Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1982, Blaðsíða 35
DV. MANUDAGUR 29. NOVEMBER1982.
43
Sandkorn__________Sandkorn _________________Sandkorn
Keisari
uppmælinga-
aðalsins
áfram í náðinni
Útþurrkun verkalýösleið-
toga úr miðstjórn Alþýöu-
bandalagsins á síðasta
ftokksráðsfundi hefur vakið
nokkra athygli. Einn leiðtog-
inn fékk að vera áfram í náð-
inni en það er Benedikt
Davíðsson sem verkamenn
ncfna gjarnan keisara upp-
mælingaaðaisins.
Myndbandarétt-
höfum vísað á
dyr
Rétthafar myndbanda,
kvikmyndahúsin og nokkrir
aðrir myndbandalnnflytjend-
ur, hafa nú stofnað með sér
samtök. Fulltrúar sam-
takanna fara regluiega á
milll myndbandaleiga tll að
kanna hvað þar sé á boðstól-
um og hvort þar leynist ólög-
legt efni.
Siðastliðinn þriðjudag fóru
þrír fulltrúar Samtaka mynd-
bandarétthafa í hringferð um
höfuðborgarsvæðið. Fundu
þeir margt ólöglegt efni á
myndbandaieigum og geröu
nokkrar spóiur upptækar.
Ekki gekk hrlngferð þessi
árekstralaust því þegar þeir
komu inn í Videospóluna á
Holtsgötu var þeim umsvifa-
iaust vísað á dyr. Eigandi
myndbandalelgunnar sagði
þá óvelkomna.
Að sögn eins fulltrúa rétt-
hafanna þótti þeim grunsam-
legt að eigandi Videospólunn-
ar skyldi hafa byrjað á því að
loka dyrum á bakherbergi
einu áður en hann visaði
þeim út.
Nemendum ber
að sparka í
kennarann
Nokkur úlfúð hefur verið
milli nemenda í Mennta-
skólanum f Reykjavík og eins
kennarans undanfarið. Töldu
nemendur hann fara yfir próf
og ritgerðir á ósanngjarnan
hátt og jafnvel mismuna
nemendum. Nemendur kröfð-
ust þess að yfirferð bans á
prófum yrði athuguð og gerði
það annar kennari. Fann
hann ekkert að vinnubrögð-
um kollega síns. Nemendur
voru óánægðir með þetta en
vopnin höfðu verið slegin úr
höndum þeirra. Á dögunum
lögðu nokkrir nemendur fram
tiUögu um máUð á skólafundi
sem nemendur halda reglu-
lega og var hún samþykkt.
TUlagan var eitthvað á þessa
leið: „Hverjum nemenda við
Menntaskólann í Reykjavík
ber að sparka þéttingsfast í
sköflung viðkomandi kenn-
ara er þeir mæta honum á
förnumvegi.”
Klippur í
þyrlurnar
Eftir tvö síðustu
þyrluóhöpp hérlendis hefur
mönnum orðið hugsað tU tog-
vírakUppanna sem varðskip-
in notuðu með góðum árangri
gegn crlendum togurum í
Þorskastríðum. Loftnetsvír
varð nefnUega þess valdandi
að þyrlan brotlenti við Sjón-
varpsbúsið í síðustu viku og
fyrir tæpum tveim árum brot-
lenti Gæsluþyrla við BúrfeUs-
virkjun eftir að hafa flogið á
vír. Nú vilja menn sem sagt
að rykið verði dustað af kUpp-
unum góðu og þær settar um
borð í þyrlurnar.
Bergþórshvols-
prestur krafði
Haukdal um
miskabætur
vegna umfjöll-
unar í
fjölmiðlum
Eggert Haukdal fékk í
síðustu viku staðfestan lög-
bannsúrskurð gegn afnotum
séra Páls Pálssonar á túnum
á BergþórshvoU. Sneríst mál-
ið um það hvort prestur hefði
mátt segja upp samningi við
þingmanninn um afnotin.
Séra PáU fór í gagnsakar-
mál þegar Haukdal höfðaði
staðfestingarmái sitt. Séra
Páil fór fram á 27 þúsund
krónur vegna áburðardreif-
ingar sinnar á túnið, 48 þús-
und krónur fyrir afnotamissi
og í miskabætur, meðal ann-
ars vegna umfjöUunar i fjöl-
miðlum, krafðist Páll 100 þús-
und króna. ÖUum kröfum
hans var hafnað nema kröf-
unni um greiðslu fyrir áburð-
inn.
Umsjón:
KristjánMár Unnarsson.
Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir
Verkalýðsforingjarnir, Ijúfirsem lömb, frammi fyrir prótókóimeistara hirðarinnar.
REGNBOGINN:
Brittania Hospital
BRESKT
ÞJÓDFÉLAG í HNOTSKURN
Rognboginn sýnir: Brittania Hospital.
Leikstjóri: Lindsay Anderson.
Handrit: David Sherwin.
Kvikmyndun: Mike Fash.
Tónlist: Alan Price.
Aðahlutverk: Mick Travis—Malcolm
McDowell. Vincent Potter—Leonard Rossiter.
Prófessor Millar— Graham Crowden. Phyllis
Grimshaw- Joan Plowright. Dr. MacMillan —
Jill Bennett. Amanda Persil—Marsha Hunt.
