Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1982, Blaðsíða 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR 16.NOVEMBER1982.
Nú borga all-
ir brúsann
Afleiðing misheppnaðrar skrefatalningar
í hinn, því langlínunotendur veröa
sjálfir aö greiöa hluta tekjutaps Pósts
og síma meö almennri gjaldskrár-
hækkun. — Miðaö við þessar staö-
reyndir geta menn svo velt því fyrir
sér hvort málsvara jöfnunar síma-
kostnaðar sé ekki eins aö finna i röðum
þeirra þingmanna sem bent hafa á aðr-
ar leiðir en skrefatalningu til að jafna
simakostnað landsmanna. Það verður
a.m.k. fróðlegt aö fylgjast með hvort
þeim þingmönnum sem nú taka
skrefatalningarmáliö aö nýju upp á Al-
þingi verði enn brigslað um að bregöa
fæti fyrir að símakostnaöur lands-
manna veröi jafnaöur. Niöurstaða
skrefatalningarinnar eftir árs reynslu
er einfaldlega sú aö 96% simnotenda
sitja uppi með skrefatalninguna og
standa líka undir tekjutapi vegna
hennar meö almennri g jaldskrárhækk-
un póst- og símaþjónustu.
Þeir borga líka
tapið
Miöaö við nýjustu upplýsingar Pósts
og síma eru um þaö bil 21% notenda
höfuðborgarsvæðisins og 22% notenda
dreifbýlisins sem nota aðeins innifalin
skref. — Vegna skrefatalningarinnar
þurfa þeir einnig aö standa undir
tekjutapi Pósts og síma, þar sem al-
menn hækkun (fastagjald + umfram-
skref) varö á gjaldskrá Pósts og síma
1. ágúst sl. um 18% til að standa undir
hluta hallans. Og enn varð 1. nóvember
sl. almenn gjaldskrárhækkun um 19%.
Þeir sem aöeins nota innifalin skref
slyppu viö slíka almenna gjaldskrár-
hækkun ef hækkunin kæmi aöeins fram
í hækkun gjaldskrártaxta umfram-
skrefa, en á þá leið var bent af and-
stæðingum skrefatalningarinnar, sem
valkost til aöjafna símakostnaö lands-
manna.
Og hverjir skyldu það vera sem nota
aðeins inniföldu skrefin en nú þurfa
einnig aö standa undir halla Pósts og
síma vegna skrefatalningarinnar —
jafnvel þó þeir hafi gripið til þess ráös
að spara notkun simans af ótta viö
aukakostnað vegna skrefatalningar-
innar.
Þaö eru m.a. aldraöir og sjúkir sem
bundnir eru heima og er því brýnt að
geta leitaö meö erindi sin í síma, auk
þess sem síminn er þaö tæki sem bætir
mjög úr félagslegri einangrun margra,
en þeir veigra sér nú viö aö nota sím-
ann vegna hættu á umframkostnaði.
En kostnað viö skrefatalninguna veröa
þeir aö bera engu aö síður. Hún kemur
niður á þeim í almennri hækkun gjald-
skrár.
Úttekt á framkvæmd
Á Alþingi hef ég enn freistað þess
ásamt 13 öðrum þingmönnum úr
Reykjavík og Reykjanesi að taka upp
skrefatalningarmálið, sem hugsanlega
gæti leitt til réttlátari leiöa til að jafna
símakostnaö landsmanna.
I tillögunni er samgönguráöherra
faliö að skipa nú þegar nefnd fimm
manna til að gera úttekt á framkvæmd
skrefatalningarinnar.
Verkefni nefndarinnar:
1. Aö leita orsaka fyrir verulegum
halla Pósts og síma i kjölfar
skrefatalningarinnar.
2. Aö kanna aö hve miklu leyti haliinn
kemur til meö að minnka þá jöfnun
simakostnaðar sem fyrirhuguð
var.
3. Aö kanna meö hvaöa hætti Póstur
og sími hefur fengið bættan tekju-
missinn vegna skrefatalningarinn-
ar.
4. Aö kanna hvaöa aðrar leiðir en
skrefatalning innanbæjarsímtala
komi til greina til að ná sömu jöfn-
un simakostnaðar og fyrirhugað
var með skrefatalningunni.
Þar sem mjög skiptar skoðanir eru á
Alþingi um máliö þykir rétt að hlutlaus
úttekt fari fram á allri framkvæmd
skrefatalningarinnar. I ljósi þeirrar
úttektar yrði síðan tekin ákvörðun um
hvort fella beri niður skrefatalninguna
og leitað nýrra leiða til aö jafna á raun-
hæfan og réttlátan hátt símakostnaö
landsmanna.
Reynslan af framkvæmd skrefataln-
ingarinnar krefst þess aö slík úttekt
fari fram.
Jóhanna Siguröardóttir
alþingismaður.
AÐ LATA ENGA
ORKU FARA
TILSPIUJS
I
L
, ^lngin þjóð hefur meiri þörf hagnýt-
ingar allra sinna krafta heldur en vér.
