Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1982, Page 5
DV. FOSTUDAGUR 29. OKTOBER1982
5
Ummæli fólks
FLÚORí
KÓKA KÓLA?
„Ég er á móti því að troða efnum upp
á fólk,” sagöi karl á Reykjavíkursvæð-
inu, þegar hann svaraöi spurningunni í
könnuninni. „Mig óar við svona að-
geröum. Ég vil ekki flúor í drykkjar-
vatnið nema færð yrðu óyggjandi rök
fyrir því að það væri skaðlaust,” sagði
kona á Reykjavíkursvæðinu. „Þaðyrði
algjör glæpur, ef farið yrði að bæta flú-
or út í drykkjarvatnið okkar. Þaðgæti
reynst stórskaðlegt og þá er betra að
vera tannlaus um tima en heilsuveill
alla ævi,” sagði karl á Reykjavíkur-
svæðinu. „Flúor getur skemmt bragðið
af vatninu. Ef menn vilja flúor, geta
þeir keypt það sjálfir,” sagði karl úti á
landi. „Vatnið verður vont af flúor,”
sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. „Ég
vil fá að drekka vatnið ómengað,”
sagði annar. „Andvígur. Við eigum
alltof gott drykkjarvatn til þess,”
sagði karl á Akureyri. ,,Ég vil ekki flú-
or í vatnið því ég er með þrjú lítil
böm,” sagði kona í sveit á Norðurlandi
vestra. „Fólk, sem þarf flúor, getur
fengið það á annan hátt en í drykkjar-
vatni,” sagði karl á Norðurlandi
vestra. „Mér finnst skerðing á frelsi að
setja flúor í drykkjarvatnið,” sagði
karl á Austurlandi. „Flúor er eitur og
ég vil ekki sjá að það sé sett í vatn hjá
almenningi,” sagði karl á Reykja-
víkursvæðinu, „Flúor á bara að gefa í
pilluformi. Þá getur hver og einn séð
umsjálfansig,” sagðikonaí Keflavík.
„Vatnið er flúorblandað á Kefla-
víkurflugvelli og reynslan af því góð,”
sagði karl í Keflavík. „Fyrst er nú að
fá drykkjarhæft vatn hér á Isafirði og
siöan er hægt að athuga að flúorbæta
það,” sagði karl á Isafirði. „Það má
prófa að set ja flúor í vatnið í nokkur ár
og sjá hvemig það reynist,” sagöi kona
í Keflavík. „Ég er viss um að bömin
yrðu ekki með eins skemmdar tennur
ef flúor yrði settur í vatnið,” sagði
kona á Reykjavíkursvæðinu. „Það
skiptir mig engu. Við fáum hvort eð er
aldrei fiúor í vatnið á þessum bæ,”
sagði kona í sveit og fleiri sveitarmenn
sögðueitthvaðþvílíkt. „Maðurveitsvo
lítið um þetta. Ef það er betra fyrir
tennumar þá er sjálfsagt að láta flúor í
vatnið,” sagði kona á Norðurlandi
eystra. „Fylgjandi. Það dregur úr
tannskemmdum,” sagði kona á höfuð-
borgarsvæðinu. „Jú, allt í lagi ef flúor-
inn er í litlu magni,” sagði karl á
höfuðborgarsvæðinu. ,Jíg teldi réttara
að setja flúorinn í kóka kóla því það
drekka bömin meira heldur en
vatnið,” sagði karl á Reykjavíkur-
svæðinu. „Rannsaka það betur fyrst,”
sagöi kona á Reykjavíkursvæðinu.
Margir tóku fram að þeir vissu ekki
nóg um máliö. „Mér finnst í lagi að
setja flúor í heita vatnið,” sagði karl í
Reykjavík.
-HH.
Fyrir fólk
með hágæða kröfur
Ertu að endurbæta herbergið eða fíytja í
nýja íbúð?
Vid eigum í miklu úrvali á Ijómandi góðu
verði hin sívinsœlu bastteppi sem unnt er
að setja beint á stein, hvort heldur á gólf
eða veggi.
Sendum ípóstkröfu um landallt.
Hjá okkur eruð þið alltaf velkomin.
Dy-Vý
Erum búnar aö opna aö Eddufelli
2 í Breiðholti
Hárgreiðslu- og snyrtistofu.
Þjónustan er frá tám og upp úr.
Stofan ber nafnid Dy—Vý
\ en við heitum Dandý og Viktoría.
Leiöir 12 og 13 stoppa fyrir framan.
Símar: 79262
og 79525.
Útibú f rá Borgarl jósum
við Hverfisgötu
Nýlega opnaði raftækjaverslunin dóttir. Nýja verslunarhúsnæðið er 180
Borgarljós útibú viö Hverfisgötu 32. m!. Megnið af vörunum eru borðlamp-
Verslunarstjóri þar er Árdís Þorvalds- ar og loftljós.
Málfreyjur halda
kynningarfund
Islenskar málfreyjur halda Markmið samtakanna er að efla sjálfs-
kynningarfundaðHótelBorgíReykja- þroska fólks með þjálfun í félagsmál-
vík á laugardaginn kl. 15.00. um, fundarsköpum og frjálsri tján-
Málfreyjur eru aðilar aö alþjóðasam- ingu. Kynningarfundurinn er öllum op-
tökum kvenna sem á ensku heita inn.
International Toastmistress Clubs. JBH
Barroktónlist í
Háteigskirkju
Tónleikar verða haldnir í Háteigs-
kirkju í kvöld kl. 20.30. Hubert Seelow
kontratenór, Sigurlaug Eðvaldsdóttir
og Bryndís Pálsdóttir fiðluleikarar og
Orthulf Prunner, organisti Háteigs-
kirkju, munu flytja kirkjutónlist frá
barokktímanum. A efnisskrá eru
orgelverk eftir Johann Sebastian
Bach, kantatan „O Spiritus Angelici”
eftir Giovanni Battista Brevi og aríur
úr óratóríum eftir Georg Friedrich
Hándel.
F Ö S TUDAGSKVÖLD
I JliHUSINU 11JIS HÚSINU
OPIÐ í
DEILDUM TIL KL. 10 I KVOLD
NÝKOMIN
FURU-SÓFASETT
og UNGLINGAHÚSGÖGN
OPIÐ LAUGARDAGA KL. 9-12
MATVÖRUR RAFLJÖS
FATNAÐUR REIÐHJÓL
HÚSGÖGN
RAFTÆKI
JISI
A A A A. A A 4" £
m m m m m m
ÍZ3 EZI Cí £3 L3
uj Lii DuX í J tai I J’Df'l
Jón Loftsson hf ________________
Hringbraut 121 Sími 10600
HUHBritltttitUllitÍ (tlfci,,