Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1982, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1982, Blaðsíða 15
DV. ÞRIÐJUDAGUR16. NÓVEMBER1982. 15 „Bót á götuga ffík" En nú lítur út fyrir aö loks eigi að taka til hendi, kannski þó bara annarri hendi. Loksins á sem sagt aö byrja aö ræða hvaö um skólann á aö verða eftir aö núverandi leigusamn- ingur rennur út. Ahugi ráðamanna mun helst beinast að því aö halda skólanum hér svo sem 10—15 ár í viðbót. En slíkt má aldrei verða. Enn einn bráðabirgöaleigusamningurinn getur aldrei orðið annað en enn ein bótin á götuga flík verk- og tækni- menntunarinnar. Aldrei getur Tækni- skóh Islands þróast og starfað á eðli- legan hátt nema hann fái undir starf- semi sína hæfilegt hús. Þaö er einnig frumforsenda þess að hægt verði að færa tæknifræðinám að fuilu inn í landiö en ennþá er aðeins hægt að nema byggingartæknifræði algjörlega hérlendis. Búa þó nemar i bygginga- tæknif ræði við f rumstæða aðstöðu. Nú styttist í kosningar. Minna má pólitíkusa á að hér rölta um gang meir en 300 atkvæði. Nokkrir hafa raunar heimsótt okkur í vetur og talað f jálg- lega um nauðsyn öflugrar tæknimennt- unar. Ingvari Gíslasyni menntamálaráð- herra býður nemendaráð í heimsókn til okkar hvenær sem honum þóknast, ef ske kynni að hann vildi fræða okkur um ástæður hins dæmalausa sinnu- leysis sem okkur hefur verið sýnt. Við lifum á miklum byltingartímum í tæknilegum efnum. Ef ekki á að verða hér stöðnun og doði ríkjandi á flestum sviðum verður þjóðin að tíma að reisa almennileg hús yfir verknáms- og tækniskóla sína. Hús sem ekki er með traktora i kjallaranum og plastgums á efri hæðinni. Við nemendur heitum á alla, sem hugsa til lengri tíma en fram að næstu kosningum að styðja við bakið á okkur i húsnæðisorrahríöinni sem f ramundan er. F.h. nemendaráðs Tækniskóla íslands, Karl Benediktsson. Menning Menning Menning Menning Kjallarinn Ragnar A. Þórsson Atlantshafið og landhelgi okkar er meðal athafnasvæða þeirra. Þessu fylgir mikil hætta fyrir okkur og bilun eða slys nægja til að útrýma fiskstofn- um okkar. Hernaðarbrölt í land- og lofthelgi okkar og herstöðvar NATO á okkar grund eru bein ógnun við ís- lensku þjóðina. Sumir telja að bandaríski herinn færi okkur miklar tekjur og þar af leið- andi borgi sig að hafa herstöðvar á Is- landi. Vissulega hafa sumir grætt á hernum en „hlutleysi” myndi einnig færa okkur gjaldeyri og tekjur. Flestar alþjóðastofnanir eru staðsettar í hlut- lausum löndum og veita þúsundum manna örugga vinnu og velferð. Við gætum vel hýst alþjóðastofnanir og verið gestgjafar fyrir ráðstefnur o.fl. Slíkt myndi auka samgöngur við út- lönd og skapa mikla atvinnu af ýmsu tagi. Þeir sem hafa komiö til hlut- lausra ríkja vita að þetta eru raunhæf- ar hugmyndir. Efnahagsástandið í þessum löndum er með því betra sem gerist í heiminum í dag. En það hlýtur að vega þyngst þegar talað er um „hlutlaust Island” er friður og afvopnun. Það hæfir ekki frið- elskandi þjóð að taka þátt í hernaðar- brölti og stríðsrekstri. Ef við viljum leggja fram okkar skerf til friðarbar- áttunnar í heiminum er úrsögn Islands úr NATO stórt skref í rétta átt. Hlutleysi tryggir framtíö okkar og komandi kynslóða betur en allar kjarn- orkusprengjur samanlagðar. Island úr NATO, herinn burt. Ragnar A. Þórsson. - Helgi Þorgils Friöjónsson: Nokkrar teikningar, 1979 Uppábúinn stóll og sögumaður, 1980 Sögur, 1980 Klóri, 1981 Dagbók, 1981 Um þessar mundir heldur Helgi Þorgils Friðjónsson sýningu á mál- verkum, teikningum og bókum í Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðis- ins í Kópavogi. Helgi er löngu kunnur að myndlist sinni en heldur hljótt hefur verið um allumfangsmikla bókaútgáfu sem hann hefur stundað seinustu árin. Telst mér til að hann hafi gefiö út alls sjö bækur auk nokk- urra örsmárra kvera. I ritum þess- um birtir hann efni af ýmsu tagi, málverkaeftirprent, teikningar — og sögur, sem ætlunin er að fjalla litil- legaumhér. Sögumar hans Helga eru sjaldnast „sögur” í venjulegum skilningi þess orðs heldur skissur og textabrot sem höfundur fellir að teikningum og rissum. Með því móti reynir híuui að tvinna texta og teikningu í eitt, virkja lesskilning og sjónskynjun í senn. Þetta er í sjálfu sér athyglisverð tjáningaraðferð því takist vel til má ætla að hún skili einhverju því sem Ein af bókum Helga Þorgils Friðjónssonar: A hsgri síðu hefst sagan Klóri. Þar sem segir frá endurfsðingu Mjallhvítar og dverganna sjö (Dvergarnir hafa þjappaö sér saman á mannsöxUnni neðst á síðunni). DV-mynd: GVA. honum ætluð en ekki prinsinum