Einsdæmi er, að svo fámenn þjóö sem
vér Islendingar reyni að halda uppi
eigin ríki í jafnvíðlendu landi og erfiðu
sem Island er. Ef sú tilraun heppnast,
sem vér örugglega trúum og treystum,
þá er það líkara fögru ævintýri en
sannri sögu. Ævintýrið getur þó því að-
Bessí lóhannsdóttir
eins ræst að vér látum enga orku fara
til spillis, heldur samræmum alla vora
krafta til að ná settu marki”. Þetta
sagði Bjarni heitinn Benediktsson fyrr-
verandi forsætisráðherra í ræðu, sem
hann hélt á eins árs afmæli lýðveldis-
ins.
Það er vert að hugleiða þessi orð, og
líta yfir þau 37 ár, sem liðin eru frá því
að þau voru sögð. Atvinnulíf okkar er
mjög einhæft, og því verða sveiflumar
i efnahagslífinu mjög miklar þegar
áföll verða í sjávarútveginum. Um
margt er ástandiö í efnahags- og at-
vinnulífi líkt og það var á áratugnum
1950—1960. Mörg fyrirtæki eru rekin
með bullandi tapi. Arðsemi ræður ekki
fjárfestingu og því verður uppskeran
samdráttur þjóöartekna samfara vax-
andi verðbólgu. Stjórnmálamennirnir
hafa ekki haft kjark til að framkvæma
það sem gera þarf til að breyting verði.
I tiö núverandi ríkisstjómar hefur
óstjómin aukist og má glöggt heyra
vonleysi í máli manna enda hagvöxtur
staðnaður og sölutregða á helstu mörk-
uðum. Og nú hafa Framsóknarmenn
byrjað aö tala um haftastefnu og milii-
færslur sem okkar einu leið út úr
vandanum. Framsóknarmenn hafa því
miður aldrei kunnað önnur ráð í efna-
hagsmálum.
Að leggja fyríí
þegar vel er afíaö
Á góðu heimili er það regla, að
leggja fyrir þegar vel er aflað, og eiga
þannig varasjóð til mögra áranna þeg-
ar þarf að draga saman seglin vegna
minnkandi tekna. Þessa reglu þarf og
að hafa í heiðri á þjóðarheimilinu. Því
miður hefur þess ekki gætt. I góðærinu
nýliðna var öllu eytt, eyðslu-
gleöin réð ríkjum, og að auki voru tek-
in erlend lán í stórum stíl þannig að
spennan í atvinnulíf inu varð enn meiri.
Ef vel hefði verið að verki staðið hefði
nú átt aö vera hægt að grípa til „spari-
fjár”, sem jafnað hefði getað sveifl-
urnarmilliára.
Þetta sjónarmið kom glöggt fram
hjá seðlabankastjóra í viötali í sjón-
varpinu þegar hann benti á að nú væri
sveigjanleiki hins opinbera til að mæta
áföllum mun minni en hann var 1967 og
1975.
Dragaþarfúr
einhæfni atvinnu/ífsins
Sjálfstæðisflokknum hefur hingaö til
alltaf verið falið það ábyrgðarhlutverk
að ná okkur upp úr þeim kreppum,
sem við höfum orðið fyrir á lýðveldis-
tímanum. Með samstilltu átaki og
styrk frá fólkinu í landinu hefur Sjálf-
stæðisflokkurinn gert þær ráðstafanir
sem dugað hafa til úrbóta. Ævintýrin
gerast enn og nú þarf Sjálfstæðis-
flokkurinn styrka menn til forystu,
menn, sem hafa þor, dug og framsýni.
Viö Islendingarbúumi góðulandi og
höfum djúpar rætur í norrænni
menningu þar sem einstaklingsfrelsi
er virt, sbr. máltækið „sjálfur leiö
sjálfan þig”. Auðlindir eru hér miklar
og mannlif gott. Það er tiltölulega stutt
síðan við hófumst handa um nýtingu
þessara auölinda. Nú þurfum viö að
staldra v(ð og leggja áherslu á þrennt.
1. Standa vörð um frelsi athafnalífs-
ins, svo þaö geti staðið undir eðli-
legri nýsköpun.
j 2. Bæta nýtingu hráefnis og þétta
I f járfestingu í sjávarútvegi svo að
j við náum upp góðri arðsemi á
fjármagniöþar.
3. Auka virkjanaframkvæmdir með
stóriðjuíhuga.
Til þess að þetta verði gert þurfum
við að styðja Sjálfstæðisflokkinn og
vinna að því að fá einn flokk til
ábyrgðar í stað eilífrar málamiölunar.
Ella gætum við staðið frammi fyrir
þeirri staðreynd einn daginn að hafa
spillt orku okkar og þá sé úti ævintýri.
Bessí Jóhannsdóttir
cand. mag. *
„Sjálfstæðisflokknum hefur hingað til
^ alltaf verið falið það ábyrgðarhlutverk að
ná okkur úr þeim kreppum sem við höfum
orðið fyrir á lýðveldistímanum.”