Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1982, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1982, Blaðsíða 8
8 DV. ÞRIÐJUDAGUR16. NÖVEMBER1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Andropov hampaði kínverska gestinum ADOLFS HITLERS GLÆSIKERRA Glæsikerran hans Hitlers er nú enn á ný stödd í Þýskalandi en hún yfirgaf heimaland foringjans áriö 1945. Hún er af tegundinni Mereedes Benz 77 og er í eigu bilasafnarana Tom Barretts. Bnrrett hefur lánaö bílinn á stóra bílasýningu sem halda á i Essen í Þýskalandi í desember. 1,3 milljónir hafa flúiö Víetnam síðan 1975 og langflestir sjðleiðina, á manndrápsbollum. Meiri harka gagn- vart flóttafólki — en lét austantjaldsfelaga sina bíða — Chernenko sást hvergi við móttökuna Yuri Andropov, hinn nýi leiötogi Sovétríkjanna, hefur sýnt að hann æti- ar sér sjálfum stórt hlutverk í utan- ríkismálum Kremlar. Átti hann í gær marga snögga fundi með erlendum stjómmálamönnum og þjóðarleiðtog- um. Notaöi hann tækifærið þegar margt var erlendra gesta í Moskvu vegna út- farar Leonids Brezhnevs forseta. Hann ræddi við Karl Carstens, forseta V- Þýskalands, George Bush, varafor- seta Bandaríkjanna, Indiru Gandhi, forseta Indlands, Babrak Karmal, leið- toga Afghanistans.og Zia Ul-Haq, for- seta Pakistans,auk annarra. Leiötogar austantjaldslandanna sneru þó heim frá Moskvu án þess að hlotnast slíkar sérviðræður við Andro- pov, sem skildu bíða til annars betra tækifæris. Sovétríkin og hin sex Varsjárbanda- lagsríkin munu eiga fund i Prag I næsta mánuði, sem fyrir löngu var ráð- gerður og þykir líklegt að hinn nýi Sovétleiðtogi muni nota hann til þess aö ræða við bandamennina. Þykir þetta annar háttur hafður á en venja var á dögum Brezhnevs, sem lét austantjaldsfélaga sína ganga fyrir. Mönnum varð starsýnt á að Babrak Karmal var meðal þeirra sem Andro- pov gaf sér stund til þess að ræða við einslega og þykir það vísbending um að Andropov muni láta Afghanistan- málið njóta forgangs í sinni stjóm. Erlendir gestir við jarðarförina veittu því eftirtekt að Huang Hua, ut- anríkisráðherra Kína, var tekið með meiri viðhöfn en mörgum öðrum gest- um, eins og gestgjafamir vildu leggja á það áherslu hve mikið kappsmál þefa) er að bæta sambúðina við Kína. Búist var við að Hua mundi eiga fund með Andrei Gromyko utanríkisráð- herra í dag. Svo háttsettir embættis- menn þessara stærstu kommúnista- ríkja heims hafa ekki hist til viðræðna síðan 1969. Mesta athygli vakti þó móttakan sem Andropov hélt fyrir gestina en með honum í móttökunni vora nokkrir Kremlverjar. Þar var Nikolai Tikhon- ov, forsætisráðherra, Vasily Kuznet- sov, fyrsti varaforseti og Andrei Gromyko utanríkisráðherra. Þessir munu þykja mestir valdamenn í Kreml eftir leiðtogaskiptin auk Dimi- try Ustinovs vamarmálaráðherra, sem var næsti ræðumaður á eftir Andropov við minningarathöfnina um hinn látna forseta. — En þar sást hvergi Kostantin Chemenko, sem var hægri hönd Brezhnevs og þótti helstur keppinautur Andropovs um sæti Brezhnevs. Þykir hans stjarna óneit- anlega hafa dalað mikið. Ljóst þykir af harkalegum ummæl- um Andropovs í fyrstu ræðu sinni um mikilvægi hemaðarmáttar Sovétríkj- anna að hann hafi orðið að leggja sig sérstaklega fram til þess að vinna fylgi Rauða hersins við útnefningu sína í aðalritaraembættið. — segir Poul Hartling um afstöðu margra ríkisstjóma til landflótta fólks Bretland