Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1982næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1982, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1982, Blaðsíða 7
DV. FOSTUDAGUR 29. OKTOBER1982 7 Ás/aug A/freðsdóttir hótelstjóri á Hótel Heklu og fyrrverandi formaður S. V. G. hlustar af mikilli athygli. Neytendur Neytendur Neytendur ræðu yfir nemendum sínum í lok nám- skeiðsins. Hann sagði þar meðal ann- ars. Framtíð ferðamála á íslandi „Enn þann dag í dag gerum viö það sem forfeður okkar gerðu, að veita fólki húsaskjól, færa því mat og veita þjónustu. Þetta er ein elsta atvinnu- grein i heiminum. Fyrir tæpum tvö þúsund árum varð veitingamaður einn að vísa ungum nýgiftum hjónum frá krá sinni. Hann hafði ekki gistirými fyrir þau. Hjónin urðu að ganga langan veg um dimma nótt. Einu sinni á ári erum við minnt á þennan atburö. Um þr játíu árum síðar komu þrettán menn í kvöldverð hjá öðrum veitingamanni. Þegar þeir höfðu borðað brauðið og drukkið vín hússins og biðu eftir aðal- réttinum stóðu þeir upp allir þrettán og fóru í gönguferö — og komu aldrei aft- -ur. I okkar atvinnugrein eru engar tungumálahindranir — þú þarfnast vatns og brauös hvar sem þú ert staddur. Stríöshetjur hafa barist um mat, vegna matar og sigrað eða tapað vegna kostsins. Stórar ákvarðanir hafa verið teknar yfir málsverðum í okkar sölum. Viö sem störfum á þess- um vettvangi gerum það vegna áskor- unar í starfinu, okkar bestu laun eru ánægðir gestir. Þetta er góð atvinnu- grein. Farið vel með vandasamt starf sem hvílir á ykkar herðum. Því í ykkar höndum er meðal annars framtíð feröamála á Islandi. ” —ÞG Fréttabréf JC Breiðholti: Slysalaus umferð, ánægjuleg tilvera — Umferðarmálinkomatalsvertvið sögu í þessu blaði, og þaö ekki að ástæðulausu. Árekstrar og slys eru daglegir viðburðir og stundum margt af hvoru tveggja á dag. Þaö er mál að linni. Þessi orð eru tekin úr veglegu riti sem JC, Breiöholti hafa nýlega gefið út í tilefni af fimm ára afmæli félags- ins. Ritið er helgað öryggis- og umferðarmálum og er því dreift ókeypis í hverja íbúð í Breiðholtshverf- umogvíöar. Meöal efnis í fréttabréfinu eru greinar um öryggi bama í umferðinni, afleiðingar umferðarslysa, félagsmál unglinga, eldvarnir í heimahúsum, skyndihjálp og fleira. Verðlaunagetraun um umferðarmál er einnig í blaðinu og segja aöstand- endur getraunarinnar að þeir vonist til að hún verði til þess að vekja umhugs- un og umræðu um umferðarmálin hjá fólki. Verðlaun eru í boði sem Samvinnutryggingar og klúbbamir ömggur akstur í Reykjavík gefa. 1. verðlaun em kr. 3.500. Þaö er óhætt að taka undir orð JC-manna er þeir segja: Við ættum að taka höndum saman og setja okkur það takmark sem felst í kjöroröinu: Slysalaus umferð, ánægjulegri tilvera. -ÞG Líkur á tæringu í sprengirými vélar — bréf frá Jóni V. Guð jónssyni vegna vatnsblöndu f bensin Föstudaginn 22. 10. var grein á neytendasíðunni umm „Econo Mix” vatnsblöndu á bensíni bifreiöa. Við óskuðum þar eftir aö heyra frá hugsan- legum andmælendum vatnsblöndun- ar í bensín. Okkur hefur borist bréf frá Jóni Vilbergi Guðjónssyni, þar sem hann leggur orð í belg um þetta efni. Bréfiö er s vohl jóðandi: Vegna skrifa á neytendasíðunni 22. 