Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1982, Blaðsíða 32
NÝJA
AGFAFILMAN
ÓTRÚLEGA SKÖRP
OG NÆM FYRIR LITUM
ÓDÝRARI FILMA SEM
FÆST ALLS STAÐAR
PIERPODT
Svissnesk quartz gœða-úr.
Fást hjá flestum
úrsmiðum
AUGLÝSINGAR
AFGREIÐSLA
ÞVERHOLTI 11
FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1982. .
Hrottaleg
árásá
lögreglumann
Tuttugu og tveggja ára gamall
lögregluma&ur varö fyrir hrottalegri
líkamsárás í Breiöholti um klukkan
átta í gærkvöldi. Fjórir unglingspilt-
ar voru að verki og slógu þeir hann
hvað eftir annaö í andlitið. Munu
meiösl hans vera talsverð. Hann er
nefbrotinn, meö skurö fyrir ofan
augun og bólginn. Piltamir náöust
allir og eru þeir nú i gæslu á
Upptökuheimilinu í Kópavogi.
Lögreglumaðurinn var á gangi
eftir Suöurhólum er piltarnir komu
að honum. Einn piltanna mun hafa
barið hann hvað eftir annað í andlitið
á meöan hinir héidu honum þannig
aö hann gat sig hvergi hreyft.
Piltarnir hlupu síöan í burtu og
skyldu manninn eftir liggjandi í
sárum sínum. Vitni voru að árásinni.
Piltarnir fundust skömmu síöar.
Þeir eru á aldrinum þrettán til
fimmtán ára og hafa allir komiö við
sögu lögreglunnar áöur.
I septemberbyrjun réöust þeir á
ungan mann fyrir utan Austurbæjar-
bíó og böröu hann til óbóta. Lög-
reglan komst í þaðmál, en maðurinn
vildi ekki kæra piltana.
-JGH.
Hækka,
hækka
Um næstu mánaðamót hækkar
gjaldskrá Pósts og síma um 19%
vegna símaþjónustu og um 16%
vegna póstþjónustu. Dagvistunar-
gjöld hækka enn fremur um 19,27 til
19,76% þann 1. nóvember. Verölags-
yfirvöld hafa einnig heimilað 10,5 til
14,0% hækkun á unnum kjötvörum.
Margar beiönir um hækkanir liggja
óafgreiddar h já Verölagsráöi.
-SKJ
Breiðafjarðarferjan:
Sigtingamálastjóri
athugartilbodin
Ákvöröunar um smíði nýrrar
Breiðafjaröarferju er ekki að vænta
allra næstu daga, samkvæmt upplýs-
ingum frá samgönguráöuneytinu.
Siglingamálastjóra hefur veriö faliö
að fara í sumana á tilboðunum í bæði
skipin sem teiknuð voru og gefa
ráðuneytinu matsgjörð á þeim. Um
er aö ræða bæöi verðmat og mat á
skipagerðinni.
JBH
LOKI
Ég legg til að blandað
verði apótekaralakkrís í
vatnið.
Útgáfa námsgagna
sem næst stöðvuð
—fjárlagaf rumvarpið gæti kyrkt stof nunina
„Það er óhætt aö segja að Náms-
gagnastofnun þurfi aö skera starf-
semina stórlega niöur. öll útgáfa
námsgagna hefur veriö því sem næst
stöövuð,” sagði Ásgeir Guðmunds-
son námsgagnastjóri í samtali við
DV í morgun. „Lagerinn tætist upp
og við komum ekki út námsgögnum
sem átti aö gefa út í framhaldi af
ööru námsefni. Námsgagnastofnun
er bæði f járvana og skuldug. Ef fjár-
veitingar til stofnunarinnar verða
samkvæmt fjárlagafrumvarpinu þá
er veriö að kyrkja hana,” sagði
Ásgeir.
Námsgagnastofnun hefur búið við
afar þröngan kost undanfarin ár og
ástandið fer stöðugt versnandi. Á
þessu ári hefur stofnunin óskaö eftir
aukafjárveitingu, en aö sögn Ásgeirs
hefur hún aöeins fengið lítinn hluta
þess f jár sem beðið var um. Ásgeir
ságði að ýmis brýn verkefni Náms-
gagnastofnunar sætu á hakanum, til
að mynda þau sem varða fræðslu-
myndasafn og videovæðingu
skólanna.
„Menntamálaráðuneytið hefur
stutt við bakiö á Námsgagnastofnun
og gert tillögur um úrbætur,” sagði
örlygur Geirsson, deildarstjóri fjár-
máladeildar menntamálaráðuneyt-
isins. „Fjárveitingar til stofnunar-
innar hafa tæpast haldiö í við verð-
bólguna og fjárveitinganefnd hefur
verið gerð grein fyrir vandanum,”
sagði örlygur. Hann kvað endanlega
ákvörðun í þessu máli vera i höndum
fjármálaráðuneytis og alþingis.
-SKJ
A morgun gengst Landsráð gegn krabbameim fyrir fjársöfnun um landallt.
Þá munu sjátfboðaliðar heimsækja hvert heimili á landinu og taka við
frjálsum framlögum. Á myndinni má sjá Bjöm Tyggvason, aðstoðarbanka-
stjóra Seðlabankans, taka við söfnunargögnum sinum, en hann er einn
hinna fjöímörgu sjálfboðaliða. Forseti Islands, forsagtísráðherra og blskup-
inn yfir íslandi hafa sent frá sár ávarp, þar sem þessir æðstu embættis-
menn þjóðarinnar hvetja alla landsmenn til öfíugrar liðveislu iþessu þjóð-
arátaki. DV-mynd EÓ/óm
Ríkisstjómin stefnu-
laus í vaxtamálunum
— sérstök ráðherranefnd leitar sátta um vexti afurðalána
Seðlabankinn er nú í þann veginn að
gefa út tilkynningu um vaxtahækkun á
almennum lánamarkaði um 8—9% á
innlánum og 6—7% á útlánum, en að
sjálfsögðu mun minni hækkun á vöxt-
um verðtryggðra lána. Ríkisstjómin
hefur á hinn bóginn ekki tekið afstöðu
til vaxtahækkunar á afuröalánum,
sem eru á hennar könnu. Sérstök ráð-
herranefnd leitar sátta í málinu.
Eins og kunnugt er hafa legið fyrir
tillögur frá Seölabankanum um vaxta-
hækkanir síðan í ágúst. Bankinn
ákveður raunar almennu vextina, að-
•eins með vitund ríkisstjórnarinnar.
Samkvæmt Olafslögum ber ríkis-
stjórninni hins vegar að taka endan-
lega ákvörðun um vexti endurkaupa-
lána, rekstrarlána og afurðalána at-
vinnuveganna, en þeir vextir eru nú
29%.
Ríkisstjórnin hefur ekki tekið af
skarið í sínum þætti vaxtamálanna og
ekki hefur þótt efnilegt að hækka al-
mennu vextina en skilja vexti afurða-
lána eftir. Slík tilhögun opinberaði
stefnuleysi ríkisstjórnarinnar í vaxta-
málum.
Á ríkisstjómarfundi í gær lágu tillög-
ur ekki enn fyrir og var ósamkomulag
um afgreiðslu vaxtamálanna.
I morgun var ekki ljóst hvort Seðla-
bankinn myndi bíða með sín vaxtamál
fram eftir degi eða til mánudags.
Ráðherranefndin sá hins vegar fram á
helgarvinnu í vaxtamálum ríkis-
stjómarinnar.
HERB
Þverfjall
rannsakað
Sérfræðingar frá Flugmála-
stjóm, formaður rannsóknar-
nefndar flugslysa og maður frá
Pósti og síma fóm upp á Breiða-
dalsheiði i gær og skoðuðu fjar-
skiptastöðina á Þverfjalli. Til-
gangurinn var að leita að orsökum
þess að flugfjarskiptasendir varö
óvirkur síðastliðinn þriðjudags-
morgun, skömmu eftir að flugvélin
TF-MAO f ór í loftið frá SuðureyrL 1
ljós kom að varaaflstöð hafði
stöðvast er öryggi sló út af
ástæðum sem ekki eru kunnar.
Vélar frá Flugmálastjórn og
Vamarliðinu leituðu í gær að týndu
flugvélinni. Beindist leitin aðallega
að því að hlusta eftir hugsanlegum
sendingum frá neyðarsendi flug-
vélarinnar. —KMU,