hefur óskað hjálpar hjá Sameinuðu þjóðunum vegna þúsunda flóttamanna frá Indókína sem nú eru staddir í Hong Kong án þess að eiga sér nokkurs staöar landvist vísa. Til Hong Kong hefur komið um helmingur alls þess „bátafólks” sem flúið hefur sjó- leiðina frá Víetnam. Um 90 þúsund Víetnama sem flúið hafa til Hong Kong hafa f engið landvist annars staðar'en enn bíða um þrettán þúsundir þess aö finna sér ný heimili. Fulltrúi Thailands segir aö það séu yfir 168 þúsund víetnamskir flótta- menn í búðum í Thailandi en þar fyrir utan telur hann að yfir 300 þúsund Kampútsíumenn og Víetnamar við landamæri Kampútsíu og Thailand þurfihjálparmeð. Talið er að 1,3 milljónir Víetnama Malcolm Fras- er af spítala Forsætisráðherra Astralíu, Malcolm Fraser, var í gær útskrifaður af sjúkrahúsi þar sem hann hafði legið í 16 daga vegna minni háttar skurðaö- geröar í baki. Sagði hann fréttamönn- um að hann myndi dveljast sér til hvíldar á búgarði sínum norð-vestan við Viktoríu í a.m.k. þrjár vikur. Þetta þýðir að hann tekur varia nokkurn beinan þátt í áætluöum fundi ráðherra og fylkisstjóra 7. desember, en þar á að ræða hugsanlegt þak á laun. Er þakið liður í ráðagerðum stjórnarinnar í baráttu hennar við verðbólgu, sem nú er 12,3%, og at- vinnuleysi, 7,7%. hafi flúið föðurland sitt síðan 1975. Poul Hartling, forstöðumaður flótta- mannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, tók til máls i þessum umræðum í einni fastanefnd allsherjarþings S.Þ. í gær og sagði að flóttamannavandamálið væri enn hrikalegra en fram hefði komið í tölunum um Víetnamana. I Afríku sagði hann að væra 5 milljónir flóttamanna. Tvær milljónir Afgana eru landflótta í Pakistan og um 590 þúsund flóttamenn eru í Evrópu. Hartling, sem forðum var forsætis- ráðherra Danmerkur, sagði að marg- ar ríkisstjórnir beittu í dag meiri hörku í afstööu sinni til landflótta fólks. Brögð væra að því að fólk væri með valdi hrakið frá landamæram og beint aftur í faðm þeirra sem það hafði flúið frá og jafnvel þó líf þess væri í hættu. Walesa finnst hann eins og loftfimleikamaður á línu Lech Walesa likir lausn sinni úr fangelsinu við það að ganga á sleipri línu. Hann segist þó ákveðinn í að falla ekki. Blaöamenn hittu hann að máli i gær og sagði hann þeim aö hann yröi að haga orðum sínum og gerðum varlega, ella mundi hann lenda í fangelsi aftur. Kvaöst hann þurfa að gefa sér tima til þess að meta ástandið í Póllandi og eigin framtíðarmöguleika eftir ellefu mánaða einangrun í varðhaldinu. — ,3g þarf að hlusta á rödd föðurlands míns,”sagðihann. Walesa sagðist að vísu þurfa að sýna fulla varkárni í tilraunum til þess að ná sáttum og samlyndi en það jafngilti þó ekki kjarkleysi. — Hann lét í ljós undran yfir því að honum skyldi sleppt lausum á meðan hiindruð félaga hans úr Einingu væra enn í haldi. Þeirra á meðal er Wladyslaw Fras- yníuk, sem kemur fyrir rétt í Wroclaw í dag vegna andófsaðgerða sinna með- an hann fór huldu höfði. Hann var meö- al þeirra sem sat ásamt Walesa í fram- kvæmdastjórn landssamtaka Einingar og hefur enginn annar jafnháttsettur í samtökunum verið dreginn fyrir rétt síðan herlögin voru leidd í gildi. Jaruzelski hershöfðingi hefur sagt að hann vonist til þess að aflétta megi herlögunum í lok þessa árs og þykja ýmis teikn á lofti um að hann og her- lagayf irvöld stefni einmitt að því.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.