Ben Keating—Robin Askwith.
Lindsey Anderson, leikstjóri
Brittania Hospital, er einn þeirra
örfáu bresku kvikmyndaleikstjóra
sem verulega kveður að. Nokkuð
langt er um liðið síðan hann gerði
mynd síöast og var ekki laust við að
undirritaður væri nokkuð eftir-
væntingarfullur að sjá þetta nýjasta
afkvæmi leikstjórans. Þekktustu
myndir Anderson eru vafalaust If og
O’Lucky man. Báðar eru þær mikils
metnar og raunar í miklu uppáhaldi
hjá mér. Anderson heldur sig við
sama mannskap og hann hefur notað
áður með góðum árangri, þ.e. í einu
aðalhlutverkinu er Malcolm
McDowell og Alan Price sér um tón-
listina.
Brittania Hospital fjallar um 500
ára afmæli samnefnds spítala. Von
er á konunglegum gesti í heimsókn.
A spítalanum eru ýmsar vafasamiar
persónur, til að mynda afrískur
harðstjóri sem er einn sjúklinganna.
Daginn sem afmælið er haldið eru
miklar óeirðir í borginni og því í nógu
aö snúast hjá starfsfólki sjúkrahúss-
ins, auk umstangsins vegna sjálfs af-
mælisins. Til dæmis á að opna nýja
álmu spítalans til heiðurs hinum
fræga og geggjaöa vísindamanni dr.
Miliar.
Starfsfólk sjúkrahússins not-
ar hvert tækifæri til að gera verkfall
og þegar konungleg heimsókn stend-
ur fyrir dyrum á það auðvelt með aö
ráða enn meiru en vant er. Inn í
þennan ramma fléttast ótrúlegustu *'
atburðir. Millar er ósvífinn og geð-
veikur visindamaður sem ætlar að
búa til mann í tilefni dagsins. Fjöl-
miðlarnir eru að sjálfsögðu með í
spilinu hjá honum og eru tvö lið
fréttamanna í leiknum. Annað er frá
BBC og hefur blessun vísinda-
mannsins en síðan er Mick Travis
sem reynir að stela fréttinni með
lymskubrögðum. Ekki ætla ég að
lýsa söguþræðinum nánar en
Brittania Hospital verður, í höndum
Amföí'són og Shernin, Bretaveldi
sjálft ogjjott ef eljki nútíminn í hnöt-i
skurn, ,
Fjöhniðlamir, vísindamennirnir,
verkalýðsforingjarnir og fleiri fá
hressilega á baukinn hjá þeim félög-
um og tekst þeim vel að sýna hræsni,
yfirdrepsskap og spillingu í bresku
þjóðfélagi í þessari lýsingu. En á
hinn bóginn er þeim stundum einum
of mikið niðri fyrir. Til dæmis í upp-
hafi myndarinnar er hreint út sagt
eytt ótrúlega miklu púöri í að dára
stéttaskiptingu í bresku þjóðfélagi.
Brittania Hospital er svört
kómedía og nær því oft að vera fynd-
in án þess að ná þó nokkurn tímann
verulegu flugi. En vel má hafa
gaman af henni. Handrit myndarinn-
ar er dálítið ruglingslegt og ekki ver-
ið skorið nægilega niður. Að mínu
áliti skortir nokkuð á að atburðarás-
in sé nógu hröð. Vmis atriði myndar-
innar eru mjög vel gerð, til dæmis
atriði þar sem dópaði sjónvarps-
maöurinn reynir að æsa múginn upp
til að ná góðri mynd.
Myndin er vel leikin og eru þeir
Graham Crowden, McDowell og
dvergurinn mjög góðir. Það er
margt gott í þessarri mynd en samt
sem áður er húu alls ekki eins góð og
fyrri myndir Anderson.
Árni Snævarr.
Kvikmyndir
Kvikmyndir
Kvikmyndir
AIWA — AIWA
AIWA V-1000 samstæða
sem hugsar sjálf, snerta
eínn takka er allt sem þarf.
AIWA hljómur framtíðarinnar.
i r
Di -i
wsssmfflSL_____________
ABMULA 38 (Selmúla megim - 105 REYKJAVIK
SIMAR: 31133 83177 - POSTHOLF 1366
Land-Rover eigendur
I Eigum óvallt mikifl úrval af
Land Rovar varahlutum ó
| mjög hagstæðu verfli:
Nýkomnir efripartar ó
Land/Rover hurflir
Gírkassahjól
Öxlaraftan
Kambur/Pinion
Hurðarskrór
Hraðamælis-
barkar
| Tanklok
Spindlasett — Stýrisenda
i o.m.fl.
Girkassaöxlar
öxulflansar
Stýrissndar
Motorpúðar
Pakkdósir ‘ '
| Fjaðrir/Demparar ■
Hljóðkútarí:
VW 1200- 1300-
1302-1303
Demparar — Sachs:
VW1300 - 1302
VW Transporter
VW Golf
VW Passat
Nýkomið mikið úrval|
af afturljósum
& glerjum
Autobianchi A112
Fiat 127
VW1300-1303
VWGoH
VWPassat
Bsnz vörubfla
Póstsendum
Erum fluttir
í Siöumúia 8
BILHLUTIR H/F
Opið laugardaga 10—12 — Sími 38365