sem ryöja verður úr vegi! Auðvitað gefur svona tilvitnun. ekki rétta hugmynd um söguna því myndir skipta ekki minna máh en ég læt hana samt flakka. Viðamesta bók Helga er Dagbók sem nær yfir timann frá janúar 1979 til ágúst 1981. Mestur hluti hennar er teikningar og riss sem urðu tU á þessu tímabUi, einkum á feröalögum heima og erlendis. Margt af þessu efni er athyglisvert sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á myndlist Helga Þorgils en mér sýnist ýmis stærri verk hans eiga rót að rekja í þessar skissur og rissur. Víða bregður fyrir skemmtdegum töktum í texta, s.s. í GamaUi sögu sem endar með hörm- ungum. Einnig má nefna Landsýnar- ævintýrið sem f jaUar á skemmtUeg- an hátt um hörmungar ungs lista- manns í Reykjavík: „I dag hitti ég Eystein Helgason framkvæmdastjóra Landsýnar. Hann hafði lofað að kaupa af mér mynd uppí farið tU Möltu. Ekki brást hann vel við þegar hann hafði séð sýnishom af myndunum og sagði: Frásögn f myndum venjulegur texti megnar ekki. Hún býr þannig yfir möguleikum sem geta leitt hafund á ótroðnar slóðir og, ef tU vUl, gefið tungumálinu nýtt og ferskt innihald. Og í dag er engin vanþörf á slíkum tilraunum í skáld- skap. Á síöari timum hefur margur misst trúna á hæfi tungumálsins td að túlka líf okkar og reynslu. Menn hafa spurt sjálfa sig sem svo hvort merkingin sé ekki þjóðsaga er hafi mótast af hefð, hvort fyrirmæli venj- unnar ráði ekki málnotkun okkar o.s.frv. Þessi „kreppa” tungumáls- ins hefur legið bókmenntaþróun ald- arinnar tU grundvaUar og raunar má fiUlyrða að enginn meiri háttar rit- höfundur hafi farið varhluta af henni. Reyndar hefur hennar gætt lítiö seinustu árin í íslenskri sagna- gerð. Þar hafa klysjur og geldar málvenjur ráðið ríkjum enda höf- undar haft um annað að hugsa en efnivið sinn, tungumálið! Ekki valda verk Helga neinum hvörfum en þau eru samt sem áður dæmi um að höfð- ingjum lágkúrunnar hefur ekki enn tekist að ryðja öUum skáldskap úr landinu. Sögur Helga eru mjög misjafnar og gæðum. Sumar eru af vanefnum gerðar og hroðvirknislega unnar. Aðrar eru hins vegar býsna góðar og bera vitni um hugmyndaauðgi og þó nokkra stUgáfu. Sem dæmi vU ég nefna Mig dreymdi í RömerswU (okt. 1980), táknsögu sem f jaUar um dauð- ann i lífinu að mér skUst. Sumir af textum Helga eru bráðskemmtUegir aflestrar, mátulega mikið út í hött og fjarstæðukenndir. Höfundurinn gef- ur ímyndunaraflinu lausan tauminn, lætur hugann reika inní furöulönd ævintýra án minnstu virðingar fyrir rökum og raunsæi. Besta verkið í þessum dúr er líklega Klóri (1981), ævintýri í máli og myndum. Hug- myndin aö þeirri sögu er góð: MjaU- hvít og dvergamir sjö endurfæðast — enda ævintýrinu ekki lokið þótt heimurinn hafi haldið það: „Einn daginn, þegar ég var að teikna í skissubókina mína, fann ég fyrir einhverjum fiðring í handar- bakinu, og svo sá ég eitthvað koma uppúr svitaholunum. Eg greip stækkunarglerið og kíkti og sá sjö ör- litla menn með síð skegg. Þeir klifr- Bókmenntir Matthías Viðar Sæmundsson uðu upp eftir handleggnum á mér og þjöppuðu sér saman á öxlinni og hrópuöu: Við erum dvergamir í sögunni Mjallhvít og dvergamir sjö. Amma þín var vond galdrakerling og breytti okkur í þau frækom sem þú sáðir í handbakið þegar hann Klóri klóraði þig tUblóðs.” (Klóri, 1981). Og það er lítiU tími tU stefnu; sögu- maður heldur ásamt dvergunum af stað í leit að Mjallhvíti, því hún var Hverslags helvítis djöfuls drasl er þetta eiginlega. Þú hlýtur að geta gert betur en þetta. Mér dettur ekki í hug að kaupa svona drasl. Og þá var sá möguleiki úti en viö fljúgum víst á föstudaginn þrátt fyrir það. Eg hefði að sjálfsögðu getað brugðist jafn ókurteislega við, en sagði: Þá látum við það bara gott heita. Og hugsaöi með mér að honum Ukaði sennUega ekki alskostar við verk mín.” Myndirnar umhverfis þennan texta bera því vitni að hinum for- smáða snillingi hefur ekki verið eins rótt innanbrjósts og hann lét í veðri vaka. Þar er um að ræða skemmti- legt samspU myndar og frásagnar. Textar Helga ÞorgUs eru víða hrá- ir um of. Engu að síður þykir mér hann líklegur tU afreka því að verk hans bera vott um frumlega hugsun og sköpunargáfu. Því er ástæða tU að óska honum góðs gengis og hvetja fólk að kynna sér sýningu hans og verk. MVS A\R Jazztónleikar í Gamla Bíói þrídjudagskvöld 16. nóvember kl. 21 Veró kr. 150 BREIÐH0LTI SÍMI 76225 MIKLAT0RGI. SÍMI22822 Fersk blóm daqleqa. Nýttjrá Italíu Efni: leöur. Litír: safari ogsvart. StærÖir: 36—41. Verökr. 1490. Póstsendum /HOONS ÞINGHOLTSSTRÆTI 1 Sími 29030 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.