Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1982, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1982, Blaðsíða 12
12 DV. ÞRIÐJUDAGUK16. NÖVEMBER1982. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaftur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR.MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 84411. Auglýsingar: SÍOUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Símí ritstjórnar: 84411. Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF„ SÍÐÚMÚLA 12. Prentun: ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI 1». Áskriftarverð á mánuði 130 kr. Verð í lausasölu 10 kr. Helgarblað 12 kr. Sex seigar afturgöngur Nokkrar röksemdir ganga sífellt aftur, þegar menn reyna að koma skildi fyrir hinn hefðbundna landbúnaö sauöfjárræktar og kúabúskapar. I hvert sinn sem þær eru slegnar í kaf, koma þær jafnskjótt aftur upp á yfir- borðið. Því er oft haldið fram, að nauðsynlegt sé að hafa mikla framleiðslu á kjöti og mjólkurvörum, svo að þjóðin verði ekki matarlaus í einangrun, sem kynni að fylgja næstu; heimsstyrjöld eða einhverri annarri óáran. í rauninni væru hér hlutfallslega meiri matarbirgðir en í öðrum löndum, jafnvel þótt engar væru birgðir af kindakjöti og mjólkurvörum. I geymslum frystihúsa og annarra fiskvinnslustöðva eru jafnan margra ára matar- birgðir. Því er oft haldið fram, að okkur sé ekki vandara um en Norðmönnum, sem styrki hvern bónda jafnmikið og við, eöa Efnahagsbandalaginu, sem ver miklum meirihluta fjárlaga sinna til stuðnings við landbúnað. I rauninni eru þetta víti til að varast. Meðan iðnríki jaröar fylgja offramleiöslustefnu í landbúnaði, er skynsamlegra aö vera kaupandi heldur en seljandi land- búnaöarafuröa á undirboösmarkaði alþjóðaviðskiptanna. Því er oft haldið fram, að hinn hefðbundni landbúnaður afli nokkurs gjaldeyris, sem sé betri en alls enginn gjald- eyrir. Hver á líka að fá gjaldeyri til að borga þær innfluttu afurðir, sem ættu að koma í staðinn, spyrja menn. I rauninni er gjaldeyrisdæmið neikvætt. Innflutt aðföng á borð við eldsneyti, vélar, fóðurbæti og áburð eru mun dýrari í gjaldeyri en útfluttar afurðir á borð við ullar- og skinnavöru, mjólkurduft, osta og kjöt. Því er oft haldið fram, að í hinum hefðbundna land- búnaði felist atvinna, sem sé betri en alls engin atvinna sama fólks. Líta megi á opinberan stuðning við land- búnaö sem þátt í baráttunni fyrir fullri atvinnu. I rauninni væri ódýrara að borga sauðfjár- og kúa- bændum fyrir að framleiða ekki í stað þess að framleiða. Þar að auki væri unnt að nota féð, sem nú brennur í hefðbundnum landbúnaði, til að efla aðra atvinnu í sveit og við sjávarsíðu. Því er oft haldið fram, að niðurgreiðslur séu hafðar fyrir neytendur og einkum þó til að auðvelda stjórn- völdum að ráöa viö efnahagsmálin. Talsmenn land- búnaðarins hafi ekki beðið um niðurgreiöslur og beri enga ábyrgð á þeim. I rauninni gætu stjórnvöld losnað við niður- greiðslurnar og þar á ofan lækkað vöruverð með því að leyfa innflutning afurða í stað hinna niðurgreiddu. Stjórn- völd geta náð meira en sama árangri án þess að eyða krónu í niðurgreiðslur. Því er oft haldið fram, að hinn hefðbundni landbúnaöur sé nauðsynlegur hornsteinn byggðastefnu. Ekki megi miklu fleiri jarðir fara í eyði, án þess að flótti bresti í heilar sveitir og landauðn verði á stórum svæðum. I rauninni er fólksflótti úr sveitum aðeins eðlilegt framhald flóttans, sem einkennt hefur alla þessa öld. Og víglína byggðastefnu liggur ekki um sveitirnar, heldur um sjávarplássin og höfuðborgarsvæðið. Ef við viljum koma í veg fyrir, að þúsundir manna flytji til útlanda í hinni séríslensku kreppu, verðum við að bæta lífsskilyrði við sjávarsíðuna og á höfuðborgar- svæöinu, þar sem einhver von er á, að varnir komi að gagni. Jónas Kristjánsson. Skrefatalningin hefur misheppnast. Hún hefur ekki leitt til jöfnunar á sima- kostnaði landsmanna og símnotendur sitja uppi með hvortJtveggja, óréttláta skrefatalningu og almenna gjaldskrár- hækkun Pósts og síma til aö standa undir tekjutapi vegna skrefatalningar- innar. 