10. um ,,Econo Mix” vil ég taka fram eftirfarandi: Árangur þessa undra- efnis er afar athyglisverður og er hér ekki um neitt „plat” eða auglýsinga- skrum að ræða. Sjálfur hef ég kynnst efninu hjá kunningja sem lætur vel af því eftir eins árs reynslu., Hins vegar er ekki allt sem sýnist. Líkur benda til þess að langtíma áhrif af notkun efnis- ins verði tæring í sprengirými vélar- innar. I Brasilíu hefur alkóhól veriö notað í miklum mæli sem eldsneyti á bifreiöar í stað bensíns, ýmist hreint eða bland- aðámótibensíni. Nú hefur áhugi Brasilíumanna á notkun alkóhóls í stað bensíns snar- minnkað og ein af aöalástæöunum er mikil tæring í alkóhólbrennandi vélum. Hið örlitla magn af vatni sem er í hreinum vínanda virðist nægja til að tæra vélamar og stytta þannig ending- una töluvert. Af þessum sökum tel ég varhuga- vert að blanda vatni út í bensín. Miklu betri lausn væri að fá íslensku olíufurstana og stjórnvöld til að flytja inn super-bensín (97 oktan) ásamt hinu venjulega (92oktan). Furðu vekur að ekki skuli vera hægt að hafa super-bensín á boðstólum eins og alls staðar erlendis. (I handbókum með flestum evrópskum bifreiðum er blátt áfram lagt bann við notkun lág- oktan bensíns.) Þörfin á super-bensíni hefur aldrei verið meiri en nú, þar sem ökutæki framtíðarinnar munu hafa háþrýstar vélar til aukinnar nýtni sprengirýmis og sparneytni. Og síðast en ekki síst gætu sparast peningar fyrir hinn almenna bíleiganda, sökum aukinnar endingar vélanna. Rafsuðuvélar og vír Haukur og Ólafur Ármúla 32 - Sími 37700. TIL SÖLU Vökvadrifinn skotholubor á krana. J.C.B. traktors- grafa III -D 1978. VW rúgbrauð '73, ódýr, Ford D 300 '68 með palli og sturtum, selst ódýrt, ný vél. Bronco '71, mjög góður bíll, allur nýtekinn í gegn. Kæliklefi með tækjum, selst ódýrt. Skipti og greiðslukjör. Uppl. í síma 36135 og 44018. V xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx I FRÁ CAPELLU | I FRÁ CAPELLU S x Rúskinnsvara x x frá Sharon Kidson x x -greiösluskilmálar- | CAPELLA KJÖRGARÐí xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx Vörukynning á áliÉ-vörum Leyft okkar Vöruheiti Stærð verð verð Fiskbollur 7, 25.70 23.05 Fiskbollur 'U 16.40 14.70 Fiskbúðingur 7, 35.85 32.10 Fiskbúðingur '/2 20.45 18.30 Gr. baunir 7t 21.45 17.50 Gr. baunir 'I2 13.20 10.80 Gr. baunir 7« 10.25 8.40 Gulrætur og baunir 7i 27.15 22.15 Gulr. og baunir V2 16.45 13.45 Gulr. og baunir 74 13.05 10.65 Bl. grænmeti 7, 27.25 22.25 Bl. grænmeti V2 16.55 13.50 Bl. grænmeti 'U 13.15 10.75 Salat rauðrófur 'U 15.60 12.75 Rauðkál 7, 31.85 26.00 Rauðkál V2 19.30 15.75 Rauðkál 'U 14.00 11.45 Maískorn 7, 43.60 35.60 Maískorn V2 28.70 23.40 Maískorn 'U 20.95 17.10 Snittubaunir V2 21.00 17.15 Asíur V2 28.85 23.55 Agúrkusalat V2 20.05 16.35 Amerísk blanda 7, 29.25 23.90 Amerísk blanda - V2 17.95 14.65 Amerísk blanda 'U 13.10 10.70 Bakaðar baunir 'U 24.45 19.95 Bakaðar baunir 'U 15.60 12.75 Gulr. sneiðar 'U 20.75 16.95 Murta V2 22.90 18.70 Síldarfl. sinnep 'U 11.25 9.20 Síldarfl. tómat 'U 11.25 9.20 Síldarfl. karrí 'U 11.25 9.20 Síldarfl. paprika 'U 11.25 9.20 Sardínur í olíu 'U 8.20 6.70 Sardínur í tómats. 74 8.20 6.70 OPIÐ TIL KL.22 í KVÖLD Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 Matvörumarkaður xxxxxx:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 247. tölublað (29.10.1982)
https://timarit.is/issue/189120

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

247. tölublað (29.10.1982)

Aðgerðir: