Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1982, Blaðsíða 9
DV. FOSTUDAGUR 29. OKTOBER1982
9
Útlönd Útlönd Útlönd
Kosningamar á Spáni:
Sósíalistar unnu
yfirburðasigur
— Gonzales næsti forsætisráöherra Spánar
—Hægri flokkur jók þingmannatölu sína Úr9íl04
—Spönskstjómmál fá á sigsnið tveggja flokka kerfís
Sósíalistaflokkurinn hlaut yfir-
burðasigur i kosningunum á Spáni í
gær og þar meö er vinstri stjóm komin
að aftur á Spáni, 43 árum eftir að
Franco hershöfðingi velti einni slíkri í
borgarastyrjöldinni.
Um 3000 manns söfnuöust saman
fyrir utan kosningaskrifstofur sósíal-
ista í Madrid með veifur og rauðar rós-
ir (flokkstáknið) á lofti, kallandi
„Felipe!, Felipe” og fagnaöi mjög
þegar Felipe Gonzales, næsti forsætis-
ráðherraSpánar, birtistí glugganum.
Sósíalistar hlutu 194 þingsæti (af
350) en það em ekki nema sex ár síðan
starfsemi flokksins var leyfð að nýju á
Spáni eftir fráfall Francos einvalds
1975.
Jafnframt hrósa hægrimenn í
alþýðubandalaginu miklum sigri, þótt
ekki dygði til móts við vinsældaskriðu
sósíalista. Þeir fengu 104 þingsæti en
höföu áður aðeins 9. Vom það nokkuð
óvænt úrslit meðan sigur sósialista
þótti fyrir löngu alveg vís af öllum
skoðanakönnunum að dæma.
Miðflokkamir guldu hins vegar
afhroð miðað við sigra þeirra í fyrri
kosningum sem fram hafa farið eftir
fráfall Francos (1977 og ’79). Lýðræð-
ismiðjan, sem fékk 167 þingsæti i kosn-
ingunum 1979, fær varla meira en 13
þingsæti núna þegar talningu lýkur
endanlega. — Klofningsflokkur hans,
sem Adolfo Suarez fyrrum forsætisráð-
herra setti á stofn, fékk herfilega út-
reið og sennilega aðeins tvö þingsæti.
Tölvuspár byggðar á talningunni
framan af spáðu kommúnistum aöeins
6 þingsætum í stað 23 í kosningunum
1979.
Á kjörskrá vom 26,6 milljónir Spán-
verja og var kjörsóknin 76%. Stjóm-
málin á Spáni hafa með þessum úrslit-
um tekið á sig snið tveggja flokka kerf-
is með alþýðubandalagið sem aðal-
st jórnarandstöðuf lokk.
Felipe Gonzales er maður aðeins f er-
tugur en hann hefur verið formaður
Verkamannaflokkurínn
vann bæði þingsætin
Aukaþingskosningum á Bretlandi í flokkurinn rúm 50% (miðað við 60% fylgi frjálslyndra 1979) og íhalds-
gær lauk með sigri Verkamanna- árið 1979) en þar fengu frjálslyndir og flokkurinnfékkl2%semerl6%minna
flokksins. Héldu þeir Peckham- sósialdemókratar 33% (miðaö við 8% ensíðast.
kjördæmi í Suður-London en inisstu þó
mjög fylgi á meðan þeir endurheimtu
Birmingham sem Ihaldsflokkurinn
hafði hremmt frá þeim í siðustu
kosningum.
Eins og í síðustu kosningum var
munurinn í Birmingham mjög naumur
og þurfti að tvítelja atkvæðin. 1979
sigruöu íhaldsmenn með aðeins 204 at-
kvæða mun en nú Verkamannaflokk-
urinn með 289 atk væða mun.
Niöurstöðumar eru Verkamanna-
flokknum engu að síður nokkur von-
brigði. Haföi flokkurinn vonast eftir að
atkvæðatölur spegluðu meiri
óvinsældir íhaldsflokksins í stjórnartíð
Thatchers, með tilliti til þess aö flestir
ætla að allsherjarkosningar geti vart
orðið seinna en eftir eitt til eitt og
hálft ár.