23 milljón króna halli Pósts og síma er órækur vitnisburöur þar um. Hallinn er vitnisburður um að símnot- endur hafa mótmælt skrefatalningunni sem þvinguð var fram — og minnkað mikiö simnotkun á þeim tíma sem skrefatalningin er í gangi þannig að áætlanir Pósts og síma um tekjuaukn- ingu vegna skrefatalningarínnar hafa ekkistaðist. Skrefatalning og gjaldskrárhækkun Á Alþingi var fyrir ári lögð fram sú tillaga að könnun yrði gerð á því hvor leiðin yrði farin við jöfnun símakostn- aðar, skrefatalningin eða gjaldskrár- hækkun umframskrefa. Sú tillaga náöi ekki fram að ganga — heldur var þvingunaraðferðum beitt með árangri sem stjórnvöld ættu að láta verða sér til viövörunar. — Þégar sú tillaga var rædd á Alþingi, var því haldið fram að flutningsmenn tillög- unnar væru að bregöa fæti fyrir jöfnun símakostnaðar, sem var auðvitað frá- leit fullyrðing. Og hvað er reyndar komið á daginn. Simnotendur almennt sitja uppi með hvorbtveggja — hækkun gjaldskrár og skrefatalninguna. Þaö sem sérstaklega undirstrikar að skrefatalningin hefur misheppnast er ekki einasta halli Pósts og síma vegna skrefatalningarínnar — heldur einnig hitt að langlínunotendur sem n jóta áttu góös af skrefatalningunni og lækka átti símkostnaðinn hjá verða einnig að standa undir tekjutapinu með al- mennri gjaldskrárhækkun. Jóhanna Sigurðardóttir skrefatalningunni var komið á i þétt- býli og langlínutaxtar lækkaðir frá sama tíma um allt að 30% að meðal- tali. I öðru lagi hafi ýmsir kostnaðaríiðir hækkað nokkuð frá fyrri áætlunum og útgjaldaforsendur því raskast. Upplýsti Póstur og sími að áætlað heföi verið að skrefatalningin mundi þýða óbreyttar tekjur hjá stofnuninni. — Einnig kom fram hjá Pósti og síma að nú liggi fyrir rúmlega 13% fækkun umframskrefa sem samsvari 22,8 millj. kr. á ársgrundvelli. Benti Póstur og sími á tvær leiöir sem helst kæmu til greina til að bæta tekjutapið. Sú fyrri að hskka öll gjöld fyrir póst- og síma- þjónustu um 4% aukalega 1. ágúst sl., en sú síðari að hækka umframskrefin um 13%. Þegar slíkt kemur fram hjá Pósti og sima er ekki óeðlilegt að spurt sé hvort hér sé verið að leggja til að hækkun á póstburðargjöldum eigi ^ „Símnotendur almennt sitja uppi með hvort tveggja — hækkun gjaldskrár og skrefatalninguna.” Viðurkenning Pósts og síma I raun hefur Póstur og sími viður- kennt aö skrefatalningin hafi mis- heppnast. I greinargerð Pósts og síma fyrir beiðni um hækkun gjaldskrár fyr- ir símaþjónustu frá 1. ágúst sl. er gert ráö fyrir að greiðsluhalli ársins verði að óbreyttri gjaldskrá 41,7 millj. kr. Bendir Póstur og sími á tvær ástæð- ur fyrir þessum greiösluhalla. I fyrsta lagi hafi orðið verulegt tekjutap í kjölfar skrefatalningarinnar 1. nóvember 1981, þ.e.a.s. þegar einnig að standa undir tekjutapi vegna skrefatalningarinnar. Niðurstaða jöfnunar Ef miðaö er við áðurnefndar tillögur má ætla að 4% heildarhækkun póst- og símagjalda gefi sama og 13% hækkun skrefagjalds, sem mundi þá taka tU baka 1/3 hluta þeirra 30% meðallskk- unar sem gerð var á langlínutöxtunum frá 1. nóvember 1981. Hér er nokkuð ljóst að tekið er úr einum vasanum hjá þeim sem jafna átti símakostnaðinn hjá í dreifbýlinu og síðan er því stungið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.