Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1982, Blaðsíða 6
DV. ÞRIÐJUDAGUR16. NOVEMBER1982.
Stórir
skór og
augn-
„Ég er sammála því sem kona
sagöi í viötali viö síöuna á dögunum.
Það er vel hægt aö spara ef maöur
bara kann aö neita sér um hlutina,”
sagöi Eneka Kristjánsdóttir, verö-
launahafinn í heimilisbókhaldinu
núna i september. Enn er óbirt viðtal
viö verölaunahafa ágústmánaðar.
Er þaö vegna þess að sá hlutur sem
hún valdi sér var ókominn í verslanir
þegar afhenda átti hann. Hann var
hins vegar væntanlegur og munum
viö birta viðtalið þegar verölaunin
hafa verið skilvíslega afhent.
Eneka var svo heppinn aö hennar
fyrsti upplýsingaseöUl var dreginn
úr bunkanum. Hún hefur þó haldiö
bókhald lengi. ,,Eg var dagmamma
og skrifaði þá niöur allt sem ég
eyddi.Enég varsvo óviss á því hvaö
ég átti aö telja marga heimilismenn
aö ég sendi aldrei inn seðil,” sagöi
hún.
Eneka er Bolvíkingur og bjó lengi
á Isafirði. I tvö ár hefur hún hins veg-
ar búiö í Reykjavík. Hún er nýgift
Gunnari Má Péturssyni bifreiöar-
stjóra þannig aö vinningurinn kom
sem nokkurs konar brúðargjöf. Hjá
þeim búa Ásthildur Linda Arnars-
dóttir, dótturdóttir Eneku, og Olafur
Helgi Olafsson, frændi hennar frá
Isafiröi.
Gaman að þessu
,^Eg held að fólk haldi aö bókhald
sé miklu meiri vinna en þaö er í raun
og veru. Mér finnst gaman aö þessu.
Meö því veit ég líka hverju ég hef
eytt í hvað en er ekki eins og sumir
sem hreinlega trúa því ekki aö allir
peningarnir séu búnir,” sagöi
Eneka.
Hún sagðist þó aldrei bera saman
verö á hlutum til þess aö finna eitt-
hvaö ódýrara en annað. „Ég hef séð
starfsfólk í verslunum skipta um
verðmiða á gömlum vörum þegar
nýjar koma. Þaö þýöir því lítiö aö
vera aö leita aö einhverju á gömlu
verði. En ég fer mikið inn í Hagkaup
og þaö veröur aö viðurkennast aö þar
er verðlag lægra en í búöunum hérna
í kring þó aö Hagkaup sé oftar meö
nýjar sendingar. Urvaliö er lika þaö
mikið að mér f innst ég ekki geta bak-
aö eöa gert einhverja stóra hluti án
þess aö fara fyrst í Hagkaup,” sagöi
Eneka.
Hún er nýbúin aö eignast frysti-
kistu og síðustu mánuöir hafa veriö
dýrir því verið er aö fylla hana af
'mat. „Eg notá kjöt lítið og hef því
ekki fariö út í aö kaupa skrokka. En
slátur tók ég lítilsháttar af. Þaö er
mikil búbót. Ég hef heitan mat í
hádeginu fyrir mig og börnin. Gunn-
ar fær heitan mat á vinnustað. Þá hef
ég mjög oft fisk. A kvöldin hef ég síö-
an snarl. Hjá mér er þaö eins og hjá
þeim sem voru teknir út úr heimilis-
bókhaldinu hjá ykkur um daginn aö
mestur hluti peninganna fer í annaö
enmat.
Viö erum nýbúin aö kaupa okkur
þessa íbúð. Á meöan við vorum aö
borgahana ogkaupa okkurheimilis-
tæki þurftum við aö spara hverja
krónu. Eg man eftir því að einu sinni
átti ég 50 krónur til aö kaupa mat til
helgarinnar fyrir. Ég keypti þá kjöt-
fars fyrir 5 krónur og setti á brauö og
steikti. En fyrir bragðiö gat ég keypt
mér þvottavél. En ég skil ekki hvem-
ig fólk fer aö því núna aö kaupa sér
eöa byggja íbúðir. Þetta er orðið
alveg hryllilegt. Viö tókum bara
föstu lánin en afborganir af þeim eru
nógar samt. Til dæmis tókum við 40
Það getur verið dýrt fyrir heimiHð efmörg böm nota gleraugu ogjafnvel foreldrarnir lika. Sjúkrasamlagið
greiðir ekkert afþeim kostnaði.
lækningar
Helga Theódórsdóttir hringdi frá
Akureyri. Lék henni forvitni á því aö
vita hvers vegna ekki væri hægt aö fá
í skóbúöum kvenskó númer 42 og
stærri.
Flestar verslanir hafa gefist upp á
því að vera meö þetta stóra skó
vegna þess aö aöeins fáar konur
þurfa þá. Því er dýrt aö panta aðeins
fá pör, svo dýrt aö konumar veigra
sér oft við að kaupa skóna þegar þeir
fást. Eina verslun fundum viö þó í
Reykjavík sem selur kvenskó allt
upp í númer 44. Einraitt er von á
stórri sendingu í þessari viku eöa
þeirri næstu af skóm í númeram 42—
44. Þetta er skóverslun Steinars
Waage í Domus Medica. Fyrir fólk
úti á landi, sem erfitt á meö að koma
suður, er hægt aö panta skó símleiðis
(í síma 18519) og fá þásenda. Steinar
Waage sagði að flestir af þeim
stóm skóm sem pantaðir væm
væra mjög einfaldir aö gerð því fót-,
stórar konur kærðu sig ekki um áber-
andiskó.