I Birmingham fékk Verkamanna-
flokkurinn 36,6% atkvæða en Ihalds-
flokkurinn 35,9%, en kosningabanda-
lag frjálslyndra og sosíaldemókrata
fékk26%.
I Suður-London fékk Verkamanna-
100 bátar á leið-
inni meö flótta-
fólk frá Víetnam
Sjóherinn í Singapore hefur eflt
strandgæslu sína og aukið eftirlits-
siglingar eftir að fréttist af flota
eitt hundrað báta á leiðinni þangað,
troðnum af f lóttafólki frá Víetnam.
Bátafólkið er væntanlegt ein-
hvem næsta daginn í landhelgi
Singapore. Farkostirnir em fiski-
bátar, sem hver rúmar kannski
sextíu manns. — Er þetta mesti
flóttaflotinn sem vitað er að hafi
nokkum tíma lagt upp samtímis
frá Víetnam í fólksflóttanum þaðan
á síðustu árum.
Auk hættunnar á því að þetta fólk
lendi í illskusjó og vondum veörum
þá hafa sjóræningjar, aöallega frá
Thailandi, lagt bátafólkið i einelti.
En það er ekki ástæðan fyrir
árvekni sjóhers Singapore. Heldur
fyrirskipun um að bægja flótta-
bátunumfrá ströndumSingapore.
flokksins síðustu átta ár eða frá þvi á
meöan hann var enn bannaður.
„Við emm reiðubúnir að axla þá
ábyrgö sem spænska þjóðin hefur falið
okkur á hendur,” sagði hann. Hann
hefur heitið því að beita sér í ríkis-
stjóm til þess að Spánn endurheimti
yfirráð Gíbraltar og efli tengslin við
Suður-Ameríku.
Orðrómur um byltingarsamsæri inn-
an hersins setti mestan svip á kosn-
ingabaráttuna og er litið á f ramkvæmd
kosninganna sem sigur fyrir lýðræðið
og stjórnarskrána. öfgaöfl til hægri,
þar á meðal hinn nýstofnaði flokkur
Antonio Tejero ofursta, sem tók þingið
herskildi í febrúar 1981 og hélt þing-
mönnum og ráðherrum sem gíslum,
fengu ekkert brautargengi. Þykja
kjósendur hafa sýnt að þeir hafna al-
farið gerræðisöflum. Flokkur róttækra
Baska fékk t.d. aðeinstvo þingmenn.
Sósíalistar hafa boðaö að þeir muni
verða róttækari í utanríkismálum en
fyrri stjórnir en boða ekki miklar
breytingar innanlands þar sem þunga-
miðjan í stefnu þeirra miöar að því að
ráða bót á atvinnuleysinu og skapa um
800 þúsund manns ný störf á næstu
fjórum árum. Spánn hefur átt í efna-
hagskröggum. Verðbólgan er um 16%
og tvær milljónir manna eru atvinnu-
laus.
MOTOROLA
Altcrnatorar
Haukur og Ólafur
Ármúla 32 — Sími 37700.
TILSÖLU
Varahlutir og aukaútbúnaður á J.C.B. III —D 1978,
opnanleg afturskófla. Snjóskófla. Olíuverk nýtt,
afturdekk á J.C.B. felgum.
Uppl. í simum 36135 og 44018.
X
Kvenfélag Fríkirkjunnar í Reykjavík veröur að
Hallveigarstöðum á morgun laugardag kl. 2.
Á basarnum verða m.a. handunnir munir, fatnað-
ur, kökur, leikföng, lukkupakkar og happdrætti.
Basarnefndin.
Vangreidd fasteignagjöld
Hér með er skorað á eigendur fasteigna í Miðnes-
hreppi sem enn skulda fasteignagjöld aö greiöa
fasteignagjöldin fyrir 1. desember nk. á skrifstofu
hreppsins.
Ögreiddar skuldir verða innheimtar með upp-
boðsaðgerðum samkvæmt heimild í lögum um
sölu lögveða án ungangengins lögtaks nr. 49 frá
1951.
Sveitarstjóri Miðneshrepps.