Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1982, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1982, Side 23
DV. MANUDAGUR 29. NOVEMBER1982. 31 Hjartað býr enn í helli sínum eftir Guðberg Bergsson Hjá MÁLI OG MENNINGU er komin út ný skáldsaga eftir Guðberg Bergsson og nefnist hún: Hjartað býr enn í helli sínum. Á bókarkápu segir m.a. um efni bókarinnar: „Vettvangur þessarar nýju skáldsögu Guðbergs Bergssonar er Reykjavík vorra tíma og á ytra borði fjallar hún um hjónaskilnað og hrellingar samfara honum. Aðalpersóna og vitundarmiðja frá- sagnarinnar er sálfræðingur, frá- skilinn og stendur í sífelldum flutn- ingum milli forstofuherbergja . . . Hugarástand hans er í rúst, eiginkona hans fyrrverandi vill ekki þýðast hann né leyfa honum að umgangast dæturnar tvær. Sagan segir frá einum sólarhring á eiröarlausu rangli mannsins um borgina. Heimur sögunnar er hugarheimur mannsins og frásagnarblærinn því víða óraunverulegur og draum- kenndur. Á þessu flandri birtist les- anda kyndugur þverskurður af borgarlifi og hugsunarhætti fólks. Sagan leiftrar af fyndnum uppá- tækjum og skemmtilegum athugunum.” Hjartaö býr enn í helli sinum er 177 bls. að stærð, prentuö og bundin í Prentsmiðjunni Hólum. Kápuna gerði Sigrid Valtingojer. BíiRMRA . . vg,artland Ástin blómstrar á ölium aldursskeiöum Ástin blómstrar á öllum aldurs- skeiðum eftir Barböru Cartland Barbara Cartland er einn mest lesni ástarsagnahöfundur Breta. Bækur hennar fjalla gjarnan um hina hreinu, sönnu ást, eru lausar við klám og kyn- lífstal sem svo mjög er í tísku nú, og þrátt fyrir það — eða kannski einmitt vegna þess — hefur hún eignast stóran hóp lesenda vítt um lönd, einnig hér á landi. Ástin blómstrar er 9. bókin eftir Bar- böru Cartland sem Skuggsjá gefur út og allar hafa þær átt miklum vinsæld- um aö fagna. Bókin er 171 bls., þýdd af Sigurði Steinssyni, sett og umbrotin hjá Acta hf., prentuö í Prenttækni og bundin hjá Bókfelli hf. Canoii Ljósrifunarvélin sem stækkar minnkar og lækkar verðið um 50% Cauon Suðurlandsbraut 12.Símar 85277 & 85275 Canoo DÖMUPEYSUR. PRJONAKJOLAR. PRJONABUXUR. HERRAPEYSUR. HERRAVESTI. PRJONAJAKKAR. BARNAPEYSUR HEILAR OG HNEPPTAR. BARNAVESTI. LEGGHLÍFAR. y V PRJÓNASTOFAN Udutttu. SKERJABRAUT 1, SELTJARNARNES VERSLUNIN OPIN VIH**. ~.\Z~ a- 11 uti 1-5. V.wohKDAGA 10-12. NÆG BÍLASTÆÐI. / X PRJÓNASTOFAN Uduntu. Gott

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.