Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1982, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1982, Page 18
18 DV. MÁNUDAGUR 29. NOVEMBER1982. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Bréf þetta barst okkur undirritaö nöfn- um og nafnnúmerum 40 nema og sveina i bifreiðasmiöi: Þaö sem hér á eftir verður gert að umtalsefni varðar allan þorra þeirra sem bifreiðir eiga og reyndar alla sem ferðast í umferðinni. Málefni þetta er: Meðferð stærri bifreiöatjóna; hvemig tryggingafélögin „losa sig við” stór- tjónin; hvernig umskráningu eða skoð- un bifreiða, sem lenda í slíkum tjónum, er varið og hvernig búið er að þeim fagmönnum sem starfa að tjóna- viðgerðum. Fagmenn sem bifreiðaréttingar stunda, hafa lengi verið óánægöir með hvemig öll þessi mál hafa verið meðhöndluð. Á sínum tíma var á þeirra vegum gerð tilraun til þess að vekja athygli á ríkjandi ástandi, meðal annars með bréfaskrifum til tryggingafélaganna eða samstarfs- nefndar þeirra svo og Bifreiðaeftirlits ríkisins. Tilraunir þessar bám ekki tilætlaðan árangur og var málefninu ekki einu sinni ansað þrátt fyrir ítrek- anir. Þessi bréfaskrif vorú liður í her- ferð sem þá var farin og beindist í þá átt að uppræta ólögleg bílaverkstæði; verkstæði sem rekin voru og enn eru rekin án þess að þar séu starfandi fag- menn. Verkstæði þessi eru auk þess að stór- um hluta rekin þannig aö þau komast hjá opinberum gjöldum, nema kannski að litlu leyti. Svo ekki sé talað um launatengd gjöld vegna starfsmanna og söluskatt. Þessu til viöbótar komast þau hjá því aö bera ábyrgð, nema að takmörkuöu leyti á verkum sem þar eru unnin. Það kann að vera að einhverjir eigi þama persónulegra hagsmuna aö gæta og beiti því áhrifum sínum til þess aö svæfa máliö en án þess að sá möguleiki sé útilokaður þykir okkur þó jafnlík- legt að sofandahátturinn einn hafi mestu um ráðið. Ferill bfls sem lendir í stórtjóni Til þess að menn átti sig á hvað hér er um að ræða, skulum við rekja feril bíls sem lendir í stórtjóni. Með stór- tjóni er átt við tjón þar sem umfangiö er 50% af verðgildi bílsins fyrir tjón eða meira. Þegar umfang tjóns er af þessari stærðargráðu er það venja tryggingafélaganna að ,,losa sig við” tjóniö á þann veg að eigandi skemmda bílsins fær bíl sinn greiddan á gang- verði tegundar og árgerðar miöað við staögreiöslu. Ef ekki semst þá eftir mati. Tryggingafélagið býöur skemmda bílinn til sölu, ýmist beint eða bilum er safnað saman á uppboö eftir aö „vildarvinir” félaganna hafa - valiðúr„góðu”tjónin. Af þessu leiðir að stærstu tjónin og þau sem mestrar viðgerðar þarfnast lenda á uppboði. Þar hlýtur hæstbjóð- andi hnossið, alveg án tillits til hvers konar möguleika hann á til viðgerðar á því; hvort kunnátta eða tækjakostur gera kaupanda kleift að gera viö bílinn svo í lagi sé. Síðan er „viðgerð” fram- kvæmd allt of oft af mönnum sem hvorki kunna það né geta. Að því loknu kemur bíllinn til umskráningar eða „Með stórtjóni er átt við tjón þer sem umfangið er 50% af verðgildi bílsins fyrir tjón eða meira" — segir i brófi tuga nema og sveina i bifreiðasmiði. D V-mynd: Sv. Þ. Bera tryggingafélög- in enga ábyrgð á gerðum sínum? — óhreinleiki í viðskiptum tengdum tjónaviðgerðum, segir í bréfi 40 nema og sveina í bifreiðasmíði skoðunar, án þess að Bifreiöaeftirlitið