum minnisblöö af
samræðum hans og forsetans um
þessi efni.
m
Áleið
út í
geim-
Þeir 79 geimfarar sem hingað til
hafa ferðast um geiminn á vegum
bandarisku géimrannsóknarstofn-
unarinnar hafa átt tvennt sameigin-
legt. Þeir hafa allir verið karlmenn
og allir hvitir. En nú á að bæta úr
því. I ársbyrjun 1983 fer fyrsti þel-
dökki maðurinn út í geiminn og í
apríl sama ár fyrsta konan.
Þau voru valin úr hópi 8000
umsækjenda sem sóttu um þjálfun til
geimferöa 1978. Eitt af helstu skil-
yrðunum er að umsækjandi sé góður
vísindamaöur og vel á sig kominn
líkamlega og í þetta skiptiö töldust
alls 8 konur og 2 þeldökkir hæf til
þjálfunar.
Hér á myndinni sjáum við braut-
ryðjendurna á æfingu og af svipnum
að dæma leggjast væntanlegar geim-
feröir bara vel í þau. Konan heitir
Rhea Seddon og er 35 ára gömul og
læknir að mennt. Sá þeldökki er Ron
McNair, 32 ára eðlisfræðingur.
Kínverjar meira en
fjórdiaigur mamkyns
Hui-kínverjar sýna þjóðaríþrótt sina, glimu við naut.
Fyrstu fréttir af mesta manntali
sem fram hefur farið í heiminum
herma að Kínverjar séu orönir meira
en einn milljarður. Þó viröast strangar
aðgerðir til fjölskyldutakmarkana
hafa dregið úr ibúafjölguninni.
Að manntalinu störfuðu fimm
milljónir kínverskra embættismanna
fimmtán daga í júlí í sumar. Sam-
kvæmt því munu vera 1.008 milljón
Kínverjar á meginlandi Kína. — Ef
með væru taldir Kinverjar á Taiwan, í
Hong Kong og á Macao nær fjöldi
þeirra sennilega 1.032 milljónum, sem
er meira en fjórðungur allra íbúa
jarðar.
Þessar tölur sýna að íbúum Kína
hefur f jölgaö um 314 milljónir frá því í
síðasta manntali í Kína, árið 1964. Þó
hefur fjölgunin farið úr 27,8 af þúsundi
HEF
OPNAÐ
Fjölbreytt úrval góðra
mynda í VHS og BETA.
Opið frá kl. 19-22
MYNDBANDA mánud. — föstud. 15—22
LEIGU laugardaga og sunnudaga
AÐ SUÐURGÖTU 53,
HAFNARFIRÐI
VIDEO-SAND
61
niður í 14,55 af þúsundi árið 1981 og er
það þakkað barneignatakmörkunum
og aukinni notkun getnaðarvarna.
Kínversk yfirvöld hafa stranglega
fylgt á síðustu árum bameignatak-
mörkunum sem gera ráð fyrir einu
bami á hver hjón. Hjón með eitt bam
fá ríflegar fjölskyldubætur og ýmis
hlunnindi en þau sem eignast fleiri
böm missa bætur sínar. Helst hefur
gætt andstööu við þetta í dreifbýlinu,
þar sem bændur vilja eignast í það
minnsta einn son til þess að viðhalda
ættinni ognafninu.
I manntalinu kom einnig í ljós að í
Kína eru30 milljón fleiri karlar en kon-
ur, eða 106 kariar um hverjar 100
konur. Um 800 milljónir búa í dreifbýl-
inu en nær 207 milljónir í borgum og
bæjum. Shanghai er stærsta borgin
með 11,9 milljón íbúa, á meöan 9,2
milljónir búa í Peking, höfuðborginni.
Fjölmennasta héraðið eða fylkið (af 29
umdæmum Kína) er Sichuanhéraöið,
þar sem búa 99,7 milljónir manna.
(Sichuan eitt gæti dugað til þess að
komast í hóp tíu fjölmennustu ríkja
heims.)
. Um 93,3% ibúanna eru „Han”-
Kínverjar en 67,2 milljónir teljast til
minni þjóöarbrota. Þar á meðal eru
13,4 milljónir Ziiuang-Kínverjar (í
suðvestur-Kína), 7,2 milljónir Huiar
(múhameðstrúar) og 53 kynþættir aðr-
ir, eins og mongólar, Mansjúríumenn
ogTíbetar.
Um þrír af hverjum fjórum Kínverj-
um, komnir yfir tólf ára aldur, geta
lesið og skrifað en hinir eru ýmist hálf-
læsir eða ólæsir.
Fullnaðamiðurstöður manntalsins
verða ekki birtar fyrr en 1984-85 en ein-
hverjar fleiri upplýsingar munu
streyma frá tölvunum á komandi ári.
Fram hefur komiö að 4,33 milljónir
manna eru í her alþýðunnar og er það í
fyrsta sinn sem látið er uppi hvað hann
er f jölmennur.