Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1982, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1982, Síða 1
NEYÐARASTAND VEGNA OVEÐURS: „Mamma, mamma, veltur rútan nokkuð á hvolf’ „Ástandið var hroðalegt hér á Reykjanesbrautinni. Bílar fuku út af. Aðrir skullu saman og fólk beið í bílum sínum eftir hjálp.” Þannig komst lög- reglan í Keflavík að orði við DV um veðurofsann sem gekk yfir Suövestur- land seinni partinn í gær. Þaö var um fimmleytið sem óveðrið skall á og má segja að algjört neyðar- ástand hafi ríkt á svæðinu frá Keflavík og upp í Borgarnes. Engin alvarleg slys urðu þó í óveðrinu að sögn lög- reglumanna á svæðinu. Björgunarsveitir unnu látlaust á Reykjanesbraut og á K jalamesi við aö aðstoða fólk er varð að skilja bíla sína eftir. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var ástandið einna verst í Breiðholti og Árbæ. Otrúlega margir munu hafa ver- iö á sumardekkjum. Sagði lögreglan að ástandiö hefði orðið enn verra vegna þessara bílstjóra. Á Kjalarnesi, í Hvalfiröi og undir Hafnarfjalli voru ógurlegar vind- hviður og blindbylur. Þá var mikil hálka á vegunum. Norðurleiðarrútan varö aö stansa í Hvalfirðinum vegna hvassviöris og að sögn eins farþegans í rútunni voru nokkur smáböm í rút- unni. Þau urðu öll mjög skelfd í verstu hviðunum. Og þar mátti heyra litla stúlku segja, skelfingu lostna, viö móður sína: Mamma, mamma, veltur rútan nokkuð. Þá taföist Vestfjarða- leiðarrútan viðFerstiklu. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi varö þriggja bíla árekstur hjá Kala- stöðum á Hvalfjarðarströnd laust eftir kl. fimm og Willysjeppi fauk út af undir Hafnarfjalli og lenti á hvolfi. Engin slys urðu þó á fólki í þessum óhöppum. -JGH. Akurnesmgum er fíeira tíl lista lagt i iþróttum en að sparka bolta. Það sýndi sundfólk af Skipaskaganum um heigina þegar það sigraði ibikarkeppni 1. deildar isundi i Sundhöll Reykjavikur. Sigurliðið fókk aukabað i mótsiok en þá var þjálfaranum og öðrum köppum fíeygt út ílaugina. -sjá íþróttir i blaðauka. Hinum fræga Hóimavikurtogara, dýrasta fiskiskipi ísiendinga, var gefið nafn i gær. Það var Hjördís Hákonardóttir sýslumaður sem skýrði skipið Hólmadrang. Hólmadrangur er smiðaður hjá Stálvik i Garðabæ. Skipið er 47 metra langt, 10 metra breitt, 6,75 metrar að dýpt og 380 brúttó rúmlestír. Lestarrými skipsins er 300 rúmmetrar. Það er búið 1800 hestafla MAK vói. Skipið kostaði frá Stálvik um SS milljónir króna en talið er að gengistaps-, vaxta- og lántökukostnaður sé um 53 milljónir. D V-mynd: Einar Ólason. Mikilleitað 17 ára Alpafélaga íTindfjöllum: Fórísvefnpok- annoggrófsig ífönn Mikil leit var í gærkvöldi og nótt aö 17 ára gömlum félaga úr Aipaklúbbnum sem var týndur í Tindfjöllum. Pilturinn fannst heiil á húfi laust eftir klukkan þrjú í nótt. Hafði hann haldiö kyrm fyrir eftir að hann áttaði sig á að hann væri villtur, graf- ið sig í fönn og farið í svefn- poka. Ellefu félagar úr Alpaklúbbn- um voru á ferð á gönguskíðum um Tindf jöllin um helgina. Þeir vom á leið heim þegar einn fé- laganna varö viðskila við hóp- inn síðdegis í gær. Pilturinn hafði átt í vand- ræöum með skíöabindingamar, sem vildu losna. Mikil hríð var og aöeins örfárra metra skyggni þegar hann týndist. „Við fórupi aö leita. Þetta var í ljósaskiptunum og skyggnið var aðeins þrír eða fjórir metrar. Það var ofboðs- legt rok og skafrenningur,” sagði Olafur Guðmundsson, einn Alpafélaganna. ,ÍIftir tveggja til þriggja tíma leit sáum við aö þetta þýddi ekkert og ákváöum að senda tvo menn til byggöa,” sagöi Olafur. Hann og Knútur Axelsson héldu af stað eftir hjálp um klukkan 20 í gærkvöldi. Náðu þeir að bænum Fljótsdal fyrir klukkan 22. „Okkur var varla stætt, þaö var svo hvasst. Það var bæði blindhríð og svartamyrkur svo við gengum eingöngu eftir átta- vita,”sagðiOlafur. Hjálparsveitir vom ræstur út um klukkan 22. Menn úr Dag- renningu á Hvolsvelli, Flug- björgunarsveitinni á Hellu og Björgunarsveitinni Tryggva á Selfossi héldu af stað til leitar,' | búnir fjallatrukkum, snjóbíl og snjósleðum. Leitarmenn fundu piltinn, sem fyrr sagði, í nótt, stutt frá mið-skálanum í Tindfjöllum. Haföi pilturinn orðiö var við vélsleða er þeir óku fram hjá honum á leið upp í innsta-skála. Á leiðinni til baka óku vélsleöa- mennirnir fram á piltinn þar sem hann stóð í gömlu vélsleöa- förunum. Alpafélagamir höfðust í nótt fyrir í neösta-skálanum í Tind- fjöllum. -KMU. Bnininn á Stokkseyri: Eigandinní gæsluvarðhaldi Eigandi verslunarinnar Alla- búð á Stokkseyri, sem brann til grunna 30. október síðastliðinn, hefur verið úrskuröaður í gæsluvarðhald til 2. desember. Mikið fjárhagstjón varð I brunanum enda brann bæði verslunarhús og lager, en það var allt tryggt. Rannsókn máls- ins er haldið áfram. Gmnur leikur á að um íkveikju hafi verið aö ræða. ÓEF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.