hafi um það hugmynd að um bíl úr stórtjónisé aö ræða. Ekki er vitað um afleiðingamar af núverandi fyrirkomulagi. Ætla má þó aö bílar meö slika fortíö séu ekki alltaf sömu öruggu farartækin eftir á og þeir voru fyrir tjón. Engar upplýsingar eru þó til, né heldur hefur farið fram nein athugun á hvort fyrrverandi stórtjóns- bílar lendi síðar í umferðaróhöppum oftar en aðrir. Það er samt tæplega nein tilviljun að í nágrannalöndum okkar eru bílar, sem lenda í stærri óhöppum, meðhöndlaðir þannig að tryggt er að þegar þeir koma í umferð að nýju séu þeir jafnörugg farartæki og þeir voru fyrir tjón. Bflar auðkenndir eftir stórtjón Sums staðar a.m.k. losnar bíllinn aldrei á ferli sínum við auðkenni sem á hann er sett við endurskráningu eftir tjón, þannig aö kaupandi sem síðar kaupir hann veit um þennan þátt í sögu hans. Hér aftur á móti veit, eins og áður sagöi, hið opinbera eftirlit ekki einu sinni um tjónið. Að minnsta kosti ekki á þann hátt að það leiöi til ná- Tilboð óskast eftirtaldar bifreiðar sem skemmst hafa i umferöaróhöppum Dadsun Sunny árg. '81 Daihatsu Charadi Run About árg. ’79 Dadsun 120V árg. ’80 Galant 1600 árg. '80 Lada árg. '79 Dadsun Cherry árg. '80 Dadsun 220e Diesel árg. '79 Simca 1508 g.t. árg. '78 Mini 1000 árg. '78 Lada 1500 árg. '80 Trabant árg. '78 V.W. 1300 árg. '73 Bifreiðarnar veröa til sýnis mánudaginn 22. nóv. 1982 kl. 12—17. Tilboöum se skilaö til Samvinnutryggingar fyrir kl. 17, 23. nóv. '82. SAMVINNU TRYGGINGAR ÁRMÚLA3 SlMI 81411 kvæmari skoðunar eftir að viðgerð fei fram né heldur veit t.d. annar eða þriðji eigandi frá tjóni nokkuð um a{ bíllinn hans hafi lent í slíku. Að ekki sé minnst á að hann viti á hvem hátt við- gerð var framkvæmd. Okkur virðist að þeir, sem ættu a{ vera ábyrgir í svona málum, séu mei þessu fyrirkomulagi að minnka hjá séi útgjöld vegna tjóna (sem kannski síðai koma þeim í koll með bótum á öðru tjóni en um það er ekki hugsað nú: „Den tid den sorg”). Eigum við þar við tryggingafélögin. Ef við hugsum okkur bíl sem metinn er þannig að verðgildi hans hafi rýrnað um 50% við tjón. Þá greiðir trygginga- félagið hann út til eigandans og selur H Tiiboðsaugiýsingar á borð viðþessa eru algeng sjón. Þá er ásigkomulag bifreiðanna sem i boði eru yfirleitt svipað og gefur að lita hór að ofan. SMITWELD rafsuðuvír Rafsuðumenn um allan heim þekkja SMITWELD merkið. í yfir hálfa öld hefur SMITWELD þjónað iðnaði og handverks- mönnum um allan heim. SMITWELD rafsuðurvírinn er einn sá mest seldi í Evrópu. Yfir 70% af rafsuðuvír fyrir ryð- varið efni, sem selt er í Vestur- Evrópu erfrá SMITWELD. Sannar það eitt gæði hans. Við höfum fyrirliggjandi í birgðastöð okkar allar algengustu gerðir SMITWELDS rafsuðuvírs og pöntum vír fyrir sérstök verkefni. SMITWELD: FYRSTA FLOKKS VÖRUR Á MJÖG HAGSTÆÐU VERÐI SINDRA STALHF Pósthólf 881, Borgartúni 31, 105 Reykjavlk, slmi: 27222, bein llna: 11711. Kvöld og helgarslmi: 77988. síðan skemmda bílinn, annaö hvort beinni sölu eða býður hann upp. Þessi 50% verðgildis, sem verið er að selja verða oft á uppboðum 60—75% verð- gildis bílsíns fyrir tjón. Þegar kaupendur hafa fengið bílinn í hendurnar hefst viðgerð. Þá er reynt að láta kaupverðið plús viðgerðar- kostnað ekki fara fram úr gangverði bílsins. Það reynist erfitt oft á tíðum nema með