Helgu langaði einnig til aö vita
hvort sjúkrasamlög greiddu fyrir
augnlækningar, það er aö segja
skoðun, aögeröir og gleraugu.
Fyrir aögerðir, semframkvæmdar
eru á stofu eða sjúkrahúsum, greiöa
sjúkrasamlög algerlega. Fyrir skoö-
un þurfa sjúklingar aðeins aö greiða
50 krónur, nema hvaö ellilífeyrisþeg-
ar og 75% öryrkjar greiða 25 krónur.
Annan kostnaö greiöa sjúkrasamlög.
Fyrir gleraugu greiöa sjúkrasamlög
ekkert. Tryggingastofnun ríkisins
greiöir hins vegar 75—100%
kostnaöar viö gleraugu sem fengin
em viö sérstökum augnsjúkdómum
og gleraugum fyrir börn sem verið
er að laga í sjónskekkju. Til dæmis
er greitt fyrir gleraugu fulloröinna
sem hafa verið skomir upp á auga.
Vottorð læknis þarf til aö fá slíka
greiöslu á gleraugum.
-DS
þúsund króna húsnæöismálalán.
Þegar við borguðum af því í fyrsta
sinn núna var þaö komiö upp í 75
þúsund. Hvemig fólk fer aö borga af
mörgum slíkum lánum hreinlega skil
ég ekki.”
Ótrúlegt hvað
börnin þurfa
„Þegar ég var dagmamma upp-
götvaöi ég fyrst hvaö bömin þurfa
ótrúlega mikiö aö boröa. Ég var
reyndar meö böm á aldrinum 3 og 4
ára og þau em sísvöng. Þegar ég fór
aö reikna út hvaö ég færi meö í mat
handa þeim, í leikföng og annaö kom
í ljós aö ég var aðeins meö 10—11
krónur á tímann. Og það versta var
að ég var alveg bundin. Dagmamma
má aldrei vera veik og hún á aldrei
frí á þeim tíma sem hægt er að kom-
ast í búöir. Núna er ég heima meö
bömin tvö. Þaö hreinlega borgar sig
ekki fyrir mig aö fara út aö vinna til
dæmis hálfan daginn. En mér finnst
ég fyrir bragöiö vera ansi einangruö
hérna. Þaö em viöbrigöi aö vestan
þar sem allir þekkja alla,” sagði
Eneka.
Hún bætti því viö aö hún hefði ekki
getaö hugsað sér aö vera dag-
mamma áfram eftir að bókhald varð
skylda. ,,Ekki svo aöskilja að ég vilji
ekki borga skatta af mínum tekjum.
Ekkert er sjálfsagöara. En ég treysti
mér ekki til aö greina í sundur hvaö
fór í börnin og hvaö í f jölskylduna. ”
Eg spuröi hana hvernig henni þætti
aö versla hér í Reykjavík miöaö við
það sem er á Bolungarvík og Isafiröi.
„Þaö er ekkert svo miklu meira úr-
val hér. En aftur finnst mér ég meira
þurfa að leita vanti mig eitthvað.
Það getur líka veriö langt aö fara og
ég hika viö aö keyra héma í bænum,
umferöin er svo mikil.
En á ööm finn ég mikinn mun. Þaö
er kostnaöurinn viö kyndingu. Svo
Eneka tekur þarna upp grillið sem hún valdi sér sem vinning i heimilisbókhaldinu. Bömin Ásthildur Linda
I7áral og ÓlafurHelgi (lláraj fylgjastspenntmeð. DV-mynd GVA.
dæmi sé tekið borgaði ég á öllu síö-
asta ári 1200 krónur bæöi fyrir raf-
magn og hita. Systir mín á Isafirði
borgaði hins vegar 1500 krónur fyrir
olíu á einum mánuöi.
Mér finnst líka mikill munur aö hér
eraldrei unniö á laugardögum. Fyrir
vestan er unniö alla laugardaga. Eg
gæti ekki hugsaö mér aö fara aö
vinna aftur á laugardögum.”
Verslár vikulega
Eg spuröi Eneku að síöustu hvem-
ig hún hagaöi sínum innkaupum.
„Eg reyni að fara alltaf í Hagkaup
á föstudögum og kaupa til vikunnar.
Á milli sendi ég börnin eftir því sem
vantar. Mér finnst ég spara meö því.
Þá kaupa þau ekki nema það sem
nauðsynlega vantar. Ef ég fer sjálf
hættir mér til að kaupa ýmislegt sem
mig vantar ekki. Eg er alveg sam-
mála því sem ég las einu sinni í ein-
hverju blaði, líklega hjá ykkur, aö
svöng húsmóöir á aldrei að kaupa
inn. Hún freistast alltaf til að kaupa
meira en annars.
Einn er sá liður sem ég er alveg
hætt aö veita mér. Þaö er smjör.
Heföi ég þó haldið að þaö myndi ég
aldrei hætta aö nota. En það er orðið
svo dýrt aö mér finnst hreinlega ekki
verjandi aö kaupa þaö. Þegar alltaf
er líka boröað álegg ofan á brauðiö
finnst enginn munur þó á því sé Alpa
eða Sólblóma. Sérlega fannst mér
muna mikið um peningana sem
þannig spöruðust þegar ég var meö
krakkana. Þau boröuðu einmitt mik-
iö af brauöi,” sagði Eneka Kristjáns-
dóttir.
-DS
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Verðlaunahafi septembermánaðar:
„Hægt að spara meö því
að neita sér um hlutína”
—segir Eneka
Kristjánsdóttir