Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1982, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1982, Qupperneq 4
Rækjubáturinn Siggi Sveins kemur að landi með góðan afla. . ÞRIÐJUDAGUR 16.NOVEMBER1982. ViKuhríngja íKóiumbíu? Símnotendur á Islandi, sem áhuga hafa, geta hringt til Banda- ríkjanna í síma 1 307 410 6272 og fylgst meö samtölum áhafnar bandarísku geimferjunnar Kólum- biu við stjórnstööina í Houston 16. nóvember frá kl. 04.00 um nóttina og þar til hún lendir kL 14.28. Ámi Kristjánsson. Fyrstu tónleikar Kammer- Mokaflthjá rækjubát- um við ísafjarðardjúp Mokafli hefur verið hjá rækju- bátum viö Isafjaröardjúp frá byrjun vertiöar, sem hófst 2. nóvember sl. 30 bátar stunda nú rækjuveiðar í Isafjarðardjúpi frá Isafiröi, Bolung- arvík og Súðavík. Hver bátur má veiða 6 tonn á viku en ley filegur afli á dag er 2 tonn á bát. Sú rækja sem veiðst hefur er mjög góð. Bátarnir UPPSAGNIR Á SKEIÐFAXA — starfsmenn óánægðir með hvernig staðið er að samdrættinum Tveimur af f jögurra manna áhöfn Skeiðfaxa, flutningaskips Sements- verksmiðju ríkisins á Akranesi, hefur verið sagt upp störfum. Eins og sagt var frá í DV í síðustu viku hefur allri áhöfn hins flutningaskips Sementsverksmiðjunnar, Freyfaxa, verið sagt upp vegna þess að ekki er fyrirsjáanlegt að verkefni finnist fyrir skipiö nema fram til næstu mánaðamóta. Mikil óánægja rikir meðal starfs- manna með þessar uppsagnir, sér- staklega vegna þess að þeir tveir af áhöfn Skeiðfaxa sem halda vinnunni hafa styttri starfsaldur en þeir sem sagt var upp. Friðrik Jónsson, út- gerðarstjóri Sementsverksmiðj- unnar, sagöi í samtali við DV að ástæðan fyrir því væri sú að þeir tveir menn sem eftir verða hafi veriö ráðnir sérstaklega á þetta skip en hinir ekki. Tveir af áhöfn Freyfaxa munu taka við störfum á Skeiðfaxa. -ÓEF. hafa yfirleitt veriö búnir með viku- skammtinn á þremur dögum og hafa fengið allt upp í 2 tonn í klukkutima togi. V.J./PÁ klúbbsins Fyrstu tónleikar Kammermúsík- klúbbsins í vetur verða haldnir á Kjarvalstöðum i kvöld, kl. 20.30. A efnisskránni eru verk eftir Jóhannes Brahms og Pétur Tsjækovskí, tríó í C-moll opus 101 eftir þann fyrri en tríó í A-moll op. 50 eftir þann seinni. Flytjendur verða Árni Kristjánsson píanóleikari, Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Gunnar Kvaran, sellóleikari. -ihb Slökkvistöðin sér um rekstur neyðarbíls. Jón Ingvar Ragnarsson, læknir á Borgarspítalanum, hringdi og vildi koma því á framfæri að í frétt í DV hefðu komið fram rangar upplýs- ingar um neyðarbílinn. Eftir honum var haft að Rauði krossinn sæi um rekstur neyðarbQsins en rétt er að Slökkvistöðin sér um hann. Einnig sagði hann að fullmikiö væri að segja að neyðarbíllinn hefði bjargaö mannsh'fum. I raun væri aðeins hægt að f ullyrða að bíllinn hefði örugglega bjargað mannslifi einu sinni. Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöf ði Svo mælir Svarthöf ði Aðförín gegn flokkaskipanmni hafin? Tveir þingmenn hafa ákveðið að taka ekki þátt í prófkjörum flokka sinna. Þeir eru dr. Gunnar Thorodd- sen og Vilmundur Gylfason. Miklar umræður eiga sér nú stað manna á meðal um, hvort þessir tveir menn ætli að fara fram utan flokka í næstu kosningum, en þeir eru báðir hljóðir sem gröfin um fyrirætlanir sinar. Sérkennilegt er, þegar svona hendir, að í fréttum og umsögnum manna er gengið út