ítrasta sparnaði og jafnvel með „fúski”. „Jón í skúrnum" með pálmann í höndunum Þegar ofan á þetta bætist tækja- kostur og kunnáttuleysi, ásamt því að varahlutum er skrapaö saman úr notuðum bílum eða „hræjum”, eins og sagt er þá er ekki að undra þó fag- mannsaugu sjái (jafnvel úr fjarlægð) sitthvaö bogið við ýmis farartæki: Form sem litið eiga skylt við hin upphaflegu; stórtjónshræ endurkomin í umferðina. En hversu öruggir far- kostireruþetta? Þessi öfugþróun hefur svo leitt til þess að á hin löglegu bílaverkstæði kemur alls ekki nema mjög lítill hluti stórtjónabifreiða. „Jón í skúrnum” stendur með pálm- ann í höndunum. Hann, sem öllum opinberum gjöldum stal undan, getur veitt viðskiptavini sínum dálítinn af- slátt og sett restina í vasann og ber ekki ábyrgð á vinnu sinni. Þessi gjaldflótti er staðreynd, sem ekki ætti að líta framhjá eins og gert er, og tjónabílamir, sem hér hafa aðal- lega verið gerðir að umræðuefni, eru kjörinn og notaður vettvangur fyrir slíkt svindl. Tryggingafélögin eru ekki heldur hér hinn saklausi aðili því þau beina oft á tíðum viðskiptum til þess- ara manna. Það sem hér hefur verið rakið er ekki nema litill hluti þess óhreinleika sem tíðkast í viðskiptum sem tengd eru tjónaviðgerðum. Rétt er að sjá viðbrögðin við þessum skrifum áður en lengra er haldið því margt er ennþá ósagt. Fyrirspurnir til ráðherra Að lokum viljum við beina fyrir- spurnum til heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra, Svavars Gestssonar, og dómsmálaráöherra, Friðjóns Þórðar- sonar. Til tryggingamálaráðherra: Bera tryggingafélögin, sem haga sér eins og að framan er rakið, enga ábyrgð á geröum sinum í sambandi viö að hleypa ófaglæröum og oft til þess allsendis óhæfum mönnum í að búa til slysavalda í umferðinni, til viðbótar þeim sem fyrir eru? Eða er þarna ef til vill fundin aðferð til þess að hafa nóg að gera á sjúkrahúsunum sem undir sama ráðuneyti heyra? Til dómsmálaráðherra (Bifreiða- eftirlit ríkisins heyrir undir það ráðu- neyti): Hefur aldrei komið til umræðu að lögreglu og tryggingafélögum sé gert að skyldu að tilkynna Bifreiðaeftirlit- inu hvaða bílar lendi í stórtjónum, þannig að tryggt sé að þeir hafi hlotiö faglega viðgerö þegar þeir koma til skráningar að viðgerð lokinni? I fyrsta kafla Reglugerðar um gerö og búnaö ökutækja segir svo: 1. gr. „Sérhvert ökutæki skal svo gert og haldið þannig við að af notkun þess leiði hvorki óþarfa hættu né óþægindi.” Er nokkur leið til þess að koma á reglu í þessum málum nema með því að herða ákvæðin um skráningu og skoöun og löggilda þá fagmenn sem þessa vinnu stunda og þá vinnustaði sem vinnuna taka að sér? Þessi löggildingarmál hafa reyndar oft komið upp áður en við teljum að framkvæma megi þetta meö miklu minna lagabreytingavafstri en þá voru uppi hugmyndir um. Meö laga- eða reglugeröarbreytingu varðandi Bif- reiðaeftirlit ríkisins má veita því vald til þess aö framkvæma slíka fullgild- ingu. Við munum að morgni 29. nóvember 1982 afhenda báðum ofangreindum ráðherrum ljósrit af bréfi þessu. Viö væntum skriflegra svara þeirra beggja í lesendadálki DV sem allra fyrst. Sömuleiöis munum við afhenda tryggingafélögum ljósrit af bréfinu. Við væntum einnig skriflegra svara þeirra í lesendadálki DV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.