frá því að flokkarnir séu eins konar löggiltar stofnanir, þar sem menn eigi að bjóða sig fram og annars staðar ekki Hitt er gjarnan kallað sérframboð, en er auðvitað rökleysa, því hver og einn sem fær næga meðmælendur getur boðið sig fram til þings og þarf ekki á þeirri stundu að vera í neinum flokki til aö teljast „löggiltur”. Og þaö er einmitt tímanna tákn, að tveir forustumenn, hvor í sínum flokki, skuli heldur kjósa að halda þeim möguleika opnum aö fara fram án tilverknaðar flokka en velja hina hefðbundnu leið í kosningum. Þaö er jafnvel talað um veikleika í framboðum af þessu tilefni, og vist er um það, að atkvæði myndu skipt- ast eitthvað út fyrir „löggildingar” og hefðir ef af framboöum þessara tveggja manna yrði. En það umrót sem nú er á þessum málum speglar umrótið í þjóðfélaginu sjálfu, og þvi pólitíska niðurbroti, sem lýsir sér i ráðleysi og stjórnunarleysi á flestum sviðum atvinnu- og efnahagsmála. Við slikar aðstæöur er flokka- skipaninni hætt, hinar gömlu tuggur stjórnmálaflokkanna eru uppétnar og almennt orðalag um þjóðfrelsi, framtak og veilíðan fyllir ekki lengur i skörð, sem hafa myndast i stjórnar- farið almennt. Auðvitað eru stjórnmála- flokkarnir lítið annað en samsafn mismunandi skoðanahópa sem fylkt hafa sér undir eitt pólitiskt vörumerki til að koma ár sinni eða ár heilla stétta fyrir borð. Hafi enginn gagn lengur af þessu vörumerki eða flokksheiti, leggjast þeir einfaldlega niður, en nýir taka að þróast i gegn- um þingflokka, sem myndast eftir kosningar. Þetta er kannski að ger- ast núna, þegar grónir löggildingar- menn úr frægum og gömlum flokkum telja jafnvel að framboð á eigin spýtur sé heppilegra en að tala i nafni flokks. Þótt enn sé ekkert yfirlýst um framboð dr. Gunnars og Vilmundar, bendir flest til þess að Vilmundur a.m.k. muni fara fram. Hann hefur sjálfur taliö flokka- skipulagið riðlað og skekkt og yrði því ekkl langt frá því s jónarmiði með þvi að vera einn á báti i framboði. Allt er þetta óljósara og dulara hvað dr. Gunnar snertir. Sem for- sætlsráðherra verður hann að halda við trúnni á pólitiskt gildi sitt og mundi þvi seint verða til þess núna að lýsa því yfir að hann ætlaði að hætta í pólitík. Á sama augnabliki yrði stjórn hans aðeins starfsstjórn með heldur erfiðum afleiðingum vegna margvíslegra vandamála, sem að steðja. Hann mun þvi væntanlega draga í lengstu lög að gera nokkuð uppskátt um fyrirætlanir sínar. Ljóst er að það er opið mál fyrir dr. Gunnar og Vilmund að hefja aðförina að flokkaskipulaginu með framboðum, en slík framboð eru stöðugt að verða auðveldari og sjálf- sagðari, komi menn ekki lyndi við flokka sína. Áður en það flokka- skipulag varð til, sem nú hefur gilt i landinu næstum þvi til jafnlengdar öldinni, komu menn saman til þings og skipuðu sér þar i þingflokk sem þelm sýndist. Þeir voru það sem kallað er langsum og þversum, heimastjórnarmenn og Valtýingar. Pólitíkin var svo sviptivindastím, og þurfti á svo mörgum kúvendingum að halda, að þetta flokkslausa kerfi blessaðist um tíma. Hvað. risa kann úr öskunni, sem verið er að byrja að efna til núna, skal ósagt látið, en fyrstu kyndar- amir era farnir að athafna sig, og bera flokkaþreytu og cfnahagsóreiðu á eldinn. Við kjósendur getum svo horft í rauðan logann meðan flokka- skipan er i mótun. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.